Ísafold - 29.05.1901, Blaðsíða 3
131
þeir eru komnir í skilning um það, að
búskapúrinn styðst við vísindin.
En mentamálin! Barnauppeldismál-
ið og kenslumálin! Skyldi þeim þoka
nokkuð verulega áleiðis án aðstoðar
vísindanna? Skyldi ekki vera eins
mikið vandaverk að hlúa að þeim ný-
græðingi, barnasálunum, eins og að
grösunum? Skyldi ekki vera eins
mikið vandaverk að að ala upp börn,
eins og að ala upp kálfa? Beynsla
annarra þjóða sýnir það, að jafnvel með
nýtustu kennaraskólum hefir það ver-
ið erfitt verk og langsótt, að lyfta
þjóðunum á hátt menningarstig. Án
góðra kennara dettur engum í hug að
komast neitt áleiðis í því efni.
Jón pórarinsson.
----v cx»—-----
Botvörpungaósómiim.
Heimdallur ver svo snildarlega land-
helgina, að varla sést nú nokkurn
tíma nokkur fleyta útlend nema utan
hennar. Hann er eins og elding fram
og aftur, og kemur eins og þjófur á
nóttu þar sem sízt varir. Botnvörp-
ungum stendur hálfu meiri uggur af
honum nú en nokkurn tíma áður.
Hann heldur ekki oft kyrru fyrir inni
á höfnum, heldur er ó sífeldum erli.
|>að er hvorttveggja, að flestir hugsuðu
gott til, er það fréttist, að kapt. Hov-
gaard ætti fyrir honum að ráða þetta
sumar, enda hefir hann sízt þeim
vonum brugðist.
En því hörmulega er til þess að
vita og á það að horfa, hvernig land-
ar haga sér sumir hverir við hina út-
lendu veiðispillvirkja. Liggja í þeim
dag og nótt, til þess að tryggja sér
aflann hjá þeim, teyma þá á beztu
fiskimið vor — utan landhelgi —, og
láta þá raka þau hvert á fætur öðru.
Svona hafa þeir haft það hér á Sviði.
þar var komið gott skrið og allar
horfur á góðri vorvertíð. Sumir gera
út þilskip hér um bil eingöngu til að
hirða botnvörpungafisk — sníkja hann
út fyrir tóbak og whisky. #Ættu botn-
vörpungar ekki þessa whiskyvini, þá
væri nú Faxaflói að öllum líkindum
laus við þessa plágu. IJm sómatil-
finningu dugar nú ekki að tala«. Svona
skrifar merkur maður nákunnugur ísa-
fold nýlega. »Og svo er þessi þokka-
lega vara, botnvörpufiskurinn, marinn
allur og troðinn, grotnaður og saurug-
ur, sendur á heimsmarkaðinn innan
um vandaða vöru og gjörspilt þar með
orðstír hennar. þvílík afmán! þvílík
háðung! Er það ekki hið mesta rang-
mæli, að kalla það siðaða þjóð, er
þannig hagar sér? Er það að kunna
fótum sínum forráð, þetta og annað
eins?« __
Dáinn
í nótt hói í bænum kaupm. H o 1 g e r
Clausen, á 70. aldursári, — sonur
hins nafnkunna kaupmannaöldungs H. A.
Clausen etazráðs í Khöfn, sem dáinn er
fyrir nokkurum árum og konu hans Ásu
Sandholt. Holger Clausen fluttist hing-
að fyrir nokkurum árum, en hafði áður
rekið verzlun í Stykkishólmi mörg ár,
en þar á undan verið bæði í Ólafsvík
og á Búðum, eða þá í milliferðum við
verzlun föður síns. Hann var tvíkvænt-
ur — fyr enskri(?) konu, er hann nmn
hafa átt við 2 börn, er legg kæmist,
son og dóttur, og síðan Guðrúnu Þor-
kelsdóttur lieit. prests Eyólfssonar á
Staðastað, er lifir mann sinn ásamt
fjölda barna. Hann var þingmaður
fyrir Snæfellsnessýslu 1881—1885.
Hann var gleðimaður mikill, skemtinu
og fyndinn, atgervi&maður að mörgu
leyti, og með höfðingjabrag. Hann hafði
víða farið á yngri árum, meðal annars
til Ástralíu, og fengist þar við gullnám
m. fl.
Hámark vanþekkingarinnar
Ótrúlegt er það, en satt þó, að nú
hefir ábyrgðarmaður afturhaldsmál-
gagnsine og þingmaður Árnesinga kom-
ið því upp um sig, að hann hefir ekki
minstu hugmynd um aðalatriðin f
þeirri stjórnarskrárbreytingu, sem hann
hefir verið að berjast móti samfleytt
fjögur ár. þar er hámarki vanþekk-
ingarinnar náð í öllum stjórnarmáls-
umræðunum.
í síðasta blaði málgagnsins stendur,
þessi gullvægi fróðleikur, með nafni
sjólfs hans undir, meir að segja:
»Ekki á landshöfðinginn að
víkja af þingi, þótt valtýski
ráðgjafinn komi«.
Og svo koma heilmiklar orðaflækjur,
sem eiga að færa mönnum heirn sann-
inn um það, að landshöfðingi megi þá
eins sitja á þingi, þó að ráðgjafinn sé
búsettur hér, eins og ef ráðgjafinn sé
úti í Kaupmannahöfn.
Vitanlega æ 11 i ekki að þurfa að
færa sönnur á annað eins og það, að
hér sé að ræða um hugarburð einn,
misskilning og vitleysu hjá þessum
frámunalega þingmanni og blaðamanni.
Vel getur og verið, að hann sé þeim
mun ófróðari um málið en a 11 i r aðr-
ir landsmenn, að honum einum þurfi
að færa sannanir í þessu efni.
En til þess að hér geti ekki verið
um nokkurt frekara þrætuefni að ræða,
prentum vór hér 34. gr. stjórnarskrár-
innar og breytingar þær, sem á henni
eiga að verða samkvæmt írumvarpi
dr. V. G.
Stjórnarskráin 34. gr.:
»Landshöfðingjanum skal heimilt vegna
embættisstöðu sinnar að sitja á alþingi, og
á hann rétt á að taka þátt í umræðunum
eins oft og hann vill, en gæta verður hann
þingskapa. — Stjórnin getur og veitt öðrum
manni nmhoð til að vera á þingi við lilið
landshöfðingja og að láta þvi í té skýrsl-
ur þær, sem virðast nauðsynlegar. í for-
föllum landshöfðingja má veita öðrum um-
hoð til að semja við þingið. — Atkvæðis-
rétt hefir landshöfðinginn eða sá, sem kem-
ur í hans stað, því að eins. að þeir séu
jafnframt alþingismenn«.
Frumvarp dr. V G.:
»34. gr. orðist svo:
Ráðgjafanum fyrir ísland skal beimilt
vegna embættisstöðu sinnar að sitja á al-
þingi og á hann rétt á að taka þátt í
umræðunum, eins oft og hann vill, en gæta
verður hann þingskapa. — JRáðgjafinn getur
einnig veitt öðrum manni umbóð til að
vera á þingi við hlið sér og láta því i
té skýrslur þær, er virðast nauðsynlegar.
í forföllum ráðgjafans má veita öðrum
umboð til að semja við þingið. — At-
kvæðisrétt hefir ráðgjafinn eða sá, sem
kemur í hans stað, því að eins, að þeir
séu jafnframt alþingismeun.
— Eftir allar þessar deilur, allar
þessar skammir þjóðólfsmauninum
sjálfum út af stjórnarskrárbreytingar-
frumvarpi dr. V. G. veit hann ekki
einu sinni svo mikið um það frum-
varp, að aðalefni þess er í því fólgið
að ráðgjafinn skuli sitja á alþingi, í
stað þess, sem landshöfðingi situr þar
samkvæmt þeirrí stjórnarskrá, sem nú
gildir, eins og það, sem hér er prent-
að á undan, sýnir og sannar.
Viku eftir viku og ár eftir ár hefir
hann verið að japla á því, að með
stjórnarbótjnni yrði landshöfðingjavald-
ið rýrt, valdið fært út úr landinu o.
s. frv. Ástæður hefir hann aldrei fyr-
ir því fært. Nú kemur það greinilega
í ljós, að hann hefir verið »löglega af-
sakaðure. Hann hefir lært þetta utan
bókar, ekki eins og skynsemi gædd \era,
heldur eins og páfagaukur — hefir
enn í dag ekki einu sinni í því botn-
að, hver breyting yrði á landshöfð-
jngjastörfunum með stjórnarbótinni —
með öðrum orðum alls ekkert skilið í
þeim andmælum, sem hanu var sjálf-
ur með!
Óneitanlega er það nokkurum örð-
ugleikum bundið, að eiga málstað við
slíkan mann og slíkt málgagn, sem
veður bara elginn, en veit ekkert og
skilur ekkert í því, sem um er verið
að tala.
Og slíkur maður verður að alþingis-
manni, löggjafa, hér úti á íslandi!
Veðurathuganir
í Reykjavlk, eftir aðjunkt Björn Jensson.
19 0 1 Mai Loftvog I millim. Hiti (C.) >■ <Tt- ct- <1 <£> osc c Tí D- » cx œ 7? B JO Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Ld.25.8 772,7 14,0 E 1 4 6,6
i 2 771,7 18,6 SE 1 4
9 770,9 13,2 E 1 3
Sd. 2$.8 768,5 16,9 ESE 1 3 8,5
2 767,0 20,1 ESE 1 3
9 765,9 13,9 E 1 2
Md.27.8 763,3 8,7 0 8 7,2
2 761,7 11,0 WNW 1 2
9 761,4 9,7 0 5
Þd.28.8 759,7 14,7 0 3 6,7
2 760,4 13,3 NW 1 3
9 761,1 9,9 N 1 5
Meira manntjón.
Ný druknun.
Um sömu slóðir sem hið mikla
manntjón varð 16. þ. mán., hefir 4
dögum síðar, 20. þ. mán., farist 6-
manna-far úr Vestmanneyjum, er á
veru 6 bændur, sem druknuðu allir.
jþeir áttu 4 heima í Vestmanneyjum:
Magnús Guðlaugsson í Fagurlist,
Pálmi Guðmundsson í París, Hreinn
þórðarson í Uppsölum og Jón Eyólfs-
son í Kirkjubæ; en 2 voru ofan af
landi: Árni Jónsson (Valdasonar)
frá Steinum undir Eyjafjölium, og
Eyólfur frá Kirkjulandi í Landeyjum.
þeir voru allir kvæntir, en sumir
barnlausir, sumir áttu 1 barn, einn
(J. E.) 2; um Eyólf ókunnugt. Lík-
lega lítil ómegð eftir þá samtals. En
mannskaðinn mikill og tilfinnanlegur
fyrir því.
Hafsjór var og stórstraumsútfall
móti veðri. Fleiri bátar voru mjög
hætt komnir. þetta var fyrir vestan
Bjarnarey.
Handa Eyfellingum hafa þegar
safnast á samskotaskjal, er gengið
hefir verið með hór um bæinn, nokk-
ur hundruð króna, a u k þeirra 300
lcr. frá einu félagi, sem getið var um
daginn.
Alþingiskosning.
Strandamenn endurkusu 21. þ. mán.
Guðjón búfr. Guðlaugsson á Ljúfu-
stöðum, með 45 atkv. Aðrir voru ekki
í kjöri, utan Ingimundur þessi Magn-
ússon á Snartastöðum, sem lýsti yfir
því í vetur, að hann gæfi kost á sór
fyrir áeggjan Guðjóns, og fekk hann 19
atkv. Nokkrir (5) greiddu ekki atkv.,
þar á meðal syslumaður; líkaði hvor-
ugur.
Prestkosning
fór fram að Staðarstað 15. þ. m. og
hlaut síra Vilhjálmur Briem kosningu
'með öllum greiddum atkv.
Handa Eyfellingum meðtekið á
skrifst. Isafoldar: Br. H. Bjarnason 5 kr.,
frk. Sigr. Sigurðardóttir 5 kr., kapt. Hansen
(»Thor«) il kr., N. B Nielsen 10 kr.
------*----—-----------------------
GotU kaupir hæsta verði
Ásgeir Sigurðsson,
Uppboðsauglýsing(.
þriðjudaginn 4. júní næstkomandi
kl, 12 á hádegi verður opinbert upp-
boð haldið á Kleppi hér í umdæminu
og þar seldir 6—10 gemlingar, 3 tryppi
veturgömul, reipi, vefstóll, tunnur, o.
m. fl.
Söluskilmálar verða birtir á upp-
boðsstaðnum.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 28. maíl901.
Halldór Daníelssou.
Brúkaður magazinofll selst mjög
ód/rt. Ritstj. vísar á.
Öllnm þeim hinum mörgu, bæði nær og
fjær, er með návist sinni eða á annan hátt
heiðruðu minningu mins sártsaknaða eigin-
manns Guðm. sál. Vernharðssonar og okaar
ástkæra sonar, Finnboga Haralds, við jarð-
arför þeirra 11. þ. mán., færi eg hjartans
þakklæti mitt. Það yrði oflangt mál npp
að telja alla þá, er með dæmafárri hjálp-
semi og kærleiksríkri alúð reyndu á allar
lundir til að hjálpa þeim í hinu langa og
erfiða dauðastríði þeirra og hugga mig og
styrkja í hinum miklu raunum minum, en
eg get þó ekki látið hjá líða að minnast
sérstaklega með innilegasta þakklæti með-
lima Goodtemplar-stúknanna »Hamingjan«
nr. 62 og »Lukkuvonin« nr. 20 á Stokkseyn,
Guðna söðlasmiðs Árnasonar á Strönd og
konu bans Sigríðar Magnúsdóttur, og ung-
frúr Kristrúnar Brynjólfsdóttur, er með hinu
eftirbreytnisverða dæmi sínu hafa nú sem
fyr sýnt almenningi, hversu gott og göfugt
félag Goodtemplar-Reglan er. Öllum
þessum mönnum bið eg guð að launa kær-
leiksverk þeirra, þegar þeim mest á liggur,
og styrkja og styðja hinn góða félagsskap
þeirra, svo að sem flestir fái notið sömu
hjálpar og huggunar frá honum sem eg.
Stokkseyri, 21. marz 1901.
Margrét Finnbogadóttir.
Vorið 1899 hafði eg tekið berklaveiki,
magnaða mjög, svo að eg neyddist til að
taka mig upp frá fátæku heimili mínu, eig-
inmanni og börnum og flytjast á sjúkrahús-
ið í Reykjavik. Þar lá eg f u 11 á r. Margir
— sem of langt yrði að telja — urðu þá
til þess að létta mér böl þetta og afleið-
ingar þess með mannúðlegri hlnttekningu,
hugulsemi og gjöfum. Fröken Annajörgen-
sen og móðir kennar (á »Hotel ísland«), sem
ekkert þektu mig áður, vitjuðu min marg-
oft i legunni og gjörðu mér gott á ýmsan
hátt. Ólafur bóndi á Kaðalstöðum og Þor-
steinn bóndi i Neðranesi gengust fyrir sam-
skotum handa mér og gáfu sjálfir. Þannig
safnaðist handa mér undir 200 kr. frá sveit-
ungum mínum i Stafholtstungum og einum
manni öðrum, sem vill ei láta sín getið.
En þá hjálp, sem ekki var annarra manna
meðfæri að láta í té, hversu góður sem
viljinn var, hana veitti mér Guðmundur
læknaskólakennari Magnússon. Nákvæmni
þeirri og snild, sem honnm er eiginleg og
alkunn er orðin, á eg það næst guði að
þakka, að eg nú lifi við mjög góða heilsu.
En það er þó eigi lækningin ein, sem eg
á Guðmundi að þakka, heldur miklu meira.
Hann og kone. hans, frú Katrín, vitjuðu
min án afláts á hverjum degi heilt ár,
sem eg lá rúmföst, og gjörðu alt, sem auð-
ið var, tii þess að láta mér iiða sem bezt,
hjúkra mér og gleðja mig, og þaðj, hef eg
sjálf séð og reynt, að hver sem er undir
umönnun þessara merkilegu hjóna, fer ekki
á mis við foreldranákvæmni og ástríki,
þétt fjarri sé eiginlegum foreldrum sínum.
En svo hættu hjón þessi því ofan á öll
önnur góðverk sín við mig, að þegar eg
kom út af sjúkrahúsinu, og var þá enn ó-
fær til heimferðar, þá tóku þau mig heim
til sín, og höfðu mig hjá sér með frábærri
meðferð 1 5 vikur, án alls endurgjalds.
Þessum góðu hjónum og öllum öðrum,
nefndum og ónefndum, sem hafa á einhvern
hált gjört mér gott, færi eg nú hið bezta
og hjartanlegasta þakklæti mitt, og bið guð
að launa þeim öllum fyrir mig.
Guðnabakka i Stafholtst., 12. marz 1901.
> Guðrún Jóhannesdóttir.
Undir þetta þakkarávarp eiginkonu minn-
ar, Guðrúnar, tek eg einnig af einlægum
huga. Elias Magnússon.
Hegningarhúsið kaupir hvítt
vaðmál. S. Jónston.
Hegningarhúsið tekur gamlan
kaðal til að tæja, fljótt og vel. S.Jónsson.
í Hegningarhúsinu er ofið bæði
tviöni og ull fyrir lágt verð. S.Jónsson
Poki með fatnaði o. fl. hefir fund
ist hér í bænum. — Vitja má í skrif-
stofu bæjarfógeta.