Ísafold - 08.06.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.06.1901, Blaðsíða 3
147 förnu hefir raun á orðiíS, muni taka þessa áskorun vora til góðra greina. Beykjavík, 7. júní 1901. Eirikur Briem, forrn. Fornleifafélagsins. Jón Jakobsson, umsjónarmaður Forngripasafns Islands. Skarlatssóttar-athugasemd. I 23. blaði þess árgangs Isafoldar stend- nr grein með fyrirsögn: »Skarlatsóttin«. Það sem þar er sagt um um útbreiðslu veiki þessarar í Þingeyrarlæknishéraði, þarf ým- islegrar lagfæringar. Fyrstu dagana af janúar tóku 5 (fimm) sóttina hér á Þingeyri, 3 börn af skólanum og 2 unglingsstúlkur; veikin var nþög væg á öllum og þeim batnaði fljótt. Að ómögu- legt var að leigja bér nokkurn kyma til einangrunar, þó gull hefði verið í boði, munu flestir kannast við, sem nokkuð þekkja til hér á Þingeyri. Hversu ófullkomin sem sótthreinsunin var, er árangurinn þó sá, að enginn hefir hér síðan orðið var við skar- latsótt, alt til þessa tíma. Ekki barst veik- in héðan til Arnarfjarðar, en að öllum lik- indum mun hún hafa borist þaðan og hingað. Hinn 8. janúar kom til mín sjúkdómslýs- ing úr Mosdal við Arnarfjörð. —Mosdalur er dalverpi með 6 bæjum, fremur afskekt; næsti bær er Hokinsdalur á Langanesi norð- anverðu og á sýsluenda. — í lýsingunni voru tekin fram helztu einkenni skarlats- sóttar, og vai það í fyrsta skifti, að eg fekk nokkra vitneskju um, að skarlatssótt væri hér í nánd, að undanskildum áminst- um tilfellum hér á Þingeyri. Skýrði sendi- maður mér svo frá, að kaupakona hefði verið þar um sumarið í dalnum, komin beina leið að sunnan, frá bæ, þar sem skar- latssótt hafði gengið og eitt barn dáið úr henni. Frá þvi um haustið hefði lasleiki einhver, svipaður því, sem hér var um að ræða, stungið sér niður þar á bæjunum í dalnum, en allir orðið svo létt úti, aðekki þótti taka þvi, að vitja læknis, enda grun- aði engan, hver veikin var. Um þetta sama leyti tók sóttina stúlka á næsta bæ, Hok- insdal, og urðu þar nokkurir veikir, en ekki var mér tilkynt það, og vissi eg ekkert nm það fyr en löngu síðar. A öðrum en of- angreindum stöðum hefir skarlatssótt, mér vitanlega, ekki gert vart við sig í Þingeyr- arlæknishéraði. Öllum, sem veiktust, er löngu batnað. Siðan í janúar hefir sóttin ekkert breiðst út og ekfeert nýtt tilfelli nokkursstaðar komið fyrir í héraðinu. Skarlatssóttin á ísafirði er að allra ætl- un komin þangað með manni frá Reykja- vík, sem legið hafði þá í skarlatssótt. Hvað sótthreinsun snertir, þótti mér naum- ast geta orðið að tilætluðum notum, að fara nú að sótthreinsa alla bæi í Mosdal, sem */8 ár höfðu haft óhindraðar sam- göngur í allar áttir. NB. af þvi enginn vissi, að þar gekk skarlatssótt. Þingeyri, ”/6 1901. Yirðingarfylst. Magnús Asgeirsson, héraðslæknir. m b ^ ----- Stórstúkuþlng Goodtemplarreglunnar hófst í gær, með messugjörð í dómkirkjunni, — cand. theol. Har. Níelsson steig í stól, en síra Ólafur Ólafsson í Arnar- bæli fór fyrir altari. Jpingið er fjöl- ment, af fulltrúum víðs vegar um land, er komið hafa floatir með strand- bátunum. Með strandlbátuinun er komu báðir á ákveðnum degi, var fjöldi farþega, svona hér um bil eins og á þá komst. Skarlatssóttin hefir fluzt úr Vestmanneyjum upp í Eangárvallasýslu og var þar komin á 12 bæi alls, er síðast fréttist. En kappsamlega er þar spornað við því, að hún færist út. Ekki er mikið um hana í Árnes- sýslu að sögn, en þó nokkuð. j?ar er slæm saga af einum bónda, er leyndi henni á heimili sínu og færðist fast- lega undan læknisheimsókn, þótt margt fólk Iægi á heimilinu og dóttir hans 12 vetra væri fárveik, en hún dó síð- an, eftir heimskukák úr bónda sjálf- um — terpentínuáburð í kverkarnar!— og bóndi lagðist svo sjálfur allþungt. Af Vesturlandi ganga ógreinilegar sögur af veikinni. En vera mun hún þar allvíða, með köflum, enda virðist hafa verið mjög vanrækt af sumum lækn- unura. Nú kvað Iandlæknir loks ætla að leysa úr höfn þangað vestur eitthvað í dag með póatskipinu snöggva ferð, til einhvers eftirlits eða afskifta af veikinni í orði kveðnu að minsta kosti; en það þarf mikinn trúarstyrk til að búast við miklurn árangri af því ferðalagi, eftir öllum atvikum, öðr- um en ferðakostnaðarreikningi til land- sjóðs. Gengið hefir veikin í Kjósinni aftur undanfarnar vikur, á Eeynivöllum; en verið sóttkvíað þar. Þingmálafundir. Seyðfirðingar hóldu þingmálafund 20. f. mán. þar voru 50 á fundi flest. þar var í stjórnarskrármálinu sam- þykt Eangársamþyktin frá í fyrra ó- breytt, með öllum atkvæðum gegn 1 eða 2. Fundurinn vildi láta auka fjárveit- ingar til atvinnuvega landsins og til samgöngumála, og enn fremur hlynna betur að mentamálum. Um bankamálið skoraði fundurinn með öllum atkv. gegn 1 á þingmeun kjördæmisias að stuðla að því, að öfl- ugur banki verði settur á stofn í landinu og að tilboðinu um »stóra bankann« eða öðru líku verði tekið, ef það kemur til þingsins og það sjálft getur trygt sér þau yfirráð og afskifti af bankanum, sem síðasta þing fór fram á. f>á vildi fundurinn láta styrk úr landssjóði til atvinnuvega til lands og sjávar vera einkum fólginn í haganleg- um lánum til manna, ríkra og fátækra, og félaga, er áhuga og dug sýna í at- vinnu sinni. Eitsímamálið vildi fundurinn láta styðja á sama hátt og áður með sömu skilyrðum sem á síðasta þingi. Mótfallinn var fundurinn því, að prestar séu settir á föst launúrlands- sjóði, og vildi meira að segja láta nema úr gildi aftur lögin frá síðasta þingi um gjöld til prests og kirkju. Enn fremur fá lög um gjaldfrelsi og réttindi þeirra utanþjóðkirkjumanna, sem ekki mynda neinn sérstakah trú- arflokk í landinu. Loks vildi fundurinn láta póstskip koma við á Seyðisfirði vetrarmánuð- ina m. m. Veðurathuganir í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1901 Júní Loftvog millim. Hiti (C.) í>- c+- <r+ CD 0* G tr ð & I Skfmagn Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Mvd. 5.8 746,1 5,8 WNW 2 9 5,8 5,0 2 750,7 6,6 WNW 2 8 9 752,5 7,7 ssw 1 9 Fd. 6.8 749,9 7,7 sw 2 10 0,9 5,1 2 752,6 8,4 sw 2 10 9 754,1 7,6 s 2 10 Fsd. 7.8 751,5 9,8 s 1 8 2,2 6,9 2 748,7 12,6 s 1 9 9 745,2 9,7 s 2 10 Um fyrirætlanlr hlutafélagsbanka-forgöngumannanna er ekki til neins að vera að þrefa við afturhaldsmálgagnið. Vér höfum í höndum öll skjöl, sem farið hafa milli þeirra og stjórnarinnar og sömuleiðis prívatbréf frá mönnunum. Á þessu byggir ísafold alt það, er hún segir af málinu. Afturhaldsmálgagnið hefir á engu að byggja, öðru en sinni eigin geðþekni, þeirri löngun sinni, að banka- málið ónýtist til fulls. Ofan á slíka undirstöðu má auðvitað reisa hvert ó- sanninda hrófatildur, sem málgagninu sýnist. En það getur ekki orðið veigameira né reynst áreiðanlegra en ósanninóii blaðsins eru vön að reynast. Morguuhugvekja verður haldin í dómkirkjunni á morg- un kl. 8 f- m. Sem flestir unglingafélags- m e n n mæti. AUir aðrir velkomnir. — Áríðandi umtalsefni. Fr. Friðriksson. Gjörið svo vel að koma til undirskrifaðs sem fyrst sendingum, sem eiga að fara með »Laura« 18. júní til ,Silkeborg Klædefabrik4. Sömuleiðis ern þeir, sem sendu verk- efni í febr. og marz, vinsamlega beðn- ir að sækja tauin sín hið fyrsta og borga um leið. Nýkomið er mikið af sýnishornum, (ullartreyjur o. fl.) Virðingarfylst V'ildimar Oitesen. TAPAST hefir silfur-kvennúr á leið úr Tjarnargötu upp f þingholtsstræti. Skila má í afgreiðslu ísafoldar. Þrándarstaðir í Kjósarsýslu fást nú til ábúðar með góðum kjörum; semja skal við hreppstjóra þórð Guð- mundsson á Hálsi. Evík 8. júní 1901. Kristján Þorgrímsson. Magnús Ólafsson trésm. selur ágætlega góðar og falleg- ar kommóður- Nýprentað: ÍslandL um aldamótin. Ferðasaga suinarið 1899 eftir Friðrik J. Bergmann. Reykjavík 1901. VIII+ 321 bls. Kostar í kápu 2 kr., í skrautbandi 3 kr. ASalútsala í bókaverzl. ísafoldarprentsm. Efnisyfirlit: Austur um hyldýpis-haf. í Noregi. Danmörk og danekt kirkjulíf. Koman til Reykjavíkur. Synodus. Latínu- .skólinn. Alþingi. Hjá guöfræðingunum. Ritstjóraspjall. Öldungatal. Hvernig er höfuðborgin í hátt. Austur am land. Eyja- fjörður. Á hestbaki. Andlegur vorgróður. Austur aö Stóra-Núpi. HöfuÖhóI í grend viö höfuÖstaÖinn. Framfarir. Kristindóm- ur þjóðar vorrar. Eg undirskrifaður, sem hefi dvalið á íslandi 22 ár undanfarin og rekið þar verzlun, síðustu 11 árin í sjálfs mín nafni, býðst hér með til að annast kaup og sölu á vörum fyrir alt ísland. Mannúðleg og skilvísleg viðskiftil Skjót reikningsskil I Með því að eg er vel kunnugur öllum vörum, sem þörf er á til ís- lands, vonast eg eftir, að geta gert hagnaðarkaup, og sömul. að fylgjast vel með sölu íslenzkra afurða, svo að eg geti komið þeim í eins hátt verð og aðrir. Virðingarfylst W. C. Kehler-Christenseii Niels Juelsgade nr. 6, Kabenhavn. •jngjuisBigos ‘uoBSjjofj ‘ijSuj •gg nfjofl ____________ -jmjsoA I tiSiQj iii ;s9j igÁlQið'jj Sðfunarsjóðurinn. Vöxtum til hans verður tekið á móti í Lækjargötu nr. 10 (húsi þorsteins járnsmiðs Tómassonar) þriðjudaginn 1. þ. m. kl. 5—6 síðd. KASSAS af ýmsum stærðum og blikk-kassar hentugir undir sendingar eru til sölu hjá Guðm. Olsen. Undirskrifaður tekur pilt til kenslu nú þegar. S. Eiríksson snikkarameistari Eræðraborgarstíg. U N G, velmjólkandi kýr óskast keypt. Eitstj. vísar á. Öllum þeim, æðri og lægri, sem heiðruðu jarðarför mannsins mins sáluga, Holgeirs kaupmanns Clausens, með návist sinni eða sýndu mér á annan hátt hluttekningu við útför hans, votta eg einlægustu þakkir í nafni mínu og barna minna Reykjavík 7. júní 1901. Guðrún Clausen. Keikningfur yfir tekjur og gjöld sparisjóðsins sýslu fyrir árið 1900. T e k j u r: Árnes- 1. Peningar i sjóði frá f. á 912 15 2. Borgað af lánum: a. fasteignarveðslán 3382 69 h. sjálfsk.áb.lán ... 6857 92 c. lán gegn annarri tryggingu 4875 00 15115 61 3. Innl. í sparis. á árinu 24743 08 Vextir afinnl. lagð- ir við höfnðstól. . . 1806 61 26549 69 4. Vextir : a. af lánum 3366 92 b. aðrir vextir .... 67 98 3434 90 5. Ymislegar tekjur . . 83 88 6. Frá sparis.d. Landsh. 621419 Alls 52310 42 Gjöld 1. Lánað út á reikningstimahilinu: a. gegn fasteignarveði 7950 00 h. — sjálfsk.áb. ... 1267600 c. — annari trygg. 5218 00 25844 00 2. Úth. af innl. samlagsm. 12967 48 Þar við bætast dagv. 41 33 13008 81 3. Kostnaður við sjóðinn: a. lann 360 00 4. Vextir: a. af sparis.innlögum.. 1806 61 b. aðrir vextir 103 58 191019 5. Ýmisleg útgjöld 137 51 6. Afb. af láni Landsh. . 3900 00 7. Til sparis.d. Landsh. . 6146 23 8. í sjóði hinn 31. des. 1003 68 AUs kr. 52310 42 Jafnaðarreikningur sparisjóðsins i Arnessýslu hinn 31. dag desbr.mán. 1900. A k t i v a: 1. Skuldab. fyrir lánum: a. fasteignarv.skuldab. 34331 65 h. sjálfsk.áh.skuldabr. 28667 63 c. skuldahr. fyrirlánum gegn annari trygg. 1268 00 64267 28 3. Innieign i sparisjóðs- deild Landsb...... 860 44 4. Útistandandi vextir, áfallnir við lok reikn- ingstímabilsins .... 149 92 5. í sjóði........ 1003 68 Alls kr. 66281 32 P a s s i v a : 1. Innlög 603 samlagsm. alls... 62050 33 2. Fyrirfram greiddir vextir, sem eigi áfalla fyr en eftir lok reikningstimahilsins....... 1142 54 3. Tiljafnaðarmótitölul.4iaktiva 14992 4. VarasjóÖur................ 2938 53 Álls kr. 66281 32 Eyrarbskka, 31. deshr. 1900. Guðjón Olafsson. Jón Pálsson Kr. Jóhannesson. Reikning þenna höfum við endurskoðað ásamt hókum sparisjóðsins og höfum ekkert við hann að athuga. Eyrarhakka, 5. marz 1901. Guðm. Guðmundss. Stefán Ögmundss. Reikning þennan höfum við yfirfarið og ekkert fundið athugavert við hann. p. t. Eyrarbakka, 6. maí 1901. Sigurður Ólafsson. Ólafur Helgason.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.