Ísafold - 17.07.1901, Page 3
191
Nýtt brauð vill þm. Austur-Skaftfell-
inga fá gert úr Einhoitssókn með 300 kr.
landssjóðstiUagi.
Utanþjóðkirkjumenn, sem eru í ein-
hverju staðfestn kirkjufél. utan þjóðkirkj-
nnnar, vill þm. Borgf. losa við 'óU gjöld
til kirkna og presta þjóðkirkjunnar. Etann
hefir tekið með sér 1. þm. Árn.
Heimullegar kosningar. Erumvarp
það um heimullegar kosningar til alþingis,
(»eftir alþingismann«), er birtist i vor í
Tímariti Bókmentafélagsins, hefir nú höf-
undur þess, kaupm. Björn Kristjansson, flutt
inn á þing ásaiat samþingismaúni sinnm
Þ. J. Thoroddsen. Heldur lagði landsh. á
móti því við 1. umr. Málið er nú í nefud
Möðruvallaskólaim vilja þeir láta
flytja til Akureyrar, Stefán kennari Stefáns-
son og Þórður J. Thoroddsen. Nýtt skóla-
hús á Akureyri, er landssjóður verji til 25000
kr. Þrir kennarar, einn með 3000 kr. og
leigulausan hústað i skólanum; hinir með
2000 og 1600 kr.
Uaxafriðun. Þingmenn Árnesinga
bera upp nýtt frumvarp um friðun a laxi
og annað um ófriðun á sel.
Kjörgengi kvenna i hreppsnefnd m.
m. vill Sk. Thoroddsen lögleiða nú sem fyr
og er það frv. nú samþ. af neðri d.
Við þjóðvegi vilja þm. ísfirðinga bæta
veginum yfir Breiðadalsheiði og að varið
sé næsta fjárhagstímahil 5000 kr. til heið-
arvegarins.
Sýslumannslaunin í Suðurmúlasýslu
hefir neðri d. nú samþ. að færð séu upp í
3000 kr. (úr 2500).
L.æknishéraðaskipun vill þm. Stranda-
manna fá hreytt nú þegar, þ. e. lögunum
þeim frá síðasta þingi: að Strandahérað
nái að eins yfir norðurhlut.a sýslunnar að
Ennishöfða og nefnist Steingrimsfjarðar-
hérað, að Miðfjarðarhérað nefnist Hrúta-
fjarðarhérað og nái frá Ennishöfða á Yatns-
nes ntanvert, og að Blönduosherað taki þa
við. Hrútafjarðarhérað teljist i 3. fl.
Bólusetningum ræður nefndin i efri
deild til að haga að mestu eins og stjórnin
stingur upp á (eftir tillögu héraðsl. G. B.):
láta yfirsetnkonur annast hólusetningar
hverja i sínu umdæuii, með tils]ón læknis,
en losa presta alveg viö afskiftin af þvi
máli. Þóknunin sé 25 a., hvort sem hólan
kemur út eða ekki.
f Brúagæzlukostnaður. Þingmenn
Árnesiuga og Rangæinga vildu fá, eftir
ósk kjósenda sinna, létt af sýslunum kostn-
aðinnm af gæzlu hrúnna á Þjórsá og
Ölfusá og viðhaldi þeirra, og komið honum
öllum á landssjóð. En það frv. var felt
Bankastjórinn var einn, sem móti frv. lagði,
og reiddist, þm. Flóamanna honum grimmi
lega fyrir það Hann flutti tölu, er i voru
120 ha! og 80 orð önnur, eftir þvi sem
einum áheyranda taldist
t Uppgjöf brúarláns. Óðara en frv.
um hrúargæzlukostnaðinn var salað, tok
þm. Flóamrnna sig til og bar upp frv. um
helmingsuppgjöf af þvi, sem eftir stendur
af láninu sýslufélaganna (Árn. og Rang)
og jafnaðarsjóðs suðuramtsins til ()lfusár-
brúarinnar á sinum tíma. En ekki var
þingdeildin hetri við það en hitt. Það dó
hjá henni i fyrra dag, hversu fagurlega sem
þm. Flm. hað þvi lífs.
Árangurslaus málssókn.
|>eir eru og hafa lengi verið saup-
sáttir, nágrannarnir, Guðj. alþm. Guð-
laugss. og Arnór prestur Árnasoná Felli.
|>að bar til fyrir nál. 3 árum, á sveit-
arfundi að Stóra-Fjarðarhorni, að
prestur fór ómildum orðum um fyr-
nefndan kunningja sinn, er fundinum
stýrði og taldi sig hafa verið þar að
gegna embættisstörfum sem oddviti
Fellshrepps; fekk hann af þeim rökum
amtmann til að láta höfða sakamál
gegn klarki samkvæmt 102. gr. hegn-
ingarlaganna, sbr. við 99. gr. því
máli lauk svo í Iandsyfirrétti í fyrra
dag, að prestur var alsýknaður
og málskostnaður fyrir báðum réttum
lagður á landssjóð. Segir rótturinn,
að fundurinn hafi enginn hreppsfund-
ur verið í eiginlegum skilningi, enda
engin fundarbók höfð nó neitt bókað
um það, er á fundinum gerðist, og
kusu fundarmenn sér og sjálfir fund-
arstjóra. — Landsyfirrétturinn finnur
það að rannsókn málsins og meðferð
í héraði, að það hafi staðið yfir tölu-
vert lengur en skyldi.
,Brenni, brenni Blundketill
inni‘.
Fyrir þingbyrjun hélt afturhaldslið-
ið sig mundu verða í meiri hluta í
sumar í stjórnarskrármálinu.
þá segir einn foringinn þar við
kunningja sinn:
»Sjálfsagt að drepa hel .... undir
eins«, þ. e. valtýskuna.
f>að var maður, sem smogið hafði
inn í þingmenskuna einmitt á val-
týskunni, einmitt á því, að tjá sig
valtýskan. |>ví kjördæmið var há-val-
týskt hér um bil alt saman. |>ar var
ekki nokkurt viðlit að ná kosningu
öðru vísi.
Hann bjó sér að eins til þá ofur-
meinlausu smugu burt frá henni, ef
á lægi, að hann vildi hafa hana dá-
lítið rífari í smá-atriðum, ef þess væri
kostur.
En valtýskan tjáir hann sig, ein-
læglega valtýskan, fyr og síðar. Alt
fram að þingbyrjun.
f>á hyggur hann sér óhætt að kasta
grímunni.
f>á tekur hann sér í munn orð
Hænsa-þóris:
•Brenni, brenni Blundketill inni«.
þá er ekki verið að hjala um minni
háttar viðauka við valtýskuna eða svo
nefndar umbætur á henui. Nei. Drep-
um hana! Drepum hana! f>að var
eina viðkvæðið.
Viðaukarnir eða umbæturnár, sem
þá stóðu til boða, voru meiri en lítils
háttar eða smávægilegar.
f>að var Eangársamþyktin öll. f>að
var 61. gr. óbreytt, auk ýmislegs ann-
ar3.
f>ví svo var mál með vexti, að allir
óháðir og einlægir stjórnarbótarvinir á
þinginu höfðu orðið ásáttir um svo
víðíæka miðlun til samkomulags, sem
frekast var fært, ef málið átti eigi að
ónýtast, fyr eða síðar. f>ar var alt
upp tekið, sem nokkur þ e i r r a hafði
nokkurn tíma ymprað á í þá átt.
En vi'.askuld var hinum það ekki
nóg, ofstopunum í afturhaldsliðinu,
sem keyra svo undir sig hina, mein-
bægðarmennina.
»Brenni, brenni Blundketill inni!»
segja þeir.
þeir mega ekkert annað heyra nefnt
en alla stjórnarbót feiga, — alla f á-
a n 1 e g a stjórnarbót.
f>ví þeirra eina áhugamál er við-
hald ástandsins, sem nú er.
Viðhald þess 2 árin næstu að minsta
kosti.
f>á koma dagar og þá koma ráð.
f>að er ekki víst að við verðum í
minni hluta á þingi 1903, hugsaþeir.
Jafnvel með sömu þingmönnum. Og
taki stjórnin upp á því að rjúfa þing
og efna til nýrra kosninga, þá er ó-
lag, ef Býslumanna- og bankavaldið
getur ekki komið sér viðlíka vel við
í kosningunum eins og síðast 1 og þó
heldur betur.
f>ví heimullegum kosningum sjáum
við um að ekki verði til að dreifa þát
f>að er klaufaskapur, ef við komum
þ e i m ekki fyrir kattarnef núna á
þessu þingi, — hart, ef við megum
okkar ekki svo mikið, að við fáum
öðru eins nýmæli frestað að minsta
kosti, eða þá fleygað svo, að því só
vís staðfestingarsynjun. f>að er okk-
ur nóg. Enda má búast við, að það
yrði illa þokkað, að drepa það alveg.
Ólafsda isskólmn.
Út af fyrirhugaðri niðurlagning 0-
lafsdalskóla er hin megnasta óánægja
víða urr vesturlaud að minsta kosti.
Mótmælafundir haldnir og áskoranir
sendar um, að hverfa frá því ótæka
ráði.
Kunnugir fullyrða, að sýna megi
með skýrum rökum, að dýrara verði
fyrir amtið að leggja skólann niður
heldur en að eignast hann og halda
honum við — meiri árskostnaður fyr-
ir það að minsta kosti svo sem 10—20
árin næstu. Og virðist slíkt þá held-
ur lítíll búhnykkur fyrir það.
Hitt er auðvitað létt á metunum hjá
þeirri húvirðulegu samkundu, amtsráð-
inu, þótt einhver landsins allra-nýtasti
sonur hreppi fyrir það a elliárum sín-
um, þegar hann er búinn að slíta
kröftum sínum í dyggilegri og afdrifa-
mikilli þjónustu landsins, það ánægju-
lega hlutskifti, að ganga slyppur frá
öllu því, sem hann hefir undir hendi,
og verða þar á ofan að standa sem
stór-óskilamaður frammi fyrir lánar-
drotnum sínum, sem er eitt hið sár
asta böl, er drenglundaður maður get-
ur í ratað.
Maðurinn, sem alment er kannast
við að haft hafi um 20 ár bezt lag á
skóla sínum af öllum búnaðarskólum
landsins og bezta tilsögn veitt.
Maðurinn, em landið á að þakka
einhverja hina notasælustu og arð-
mestu búnaðarframför á öldinni sem
leið, skozku ljáina svonefndu, er aflað
mundu hafa honurn stórra auðæfa
líklega hvar sam verið befði néma
hér.
Maðurinn, sem fyrstur hefir orðið
til að hugsa upp og smíða oss hent-
ugt höfuðjarðyrkjutól siðaðra þjóða,
plóginn, sbr. Skýrsluna hér að framan
um áraugurinn af reynslu ýmissa
plóga.
jpannig launa göfugar þjóðir sínum
nýtustu sonum langt og ómetanlegt
æfistarf!
Ætternið.
þeir eru að þrátta um ætterni frum-
varpsins með mörgu nöfnunum (stjórn-
ar s k em d a frv., heimskustjórnarfrv.,
»dónumenska« o. s. frv.): hvoit það sé
ættað hóðan eða utan yfir pollinn,
hvort það sé getið og fætt af höfð-
ingjum afturhaldsliðsins hérna eða
þeir hafi venð látnir knésetja það
fyrir einhvern enn meiri höfðingja,
sannandi hið fornkveðna, að sá er
minni háttar, er öðrum fóstrar barn.
p>að er eitt mark á fóstri þessu, er
tekur af öll tvímæli.
það er hið kostulega nýmæli í 5.
gr. frumvarpsins, sem gerir ráð fyrir,
að þingdeildirnar komi sér ekki sam-
an og þá séu engin úrræði.
|>að er hvorki meira né minna en
að höfundurinn eða höfundarnir hafa
enga hugmynd haft um, að hér væri
til sameinað þing.
Mér finst ganga goðgá næst, að
gera ráð fyrir nokkurum þingmanni
avo fáfróðum, þótt jafnvel aldrei hefði
í lög litið, hvað þá heldur heilum 3
lögfræðingum, sem eru í tölu flutn-
ingsmaonanna 10, — allir sýslumenn-
irnir vestfirzku.
Nei. það fær enginn migtil að trúa
því. að þ e i r hafi hugsað upp aðra
eins haugavitleysu, — þótt ekki hafi
eg raunar neina ofsatrú á Iögspeki og
vitsmunum þeirra allra.
|>að leynir sér ekki að minni hyggju,
að hugmyndin er aðfengin og hirt ó-
köruð, hugsunariaust, í oftrausti á
vitsmuni og gaumgæfni hins s a n n a
höfuodar.
En hinn sanni höf. er vafalaust
mjög svo nákominn síofnuninni al-
kunnu fyrir utan pollinn, sem kemst
það lengst að jafnaði,— nær sór þá bezt
niður, er hún kemst í að leggja út
handa oss dönsk lagafyrirmæli.
A f þ v í að Danir hafa ekki sam-
einað þing — þeir eiga upp á þann
annmarka á siuni stjórnarskrá mikið
af öllu stjórnmálamótlæti sínu —, þá
gerir höf. »heimskustjórnarfrv.«ráð fyrir
sama ástandinu hér, og er að hugsa
um að setja undir þann leka.
Er það ekki dásamlegt?
F i u n s-d ó 1 g u r.
Nefndin klofnuð.
Hún klofnaði í fyrra dag, nefndin í
stjórnarskrármálinu, eins og ganga
mátti að vísu frá upphafi, með því
annar flokkurinn vil) e k k e r t annað
en bana málsins, í þetta sinn að
minsta kosti; hefir a 11 a r sínar »sam-
komulagstillögur* svo nefndar með
því marki brendar.
|>eir tveir g e t a ekki samleið átt,
er annar þarf nauðsynlega að stefna í
austur, en hinn telur sér jafn-nauðsyn-
legt að stefna í vestur.
f>ar er alt samkomulagshjal hé-
góminu einber og yfirdrepsskapur.
Nefndarálit mun væntanlegt veva á
hverri stundu, sitt frá hvorum klofn-
ingi, og framh. 1. umr. þá líklega á
föstudag.
þar má gera ráð fyrir og ganga að víoU
nýju bernttðarlagi af hálfu afturhalds-
liðsins, er það veít sig minni máttar
orðið: einstakri mýkt og hógværð og
sáttfýsis-stunum! — ekkert líkri hinni:
brenni, brenni Blundketill inni!
f>á verður aðal-áherzlan á það lögð,
hve dæraalaust óbærilegur ábyrgðar-
hluti sé, að láta rnálið gangaframmeð
örlitlum atkvæðamun.
Atkvæðamunurinn samsvarar líkleg-
ast t. d. 70 atkvæða mun í parla-
mentinu brezka, og hefir margri stjórn
þar dugað minna.
En hitt á enginn ábyrgðarhluti að
vera, að halda landi og lýð enn niðri
í stjórnaróstandsfeninu og stjórnar-
bótar-ófriðinum um óákveðinn tíma, i
viðbót við þessi 20 ár, sem hðin eru
síðan stjórnarbaráttan nýja hófst! —
Halda við þeim óþolandi, skæða ó-
friði, stór-skæðum fyrir önnur fram-
faramál þjóðarinnar, sem e n g a bið
þola, en litla framgangsvon eiga með-
an sá ófriður stendur!
|>ví hjalið um örstuttan frest, eitt
þing eða svo, er tómt tál. Enginn
getur ábyrgst, að fresturinn verðiekki
4, 8 eða 16 ár, eða hver veit hvað?
Gufuskipið Perwie, eitt af sbipum
Thor. E. Tulinins stórkaupmanns, kom í fyrra
dag af Vestfjörðum. Hafði verið að vitja
um gufusk. »Nora«, er strandaði i haust 4
Patreksfirði, og náði úr þvi gufukatli, nýj-
um, um 10,000 kr. virði að sögn, en varð
litið ágengt frekara.