Ísafold - 17.07.1901, Síða 4
192
Gufubáturinn „REYKJAVIK“
fer að öllu forfallalausu aukaferð til Borgarness. 3 ágúst n. ik. lil.
9 árdegis og þaðan aftur 5. 3- m kl. ÍO árdegis og kemur
við á Akranesi í báðunt leiðum.
Reykjavík, 12. júlí 1901.
B. Guðmuiidsson.
Vín og Vindlar
fæst ódýrast í verzlúninni NYHÖFN.
Veðrátta mjög vætusöm langa hrið
sunnan lands og vestan. Heldur óefnilegt
með nýting á töðu. Hyrðra aftnr á móti
gæðatíð.
Gröndalska. Hálfgaman er að Ben.
Gröndal i siðasta Fjalllonu-blaði. Hann
telur það stórskammarlega óþjóðlegt, út-
lenzkt og ameriskt að geta þess til, að
einhverntima á 20. öldinni muni islenzkar
konnr leggja niðnr þjóðbúninginn og fara
að klæða sig eins og konur i öðrnm siðnð-
um löndum — að islenzkar konur, með
öðrum orðurn, fari í þessu efni að dæmi
móður hans og systur.
Þá þykir honum það ekki fallegra, held-
ur, að því er virðist, enn stórskammarlegra,
enn óþjóðlegra, enn útíenzkara, enn amer-
iskara, að geta þess til, að einhvern tíma
á 20. öldinni muui íslendingar hætta að
kenna sig við feöur sina og fari að taka
upp ættarnöfn eins 0g aðrar siðaðar þjóð-
ir — að íslendingar, með öðrum orðum,
fari i þessu efni að dæmi afa hans, hræðra
og — hans sjýlfs!
Strandf.bátur Skálholt, kapt. Gott-
fredsen, kom hingað aðfaranótt 15. þ. m.
norðan um land og vestan og með honum
strjálingur af farþegum, einna mest frá
Ólafsvik: faktor Einar Markússon og Helgi
prestur Ainason með konur sinar og hörn;
enn fremur Guðm. læknir Scheving af
Ströndum, frú Möller úr St.hólmi 0. fl.
Herskipið Bellona, enskt, kom hing-
að i fyrra dag, til strandgæzlu, eins og
áður.
Myndbreytingin (metamorphosis).
Benedizkan íátin laut
líkast tíl úr miltisbruna;
en úr hennar heilagraut
hnoðaði Lalli Durgólfskuna.
V eðurathuganir
i Reykjavík, 'eftir aðjunkt Björn Jensson.
q r* W <1 W 5 Cn
190 1 tu 0 í»- c* fL. *-! ert- 3
júlí b á CTQ 'p c-t- é- ffi « P °S 3 B ■ p ■'L-T' GO O g- ^
Ld.13.8 758,7 8,9 WNW 1 10 7,5
2 758,5 10,5 0 9
9 757,6 8,9 0 9
Sd.14. 8 755,1 12,3 E 1 4 5,8
2 753,4 14,6 E 1 10
9 752,0 11,7 E 1 9
Md.15.8 751,9 12,1 SE 1 9 0,4 9,9
2 751,3 13,2 SE 1 8
9 749,1 10,7 SE 1 10
Þd.16. 8 742,1 11,3 E 1 10 4,0 9,6
2 740,9 12,5 SE 1 7
9 739,3 9,6 E 1 9
I heljar greipum.
Frh.
»Eg verð með, að svo miklu leyti
sem mín efni hrökkva«, sagði Belmont.
»Yið skrifum undir sameiginlegt
skuldabréf eða ábyrgðarskjal«, sagði
málfaerslumaðurinn. »Ef eg hefði
blað og blýant, gæti eg samið það á
svipstundu, svo foringinn gæti reitt
sig á, að það væri alveg rétt og lög-
mætt«.
En hersirinn kunni ekki nógu mik-
ið í tungu Araba, og Mansoor var
sjálfur svo vitstola af hræðslu, að
hann gat ekki skilið það, sem verið
var að bjóða honum. Svertinginn
leit spurnaraugum á foringjann; svo
hóf hann upp langan, svartan hand
legginn og þytur heyrðist af sverðinu
yfir öxl honum. En túlkurinn orgaði
eitthvað, sem varð til þess, að svert-
inginn hjó hann ekki, og að foringinn
og förunautur hans færðu sig nær hon-
um, og var komin svipbreyting á skol-
brún andlitin á þeim, eins og þeim
þætti nokkurs um vert. Hinir rudd-
ust nú líka fram og stóðu í hálfhring
utan um manninn krjúpandi fram og
grátbiðjandi.
Afjætur magasinofn
er til sölu Amtmannsstíg nr. 1.
Rabarber
fæst Amtmannsstíg nr. 1.
Rauður hestur befir fundist i hest-
húsi J. P. Brydes verzlnnar í Reykjavík,
með marki: sýlt og gat, hangandi fjöður
framan vinstra; réttur eigandi getnr vitjað
hestsins ti) téðrar verzlunar.
Verzlunin
GODTHAAB
hefir alls konar byggingarvörur, svo
sem Fernisolíu, Kítti, Terp-
entínu, törrelsi, allskonar
málning- utan og innanhúss, leir-
rör mátuleg í strompa, pappa
utan og innanhúss, saum af flest-
um sortum, skrár, lamir
gluggahengsli, galvaniseruð galv.
saum í gluggahengsli og slétt járn,
danskt kaik óleskjað, cement
o. fl.
Stúlkur
sem vilja sækja um inntöku á
Kvennaskólann í Hiínavatnssjslu
næsta vetur, verða að hafa sent um-
sókn þar utn til formaDns skólanefnd-
arinnar, Sigurðar Sigurðssonar á Hún-
Stöðum, eða forstöðukonunnar frú El-
ínar Eyólfsson fyrir 15. sept. næstk.,
og mega þær sem í fjarlægð eru koma
til skólans, þó þær hafi ekki fengið
svar frá skólanefndinni, ef þær borga
helming meðgjafar um leið og þær
koma, og setja ábyrgð fyrir, að síðari
helmingurinn greiðist áður en þær
fara af skólanum. Meðgjöfin er fyrir
skólaárið —frá 1. okt. til 14. maí —
135 kr. Skólahúsið er nýtt og mjög
vandað, með baðherbergi o. fi. þæg-
indum. Góðir kenslukraftar, þar á
meðal ágæt kensla í söng og orgelspili.
Hentugast er, að stúlkur hafi sjálfar
verkefni handa sér, einkum til fata-
saums
Blönduósi 10. júlí 1901.
F orstöðunefndin.
Velverkaðan æöardún, sel-
skinn og lýsi kaupir hæsta verði
verzlunin GODTHAAB
mót peningum út í hönd.
Thor Jensen.
Kylling-a
kaupir
C. Zimsen.
Góð geldneyti
kaupir
0. Zimsen.
í verzluninni GODTHAAB
fæst allskonar matvara, svo sem :
rúgur, rugmjöl, flormjöl, 3
sortir, hveiti nr. 2, 2 sortir, hrís-
grjón, klofnar baunir, marg-
arine 4 teg. Kexiö nafnfræga.
Ennfremur;
kaffi, kandis, melis höggvinn
og óhöggvinn. Export, t6 2teg.,
önnur afbragðsgóð, fíkjur, enskt
reyktóbak af ýmsum sortum o.
fl. o. fl.
Alt óvenjulega ódýrt.
Utsalan frá pakkhúsinu nr. 1 í Aust-
urstræti.
Thor Jensen.
Rafmagnsvekjara, sern vekur fólk í
tæka tíð og áreiðanlega, ef eldnr kviknar í
húsi og setja má með litlum kosnaði i
samhand við rafbjöllnr, þar Sem þær eru
fyrir, má sjá og panta hjá Eyólfi I»or-
kelssyni, Austurstr. G; kostar 10 kr. fyrir
hvert hús.
Proclama.
Með því að Jón Jónsson Vestmann
á Melum í Seyðisfjarðarkaupstað hef-
ir strokið af landi burt sökum skulda
og jafnframt óskað þess, að bú hans
verði tekið til gjaldþrotaskifta, þá er
hér með samkvæmt lögum 12. apríl
1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861
skorað á alia þá, er telja til skulda
hjá honurn, að koma fram með kröfur
sínac og færa sönuur á þær fyrir skifta-
ráðandanum hér í sýslu áður en liðn-
ir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu
þessarar innköllunar.
Skrifst. Norður-Múlasýslu 4. júní 1901.
Jóh. Jóhannesson.
á Alafossi tekur á móti ull tii að
vinna úr dúka.
Halldór Jónsson.
|>orsteinn Tómasson járnsmið-
ur, Lækjargötu 10, selur alls konar
stangajárn og plötujárn með mjög vægu
verði.
SkoriS
neftóbak
(E. Nobels)
daglega nýskorlð i verzlun
Nýhöfn.
Uppboðsauglýsing.
Samkvæmt ákvörðun skiftafundar
15. þ. m. í búi Garðarsfélagsins hér á
Seyðisfirði, verður opinbert uppboð
haldið á eignum nefnds fólags hér í
bænum fimtudaginn 26. september
næstkomandi og næstu eftirfarandi
daga. Verða þar seldar :
Húseignir félagsins: 2 f-
búðarhús, salthús og fiskihús saman-
bygð; 2 skúrar á Búðareyri til niður-
rifs; 3 samanbygð íshús.
Hafskipabryggja með j á r n-
s p or u m.
5 stór f i s k i s k i p með útbúnaði.
Veiðarfæri: botnvörpur nýjar
og brúkaðar, botnvörpuslöngur, bóm-
ur, botnvörpupokar, trawlböjur, kola-
net, síldarnet, línur og línubjóð, tráss-
ur, strengir, dufl, kútar o. fl.
HÚBbúnaður ýmiskonar. Smíða-
áhöld. Björgunarbelti. Saumur. Farfi.
Hnifar. Timhurrusl. Tómar tunnur.
Járnbrautarklossar. 6 járnbrautarvagn-
ar. Olía. Tjara. Járnvara. þakjárn.
Ísmaskína með gufukatli. Hjólbörur.
Bambúkki með tilheyrandi. Jarð-
yrkjuverkfæri. Múrsteinn. Kol. Lúru-
kassar. Baðker. Stór eldavél. Stigar.
Peningaskápur o. fl. o. fl.
Skjöl áhrærandi húseignirnar og
skipin, svo og uppboðBskilmálar, verða
tíl sýnis hér á skrifstofunni víku á
undan uppboðinu, sem byrjar kl. 12
á hádegi fyrnefndan dag.
Gjaldfrestur langur.
Bæjarfógetinn á Seyðisf. 20. júní 1901.
Jóh. Jóhannesson.
Auglýsing
um inntöku á búnaðarskólann á Hól-
um og kennarastöður við hann.
A síðasta fundi amtsráðs Norðjir-
amtsins var ákveðið að breyta skyldi
fyrirkomulaginu á búnaðarskólanum á
Hólum þannig. að bóklegi námstíminn
væri Isngdur um hálfan mánuð og
skyldi vera frá miðjum okt. til apríl-
mán. loka. þetta er verutími pilta á
skólanum og er vinnu þeirra slept.
Piltar verða að kosta fæði og þjónustu
að vetrinum. þeir geta fengið fæði og
þjónustu fyrir sanngjarna borgun hjá
ábúanda jarðarinnar, eða haft mat í
sameiniugu, eins og verið hefir á
Möðruvöllum. Kostnaður við fæði og
þjónustu hefir verið þar að flutnings-
kostnaði frátöldum um 50 a. á dag.
Inntökuskilyrði og kenslugreinir eru
eins og ákveðið er í reglugjörð skól-
ans 28. maí 1899, 5. og 12. gr. (Sttíð.
B. 1889, bls. 82—84). Amtsráðið hef-
ir ákveðið að kaupa ágæt kenslugögn
til skólans fyrir 1000—2000 kr. og að
fá svo góða kenflukrafta, sem kostur
er á, að hafa fyrirlestra við skólann
og að hafa kenslu í ritgjörðum og ura-
ræðum á málfundum, svo hefir þaðog
veitt 500 kr. námsstyrk, er á að veita
lærisveinum árlega, ákveðið að láta
gera við skólahúsið 0. s. frv.
Amtsráðið áleit æskilegt að náms-
piltar á skólanum yrðu ekki færri en
20—30, og skal því skorað á bændur,
er vilja koma sonum sínum á skólann,
og þá sem vilja fara á hann, að
sækja til amtsins um inntöku fyrir
næsta fund amtsráðs Norðuramtsins í
maí 1902.
Kennarastöður víð búnaðarskólann á
Hólum eru lausar. Launiu eru 1200
kr. fyrir forstöðumann skólans og 800
kr. fyrir annan keunara, svo og ókeyp-
is húsnæði. Bónarbréf um stöður
þessar skulu send til amtsins fyrir
lok marzmánaðar 1902.
íslands Norður- og Austuramt
Akureyri, 20. júní 1901.
Páll Briem.
Á veginum frá Beykjavík upp að
Elliðaám tapaðist í gæL segldúks-
taska með laxahjóli ásamt línu, poka-
neti og whiskyflösku.
Finnandi gjöri svo vel að skila þessu
til konsúl Jóns Vídalíns, Vinaminni,
gegn fundarlaunum.
Beykjavík, 16. júlí 1901.
Frank Bradshaw
H. M. 8. Bellona.
Sölubúðin
í húsimi nr. 22 við Laugaveg er til leigu.
Seltirninöfar
er beðnir að vitja ísafoldar í afgreiðslu
hennar Austurstræti 8-
Ritstjórar: Björn Jónsson(útg.og ábm.)og
Einar Hjörieifsson.
Isafol darprentsmiðja