Ísafold - 11.01.1902, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.01.1902, Blaðsíða 2
ið fyrir það í Alþingishúsinu; í raun- inni er rúmleysið orðjð til vandræða; það er t. d. algerlega rúmlaust fyrir skókbækur þær, er próf. Fiske hefir svo rausnarlega gefið safninu, og er það leitt, þvf að skákritasafn þetta er óefað hið langmerkasta á Norður- löndum, og þó víðar væri leitað. Á þrettándann 1902. Hallgr. Melsteð. Skarlatssóttin í Reykjavík. Bréf héraðslæknis til bæjarstjórnarinnar, dags. 9. þ. m. * -------------------- f>að er öllum kunnugt, að skarlats- sótt hefir verið hér í bænum rúmt hálft annað ár, síðan í maímánuði 1900, og vörnum verið beitt gegn henni samkv. lögum nr. 2, 31. jan. 1896. Nú hefir mér í meðfylgjandi um- burðarbréfii frá landlækni, dags. 3. þ. m., borist skipun, um að hætta sótt- vörnum. í tilefni af þessu bréfi hefi eg skrif- að landlækni og spurst fyrir um, hvað mér beri að gera við þá sjúklinga, sem nú eru í sóttkvíunarhúsinu hér í bænum og hvernig eg skuli haga því eftirliti, sem mér er boðið að hafa á sóttinni eftirleiðis; læt eg hér með fylgja svar landlæknis, dags. 7. þ. m. Sóttvarnirnar hafa gert afarmikið gagn; það hefir fyllilega tekist, að halda sóttinni í skefjum, þó að ekki sé hún enn um garð gengin. Ef öllurn vörnum er hætt, þá er við búið, að sóttin magnist í bænum og verði að miklu tjóni. f>ess vegna tel é eg mér skylt, að skýra hinni heiðruðu bæjarstjórn frá því, hvernig sóttin hefir hingað til hagað sér, hvernig vörnunum hefir^verið háttað; og í hverju hættan er fólgin, ef þeim er hætt. Skarlatssóttin kom í bæinn í maí- mánuði árið 1900. Frá þeim tíma og til loka ársins veiktust 87 manneskj- ur af 53 heimilum; á 33 heimilum veiktist að eins ein manneskja, á 13 heimilum 2 og á 7 heimilum fleiri en tvær. Árið 1901 hefir sóttin gengið þessa leið: Heimili eo c~ ila sjúkra. með 1 sjúkling. m. 2. sjúkl. m. fleiri en 2 sjúkl. E. 5 sr - B Jan 40 17 5 4 26 Febr 14 9 1 1 11 Marz 5 5 » » 5 Apríl 11 3 1 1 5 Maí 9 4 1 1 6 Júní 12 10 1 » 11 Júlí 10 8 1 » 9 Ágúst 7 2 1 1 4 Septbr 4 2 1 » 3 Oktbr 2 2 » » 2 Nóvbr 4 4 » » 4 Desbr 11 5 » 1 6 Samtals 129 71 12 9 92 Utkoman er þessi: Á rúmu hálfu öðru ári hafa 216 manneskjur tekið sóttina; alls hefir sóttin komið á 145 heimili; á 104 heimilum hefir að eins ein manneskja veikst, á 25 heimilum 2 manneskjur, á 16 heimilum fleiri en 2. Ef íbúatalan er sett 6500, þá má sjá, að einungis 3 af hverjum 100 bæj- arbúum hafa hingað til tekið sóttina (nákvæmlega 3,.,%). Ef gert er, að 1300 heimili séu í bænum (5 menn í heimili), og það mun láta nærri sanni, þá hefir sóttin hingað til komið á 11 af hverjum 100 heimilum; þessi tala er að vísu talsvert of há, sökum þess, að sóttin hefir auðvitað alloft komið oftar en einu sinni á sama heimilið með löngu millibili. Sóttin hefir yfirleitt verið væg, af skarlatssótt að vera; en þó hafa mjög margir legið sóttveikir vikum saman, þungt haldnir af hálsbólgu, iiðabólgu, ígerðum og öðrum meinum, er sótt þessari fylgja. Fjórar manneskjur hafa dáið '(c. 2°/0); mér er fyllilega ljóst, að það hefir bjargað lífi margra sjúklinga af fátækum heimilum, að mér hefir verið frjálst að taka þá í sóttvarnarhúsið og veita þeim þar góða hjúkrun. Af þeim 216 manneskjum, semsótt- ina hafa tekið, hafa 159 veríð fluttir af heimilum sínum í sóttkvíunarhús (hús Framfarafélagsins hér í bænum), en 57 sóttkvíaðir heima. Heimilin hafa jafnan verið vandlega sótthreins- uð að veikinni afstaðinni. Ef skarlatssótt kemur á heimili og er ekki unt að sóttkvía sjúkliuginn á heimilinu eða flytja hann burtu, þá fer álla jafna svo, að öll börn á heim- ilinu taka sóttina, flestir unglingar og margir fullorðnir. Hér í bænum er víðast svo húsum háttað, að engri sóttkvíun verður við komið heima; þess vegna má búast við því, að sótt- in magnist á heimilunum, miklu fleiri veikist á hverju heimili hér eftir en hingað til. Líka má búast við því, að sóttin verði .skæðari; fátækt fólk getur ekki veitt börnum sínum þá hjúkrun, sem þau þurfa, ef vel á að fara. Loks er auðsætt, að sóttin fær greiða götu húsa á milli um allan bæ. inn; enginn getnr meinað fólki að fara allra ferða sinna, stunda atvinnu sína, sækja nauðsynjar sínar o. s. frv. — Bæjarbúar geta ekki aðstoðarlaust varnað því, að sóttin fari ferða sinna. J>eir hafa hingað til yfirleitt sýnt mjög lofsveróan áhuga á því að heftaþessa sótt og það er þeim að þakka og þeirn til sóma, að sóttvörnin hefir hingað til tekist svo vel, sem raun hefir á orðið; því að undir alþýðu manna er það að mestu leyti komið, hvort sóttvarnir hepnast eða fara í glundroða. Nú hljóta allir að gefast upp, ef engin hjálp fæst. Af framangreindum ástæðum leyfi eg mér að fara þess á leit við hina heiðruðu bæjarstjórn, að húntaki til, íhugunar, hyort ekki b9ri nauðsyn til að fé sé varið úr bæjarsjóði til þess að afstýra þeirri hættu, sem yfir vofir, ef öllum vörnum er hætt gegn skar- latssóttinni; en hættunni kalla eg af- stýrt, ef bærinn vildi á sinn kostnað halda opnu íramvegis sóttkvíunarhúsi því, sem hingað til hefir verið kostað af landssjóði. þespi kostnaður hefir verið rúmlega 1 króna á dag fyrir hvern sjúkling (frá 1. jan.—30. júní 1901 var kostnaðuriun 1 króna og 11 aurar á dag fyrir hvern sjúkling) og hver sjúklingur hefir að meðaltali verið 6 vikur í húsinu. Að lokum skal þess getið, aðnúsem stendur eru 10 sjúklingar í sóttkvíun- arhúsinu (8 úr bænum, 2 af Seltjarn- arnesi); í einu húsi í bænum eru 3 sjúklingar sóttkvíaðir heima; í einu húsi 1 sjúklingur, líka sóttkvíaður heima (veiktist 7. þ. m.), og í einu húsi liggur 1 sjúklingur (veiktist 4. þ. m.), áu þess að nokkurri sóttkvíun hafi orðið beitt. Utanbæjar í hérað- inu er engin skarlatssótt, og þar er miklum mun hægra að stöðva hana, ef hún kemur aftur. Fylgiskjölin óskast endursend. G. Björnsson. Veðrátta. Snjórinn, sem getið er um í síðasta bl., lá grafkyr þangað til á þrett- ánda, eða jólin öll á enda. Þá gerði hláku, með miklu stórviðri á útsnnnan. Síðan hafa verið nmhleypingar, með allmiklum frostum síðara hlut vikunnar, og er enn mikill snjór á jörðu. „Reik»ingsskekkjan“ Leiðrétting í grein nokkurri með fyrirsögninni »Reikningsskekkjan« í 1. tölublaði Isafoldar þ. á. er sk/rt frá því, að eg, sem hafi þurft á Alþingi í sumar leið að verjást ákúrum út af gjafsóknarveitingum, hafi meðal annars með rammskakkri frásögn um eitt gjaf- sóknarmálið að minsta kosti fullyrt þvert ofan í dóminn, að ekki hafi sann- ast það, sem á gjafsóknarþega hafi verið borið, gefið í skyn, að ekki væri séð fyrir endann á málinu, þar eð því væri óáfr/jað, þ ó 11 "áfr/juuarfrestur væri þá löngu liðinn o. s. frv., og eg só meira segja ekki farinn að leiðrétta það enn. Ummæli þau, sem hór mun vera átt við, voru samkvæmt Alþ.tíð. 1901 B. 1309. dálki svo hljóðandi : »En þar sem hann (þ. e. frams.m. fjárlagan.) mintist á eitt sérstakt mál, þá kannast eg ekki við, að hann hafi sagt rétt frá, eða að sannast hafi á landlækninn það, sern blaðið bar hon- um á br/n. Að minsta kosti var blaðið dæmt í sekt, og ummælin um land- lækninn i því dæmd dauð og marklaus, sem ekki verður samr/mt við, að þau hafi verið sönnuð undir rekstri málsins. Að öðru leyti er of snemt að tala um mál þetta nú, þar sem að því er enn óáfr/jað til æðra dóms<<. Hvað er nú það, sem er rammskakt í þessari »frásögn« minni? Hefi eg nokkurn tíma kannast við, að sannast hafi á landlækninn það, sem blaðið (Isafold) bar honum á br/n 1 Var rit- stjórinn ekki dæmdur í sekt fyrir um- mæli sín í blaðinu um landlækninn? Voru þessi ummæli ekki dæmd dauð og ómerk, sem meiðandi og móðgandi? Og verður þetta tvent (sektin og ó- merkingin) samr/mt við það, að um- mælin hafi verið sönnuð undir rekstri málsins? Og loks: var málinu þá ekki enn óáfryjað til æðra dóms? Eg fæ ekki sóð, að hér só neitt ranghermt. En það er önnur frásaga, sem er rammskökk, ekki hjá mér, heldur hjá ritstjóranum. Hannsegir: »Þótt áfr/j- unarfresturinn væri þá löngu liðinn«. En það er rammskakt hjá ritstjóranum; áfr/junarfresturinn var þá (1. ágúst f. á.) ekki liðinn; hann leið meira að segja ekki út fyr en 20. f. m. Þessi staðhæf- ing ritstjórans líkist mjög vísvitandi ó- sannindum, en það verður að virða hon- um til vorkunnar, þótt hann, ólöglésinn maðurinn, viti það ekki, að áfr/junar- frestur á hóraðsdómum í einkamálum til yfirdóms telst samkvæmt tilsk. 15. á- gúst 1832, 16. gr., frá birtiugu dóms- ins, sjá I. H. Deuntzer: Om Appel i civile Sager, Kbh. 1880, 58. bls. Auk þess mætti minna ritstjórann á, að það eru til leyfisbréf, sem veita uppreist til áfr/junar, þótt áfr/junarfresturinn sé liðinn, sjá Lögfræðislega formálabók 53. gr-, Úr því að ritstjóri ísafoldar fer að rifja upp söguna um ófarir sínar í meið- yrðamálum, sem hann ætti að óska að félli sem fyrst í gleymsku og dá, og hotmm hefir þótt sér sæma að vaða út af þeirn upp á mig að raunalausu með ó- sönnum áburði, þá ætla eg að leyfa mér að nota tækifærið til að leiðrétta önnur ósannindi, sem hann hefir borið fram í blaði sínu um annað meiðyrðamál, er sami málsaðili (landlæknirinn) hafði höfðað gegn honum — ósannindi, sem trauðlega geta verið sprottin af fávizku, heldur virðast vera borin fram gegn betri vitund. Hann segir sem sé í 79. tölublaði ísafoldar, 18. f. m., að meið- yrðamál það, höfðað á móti honum af landlækni, sem dæmt var í landsyfir- dóminum 16. s. m., hafi verið gjafsókn- armál og höfðað eftir skipun (sjálfsagt frá mór), en það var ekki gjafsóknar- mál hvorki í héraði nó fyrir yfirdómi og landlækuinum hafði ekki verið skip- að að höfða það, og það hlaut ritstjór- inu að vita sem málspartur. »Og hann er meira að segja ekki farinn að leið- rétta það enn«. Reykjavík á þrettánda dag jóla 1902. Magnús Stephensen. Mímishöfuð nr. 2. Nýtt skamma- strik hafa þeir haft i frammi enn við á- byrgðarmann afturhaldsmálgagnsins hérna, kunningjar hans, sem látast vera, oddborg- artilberarnir, sem ýmist nota hann til að vega að óvinum sínum nafnlaust úr myrkraskotinn hjá bonum, eða þá hafa hann sjálfan að skotspæni með þvi að fleka hann til að fara með hinar og þess- ar hlægilegar haugavitleysur; þeir vita, sem er, að naumast er til sú fjarstæða sem eigi má láta hann hlaupa með. Þeir hafa í gær sent hann á stað með þá flónsku, að myndin í siðasta Sunnanf. af Dyrhólaey eða »dyraklettinum« sé af samkynja kletti vestnr undir Jökli! — Þess þarf ekki að geta, að menn, sem alist hafa npp mjög nærri Dyrhólum, menn, sem farið hafa þar um og komið fast að klettnum á landi, og skipstjórar, sem siglt hafa þar fram hjá þrásinnis, fullyrða, að myndin sé áreiðanlega af Dyrhólaklettinnm og engum stað öðrum. En þetta er svo sem ekki ný hóla um veslings-áhyrgðarm. fyrnefnds málgagns. Þetta er daglegur leikur »kunningjanna«; með hann, ekki sízt er þeir láta það fylgja, að þarna geti hann hefnt sín á ritstjóra Isafoldar. Það mætti sjálfsagt láta hannt hlaupa i sjóinn þá. Það vilja þeir nú vit- anlega ekki láta hann gera. En þó kváðu þeir hafa verið svo forsjálir, að hugsa sér ráð til að verða ekki af allri skemtun af honum, þótt svo vildi til, að hann færi veg allrar veraldar, eða þegar það ber að höndum. Þeir ætla þá að leggja höfuðið (Mímishöfuð nr. 2.) í spiritus og hafa talvél undir, er þeir láta hafa upp fyrir sér samkynja beimsku og þeir hafa verið van- ir að láta hann hafa eftir sér i lifanda lífL Hugmyndina hafa þeir sýnilega úr gam- ansögunni nm »landsómagann« hálaunaða, sem var geymdur i spíritus árum saman, og með líkum umbúnaði, til þess að ná mætti áfram eftirlaunum hans. Leiðrétting landshöfðingja, f>að er töluvert minna varið í svo nefnda #l3Íðrétting« hr. landshöfðingj- ans hér að framan en ætla mætti í fljótu bragði, og svo afdráttarlaust og áreitnislega sem hún er orðuð — kom- ið með aðdróttanir um vísvitandi ó- sannindi o. s. frv., móts við það, sem í grein þeirri er, sem leiðréttingin á við, er gert eingöngu ráð fyrir misminni eða þess háttar, er missögn hafi vald- ið af hálfu höf. (lh.) það er alllíklegt, að landsh. segi það satt, að áfrýjunarfresturinn í máli því, er hér ræðir um, hafi ekki verið út runpinn 1. ágúst f. á. Mér þykir satt að segja ekki taka því, að fara að rannsaka það, með því að þ a ð stendur á svo nauðalitlu, eftir mála- vöxtum. Dónjur var sem sé upp kveðinn í máli þessu 20. desbr. 1900, og var þá mjög eðlilegt, að mig minti eigi betur, meir en ári síðar, en að hann hefði birtur verið mjög skömmu á eftir, ú r þ v í að ekki stóð til að honum yrði áfrýjað af hálfu dómhafa, og þá hefði áfrýjunarfresturinn verið löngu liðinn 1. ágúst f. á. Hitt þarf svo sem enga lögapeki til að vita, — þótt landsh. gefi það í skyn heldur en eigi drýgindalega, — að áfrýjunar- frestur telst hér frá birtingardegi. En úr því að út í þepsa sálma er farið, þá væri gaman að spyrja: hvers vegna dregur dómhafi (landlæknir) hér um bil heilt missiri að birta dóminn, (eftír því sem landsh. segir), úr því að hann þykist hafa unnið málíð svo glæsilega, að því er heyra er á landsh. ?

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.