Ísafold - 18.01.1902, Qupperneq 2
10
Helgfellingum inn í þetta mál og
vitna til þeirra. Hann játar það nú,
að sér þætti ekkert að því, þó að spilla
mætti milli mín og þeirra, og er sú
játning í sjálfu sér góðra gjalda verð;
en svo slær undir eins aftur út í fyrir
honum, þar sem hann þvær mjögsak-
Ieysislega hendur sínar, og segist sjálf-
ur ekki leggja sig niður við slíkt, enda
muni Helgfellingar margir pekkja mig
fétt, og í sambandi við þetta segir
hann, að eg sé hræddur um mig, og
það hafi hann vitað áður. Tilgangur-
inn með þessu dylgjufulla orðalagi er
augsýnilega sá, að gefa í skyn, að ekki
hafi þurft að spilla fyrir mér við Helg-
fellinga, eg hafi gert það sjálfur, og
það svo, að eg sé hræddur um mig.
Eg þekki ekki til þessarar hræðslu,
og veit ekki af hverju hún ætti að
stafa, og glaður vitna eg til Helgfeil-
inga og spyr þá, að hverju þeir þekki
mig sem prest og prívarmann frá því,
er eg kom til þeirra alt til þessa dags.
Eg bið þá ekki að hlífa mér í neinu.
Eigi þeir sakir á hendur mér, þá segi
þeir til. Hafi eg breytt við þá öðru
vísi en sóknarpresti sómir, er bezt það
komi í Ijós dylgjulaust. En hafi eg
reynst þeim vel, á eg siðferðislega
heimtingu á að þeir viðurkenni það,
úr því lævíslega er gefið í skyn, að
hið gagnstæða eigi sér stað.
þá minnist Lárus á bréf amtmanns-
ins til min út af aðförum hans (L. B.)
á skiftafundinum sæla. Menn skyldu
hafa ætlað, að hann hefði talið sér
sæmst að þegja um það bréf. Nei,
nei, Lárusi verðar ekki flökurt af öllu.
í stað þess að þegja spinnur hann
upp skáldsögu um það — Lárus ger-
ist jafnan skáld, þegar hann kemst í
klípu — að eg hafi genjið milli sumra
kunningja sinna hér í Hólminum og
beðið þá að taka ekki upp þykkjuna
fyrir hann, að eg hafi kent breyskleika
minum um, að eg lét bréfið af hendi,
og að eg hafi jafnframt beðið einn
kunningja minn, að fóðra þaðfyrir mig
meðal almennings. Alt þetta er lok-
leysa. Eða treysta þessir kunningjar
hans og mínir sér til að votta þetta
með góðri samvizku? Hefði nokkur
átt að vera sneyptur, þá var það Lár-
us, þegar hann kom frá Davos, og það
hefir hann hlotið að vera undir niðri,
þó hann bæri sig all-karlmannlega.
Mig hefir hann aldrei séð niðurlútan
frammi fyrir sér, hvorki þegar hann
kom frá Davos, né endranær, og eg
er ósköp hræddur um, að honum veit-
ist aldrei sú ánægjan. En Lárus er
nú einu sinni fœddur með þeim ósköp-
um, að hann hyggur alla hrædda við
sig, og vill, að allir séu það, einkum
þegar hann hefir sjálfur mesta ástæðu
til að vera hræddur.
Heyrt hefi eg, að Lárus hafi lagt
mikið út af því, hvað »Nesþingaprest-
urt, er hann nefnir svo, hafi verið
óupplitsdjarfur á kjörfundinum, ein-
mitt sömu orðin, sem hann eignar
mér. Kemur þetta lag Lárusar vel
heim við óþverradylgjur þær, er bugað
er að síra Helga í grein »Snæfellings«,
og við hina göfugmannlegu! framkomu
hans á kjörfundinum gagnvart síra
Helga og síra Jósef.
I grein minni 27. júlí í sumar er
leið va,r eg búinn að reka bull Lárus-
ar um um hlutdeild mína í biblíuþýð-
ingarmálinu margfalt ofan í hann.
En hann lætur sér ekki segjast að
heldur. það sem hann átti að sanna
samkvæmt sinni eigin staðhæfingu 10.
maí í vor, var það, að hin nýja biblíu-
þýðing' vœri tinkum mér að þakka. í
stað þess að gera það, þykist hann
tilfa-'ra orð eftir mér orðrétt úr B-deild
þingtíðindanna bls. 663, 2. línu að of-
an; en svo fellur alt botnlaust niður;
tilvitnuðu orðin koma aldrei. Hér er
vaðallinn svo ótrúlega svartur, að eng-
inn skilur, ekki eiau sinni hann sjálf-
ur: Hann vill segja eitthvað ónota-
legt, en það verður bull úr því öllu.
Hvoru megin er þá sljóleikinn?
Gaman er að Lárusi, þegar hann
kemst út í héraðsfundina og
kynbætur hesta. þar kemur hann
frarn sem smekkmaður í allri sinni
dýrð, og sannleiksvitni að því skapi.
Honum þykir óþolandi, að eg skuli
hafa leyft mér að leiðrétta ummæli
hans um héraðsfundina, og að eg vitna
til héraðsfundabókarinnar, sem eg
sjálfur semji og geyrni, segir hann. An
bans leyfis ætla eg nú samt enn að
vitna til þessarar bókar, sem eg auð-
vitað geymi, eins og hann mun geyma
sínar embættisbækur, og vona eg að
bókin sanní, að hann sjálfur og hans
glöggu og sannsöglu sögumenn — ef
hann þá ekki skrökvar upp á þá —,
segi það ósatt, að eg semji sjálfur
fundabókina, því það hefir jafnan ver.
ið fyrsta verk hvers fundar, að kjósa
sér ritara, og semur hann að öllu
leyti fundabókina. þetta veit Lárus;
hann hefir gjört oss þá æru, þó langt
sé síðan, að koma á héraðsfund. —
Hann veit, að á þessum fundum er
annar siður en í sýslunefndinni, þar
sem oddviti semur hvern staf sjálfur
og ræður þannig bókuninni. —
I annan stað mun héraðsfundabók-
in sanna, að héraðsfundirnir hafi ver-
ið fleiri en hann hefir viljað vera láta.
Hve margir hafi verið lögmætir, og hve
margir ólögmætir, hefi eg aldrei sagt
eitt orð um. Út af því þarf hann
ekkert að glenua sig. Ólögmætir hér-
aðsfandir munu vera all-tíðir um þvert
og endilangt Island, þó mér detti
ekki í hug að mæla bót áhugaleysinu,
sem slíkt ber vott um. En það má
þó taka fiam í þessu sambandi, að
sýslumenn standa mun betur að vígi
með að koma á lögmætum sýslufund-
um. — í þriðja lagi mun fundabókin
sanna, að eg hefi ekki hnýtt neinum
héraðsfundi aftan í hans andlega!
fund um kýnbætur hesta 9. sept.
1896, heldur hefir hann gjört sér að
góðu að hnýta sínum aftan í minn,
er haldinn var 8. sept. s. á. þótt
öll þessi atriði, sem Lárus er hér að
burðast með, séu ærið smávaxin, sýna
þau Ijóslega, hve gjarnt þeim manni
er að hafa hausavíxl á sannleika og
ósannindum.
Lárus er hamslaus út af því, að
rítstjórar »ísafoldar« hafa látið velvild
sína til mín ótvíræðlega í ljósi; svo
hamslaus er hann, að hann uppnefn-
ir annan þeirra, en hefir í hótunum
við mig, líkt og í vor, þegar hann var
að ögra mér með Berg vinstrimanna-
foringja og margra mánaða fangelsi.
En hvað get eg gjört að því, þó rit-
stjórar »ísafoldar« lofi mig meír en
honum líkar?
Lárus fer fram á við mig síðast í
grein sinni, að eg þegi. Frá mínu
sjónarmiði sé eg enga ástæðu til að
fara fram á sama við hana. því leng-
ur sem hann talar, því fleira mun
hann tala sér til minkunar.
Naglaleg þótti Lárusi síðasta grein
mín. Af hverju þótti hopum það? Af
því hún hitti hausinn á Naglanum.
í fyrra hluta þessarar greinar minn-
ar hefi eg skýrt frá tildrögunum til
hinnar megnu óvildar, er Lárus sýslu-
maður hefir sýnt mér, og þess kapps,
sem hann hefir lagt á að sverta mig.
það sem eg hefi til saka unnið er þá
þetta, að eg á alþingi forðum fylgdi
sannfæringu minni í hinu svo nefnda
Skúla-máli, sem Lárus var svo mjög
riðinn við; að eg, eftir ítrekaða ósk
eins æðsta embættismanns landsins,
tók að mér skiftaráðandastarf, ogkvað
þásem settur skiftaráðandiuppúrskurð,
er Lárusi var mjög ógeðfeldur, en var
talinn í alla staði réttur af embættis-
manni þeim, er falið hafði mér starf-
ið; að eg neytti þess sjálfsagða réttar
míns, að gefa kost á mér til þing-
mensku í sama kjördæmi og Lárus;
að eg, í máli milli Lárusar og Einars
ritstj. Hjörleifssonar, lagði fram, þeg-
ar mér virtist skyldan bjóða, bréf til
mín 8em sem setts skiftaráðanda frá
yfirmanni Lárusar, þar sem hann
hreint og afdráttarlaust lét skoðun
sína í ljósi bæði á gjörðum mínum og
framkomu Lárusar á skiftafundi þeim,
sem nefndur hefir verið; og að eg hefi
varið mig gegn árásum Lárusar í
blöðunum.
Fyrir þessar sakir hefir Lárus upp-
nefnt mig, farið mjög strákslegum og
meiðandi orðum um mig; sagt meðal
annars, að sá sem fari að eins og eg,
hafi bygt sér lít úr félagi allra heið-
virðra manna; hann hefir í greinum
sínum hlaðið ósannindum á ósannindi
ofan, dylgjum og rangfærslum. Verði
honum að góðu frammistaða sín. —
Vaxi hans eigið álit fyrir hana, er
það gott fyrir hann.
I næstu blöðum mun eg, ef til vill,
víkja að öðru efni.
Sigurður Gunnarsson
Bæjarstjórn Reykjavíkur.
Auk skarlatssóttarmálsins, er bæjar-
stj. hafði til meðíerðarí fyrra dag, var
rætt og álykta'ð um erindi frá Sveini
trésmið Jónasyni um skifting á Mið-
velli og Suðurvelli í húslóðir, sem bæj-
arstj. samþykti með því skilyrðí, að
bærinn héldi þar ókeypis lóð undir
nauðsynlega vegi og til breikkunar að-
liggjandi götum.
Skírður var stígur milli Bygðarenda
og Frönskuhúsa hinna nýju og kallað-
ur Frakkastígur.
Til að endurskoða alþýðustyrktar-
sjóðsreikninga 1901 voru þeir kosnir,
Halldór .Jónsson og Jón Jensson.
Samþykt, að níður skuli falla auka-
útsvar á hússtjórnarskólanum 1901 og
1902 — nú orðinn eign Búnaðarfélags
íslands.
Til veganefndar vísað beiðni um stíg
frá Grettisgötu ofan á Laugaveg, og
viil bærinn leggja til helming kostn-
aðai' alt að 50 kr.
Skólanefnd heimilað að leyfa frk.
Ingibjörgu Guðbrandsdóttur leikfimis-
hús barnaskólans til að kenna full-
orðnum stúlkum leikfimi 1 stund þrisv-
ar f viku mánuðina febr.—maí þ. á.
Brunabótavirðing samþ. á Frönsku-
húsunum nýju 10,028; húsi Gísla Jó-
hannessonar við Grettisgötu 2775; bæ
Arna Jónssonar við Lindarg. 1406;
viðbót við hús Sveinbjarnar Stefáns-
8onar við Skólav.stíg 1190.
Skipströnd.
Enskur botnvörpungur, Anlaby, hefir
strandað fyrir nokkururn dögurn nærri
Húsatóttum í Grindavík. Varö fyrst vart
við það 14. þ. mán., og haldið, að slysið
liafi orðið þá um nóttina; en óvíst er
það, með því að ekki sést frá bæjum
þangað sem strandið varð. Skipið hafði
brotnað í spón og skipsbátinn rekið.
En hræddir eru menn um, að skipverj-
ar hafi allir druknað; en víst er það
ekki — gat hafa verið bjargað áður af
öðru skipi, og styrkir það þá hugsun,
að ekkert lík hefir fundist rekið. — Haft
er eítir manni suður á Strönd, sem
handgenginn er botnvörpungum, a.ð
Nilsson sænski (Dýrafjarðar-kappi!) hafi
hafi verið ráðirm skipstjóri á »Anlaby«;
væri það einkennilegur örlagadómur,
ef hann hefði druknað þarna, jafuskjótt
og hann vitjaði landsins aftur.
Rótt fyrir jólin hafði gufuskipið
»Inga«, eitt af útgerð Thor E. Tulini-
usar í Khöfn, er var á leið frá Akur-
eyri til Austfjarða og út, rekist á ís-
jaka í bezta veðri 3 mílur norður af
Melrakkasléttu og tók þegar að leka.
Haldið var til lands með mesta hraða
og varð fyrir það mannbjörg. Skips-
höfnin komst í gufuskipið »Mjölni« á
Raufarhöfn og með því til Akureyrar.
Sjálfsmorð.
Maður hengdi sig á Akureyii nóttina
milli 1. og 2. í jólum, Jón að nafni
S i g u r ð s s o^n, af Eskifirði. Hann
var kvæntur, en barnlaus, og vann við
síldarútveg Carls Sehiöths, sem hann
nafði skrifað áður en hann réð sór
bana og beðið að vera hjálplegan konu
sinni; annað bróf fanst eftir hann látinn
til hennar. Hann drakk kveldið áður
staup af vfni með félögum sínum,
með þeim ummælum, að þetta yrði
síðasta staupið, sem hann drykki á æf-
innl, og bað guð að styrkja sig til að
efna það heit. Þeir fólagar hans skildu
þetta sem bindindisheit. — Enginn
visssi til, að hann setti neitt fyrir sig
öðru framar, nema fátækt.
Maður sá, er tilraun gerði í haust
til að kveikja í húsi í Mjóafirði eystra,
Jón Guðjónsson, hefir fundist
dauður, sjórekinn, itíeð stein bundinn
við handlegg sér. Hefir fyrirfarið sér
morguninn sem hann átti að yfirheyrast.
Hætt áfengisverzlun
Jiafa enn fremur kaupmennirriir á
Blönduós, er skrifað að norðan, »og
verður þá líklega veitingamannsgarm-
urinn þar að hætta líka, með því að
hann er upp á þá kominn að afla sér
þess sem hann selur«.
Um Riis á Borðeyri ókunnugt, hvort
hann heldur áfram eða ekki. Hætti
hann, eru báðar syslurnar hreínsaðar,
Húnavatns og Stranda.
Hór í Reykjavík er og lyfsalinn, Lund,
hættur áfengisverzlun, öðru vfsi en eftir
læknisfyrirsögn.
Róttarrannsókn
kvað vera fyrirskipuð fyrir prófasts-
rótti gegn síra Þorleifi Jónssyni á
Skinnastað fyrir ólöglegar framkvæmdir
embættisverka í öðru prestakalli (Prest-
hóla).
Slysfarir.
Tveir vinnumenn Gísla prests Kjart-
anssonar í Felli í Mýrdal, er voru að
líta eftir fó aðfangadag jóla, lentu í
snjóflóði og hröpuðu til bana.
%
Dáin er að Alafossi 4. þ. m. ung-
frú Oddný Jónsdóttir frá Sveins-
stöðum í Húnavatnssýslu, dóttir merk-
isbóndans Jóns Olafssonar, er þar býr.
Atti hún vetrardvöl hjá bróður sfnum,
Halldóri verksmiðjueiganda á Alafossi.
Hún var heitin stud. med. Þórði Sveins-
syni.
Oddný heitiú var hin efnilegasta
stúlka og mátti fyrir margra hluta sak-
ir kallast afbragð annara kvenna. C.
Synjað áfengisleyfis.
»Norðurl.« getur þess, að frá þess-
um áramótum hætti öll áfengisverzlun
á sjálfri Akureyri; en á Oddeyri séu enn
þrjár áfengisverzlanir.
Síðustu áfengisverzlunina á Akur-
eyri átti Höepfner heit. stórkaupm. í
Khöfn. Hann lézt árið sem leið og
sótti þá erfingi hans um leyfi til að
halda áfram áfengissölu. En bæjar-
stjórnin synjaði þess með ö 11 u m
atkvæðum. — f?áð var drengilega gert
og hyggilega.
Mundi bæjarstjórn höfuðstaðarins
gera slíkt hið sama, ef líkt stæði á?
Vonandi er það. En víst er það ekki.