Ísafold - 22.03.1902, Side 2
Áfdrif Andrée heimskautsfara.
Tíðindin um hin hörmulegu afdrif
Andrée og hans félaga, sem skýrt var
frá lauslega um daginn, voru símrituð
7. þ. m. frá Winnipeg til blaða í New-
York og þaðan til Lundúnablaðanna
og þá samtímis út um allan heim.
Höfuðskeytið 1 Lundúnablöðunum
er svo látandi:
•Símskeyti er komið frá Winnipeg
þeas efnis, að leitarmenn þeir, er
seudir voru fyrir 2 árum til að grensl-
ast eftir um forlög Andrée, séu komn-
ir aftur. þeir sanna þá aögu, er áð-
ur hafði borist, að Andrée og föru-
nautar hans 2 hafi verið skotnir af
Skrælingjum. Ymsir munir eftir
Andrée hafa fundisU.
Leitarmenn þessir höfðu verið gerð-
ir út af Hudaonaflóafélagi frá allra
nyrztu stöðvum þar, Fort Churchhill,
við Húdsonsflóa vestanverðan, á 59.
stigi nbr. f>að er að vísu sunnar en
Hvarf á Grænlandi, en miklu, miklu
kaldara þó en þar, með því að þar,
lengst vestur í Ameríku, er megin-
landsloftslag, og kuldinn því margfalt
meiri en austar betur jafnnorðarlega.
Andrée og þeir félagar hafa þó
komið niður langar leiðir norður það-
an, svo langt, að leitarmenn hafa ver-
ið 2 ár á þeirri leið fram og aftur svo
og við leitina sjálfa, enda torfarið þar
mjög.
pessari fyrri frétt, sem vikið er á í
símskeytinu frá Winnipeg, er svo hátt-
að, sem hér aegir.
Hinn 27. okt. 1899 stóð í Times í
Lundúnum svo látandi grein fráensk-
um aðmírál, H. Campson að nafni:
Hr. ritstjóri ! Eg legg hér með út-
drátt úr bréfi, er eg hefi nýlega feng-
ið frá 8ystursyni mínum Mr. Alston,
syni kommandör Alstons heit., og ræð-
ur fyrir Fort Churchhill, nyrztu bæki-
stöð Húdsonsflóafélagsins. Hann hefir
verið þar 5 ár, að eg hygg, og talar
tungu Skræhngja; og eftir því sem
hann segir frá, er eg hræddur um, að
þrotin sé öll von um loftfarana, þótt
hinir 2 kunni að vera á lífi (?).
Admiráll H. Campson.
Bréfið frá Alston er svo látandi:
1. ágúst 1899.
f>ér mun verða heldur bylt við að
heyra, að þeir Andrée og hans fólag-
ar hafa orðið til hér norður frá.
Snemma í vor kom Skrælingi einn,
aem er kallaður »sonur haus gamla
Donalds*, í kaupstað hingað í búðina
og nokkrir Skrælingjar aðrir með hou-
um. þegar þeir voru búnir að lúka
sér af, fóru þeir allir nema »sonur
hans gamla Donalds». Hann vildi
vita, hvort hann væri farinn á staö,
loftbelgurinn, með því að 2 hvítir
meun hefðu verið drepnir í fyrra fyr-
ir norðan, og væri haldið, að þeir
hefðu komiðúr loftbelgnum.
Eg gerði ekki mikið úr þessari sögu,
en taldi mér þó skylt, að skýra Dr.
Milne í Fort York frá henni. En þá
komu síðar 2 Skrælingjar inn, hann
Stockby og bróðir hans, og þeir fluttu
þau tíðindi, er gera það nokkurn veg-
inn vafalaust, að þeir félagar, Andrée
og hans menn, hafa orðið til fyrir
norðan.
Bróðir Stockbys var á moskus-uxa-
veiðum í fyrra sumar, og rakst þar á
4 menn hvíta, sem voru að skjóta
hreindýr. Skrælingjahópur, sem bar
þar að, sá ekki hreindýrin, og héldu
því, að hinir hvítu menn væru að
skjóta á sig. f>eir tóku því boga sína
og örvar og skutu til bana tvo hinna
hvítu manna. Hinir tveir tóku á rás
undan Skrælingjum, og vita menn
ekki, hvort þeir hafa sloppið eða eigi.
Bróðir Stockbys sá lík hinna tveggja,
er örvarnar höfðu lostið til bana.
Annar þeirra var miðaldra maður,
lágur vexti og gildur, og herðihreiður;
hitt var ungur maður. Hinn eldri
var í stuttbuxum og með röndótta
sokka; hinn yngri var í klæðisfötum
og báðir höfðu þeir húfu á höfði með
merki í. Skrælingjar vildu hafa bróð-
ir Stoekbys með sér ; sögðu, að það
væri stórt hnöttótt ferlíki lengra
norður frá, fult af tóbaki, fötum, skot-
föngum o. s. frv. En hann fór ekki.
Til þess að sanna sitt mál, að hann
hefði komist svo langt norður, sem
hann sagði, hafði hann með sér tvær
ábreiður úr úlfaskinnum, og nokk-
uð af búningi þeim, sem Skrælingjar
ganga í allra lengst norður frá. Eg
hefi skýrt umboðsmanni félagsins frá
þessu.
A. 0 Alston<.
Ekki var lagður fullar trúnaður á
þessa sögu þá, 1899, líklega meðal
annars vegna þess, að talan mannanna
kemur ekki heim.
Annað er það, að Andrée ajálfur
kvað loftfarið með engu móti geta
enzt lengur en 3 mánuði, og því gat
það ekki hafa komist þarna suður í
óbygðir í Norður-Ameríku vorið eða
sumarið 1898, meir en ári eftir að
Andrée lagði á stað.
En vel er skiljanlegt, að hvorttveggja
gæti þetta ruglast í meðferðinni hjá
Skrælingjum.
það gat vel hafa verið sumarið
1897, nokkurum vikum eftir að An-
drée fór á stað, sem loftfar hans kom
niður þarna á norðurströndum Ame-
ríku, þótt Skrælingjum segðist svo frá
1899, að það hefði verið »í fyrra«.
f>á segir og önnur sagan, að þeir fé-
lagar hafi verið skotnir á hreindýra-
veiðum; en hin, að það hafi gerst um
leíð og þeir stigu niður úr loftfarinu.
þetta gat og vel hafa farið milli mála,
og er ekki ósennilega til getið, að
Skrælingjar hafi í raun og veru drep-
ið mennina á hreindýraveiðum, og að
það hafi gerst vorið 1898, en fundið
loftfarið annað skifti, fyr eða síðar, og
á alt öðrum stað, t. d. miklu nörðar,
þar sem þeir Andrée hefðu við það
skilið 1—2 mis8Írum áður.
En þetta skýrist alt betur að lík-
indum, er nánari frétt kemur af ferð
leitarmanna þeirra, er Hudsonsflóa-
félagið sendi og fyr um getur.
Ernst Andrée höfuðsmaður, bróðir
Andrée norðurfara, skýrði svo frá í
bréfi til blaðsins New York Journal
vorið 1900, að hann kveðst hafa vitað
svo mikið til ráðagerða bróður síns, að
hann hafi hugsað sér, ef hann kæmi nið-
ur einhversstaðar nærri heimskautinu,
halda þá vorið 1898 suður eftír óbygð-
um Norður-Ameríku, suður að segul-
skautinu eða suður að Hudsonsflóa.
Hefði hann þá haft viðlíka hraða ferð
og Fr. Nansen, mundi hafa farið 2 ár
fyrir hann að komast suður á Alberts-
land, en norðurströnd þess er 73 stig
norður frá miðjarðarbaug. En þaðan
er óravegur suður á móts við Hud-
sonsflóa, eða hátt á 2. hundrað mílur
danskar.
Hafís
er nú að heyra sem vera muni fyr-
ir öllu Norðurlandi, samfeld benda hér
um bil inn á hvern vog og víb. Kom
t. d. inn á Húnaflóa og fylti þar alt
snemma í f. mán. Veðrátta þó frem-
ur meinlítil, stillur og þokur. Inn á
Djúp lá ísinn, en ekki fyrir vestur-
fjörðunum. Veðurfræðingar spá eða
vona, að hann fari nú í góustraumn-
um svo nefndum, um páskana, — reki
þá allan austur með.
Yerzlunarskýrsla frá Björgvin 1901.
Svo segir konsúll Danastjórnar í
Björgvin í skýrslu til stjórnarinnar,
að árið sem leið hafi fluzt þangað frá
íslandi :
Saltfiskur ..............3,839,264 pd.
Síld .................... 32,892 —
Lýsi ........................ 48V2 tn.
Hiogn ................... 169 —
Ull ..................... 59,226 pd.
Saltað sauðakjöt....... 422 tn.
Söltuð sauðskinn .......... 18,000 pd.
Frá Björgvin seldist til annarra
landa f. á. fast að 4 milj. pd. af ís-
lenzkum saltfiski og færeyskum sam-
lagt. þar af fóru til Spánar rúmar 2
milj. pd., til Italíu nær 1 milj. 600
þús. pd. og til Portúgals hátt upp í
400,000 pd.
Gerð voru út frá Björgvin f. á. 17
gufuskip til íslands, nánast til síld-
veiða. þar aflaðist við Austfjörðu,
mest á Beyðarfirði og Eskifirði, 17—
18 þús. tunnur af nótasíld, frá ágúst-
byrjun til septemberloka, af 10 nót-
lögum. En á Eyjafirði fengust nær
20 þús. tunnur síðari hlut september-
mán. f>að voru sömul. 10 uótlög, er
þann afla fengu, en ekki hin sömu og
eystra. Mikið góð síld á báðum stöð-
um. Seldist á 18—20 kr. tunnan í
Noregi, eins óg síldin kom, upp og
niður. Til Björgvinar fluttust 16,446
tn. af síld frá íslandi, og þaðan aftur
til annarra landa 11,661 tn., þar af
til Danmerkur 1,738 tn.
Frá Björgvin fluttust til íslands 91
þús. pd. af rúg, 72x/2 þús. pd. af
rúgmjöli og 25 þús. pd. af grjónum.
Ennfremur 17,788 tómar tunnur.
fakkarávarp til konungs.
Eftirfarandi ávarp til konungs vors
fyrir boðskapinn frá 10. jan. þ. á.
hefir bæjarstjórn Beykjavíkur látið
semja og senda með póstskipinu núna,
með mörg hundruð nöfnum undir,
skrautritað af Bened. Gröndal frum-
ritið, en þýðingin af Lárusi stúdent
Halldórssyni, en bindi utan um það
eftir Guðm. bókbindara Gamalíelsson,
með tréspjaldi framan á með útskurði
eftir Stefán Eiríksson, fangamarki
konungs, C-ið í dreka líki, alt gert af
mikilli list og hagleik:
Mildasti herra konungur!
A langri og blessunarríkri stjórnartíö
hefir Yðar Hátign getið' sér þá ástsæld
í brjóstum íslendinga, sem aldrei
fyrnist.
Um allar ókomnar aldir munu Is-
lendingar með innilegum þakkarhuga
minnast konungsins, sem hóf n/tt tíma-
bil í sögu vorri »með frelsisskrá í föður-
hendi«, og treysti bræðrabandið milli
samþegnanna.
Allrahæstur boðskapur Yðvarrar Há-
tignar til vor Islendinga, frá byrjun
þessa árs, hefir um land alt að makleg-
leikum vakið hina mestu gleði, og vér
Keykjavíkur-búar getum eigi bundist
þess, að túlka Yðvarri Hátign með
þegnlegri hollustu vorar lotningarfylstu
þakkir fyrir bið dýra konungsorð þessa
boðskapar.
Oss er það ljóst, hve mikilsverðar
breytingar nú eru að gerast á stjórnar-
fari voru, þar sem í boði er, að skipað-
ur verði sérstakur íslenzkumælandi ráð-
gjafi, er sitji á alþingi, og hin æðsta
stjórn sérmála vorra verði framvegis bú-
sett 1 landinu sjálfu, og oss veitt óskor-
að jafnrétti við aðra þegna Yðvarrar
Hátignar. Vór vonum, að þessar breyt-
ingar verði landi voru til blessunar á
ókomnum tímum og bindi enn ógleym-
anlegar hið lofsæla nafn Yðvarrar Há-
tignar við sögu lands vors.
Mildasti lierra konungur.
A fæðingardegi Yðvárrar Hátignar
verður þetta þegnlega ávarp vort borið
fram fyrir Yðar Hátign.
Hin tilfinnanlega vöntun málþráðar-
sambands við umheiminn bannar oss
að senda Yðvarri Hátign á sjálfum þeim
degi lotningarfylstu hollustuóskir vorar.
Vér fram berum þær nú, og biðjum al-
góðan Guð að halda voldugri verndar-
hendi sinni yfir Yðvarri Hátign, yfir
börnum Yðvarrar Hátignar og allri kon-
unglegri ætt Yðar og ríki.
Kosningarógurinn
í Vestmanneyjura.
f>að er kunnugra en frá þurfi að
segja, að enginn óljúgfróður maður
getur komið með neitt, er dr. Valtýr
hafi unnið til saka við Vestmanney-
inga, svo að þeir þurfi að hafna hon-
um. þeir hafa þvert á móti verið
mætavel ánægðir með hann frá upp-
hafi, og þótt meir að segja stórsæmd
að hafa hann á þingi, slíkan atkvæða-
mann og þjóðinni þarfan.
þeir höfðu og orð á því, sumir kjós-
endurnir þar, þegar vaðið var að þeim
í haust óvörum af óhlutvöndu aðskota-
dýri úr öðru héraði, alræmdum sendli
frá afturhaldsliðinu, og verið var að
fleka þá til að senda öðrum manni á-
skorun, og ekki hætt fyr en kominn var
á hana meiri hluti atkvæða í kjördæm-
inu, er veidd höfðu verið sitt í hverju
lagi með margvfslegum misindisráðum.
»Hví skyldum vér eiga að vera að
skifta um þingmann«, sögðu þeir, »úr
því oss mislíkar ekkert við hinn fyrri'
þingmann vorn, heldur þykir hann
hafa komið mætavel fram? Hvaða
vissu höfum vér fyrir því, að hinn verði
meiri og betri þingmaður, þótt hann
væri vel látinn hér sem yfirvald o. s.
frv. á sinni tíð?«
Hverju mundi veiðiliðið hafa svarað
þá?
f>að 1 a u g því til, að þessi fyrir-
huguðu umskifti væru gerð með vilja og
vitorði dr. V. G. sjálfs! Sagði að hann
ætlaði sér annað kjördæmi!
Hann ætlaði að láta sitt fyrra kjör-
dæmi eiga sig, — ætlaði að labba sig
burt þaðan þegjandi og hljóðalaust i
eitthvert annað landshorn! f>eim ætti
ekki að veitast sú virðing framar að
kjósa hann á þing, Vestmanneyingum!
f> e 11 a var lagið til að fá þ á til að
rita undir áskorun til annars manns;
og skákað í því hróksvaldi, að úr því
að nafn þeirra væri einu sinni komið
undir áskorunina, þá mundi alt af
mega telja þeim trú um, að þeir væru
svikarar, ef þeir stæðu ekki við nafnið
og kysu þann mann, hvað sem ádyndi
og hvað illa sem nafnið væri fengið!
Ekki er gott úr því að skera, hvor
óskammfeilnin sætir meiri býsnum:
sú, að Ijúga þessum fyrirslætti svoua
upp úr þurru, eða hitt, að gera ráð
fyrir kjósendum þeim sauðum, að þeir
mundu halda sig bundna við þannig
fengið og undir komið loforð af þeirra
hendi.
Heiðursmerki. Þeir amtm. Jul. Hav-
steen og adjunkt Pálmi Pálssvn kafa feng-
ið keiðursmerki kjá Frakkastjórn fyrir af-
skifti þeirra af Parisarsýningu siðast.— að
útvega islenzka muni þungað, og siðan leyfi
kjá Danakonungí til að bera þau merki.
Amtmaður keitir officier de l’Instruction
publique, hinn officier d’Academie.
Nafnbót. Dr. pkil. Þorvaldur Thor-
oddsen i Khöfn hefir fengið 12. f. mán...
þá nafnbót, að heita prófessor.