Ísafold - 29.03.1902, Page 2

Ísafold - 29.03.1902, Page 2
frelsispo8tuli, með spán/jan boðskap í stjórnarbótarmálinu, og vildi hann ráða stefnu þess og úrslitum. Til þess hafði hann ekkert u m b o ð, hvorki frá kon- unginum, né frá þjóðinni, né frá nokk- urum hluta hennar. Vér getum því meö fullum rótti sagl, að bann hafi slett sér fram í málefni, sem honum kom ekki við, og hann hafði enga með- gjörð ineð; því að auk umboðsleysisins má minna a það, að hann er ú 11 e n d- u r embættismaður og ú t- lendur borgari, sem eigi hefir dvalið neitt að mun hér á landi, si'ðan hann var strákur, og engin afskifti haft af íslenzkum málum fyr eu síðastlið- ið ár. Skömmu eftir að Finnur var kominn hingað til landsins og rétt eftir að af- kvæmi hans og óska-barn, 10-manna- frumvarpið, var skriðið úr egginu, kom hann heim til mfn. Eg hólt þá að hann væri sæmilegur maður, og veitti honum viðtal; við töluðumst við góðan klukkutíma, og þ á var eg genginn úr skugga um það, að Finnur þessi er alls- endis greindarlaus maður, að því er stjórnmál snertir,og fullkomlega þekking- arlaus á stjórnarskrármáli voru, eu nasa- sjón virtist hann hafa af danskri póli- tík, sent líklegt er ; eg get ekki leitt hjá mér að minnast á eitt atriði, sem kom fyrir í samræðu okkar, af því að það er svo nauða-skoplegt, þótt það beint eigi komi málinu við. Með óvið- jafnanlegum reigingi og belgingi fræddi veslingurinn Finnur mig á því, að hann hefði verið meðmælandi (»StiIler«) fóJks- þingsmannsin8 Ottosens við síðustu rík- isþingskosningar í Höfn, og er eg viss um að hann hefði eigi getað reigst meira framan í mig þótt hann hefði verið að að tjá mér skipun sína til rík- iskanzlara á Þýzkalandi! Það var ann- ars erindi Finns, að tjá mór yfirburði og ágæti 10-mannafíumvarpsins, og fá mig til þess að veita því fylgi mitt. Eg hafði þá eigi enn rannsakað frum- varp þetta til hlítar, og gaf honumþví engin svör um skoðun mína á því enda þóttist eg eigi hafa neina ástæðu til þess að fræða Finn, utan- þingsmann og útlendan mann, um af stöðu mína í þingmálum. Þó fór alt skaplega með okkur Finni við þessa samfundi; en síðan hefi eg eigi átt tal við hann, svo teljandi sé. Finnur barðist nú af öllutn mætti og miklu freklegar en sæmilegt var fyrir utanþingsmann fyrir því, að koma 10- manna-frumvarpinu gegnum þingið, þessu frumvarpí, sem forgöngumenn þess sjálfir sögðu að væri að eins til málamynda, o g vitanlega var sett inn á þingið að eins til þess að tefia fyrir frumvarpi stjórnbótarmatma og fleyga það, ef unt væri, frumvarpi, sem forgöngumenn þess fyrir löngu hafa yfirgefið og afneitað, og hefir feng- ið þann dóm allra skynbærra manna, þar á meðal ráðgjafa vors, að það hafi verið svo vitlaust, að það hafi verið »alveg óhafandi«. Hvað svo sem Finn- ur og jafnheimskir félagar hans segja, er það alveg víst, uð orðin í Danne- brogs-grein ráðgjafans (12. jan. þ. á.) eiga við þctta frumvarp, þótt aðrar til- lögur einnig geti fallið inn undir þau. Nú, þessi barátta Finns varð árangurs- laus; frumvarpið var felt. Þá umhverfðist Finnur fyrir alvöru. Nú gjörði hann sór það að áhugamáli að koma stjórnbreytingarfrumvarpi voru stjórnbótarmanna fyrir kattar- nef. Hann æddi eins og óður maður fram og aftur um bæinn, rægjandi og ragnandi, og skaut skökkum augunum á vini jafnt sem óvini; enginn var óhult- ur fyrir honum; þá var það, að margir, og þar á meðal þeir, sem kölluðu sig vini hans, óskuðu þess, að hann hefði látið vera að sletta sór fram í stjórn- arskrármálið, og að hann miklu fremur hefði haldið sér við »s i n L æ s t«, eins og eg hefi getið um áður. Þrótt fyrir alt æði Finns og fólaga hans var stjórn- bótarfrumvarpið samþykt, sem betur fór. Þetta frumvarp, sem Finnur barð- ist af alefli á móti og gjörði alt sitt til að ónfta, á uú að verða grundvöllurinn fyrir og aðalinntakið í stjórnbótarfrum- varpi ráðgjafans, sem hann hefir heitið að leggja fyrir uæsta þing; ö 11 ákvæði þess verða óbreytt tekin upp í frum- varp ráðgjafans samkvæmt heitorði hans. Nú má sjá, hve þokkaleg var iðja Finns þessa í sumar og afskifti hans af stjórnbótarmálinu. Það er merkilegt, að hann skuli ekki skammast sín, og þó að vísu ekki, ef betur er að gáð; hann hefir víst aldrei lært það. Nú var illa komið erindi Finns; hans eigið frumvarp felt; vort frumvarp sam- þykt, og hafði til þessa gengið giftu- samlega að afstýra þeim voða, sem oss stóð af ráðagjörð hans. Þó tókst hou- um áður en lauk að gjöra landi voru og þjóð skaða, þótt afleiðingarnar hafi orðið minni en við mátti búast. Vór stjórnbótarmenn höfum einlægt haft þá skoðun, og eigi látið hana liggja í láginni, að stjórnarskipun vor þá fyrst sé komin í viðunanlegt horf, þegar æðsta stjórn landsins í hinum sórstaklegu mál- efnum þess só búsett hór. Þetta hafði hin fyrri stjórn vor eigi getað eða vilj- að fallast á; en hugsanlegt var og eigi alls ólíklegt, að hin nýja stjórn vor (vinstrimannastjórnin) kynni að fallast á skoðun vora í þessu efni. Fyrir því ákváðum vór, stjórnbótarmeun, að senda konungi glögt, skýrt og skorin- ort ávarp þessa efnis. Avarpið var sam- þykt af efri deild (Alþt. C. nr. 638) með 8 samhljóða atkvæðum (3 þing- menn, vinir Finns, voru ekki á fundi, einhverra orsaka vegna), og var eg einn af þeim 3 þingmönnum, sem falið hafði verið að semja það. Eg get því lýstþví yfir, að það séu staðlaus ósannindi Finns, að nokkur meiningamnnur hafi verið um eftii ávarpfiins; , það kom alls enginn tneiningamuuur fram annar en sá, að sumum þótti óþarft að setja þessi orð í ávarpið: »enda hefir þessi skoðun kom- ið fram á þingi í sumar hjá mörgum þingmönnum«. Þó voru þau tekin upp í ávarpið með góðu samkomulagi án at- kvæðagreiðslu. Finnur ætti að vara sig á því, að fara ekki fram úr hófi langt í ósatinindunum. Þó hann komi með smá-lygar, kippir maður sér ekki upp við það. — Vór ætluðumst nú til þess, að neðri deildin samþykti samhljóða eða áþekt ávarp til konungs, eins og efri deildin. Þessu spyrnti Finnur á móti af alefli, með þeim ofsa og þeirri frekju, sem hann beitti hvarvetna í sumar, er hann kom nálægt þingmáluro, og hon- um og sarnverkamönnum hans í neðri deildinni, er það einum að kenua, að ekkert ávarp og engin yfirlýsing fór frá þ e s s a r i deild til konungs eða stjórn- arinnar um stjórnarskrármálið, önnur eti frumvarpið sjálft. Hinar væntanlegu umbætur ráðgjafans á stjórnarfyrirkomu- laginu, fram yfir þær sem iunihaldast í stjórnbótarfrumvarpi síðasta þings, styðjast eingöngu við ávarp efri deildar; og það er að miklu leyti þessum Finni að þakka eða kettna, að neðri deild al- þingis getur eigi að neinu leyti þakkað sór það, að vór nú eigum von á frekari stjórnarbreytingu oss í hag, en innihelzt í alþingisfrumvarpinu. Mikið má neðri deild alþ. vera þakklát Finni! Að svo lokinni erindagjörð hafði Finnur sig af landi burt síðast í ágústm. f. á. Hefir hann þá sjálfsagt verið i' illu skapi, því að bráðlega fór hann að senda mér og öðrum þingmönnum efri deildar skammarkveðjur. í »Þjóðólfi« 12. okt. f. á. vill hann gjöra oss að glæpa- mönnum og talar óvingjarnlega og ill- mannlega um oss. Það þarf nú víst ekki frekara að minnast á »glæpinn«; eg er óhræddur um það, að enginn íslend- ingur sér hárm nú. Eg er þess fullviss, að allir róttsýnir og skynsamir íslend- ingar kannast nú við það, að vér efri deildarmeun (meiri hlutinn) gjörðum í sumar það eitt, sem rétt var í stjórnar- skrármálinu, enda hefir árangurinn af barattu vorri sannað þetta, hvað svo sem þeir segja, vinir Finns, Rógbjörn, Kunnugur, Ari, Efíaltes (sbr. Þjóðólf nr. 9 þ. á.) og hvað þeir nú allir heita, gæðingarnir.sem hafa aðstoðað Finn í lians pólitiska andstreymi. Eg svaraði þessari grein Finns mjóg rólega og hispurslaust í ísafold 69. tbk f. á.; en þá þurfti hatin aftur að taka til máls í »Þjóðólfi« 22. nóvbr. f. á. Áður hafði hann lýst mig glæpamann; nú kom hann meðýms ósæmileg svigurmæli og aðdróttanir til mín, þótt undir rós væri, og yfir höfuð skrifaði hann nú í fullkomlega ósæmileg- um tón. Eg skifti mér ekkert af því, en svaraði hinu pólitíska bulli hans í »ísa- fold« 30. nóv. f. á. Það getur hver og einti skoðað greinar þessar, og mun hann þá sanníærast um það, að eg hefi skrif- að bræðilaust, gætilega og hóflega, en að Finnur hefir skrifað eins og strákur og þjösni. Eftir að konungsboðskapurinn var hingað kominn, mintist eg á mál þetta í ísafold 8. febr. þ. á. (7. tölubl.), og mintist eg þá á framkomu Finns í sum- ar er leið, og segi á þessa leið: »Átti hún (efri deild) þá við ýmislegt að stríða, og eigi sízt við undirróður og mót- spyrnu prófessors Finns; komþámörgum til hugar gamla heilræðið: »Skomager, bliv ved din Læst«, og þótti það eiga vel við prófessorinn, eigi síður nú en fyrir nokkurum árum, þá er því var vikið að honum, út af afskiftum hans af öðrumáli«. Hver heilvita maður sér, að í þessu felst engin aðdróttun og ekkert brigzl- yrði til Finns, og ekki eru þetta skammir. —Með sögu málsins hér að framan hefi eg róttlætt orð mín um undirróður og mótspyrnu Finns; eg get leitt vitní að því hve nær sem vill, að fjöldamargir voru þeir í sumar, bæði á þingi og utan þings, sem óskuðu þess af alhuga, að Finnur hugsaði fremur um sínar eigin sakir heldur en um stjórnar- skrármálið, sem honum kom ekkert við, útlcndum embættismanninum, og hann hafði ekkert umboð til að skifta sér af. Ef hann hefði verið kjörinn þingmaður, hefði verið alt öðru máli að gegna. Og þ á mintust þessir menn gamla heilræðisins, og er það sannar- lega meinlaust. Persónulega lét eg ekkert álit upp um þetta í greininni. En í sambandi við þetta má geta þess, að Finnur hefir endur fyrir löngu út af heilræðinu gefið það heitorð eða yfir- lýsingu á prenti, að hann niundi eigi fást við aðrar sakir en embættis sins. Hvernig hafa efndirnar nú orðið hjá honum, dánumanninum? — Ut af þess- um meinlausu orðum rnínum hefir Finnur nú ráðist á mig í »Þjöðólfi« 21. þ. mán. Að undanförnu hefir hann hreytt að mór aðdróttuuum, svigurmæl- nm, meiðyrðum og almennnm stráks- legum illyrðum; nú koma brigzlyrðin. En þau met eg einskis, þegar þau koma úr hans óþverra-mum.i, því a ð sakir þær, sem hann gjörir að umtals- efni, eru honum alveg óviðkomaudi (— það er ekki í fyrsta sinni, að hann slettir sór fram í það, sem honum kemur ekkert við —), að þær enn fremureru máli því,semumhefir veriðað ræða, stjórn- arskrármálinu, alveg óviðkomandi, að enginn getur kvartað yfir því, ekki nokkur einn, að hann fyrir þessar sak- ir hafi orðið fyrir skaða eða róttarmissi, og að þær eru fyrir löngu bættar að fullu eftir ákvæði réttra hlutaðeiganda. Það hefði verið sæmilegra fyrir Finn, að láta þetta liggja milli hluta; en m í n v e g n a var honurn vel kornið að hreyfa því, úr því að honum þótti þess þörf. En ráðleggingar þigg eg engar af Finni; hann er alt of mikið lítilmenni til þess; eg var nær þvi' fulltíða maður, er hann staul- aðist um sem strákhnokki ágötum Reykja. víkur. Eg hefi lagt fyrir mig lögfræði og stjórnfræði íslands í yfir 30 ár. Það ereigi kunnugt, að hann hafi lagt neitt af því tægi fyrir sig fyr en í vor, að sú vitfirring tók hann, að vilja gerast pólitiskur leiðtogi vor. Eg hefi verið 26 ár í þjónustu m/ns lands, hann ekki 1 dag; hann hefir étið h ó r sitt ölmusu- brauð, (í skóla) en vinnur svo í öðru landi og hjá annari þjóð; eg hefi umboð kon- ungs til að sitja á þingi; hann hefir ekkert umboð til að skifta sér af al- menningsmálum. En eg skal eigi held- ur gefa Finni neinar ráðleggingar; eg veit hann hefir ekki vitsmuni til að not- færa sér þær. I vor er leið hugði eg að Finnur væri sæmilegur maður; eg hefi nú feng- ið reynslu, sem bendir í aðra, átt, Hitt er minna um vert, að hann er heimskur, algjörlega þekkingarlaus á almenningsmálum vorum, óvarkár um sannleikann, montinn og upp með sór, hvatvís, illkvittinn og óbilgjarn hrotti. En þetta alt er nog til þess, að eg vil ekki eyða orðurn við hanu. Mér þykir hann ekki svo sæmilegur maður, að tilefni só til þess fyrir mig, að taka mark á þvi', sem hanu segir. Eg mun því ekki svara houum, hvernig sem hann kann að ólmast og sprikla í rógburðarstí- uuni, þar sem hann hefir tekiðsér aðsetur. Það sæmir honum vel. Verði honum að góðu. Eg mun ekki heimsækja hann þar. Rvík, 25. marzm. 1902. Kristján Jónsson. Haglega gerður bankareikningur. . • f>að var meira en lítið veður í banka- manninum, sem semur bankagreinarn- ar í Landsbanka-máltólinu, þegar hann hélt að Indriði Einarsson hefði mis- reiknað sig í einni af bankagreinum hans, sem var þó leiðrétt í sömu grein, niðurlagi hennar í næsta blaði. Banka- maðurinn þóttist þar hafa fundið hnútu, sem gott væri að naga, og hann hefir líka alt af verið að naga hana, síðast í téðu málgagni 21. þ. m. En ekki hefir hann þorað enn að standa við það með nafni sínu, sem hann hefir sagt. En mundi ekki detta yfir menn, ef þeir kæmust að raun um, að einmitt þessi sami nagari setur upp banka- reikning í fyrnefndu blaði með svo miklum skekkjum og vitleysum, að dæmi eru ekki til annars eins? Hann sem sé telurfjárhæðir tekjumegin í reikningi sínum, sem að eins eiga heima gjaldamegin! Dæmi bankamannsins er svona: »Bankinn tekur til láns l‘/4 miljón kr... og gefur út á það 2‘/a miljón í innleys- anlegum seðlum, og skilar af sér spari- sjóði Tekjur: Kr. 1. Vextir af 2V4iniljón á 5"/„ . . 112,500 2. Provision og aðrar tekjur . . 14,000 3. Vextir af varasjóði bankans . 6,000 4. Árleg afborgun af gullforðan- um, sem bankinn eignast árlega. að meðaltali................ 44,643 'Kr. 178,143 G j ö 1 d : 5. Vextir og afborgun af l’/4 milj. kr. 6°/0 í 28 ár, á ári að með- altali . . ...................75,000 6. Kostnaður við bankahaldið í Reykjavík...................... 22,000 7. Kostnaður við 3 útibú (6 þús. hvert)..........................18,000 8. Tekjuafgangur legst við vara- sjóð........................ . 62,143 Kr. 177,143« Við tekjuhlið þessarar áætlunar bankamannsins er margt að athuga.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.