Ísafold - 29.03.1902, Qupperneq 3
1- að reiknaðar eru tekjur af 2J
nnljón í etaðinn fyrir af 2 miljónum
í hæsta lagi. |>að er kunn umkvört-
un bankastjórans yfir þvi, að hann
eigi svo erfitt með að ávaxta fé vetr-
armánuðina, og svo er það augljóst,
að meira fé verður að liggja arðlaust,
ef bankinn rekur verzlun á 4 stöðum,
en ef hann verzlar að eins á einum
atað. Er því ekki of í lagt, að áætla
hér á landi eins og aðrar þjóðir gera,
að 20y. af veltufénu só að jafuaði arð-
laust; verða vextirnir samkvæmt þess-
um lið þá að eins 100 þús. kr.;
2. þá telur reikningurinn provision
og aðrar tekjur 14 þús. kr., sem nær
engri átt, þegar tekið er tillit til, að
bankinn hefir haft í þessar tekjugrein:
1896 kr. 3880,55; 1897 3486,92; og
1898 kr. 4106,64, sem mun koma
rnest af verzlun með lóðir, og þó
tekjur þessar yrðu hæiri 1899 þá mun
það stafa mest af gróða af lóða- eða
húsasölu, sem bankinn hefir verið að
*pranga« með. það virðist því fullvel
1 l>, að áætla þessar tekjur að jafn-
aði 8 þús. kr.
Jpá koma vextir af varasjóði
bankans 6 þús. kr. jpessi liður á að
falla alveg burt, þegar um það er að
tefla, eins og hér á stendur, að kom-
ast að raun um, hvort eitthvert fyrir-
tæki svari kostnaði. Gerum ráð fyrir,
að einhver ætlaði að semja áætlun
Urn, hvort svara mundi kostnaði að
kaupa skip til fiskiveiða, og að hann
kæmist að þeirri niðurstöðu, að áætl-
unin yfir útgerðina gæti ekki sýnt
nægilegan hag, nema hann bætti við
tekjumegin afgjöldum af jörðum, setu
hann ætti upp í sveit, eða vöxtum af
arfi!
Mundi nokkurum manni detta í hug
að gera áætlunina á þennan hátt, gera
bana álitlega í sínum og annarra aug-
u® með því, að taka með í reikning-
mn arð, sem ekki stæði í neinu sam-
bandi við fyrirtækið?
Slík aðferð er óviðjafnanleg mein-
loka, eins og hver getur skilið, og sú
áætlunaraðferð mundi í almennri verzl-
un vera talin til svika, tilraun til að
sýna hag með villandi og röngum fjár-
hæðum.
4. |>á kemur þessi undraverða fjár-
bæð: »Árleg afborgun af gullforðan-
um« o. s. frv. 44,643 kr., sem á alls
ekki þar að standa, eins og allir hljóta
að sjá; það er sett þar annaðhvort af
frámunalegu reikningsþekkingarleysi,
eða blátt áfram til þess að blekkja
U^eð henni fáfróða lesendur.
Eg tek lán til þilskipakaupa með
bltekinni ársafborgun, segjum 4000
br., og fæ útgerðina til að bera sig
uueð því móti, að telja þær m e ð
tekjum, þessar 4000 kr., sem eg verð
að svara út árlega í beinhörðum pening-
um,i alveg eins og kaupi til skipverja,
°. 8. frv. Eg gæti Iíklega lengi vel látið
utgerðina bera sig með því lagi á
pappfrnum; en í reyndinni?
Hér rekur því hver stórvitleysan
aðra.
|>á koma gjöldin.
5. Sá liður mun vera vitleysulaus.
6. Sá liður er of lágur; því, eins og
eg hefi sannað, er húsaleiga bankans
'ftegin undan í reikningi hans, um
3000 kr. Árið 1900 var allur banka-
bostnaðurinn 34,212,45, fyrir utan van-
reiknaða húsaleigu, en með henni um
37 þús. kr.
f þessari fjárhæð mun vera falinn
k°8tnaður við prentun veðdeildarbréf-
anna> °g ef til vill ritföng fyrir hana
fyrsta árið, sem ekki getur numið svo
uaiklu, að ekki sé alveg óhætt að telja
bankakostnaðinn 25 þús. kr., þegar
sparisjóður er skilinn frá, einkum þeg-
ar þess er gætt, að bankastjórarnir
hljóta að vera tveir í Reykjavík, þeg-
ar útibúin eru komin á fót, eins og
Indriði Einarsson hefir réttilega
bent á.
En svo mundi bætast við kostnaður
af seðlaprentun og árlegu viðhaldi
seðlanna, sem mun vera sennilega á-
ætlaður 3000 kr. á ári.
7. Kostnaðinn til 3 útibúa læt eg
standa, 6000 kr. til hvers á ári, enda
þótt bankagjaldkerinn hafi einhvers-
staðar áætlað hann 10 þús. kr. fyrir
hvert útibú. Eg er sannfærður um,
að kostnaðurinn kemst fljótt upp í
þetta, samkvæmt reynslu landsbank-
ans, þó byrjað sé með 6000 kr. fyrsta
árið.
8. Svo kemur þessi yfirnáttúrlegi
tekjuafgangur, kr. 62,143(!I), sem staf-
ar af villunni í 4. lið tekjumegin,
sama meinlokan og hin eða flekunar-
tilraunin.
Til þess að sýna, hvernig þetta
dæmi, þessar sömu tölur,
líta út, þegar samvizkusamlega er með
þær farið, leyfi eg mór að setja upp
eftirfarandi dæmi, sem vonandi sýnir
glögt fjarstæðu höf. Tek eg þá gjöld-
in fyrst.
Gjöld:
1. Vextir og afborgun af 1£ miljón:
a. Vextir 1. árið 4°/° . kr. 50,000
b. Afborgun 1. árið . . — 25,000
2. Bankahaldskostnaður . . — 25,000
3. Kostnaður til útibúa í
byrjun..................— 18,000
4. Fyrir væntanlegu árstapi — 2,000
5. Prentun seðla...........— 3,000
Kr. 123,000
Tekjur:
6. Vextir af 2 milj. 5fi . . kr. 100,000
7. Provisionog aðrar tekjur — 8,000
Kr. 108,000
Reikningshalli..........— 15,000
Ekki er nú ágreiningurinn stór um
sömu fjárhæðina. Bankamaðurinn tel-
ur gróðann 62,143 kr., en mér teljast
að um 15 þús. kr. vanti upp á að
tekjur hrökkvi fyrir gjöldum!!
Um áætlun mína þarf eg fátt að
athuga um fram það, sem þegar er
gjört á undan; eg vil þó geta þess við
4. lið, að ekki virðist of í lagt, að á-
ætla fyrir tapi eða óhöppum 2000 kr.
af svo raiklu veltufé. Eftir árlegu
tapi þjóðbankans danska ætti eg að
áætla tapið hér 8000 kr. á ári.
Fjárhæðin eða reikningshallinn, 15
þús. kr„ er að vísu ekki tap, heldur
vantar 15 þús. kr. upp á að bankinn
geti grætt nóg til þess, að geta af
gróða sínum svarað allri afborg-
uninni 25 þús. kr.; hann hefir því eft-
ir dæminu lagt upp 10,000 kr. upp f
afborgunina fyrsta árið.
Fyrir það, að bankann vantar 15
þús. kr. eftir 1. árið upp í afborgun
sína, sem hann verður cið svara liin-
um útlenda lánardrotni sínum í gulli,
verður hann þegar eftir eítt ár að
draga inn seðla sem nemur
tvöföldum reikningshallanum, eða 30
þús. kr., og hefir hann þá um leió
mist 5árlegan arð af sömu fjárhæð
eða 1500 kr., og eykst sá tekjumissi
ár frá ári, en gjöldin standa í stað.
það segir sig sjálft, að veltuféð mink-
ar árlega jafnframt því, sem peninga-
þörfin vex; hlýtur því að bera að
sama brunni eftir örfá ár, að Lands-
bankinn kemst í sömu vandræðin og
nú eða meiri. Tapið verður alt af
stærra og stærra, með því tekjurnar
minka, en gjöldin ekki.
Vera má að einhver segi, að eg hafi
áætlað einhverja tekjugrein heldur
lágt, eða gjaldagrein heldur hátt. En
til þess er engin ástæða. Mér hefir
verið kent af hygnari mönnum en
höf. bankagreinarinnar er, að varast
skuli að gera áætlanir um ný fyrir-
tæki of glæsilegar, og væri eg að gt ra
þessa áætlun fyrir mig sjálfan, mundi
eg telja reikningshallann tneiri.
Banka með 1\ milj. stofnfc er pví ekki
hœgt að stofna eingiingu með útlenclu
lánsfé, sem á að afhorga á 28 árum með
4/» voxtum. það væri óðs manns æði
að hugsa til þ ss, ef bankinn á að
fullnægja þörfum þjóðarinnar.
Stofnfé bankans verður að vera út-
lagt fé, sem ekki er afturkræft og
auka má jafnskjótt og þörfin kall-
ar eftir, aukin menning og framleiðsla;
enda mun þess ekki nokkurt dæmi
að banki sé stofnaður eingöngu með
ú 11 e n d u lánsfó í gulli, eins og
bankamaðurinn ætlast til.
Um síðara dæmi bankamannsins
þarf ekkj að þrátta. það er bygt á
sömu villum, sömu haugavitleysum
eins og dæmi það, sem eg hefi nú rak-
ið í sundur.
Dæmum bankamannsins fylgir að
vanda mesti gorgeir og illindi til Val-
týinga og Warburgs, endurteknar lyg-
arnar um mútufé Valtýinga o. fl., er
auðsætt að bankamaðurinn gerir sér
ekki von um langþráða banka-
stjórastarf úr þeir átt. Hann varast
eins og heitan eldinn að minnast þess,
að með hlutabankanum greiddi at-
kvæði í sumar heill hópur af andstæð-
ingum Valtýinga, þar á meðal sumir
nánustu vinir og vandamenn Lands-
bankastjórans, sem allur andróðurinn
gegn hlutabankanum stafar þó frá-
f>eim hefir þá verið mútað líka!! En
færi svo, að Warburg hefði eitthvert
atkvæði um veitingu á bankastjóra-
starfi, þá er eg viss um, að banka-
maðurinn yrði fyrstur manna til að
flaðra upp á hann; já, kyBsa á tærnar
á áonum. f>á yrði Warburg ekki
lengur Gyðingur, okurkarl og þeSB
háttar. f>á væri ekki lengur nein von
um, að geta haft eitthvað upp úr róg-
inum þeim.
Björn Kristjánsson.
„Ekki sérstaklega“
Ótrúlegur óviti er hann, þessi Finn-
ur Hafnarsendill, eða kvað þeir kalla
hann.
Hann er voðalega hróðugur og upp
með sér út af þvi, að íslandsráðgjaf-
inn (Albertij hafi leyft sér að fara
með það hvert á land sem vill, að
hann hafi ekki átt sérstaklega við
tímenningafrumvarpið alræmda með
ummælum sínum um tvískinnunginn
óhafanda o. s. frv., og hyggur óburð-
inn þann þar með undanþeginn þeim
miskunnarlausa áfellisdómi.
Ef einhver segði: »Meiri kálfar eru
ekki til en þeir, sem álpast að þarf-
lausu út í mál, sem þeim koma ekk-
ert við og þeir bera ekkert skyn á; og
á eg þar að vísu ekki sérstaklega við
hann Finn«,— mundi þá Finnur sá mjög
ánægður með það »sérstaklega«? Mundi
honum ekki skiljast það, að hann ætti
samt sem áður óskilið mál með »kálf-
unumi?
Nú veit auðvitað enginn, hvort
Finnur hefir þetta rétt eftir ráðgjaf-
anum. Eins víst, að enginn fótur sé
fyrir því, þótt hann eigni honum þessi
ummæli.
En hvað væri hins vegar eðlilegra
en að ráðgj. vildi, um 1 e i ð og hann
fordæmir tíum.frv., með þess háska-
lega tvískinnung, fordæma allan s&m-
kynja tvískinnung, hvaðan sem kæmi,
og hve nær, fyr eða síðar? Gat hann
svo sem ekki búist við, að prjónað
kynni að verða upp á einhverju líku
á aukaþinginu í sumar, af þeim, sem
allri stjórnarbót vilja eyða, enda eru
nú þegar farnir að ráðgera einhverja
fleyga?
Hvernig getur maður verið háskóla-
kennari, sem ekki skilur mælt mál,
hvort heldur er danska eða íslenzka?
5.
Dáin er 17. þ. mán. prófastsfrú
þóra Ásmundsdóttir í Reyk-
holti. Hiín var yngst dætra síra Ás-
mundar prófasts Jónssonar í Odda,
fædd 7. maí 1852, og giftist síra Guð-
mundi prófasti Helgasyni vorið 1884;
hann var þá prestur á Akureyri. |>au
hjón áttu saman 5 börn, er öll lifa, 2
fermdar stúlkur og 3 drengir ófermdir.
»Frú þóra heitinn var ágæt hiismóðir
og hvers manns hugljúfi, er hana
þektu.
Skipstrand
varð í Selvogi mánudagsnóttina síðustu,
24. þ. m.; er Isafoldskrifað af Eyrarbakka,
að það hafi verið t'iskiskúta frá Grams-
verzlun á Dýrafirði, enaðrir segja, að það
hafi verið frá útgerð P. J. Thorsteinssons
(Bildudal). Þaðrendiuppísvonefnd Löngu-
sker, vestanvert við Selvog. Ofsaveður
var á norðan og sá ekki til lands fyrir
sandroki. Menn komust ailir af, gengu
á land um fjöru. Gizkað á, að skipið
hafi verið búið að fiska um 1700.
Sjónleikir hafa gengið hér upp og
niður í vetur hjá Leikfélagi Reykjavíkur
En tiltakanlega vel tekst því að mörgu
leyti með nýjasta leik Hermanns Suder-
manns, H e i m i 1 i ð, einkum aðalpersón-
urnar i þvi, söngmeyna og föður hennar.
Hana leikur frú St. G. af snild mikilli,
ferst það svo vanalega, sem alið hefði ald-
ur sinn allan á leiksviði, tekst prýðilega
að sýna bæði glæsilega framgöngu söng-
mærinnar og andlega yfirbnrði hennar yfir
þá, sem hún á saman að sælda, samfara
kvenlegri viðkvæmni. Faðir hennar, aldr-
aður hershöfðingi, hefir furðu-haglegt gervi
og eðlilegt. hjá hr. Á. E., og er mikið vel
af hendi leystnr yfirleitt, svo ólíkt sem
það hlutverk er því, sem sá leikandi hefir
tíða8t haft. Sú sem konu hans leikuraldr-
aða og annars er með betri leikendum hér,
er miður vel löguð til þess hlutverks, og
er sá annmarkinn eftirtakanlegastur, að
málrómorinn *r svo mjúkur og þýður sem
í 15 vetra ungling, þrátt fyrir eliilegt
kerlingargervi. Um aðra er ekki margt að
segja, þeim tekst sumum dável (prestinum,
stjórnarráðinu o. fl.), en sumum miður. —
Heldur ónóg lyfting yfir leiknum öllum.
Veðurathuganir
i Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson.
1902 marz Loftvog millim. Hiti (C.) í»- err- e-»- < ct> ox p '1 D- % « œ 3 i Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Ld.22. 8 763,4 -9,4 N 1 2 -11,7
2 762,5 -10,4 N 3 3
9 760,7 -11,5 0 2
Sd. 23. 8 755,6 -10,5 N 1 2 -14,9
2 754,1 -6,6 NW 1 2
9 752,1 -7,3 N 2 3
Md.24. 8 746,9 -9,5 NNW 3 8 -13,1
2 741,2 -8,6 N 3 9
9 741,0 -3,8 N 2 4
Þd. 25. 8 745,4 -4,7 N 2 5 -11,2
2 748,5 -0,4 NE 1 3
9 751,3 -1,8 0 4
Md.26. 8 753,9 -0,6 E 1 4 -6,4
2 756,1 3,1 NE 1 2
9 756,9 0,0 ENE 1 5
Fd.27. 8 757,4 -1,8 ENE 1 8 -3,1
2 758,5 1,6 E L 9
9 756,9 ’-2,0 E 2 4
Fsd.28.8 756,3 -2,9 E 1 5 -5,2
2 757,7 1,6 E 1 4
9 758,6 -3,5 NNE 2 3