Ísafold


Ísafold - 16.04.1902, Qupperneq 1

Ísafold - 16.04.1902, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einn sinni eða tvÍ8v. í viku Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */» doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram.) ISAFOLD. Uppsogn (sa.ifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé ti) átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. ársr. Reykjavík miðvikudaginn 16. apríl 1902. 20. blað. I. 0- 0. F. 834818'/,. 0. II. Forrigripasafn opið mvd. ogld. 11 —12 Landsbókasafn opið bvern virkan dag k). 12—2 og einni stundu lengnr (til kl. 3) nud., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spitalfnnm á þriðjnd. og föstud. kl. 11 -1. Ökeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. Iivers mánaðar %1. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- ■sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers tnán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag 'kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Tvisvar í viku hefir Isafold komið út það sem af er þessum mánuðl, miðvikudaga og laugar- daga, og gerir það fram undir haust. Auglýsendur minn- ist þess, að senda anglýs- ingahandrit jafnan ekki síðar en um miðjan dag daginii áður. Eftirlaunamálið. Framför ætti að vera að aínámi lög- 8kipaðra eftirlauna. Bæði sparnaður fyrir landssjóð, aem almenningur lítur mest á, svo sem ekki er láandi, með því að nóg er um álögurnar; og holl hvöt fyrir embættismenn til þeirrar framsýni og fyrirhyggju fyrir ellídög- um og heilsubilun, sem aðrir borgar- ar þjóðfélagsins verða í frammi að hafa, ef sneiða skal hjá þeim óskemti- legu forlögum, að komast á vonarvöl eða á náðir vina og vandamanna. Sparnaðarvonin fyrir landssjóð er þó völt. jpví meðan fátæktin er fylgikona þorra embættismanna vorra, sem annarra landsbúa, er sem maður horfi á í huga sér kafþykka bænar- skráa-drífu inn á hvert þing um fjár- l&ga-ellistyrk, er eftirlaunalög væru af- numin; og má mikil breyting á verða til þess, að fjárveitingarvaldið stand- iat til hlítar þær atlögur að landssjóði, eða þá hitt, að afstýrt verði tífalt magnaðri og skæðari bitlingabardaga á hverju þingi en dæmi eru til áður, jafnvel með miður fögrum bitlinga- hrossakaupum. Svo gæti farið þá, að hygnum mönnum þætti eftirsjá í garala elli- styrksfyrirkomulaginu, með Iögboðnum, afskömtuðum .eftirlaunum. f>að er lika sannast að segja, að lit- ið er oft heldur einhliða á það mál, °g meginreglan sjálf látin gjaldaþess, hve henni hefir stundum verið hrap- allega mi8beitt, bæði með óþarflega iiáuni eftirlaunum í sumum embætt- utn, en í sumum aftur heldur lágum, °g þó enn frekara með þeim hætti, að demba mönnum á bezta aldri á •ftirlaun og ala þá síðan tugum ára saman á ríflegri landssjóðsmeðgjöf, fullhrausta og vel vinnandi, menn, sem brotið hafa raunar af sér embætti á einhvern hátt, ekki sizt með ofdrykkju eða fjárskila-óreiðu, en mannúðin, hin alkunna »miskunn, sem heitir skálka- skjól«, veitir þó fullkomið ástríkisfóst- ur í útbreiddum faðmi landssjóðs, í stað þes8 að láta þá sæta forlögum annarra afbrotamanna: að verða sjá fyrir sér sjálfir, þegar sleppir hegning. arhúsfóstri þyí, er þeir hafa til unnið á stundum, eD sjálfsagt þykir að jafn- aði að hlífa þeim alveg við. f>að er þ e 11 a ekki sizt, sem gert hefir eftirlaun hér á landi svo lítt þokkuð, sem þau eru orðin. Embættismönnum laDdsins hefir oft verið líkt við vinnumenn á stórbúi. f>að er og rétt að mörgu leyti. f>eir eru vinnumenn á landsbúinu. Og eins og gildur bóndi og hygginn hag- ar kaupgjaldi og viðurgerningi öllum svo, að til hans veljist gott verkafólk, eins er landsbúinu þvi að eins hyggi- lega stjórnað, að þangað veljist nýtir vinnumenn. Eins og bóndinn gerir sér skaða, ef hann er svo kaup naum- ur, að ekki vilja vistast hjá honum nema ónytjungar og óreiðumenn, eins er landsbúinu sams konar skaði að of rýrum launum, svo rýrum, að það verður að láta sér lynda fólk af lé- legri endanum í sína þjónustu. En er kemur til að skamta launin, þá er það ekki annað en einfalt álitamál, hvort er hagfeldara landsbúinu, að út- hluta öllu kaupinu jafnóðura, eða halda eftir nokkuru af því til ellidaganna eða til vátryggingar, ef slys ber að höndum, heilsubilun eða annað. f>ví annað eru eftirlaunin ekki. f>au eru ekki annað en frábrugðin kaupgreiðslu- aðferð, frábrugðin því, sem vanalegt er um vinnufólk hjá bændum. Lands- sjóður greiðir meiri hluta kaupsins jafnóðum, en heldur nokkuru eftir og leggur í ellistyrk88jóð. Hann er þann veg Hfsábyrgðarsjóður vinnu- manna sinna, embættismannanna. Kaupgjalds-mælikvarðinn á að öðru leyti að vera hinn sami á landsbúinu og öðrum búum að því leyti til, að kauphæðin sé miður við, fyrir hvað er hægt að fá gott vinnufólk. f>að kaup á bóndinn að gjalda, hvort heldur er á vanalegu búi eða á landsbúinu. f>að, og hvorki meira né minna; skaði að hafa það minna, og gagnlaus eyðsla að hafa það meira. Og geti landsbúið ekki fengið góða vinnumenn nema með því að vátryggja þá til ellidag- anna eða ef heilsan bilar, þá er sjálf- sagt að gera það; en annars ekki. Eins atriðis er oft vangætt í sam- anburði á kjörum landsvinnumanna og annars vinnufólks, og það er það, að vanalegt vinnufólk er að jafnaði ekki í vist nema stuttan kafla æfinnar, áður en það fer að eiga með sig sjálft og er þá tíðast á bezta aldri og með fylsta fjöri. En um landsvinnu- menn er reglan sú, að þeir vinna því, landinu, alla æfi, meðan fjör og heilsa endist; og því er það, að þar kemur fram hugsunin um, að hÚ3bónd- inn, landið, ali önn fyrir þeim, þegar þeir eru orðnir ófærir til vinnu. En þá gleyma þeir því oft, sem andvígir eru skilmálalaust öllum eftirlaunum embættismanna, að hver almennilegur bóndi hagar sér raunar alveg eins og laudssjóður gerir: hann greiðir hjúi, sem unnið hefir hjá honum allan sinn vinnu-aldur, eftirlaun með þeim hætti, að sjá því borgið i elli þess. f>etta er svo rik kvöð, að sá er með óþokk- um talinn, er henni bregzt. — Að svo lítið ber á þeirri kvöð, kemur af því, að það er svo fátítt, að hjú séu í sömu vist alla æfi. Likt er að segja um aðra stöðu ýmsa en hjúavist. f>ess muo t. d. varla dæmi, að kaupmaður eða verzlunareigandi telji sér ekki skylt að veita eftirlaun eða ellistyrk fé- lausum manni eða félitlum, sem veitt hefir verzlun hans forstöðu langan ald- ur og fram á elliár. Eitt mælir enn fremur heldur með eftirlaunum en móti, og það er þráseta g&malla og lítt hæfra manna í embætt- um miklu lengur en þeir eru færir um að þjóna, ef engan ellistyrk eiga í vændum, er embættinu sleppir. Og ekki mundi minna kveða að mannúð þeirra, sem yfir þá eru boðnir, er því væri að skifta, heldur en þegar þeir demba ungum mönnum á eftirlauu, þeim er sjálfsköpuð víti hafa gert ó- hafandi í embætti. Slíkt gæti orðið landinu raunar miklu tilfinnanlegri ó- hagur en þótt það ætti að kosta rokk- uru fé til hóflegra eftirlauna. En þótt svo sé, að fleira mæli með eftirlaunum en fyrir mörgum vakir í fljótu bragði, þá væri mjög æskilegt, að þau legðist niður að mestu eða öllu leyti, og er ekki nema alveg rétt, að vinna að því smám saman. f>að verður og þvi minna áhorfsmál, sem þjóðin efnast betur, auk þess sem á það má benda, hve miklu er hægra nú en fyrrum að sjá sér og sínum borgið í ellinni með því að kaupa sér eða þeim lífeyri hjá einhverju hinna mörgu lífsábyrgðarfélaga, sem hann hafa á boðstólum með álitlegum kjör- um. Sú hugsun er og raunar löngu komin inn í löggjöf vora, þar sem er kvöðin á konunglegum embættismönn- um að sjá ekkjum sínum fyrir slíkum lffeyri. — f>egar svo langt væri komið, kæmi til álita og úrskurðar húsbóndans á landsbúinu, löggjafarvaldsins, hvort embættismönnum ætti að vera í sjálfs vald sett, hvort þeir sæju sér fyrir elliatyrk úr lífsábyrgðarfélagi eða ekki. Líklegast mundi þykja hart að skylda þá til þess. En mjög hætt er þá samt við, að mörgum yrði fyrir að láta það ógert, og það einmitt þeim, er sízt mættu áu þess vera. Og hvernig færi þá? Vitanlega svo, að flúið yrði á náðir landssjóðs um ellistyrk, er eigi lægi annað fyrir en sveitin. Bæri þá alt að sama brunni sem fyr, með þeim einum mun, að þá yrði landssjóðs- ellistyrkur (eftirlaun) oft og tíðum verðlaun fyrir óspilun og fyrirhyggju- leysi. — Hér er um þessar mundir töluvert hugsað og rætt um eitt embætti, sem enn er ófætt þó, sér-ráðherraembættið íslenzka, — hvort því eigi að fylgja eftirlaun eða ekki. En það er efni í sérstaka smá-hugleiðing, er bíður næsta blaðs. • Próf í stýrimannafræði. Dagana 10.—12. og 14. apríl var hið minna st/rimannapróf haldið við st/ri- mannaskólann. Undir það gengu 25 af lærisveinum skólans og stóðust það. í prófnefnd voru ásamt forstöðumanni skólans, Páli Halldórssyni, lautiuant A. Nielsen og docent síra Eiríkur Briem, tilnefndir af stiftsyfirvöldunum og bæjar- stjórn Heykjavíkur, en skipaðir af lands- höfðingja, og var hr. A. Nielsen jafn- jafnframt skipaður formaður prófnefnd- arinnar. Prófsveinaruir hlutu þessar einkunnir: 1. Einar Jónsson, Isafjarðars/slu 63 stig 2. Bergþór Eyólfsson, Rvík..... 62 — 3. Sigtryggur Jóhannss., Eyjaf. 61 — 4. Þorgr. B. Stefánsson, Rvík... 61 — 5. Jón E. Bergsveinss., Barðastr.s.60 — 6. Hrólfur Jakobsson, Húnav.s. 57 — 7. Jóh. Guðmundss., Seltjarnam. 57 — 8. Ólafur Jónsson, D/rafirði.... 57 — 9. Sigurður Bjarnason, D/rafirði 57 — 10. Sigurður Jónsson, Seltjarnarn. 57 — 11. Jón Guðm. Ólafss., Barðastr.s. 56 — 12. Kristleif. Jónatanss., Snæf.n.s. 56 — 13. Ólafur J. Sigurðsson, Arnarf. 56 — 14. Guðm. Þórðarson, Arnarfirði 55 — 15. Jörundur Bjarnas., Barðastr.s. 55 — 16. Eyólfur Eyólfssou, Reykjavík 54 — 17. Helgi Björnsson, Reykjavík 54 — 18. Jón Júl. Halldórsson, Eyjafj.s. 53 — 19. Benedikt Tómasson, Akranesi 52 — 20. Jakob Jakobsson,Eyjafjarðars. 50 — 21. Jón Jónssou, D/rafirði.......47 — 22. Ólafur G. Kristjánss., Arnarf. 47 — 23. Páll Friðriksson, Akranesi ... 47 — 24. MagnúsSigurðsson, Reykjavík 42 — 25. Lárus Bjarnason, Reykjavík 41 — Hæstur vitnisburður við próf þetta er 63 stig, og til að standast prófið þarf 18 stig. I þetta sinn náði einn prófsveinanna (Einar Jónsson) hinni hæstu einkunn, sem gefin er (63 st.), og er það í fyrsta sinni, að nokkur hefir náð þeirri einkunn siðau skólinn var stofnaður. Nr. 1, 6 og 17 gengu ekki inn í skól- ann fyr en í haust, og voru þvi að eins einn vetur í honum. Með því að hið meira st/rimannapróf verður ekki haldið þetta ár, var skólan- um sagt upp að afloknu prófi. Prestvígsla. Biskup vor vigði sd. 18. þ. m. prestaskólakand. Böðvar Bjarnason prest að Rafnseyri.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.