Ísafold - 16.04.1902, Page 2

Ísafold - 16.04.1902, Page 2
78 Kjörskrár og kosningarréttur f>að er sameiginleg regla um kjör- skrár og verðlagsskrár, að þær gilda að eins árið, eitt ár, — verðlagsskrár frá 16. maí til jafnlengdar árið eftir, og kjörskrár frá 1. júlí til jafnlengdar (júnfloka). Hvor um sig er óhaggan- legur mælikvarði fyrir því, er þær eiga við, þann tíma, er þær eru í gildi, — verðlagsskrár um verðlag landaura m. m. f skyldugjöld, en kjörskrár um það, hverir neytt geta kosningarréttar til alþingis þann tfma og hverir ekki. Hvor um sig er samin löngu fyrir fram; og getur því vel farið svo, að í raun réttri sé mikil breyting orð- in á ýmsu þvf, er þær rígbinda f fastar skorður, löngu áður en þær ganga úr gildi, bæði mikil breyting orðin á sannvirði landaura, og á kosningarétti manna,—sumir mist hann, er á kjörskrá Standa, og aðrir öðlast hann, er þar Standa ekki. En hjá þvf verður ekki komist. Sé ekki undirstaðan óhaggan- leg, er miða skal við framkvæmdir eftir þeim lögum, er hér eiga við, veldur það óviðráðanlegum glundroða. það er enn líkt um þessar tvennu »skrár«, að lögin ætlast til, að unnið sé að þeim af yfirvöldum og undir- gefnum í sameiningu, þeim, sem er ætlað að beita þeim, og hinum, sem eiga undir þeim að búa. Raunar stendur í verðlagsskrárlögunum að eins, að undirbúningsskýrslurnar undir þær, verðlagsskrárnar, eigi að liggja al- menningi til sýnis hálfan mánuð. En til hvers er það, ef ekki er hugsunin sú, að almenningur noti það til að koma með aðfinslur, ef ástæða virð- ist til? Um það eru bein fyrirmæli í alþingiskosningalögunum; að kjör- skrár þær, er ganga eiga f giidi 1. júlf, skuli liggja almenningi til sýnis á hentugum stað 3 vikur framan af aprílmánuði; a ð aðfinslur við þær skuli upp bornar skriflega með til- greindum ástæðum áður en vika er Iiðin þaðan frá; og a ð bæjarstjórn (eða hreppsnefnd) skuli síðan á 3 vikna fresti leggja úrskurð á það mál, að tiikvöddum bæði kæranda og þeim, er hann vill láta nema af kjörskrá o. s. frv. Að því búnu verður engin breyting á kjörskrá gerð nema með dómi, heldur s k a I eftir henni fara að öllu leyti við kosningar þær, erber upp á næsta ár (1. júlí—30. júní), einhvern tfma, seint eða snemma, hvort sem vit er í þeim (kjörskránum) eða ekki. Löggjafinn segir sem sé svo við kjósendur: f>að er yður að kenna, hirðuleysi yðar sjálfra, ef kjörskrárnar eru vit- lausar; eg hefi lagt yður upp í hendur nauðsynleg tæki til að fá þær svo réttar, sem framast má verða, bæði með því að láta höfunda þeirra sjálfa laga þær, og með því að koma ágreiningnum því næst fyrir lög og dóm, ef hitt hrífur ekki, til skjótra úrslita (fyrir gestarétti) og yður kostnaðarlaust í héraði, — |>ér gjaldið því glópsku yðar og van- rækslu, ef yður er ólöglega slept af kjörskrá, eða einhver settur þar, sem þar á ekki að standa að lögum. Oss er miður kunnugt, hve mikil eða lítil brögð eru að hlutdeild al- mennings í undirbúningi verðlagsskráa. En hitt getum vér fullyrt, að naum- ast muni 1 af 100 kjósendum hirða nokkurn skapaðan hlut um, hvort hann stendur á kjörskrá eða ekki — fyr en það er orðið úrhættis. f> á, þegar dregur að kosningum og liðið er ef til vill fult ár eða meir fram yfir réttan tíma, — þ á fyrst fara kjós- endur að ugga að sér, eða réttara sagt: fara að kvarta, ef það vitnast, að þeir standa ekki á kjörskrá, og þykjast þá vera ólögum beittir, ef þeir fá ekki að kjósa samt sem áður. En það e r fyllilega löglegt, að slíkir menn fái ekki að kjósa, þótt kosningar-r é 11 i n n sjálfan hafi í fuli- um mæli, t. d. hafi verið nógu lengi í kjördæminu, gjaldi nóg til sveitar og hafi goldið, þegar kjörskrá var samin, hafi borgarabréf og hafi haft þá, eða hvað annað kosningarréttar- skilyrði, sem er. það er sitt hvað, kosningar-r é 11- u r i n n sjálfur, og reglurnar fyrir framkvæmd hans. Sé þeim ekki fullnægt líka, getur kjósandinn ekki komist að. Reglur þessar eru settar til þess að afstýra glundroða og þrefi um það mál, er á kjörfund kemur, og út af þeim má ekki bregða. það er alveg eins og um verðlags- skrárnar. Gjaldþegum eftir þeim stoð- ar ekki hót, þótt sannað geti, að verðið þar á einhverjum landaurum sé fjarri réttu, heimskulega lágt. f>eir mega til að gera sér það verðlag að góðu, sem verðlagsskrá til tekur, hvort sem rétt er eða rangt í sjálfu sér. Tilfinnanlegastar verða miklar skekkj- ur í kjörskrám, er kosning fer fram í lok kjörskrár-ársins, eins og nú. f>á getur t. d. ekki hjá því farið, að ýmsum, sem átt hafa heima í kjördæminu nokkuð á annað ár, verði fyrirmunað að neyta þar kosningarréttar, hversu vel og vandlega sem frá kjörskránni hefir verið gengið á sínum tíma. f>etta er óviðráðanlegt. En langmest eru gallar á kjörskrám því að kenna, að þá, sem þær eiga að semja, hreppsnefnd eða bæjarstjórn, skortir nægan kunnugleik til þess að láta engan undau falla, sem þar á að vera. Úr því er ætlast til að fram- lagningin bæti. En það gerir hún ekki, vegna vanrækslu kjósenda og hirðuleysis. Kjörskrár þær, er fara skal eftir við kosningar í vor, voru samdar í marz- mánuði 1901, og er því nú hér um bil ár síðan, er kostur v&r á að fá þær leiðréttar. f>ær verða nú allir aðgera sér að góðu, hve vitlausar sem vera kunna. f>ví reglan er þessi: Enginn, er ekki stendur á þeirri kjörskrá, sem gildir á kjördegi, getur fengið að kjósa; og engum, sem þar stendur, verður fyrirmunað að kjósa, þótt eng- an rétt hafi í raun réttri til að standa þar. Hitt er annað mál, að mörg kjörstjórn mundi leyfa sér að vísa frá t. d. nýdæmdum þjóf, til að forðast hneyksli, og í vissri von um, að það yrði ekki harðlega vítt, þótt lögum sam- kvæmt væri það ekki; auk þess sem sjálfsagt væri að slá striki yfir ský- lausar haugavitleysur, hverju manns- barni auðsæjar, eins er t. d. ef kven- menn stæðu á kjörskrá eða börn. Mörgum kemur þetta óefað illa nú, að fá ekki að kjósa, vegna galla á gildandi kjörskrá, galla, sem eru oft- ast þeim Bjálfum að kenna meðfram. En þá er að láta vítin sér að varn- aði verða, og vanrækja n ú ekki að líta á kjörskrána nýju, sem gildireftir 1. júlí þ. á., meðan hún liggur til sýnis, en það er til mánudags 21. þ. mán., og kæra síðan á viku fresti, ef eitthvað er að. f>á fá þeir þó að kjósa að vori, er tilkall eiga til þess. Og setja sfðan á sig vandlega, að vanrækja aldrei að líta á kjörskrá í tæka tíð, og kæra, ef þörf gerist. Þingmálafundir. Akurnesinyar. Fyrir forgöngu oddv. Þorst. R. Jónsson- ar, bónda á Grund, var allfjölmennur kjósendafundur baldinn hér á Skipaskaga i gærkveldi. Skýrði hann þar frá, að hann ætlaði að hjóða sig fram í vor fyrir kjör- dæmið, og mintist á ýms þingmál. Hann kvaðst eindregið fylg.ja stefnu framfaraflokksins (Valtýinga) í stjórnbót- armálinu, og tæki þvi fegins hendi til- boði stjórnarinnar um húsetu ráðgjafa hér á landi, og því þingræði, sem fáanlegt yrði, og væntanlegt væri, fyrir hyggilega milligöngu Valtýinga, með þvi að eigi væru líkindi til, að hið eftirvænta stjórnarfrum- varp feldi niður neitt hoðorð af hinum nauðsynlegu réttarhótum, sem felast í frumvarpinu frá síðasta þingi. Hann kvaðst eigi skilja fundarsamþykt Reykvík- inga frá 2. þ. m, þar sem fiumv. þingsins sé dauðadæmt (»tvísaga ályktunin*), og hins vegar skuli ráðgjafar fara frá eftir- launalaust, eða taka við embætti því sem þeir áður höfðu, t. d. landshöfðinginn eða amtmennirnir, ef embætti þeirra yrðu lögð niður við breytinguna! Skiljanlegra væri, að þeir tæki við hinu nýja emhætti með sínum fyrri eftirlaunarétti, ef þeir víkja úr. ráðgjafasessi, meðan eftirlaunin eru eigi úr lögum numin; enda ekkert tekið fram, hvort ráðgj. rýmdi fyrir áhyrgð eða elliburði. Raddir heyrðust um, að nauðsyn bæri til að búa vel um tryggingu fyrir stjórn- arathöfninni; eins og enn þá væri eigi ugg- vænt um að »heimastjórnarmenn«, er sig kölluðu svo, kynnu að drepa »fleyg« þeim inn i, sem annaðhvort tefði fyrir fram- gangi málsins, eða jafnvel einhverju enn lakara, sbr. Austra 20. fekr. þ. á. Skoðanamun á stjórnbótarmálinu munu einstakir menn bafa ráðið hér, og svo mun vera enn. # Einn fundarmaður lýsti því yfir, að hann yrði að kannast við það, þótt verið hefði and-valtýskur áður, að þá þakkaði hann það eindregið framkomu meiri hlutans á þingi síðast, að vér ættum nú kost á að- gengilegri stjórnarbót. Bankamálið var talað um, og niður- staðan sú, að ef aðgerðir bankastjórnar- innar yrðu eins miklar á borði sem í orði, með fjárauka landsbankans og hin fyrir- huguðu útibú, væri isjárvert, að sjá eigi ávextina af því, áður en réttindi hans yrðu lögð í sölur fyrir hlutafélagsbankann. Fátœkralöggjöfina varð þá tilrætt um, og áleit fundurinn að eitt hið mesta vanda- verk og undir eins eitt hið þarfasta lægi fyrir milliþinganefndinni- að sameina, breyta og endurbæta form og efni slikrar löggjaf- ar. Hafði hreppsnefndinni hér 12. f. m. ásamt tveim mönnum viðbættum verið fal- ið að taka málið til íhugnnar, og senda síðan nefndinni tillögur sinar um ýms at- riði, sem henni væri mjög nauðsynlegt að fá, úr sem flestum héruðum landsins til samanburðar. Þá varð tilrætt um eftirlaunin og bitl- inga, og fengu hvorutveggja harðan dóm. Eftirlaun væri að nokkru leyti komin það sem kallað væri upp úr á mönnum; en hitt bitlingarnir, myndist einatt, sem ýmist konar heiðurslaun, sprottin af mjög svo misjafnt verðskulduðum ástæðum, en yrði siðar fast urútgjaldaliður í ljárlögunum. Fjárveitingar til lista og vísinda væru auðvitað sprotnar af menningarhvötum, jafnvel þó árangurinn væri eigi jafnsýnilegur. Gjafsóknir í málum embættismanna væru óhafandi, einkum þar sem hjá þeim nú væru svo mjög farin að tiðkast hreiðu spjótin. Vinsölumálið var þá ítarlega rætt. Á- leit fundurinn, að ekkert gæti orðið vínsölu- banni til fyrirstöðu, nema tekjuhalli lands- sjóðs, og mætti þá til margra ráða þrifa við þann áhalla. Sá timi mundi koma, að menn hlytu að sjá, hver svívirða eyðilegg- ingarinnar áfengisverzlan væri. Fríkirkjuhreyfinguna skoðaði fundur- inn sem fremur sprotna af sundrung og gjaldkneppu en lifandi áhuga fyrir fram þróun kristindómsins. Þá var talað um búsetu lögreglustjór- ans í Borgarfjarðarsýslu og þótti ýmsum. fundarmönnum miklum erfiðleikum hundið, að þurfa að reka erinda sinna vestur í Mýrasýslu, þar sem hér væri jafnan mest að gjöra, sakir mannfjöldans og samgangn- anna; var sýnt fram á með dæmum ísfirð- inga og Múlsýslunga, að eigi bæri nauðsyn til, að stofna sérstakt lögsagnarumdæmi fyrir Mýrasýslu, þótt sýslumaður fengist búsettur hér, helzt á Akranesi. Hefði ver- ið mikil vanræksla sýslubúa og áhugaleysi fyrri þm. Borgfirðinga, að fá þvi eigi breytt við siðustu embættisveitingu. Hins vegar væri áriðandi, að hafa þetta atriði i hreyfingu, og láta ekkert tækifæri ónot- að, að fá sýslumann búsettan hér, jafnvel þó langt gæti orðið til þess, að beðið yrði um bæjarréttindi fyrir Akranes. Þingkosningalögin var rninst á. Yar einróma vilji fundarins, að fá þeim hreytt, með fjölgun kjörstaða, rýmkun kosningar* réttarins og leynilegri kosningu. Kosn- ingarréttur miðaður við 12 kr. gjald til fátækrasjóða væri óeðlilegur, þar sem eitt út af fyrir sig gætu sveitarfélög við sjávarsíð- una verið svo stödd, að eigi gjörðist þorf að leggja á sjálfstæða menn svo hátt gjald. [Gjaldið er fært niður i 4 kr. í þingfrum- varpinu síðasta. Ritstj.] . Með leynilegum ko8ningum væri hygt að miklu leyti fyrir atkvæðasmölun, og istöðulitlum kjósendum heimilað þar með að fara eftir sannfæringu sinni. Aftur á móti þótti 50 kr. trygging- arfé frambjóðenda nokkuð aðalslega hugs- að, og eigi samþýðast anda þjóðarinuar með bændur á þing; eins og líka ábyrgð sú, sem, eftir frumvarpinu að dæma, væri nokkuð mikil á undirkjörstjórnum, sem þó ættu að leysa starf sitt af hendi endur- gjaldslaust. Talað var um fleiri málsatriði, svo sem lán til þilskipakaupa, að ljóskeriuu á Skag- anum yrði breytt i vita, með aðstoð land- stjórnarinnar, o. s. frv. 7. apríl 1902. Skagabúi. Þar sprakk blaðran! 1 afturhaldsmálgagninu 11. þ. m. er grein ein, er nefnist »Kosningarnar í vor«. Er þar minst á þingmannaefni Norðmýlinga, þar á rneðal Jóhannes sýslumann. Að sönnu er þar haft á móti honum, vegna þess að hann fylgi framfaraflokknum að málum. En svo er klykt út með þessari forkostulegu athugasemd: »Um þingmannshæfileika hans að öðru leyti viljum vér ekki dæma, af því að oss er kalalaust við manninn persónulega« [auðkent hór]. Já, þar sprakk blaðran! Ritstjórinn roðnar ekki yfir að játa fyrir lesendum sínum, að hann láti vináttu eða óvináttu stýra og ráða dómum sínum um verk löggjafa þjóð- arinnar. f>að væri reyndar tilgangslaust, að reyna að hafa betrandi áhrif á þann mann. Hann hefir svo mörg ár á baki, að honum væri ekki vorkunn á, að sjá sóma sinn. En þjóðin á svo marga skynsama menn, og svo marga samvizkusama menn, þótt þeir kunni að hafa fylgt áður ýmsum stjórnmálastefnum, að augu þeirra hljóta að opnast nú til fulls, er afturhaldsmálgagnið lýsir því yfir sjálft, af hvaða hvötum það ræðir landsmál, — fer eftir því, hvort því er vel eða illa við þá, er við þau erriðnir! Vonandi ér, að allir hinir betri menn þjóðarinnar láti ekki blekkja sig í þetta sinn, og að þeir styðji að því af öllum kröftum, að hvergi á landinu sé kosið til þings eftir persónulegri vin- áttu eða kala við þingmannsefnin, heldur eingöngu eftir því, hver er beztur drengur og mestur vitsmuna- maður, áreiðanlegastur og samvizku- samastur í því, að fylgja prettalaust stjórnarfrumvarpinu væntanlega í sum- ar, fleygalausu, — því, og engu öðru.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.