Ísafold - 26.04.1902, Page 2
90
Sigfússon frá Nesi í Norðfirði, er ætlar að
setja8t að i Hafnarfirði. Ennfremnr frk.
Ragna Stephensen (landsh.), Knud Zimsen
mannvirkjafræðingur og hans frú; dansKur
höfuðsmaður, Kruse, er setlar að skoða bér
silfurbergsnámur hjá ökrum á Mýrum,
Rauðamelsölkeldu o. fl.; F. A. Bald timh-
urmeistari; Þérarimn B. Þorláksson málari
og annar málari, danskur, J. Holger Drach-
mann, sonur skáldsins; norskur kaupmaður
frá Stafangri, Abrahamsen, er hefir í hyggju
að setjast hér að.
Kona hr. Asgeirs kaupmanns, frú M. Sig-
urðsson, hlaut að verða eftir í Þórshöfn
með son þeirra veikan.
Ólafur Ólafssou, elzti sonur Jóns
ritstj. Ólafssonur, sem hefir verið nokkur
ár við almannahókasafnið (Public Lib•
rary) i Chicago, er nú orðinn yfirmaður
(chief) útlánsdeildarinnar þar, annar af
tveimur, er hvor gegnir sinn hluta dags;
hefir þjónað embættinu >settur< siðan i
fyrra. Tólf höfðu verið umsækjendur um
embættið, og 5 af þeim háskólakandídatar.
Ólafur er á 1. ári um tvítugt.
Safnið er að stserð um 400,000 bindi og
hefir útbú nokkur út um bæinn; en í aðal-
safninu er mælt að vera muni um 60 manna
við bókvörzlu.
Landmælingar stendur til að átt
verði við í sumar til muna hér, framhald
þess, sem gert var i hitt eð fyrra, af
»G-eneralstaben« í Khöfn, en töluvert fleiri
nú, sem við það fást, og eiga að sögn að
vinna á 3 stöðum, fyrir austan (á Aust-
fjörðum), norðan og sunnan. Fyrir einum
flokknum verður kapt. Lund-Lassen, sá er
hér stóð fyrir mælingum í hitt *ð fyrra,
og öðrum kapt. Rasmussen nokkur. Þeirra
er von snemma í júnimán. En snemma i
mai kemur hingað með Ceres kapt. Daniel
Bruun og ætlar að búa ferðalag þeirra
hér, kanpa handa þeim hesta og koma þeim
fyrir til vistar.
Krýning Alexöndru drotningar.
Eins og kunnugt er, er drotningin enska
Alexandra, dönsk að ætt og uppruna, dótt-
ir konungs vors Kristjáns hins IX. Krýn-
ing hennar stendur til að fram fari seiat i
júnimánuði þ. á. (26.). Yerður þá mikið
um dýrðir viðs vegar um heim, og verða
þeim hjónum á krýningardegi þeirra færð-
ar ótal hamingjuóskir úr öllum heimsálfum.
Væri það ekki vel til fallið, að vér, þótt
smælingjar séum, létum þann dag lika eitt-
hvað frá oss heyra?
Ekki á þann veg, að þjóð vor í heild
sinni fari að senda konungshjónunum
brezku árnaðaróskir, heldur hins vegar, að
kvenþjóðin islenzka sendi drotningunni
sem dóttur konungs vors ávarp mtð ham-
ingjuóskum, í tilefni af krýningardegi henn-
ar. Avarpi þessu ætti að fylgja litil gjöf,
sem sýndi handiðnir íslenzkra kvenna,
þannig löguð, að drotningin, ef hún vildi
svo vel gera, gæti stöku sinnum borið hana,
og ef enskar hefðarfrúr sæju það, mundi
ekkert vera hetur til fallið til þess að
vekja eftirtekt þeirra á handiðnaði íslenzkra
kvenna og eftirsókn eftir honnm. Ef kven-
þjóð vor vildi þá leggja kapp á að búa
til þá hluti, sem félli auðugum enskum
frúm vel í geð, þá mundu þeir verða mjög
vel borgaðir, og kostur mundi vera á þvi,
að fá stórauðugan kaupmann og mikils
háttar í Lundúnum til að taka að sér
sölu á slíkum mnnum og að koma þeim i
álit.
Með þvi að minnast með þessum hætti
krýningardags Alexöndru drotningar, mund-
um vér einnig láta i ljósi vort þegnlegt
hngarþel til hins aldraða konungs vors og
ættar hans.
Óskandi væri, að eitthvert af kvenfélög-
um vorum tæki þetta mál til athugunar og
léti það ekki lenda við orðin ein eða »um-
þenkingar«. Tíminn er nógur enn. P.
Sv&iíamenn!
Allar íslenzkar vörur keyptar hæsta
verði og útlendar vörur fást mjög ó-
dýrar í verzlun
Sig. Rjörnssonar
27. Laugaveg 27
Útsáðskartdtlur
eru nú komnar í verzl.
„NÝHðFN“.
|>eir sem ekki þegar hafa pantað
ættu aö koma sem fyrst.
Ágætt ísl smjör
og pokareykt hangikjöt fæst í
v e r z 1 u n
Sig. Björnssonar
27. Laugaveg 27.
SteinolíuYélar,
stórt úrval, sein seljast
mjög ödýrt
nýkomnar í verzl.
Gnlrófnafræ isl. til sölu hjá Har.
Möller, Austurstræti 14, á 2ö a. lóðið.
Sigurðar fangavörður
kaupir velmjólkandi kú.
Fiskeri- og Handels-
Aktieselskabet „Isafold44
af Reykjavik.
Fredagen den 15de Auguat 1902
Eftermiddag Kl. 1 afholdes General-
foreamling i »Fiskeri- og Handela-
Aktieselskabet Isafold« af Reykjavik,
der afholdes paa undertegnede konsti-
tuerede Direktor Gunnar Einars-
so n s Bopæl, Kirkestræde Nr. 4 i
Reykjavik, hvortil herved Selskabets
Aktionærer indvarsles.
Forhandlingsgenstandene ere föl-
gende:
1) Beretning om Selskabets Virksom-
hed fra lste Januar 1900 og om
dets Likvidation og Afvikling.
2) Fremlæggelse af det reviderede Regn-
skab over Selskabets Virkeomhed
fra lste Januar 1900 og over dets
Likvidation og Afvikling, til Med-
delelse af Decharge.
3) Forslag om at erklære Selskabet
for endeligt ophævet og oplast.
Dagsordenen og det reviderede
Regnskab ville i det lovbefalede Tids-
rum henligge til Eftersyn paa under-
tegnede Direktora fornævnte Bopæl,
hvor ligeledes Adgangskort til Gene-
ralforsamlingen udleveres.
Gunnar Einarsson
konst. Direkt^r for Aktieselskabet.
Sölubúð
undirritaðs er til leigu nú þegar.
G- Guðmundsson
skrifari.
Uppboð.
Samkvæmt kröfu hr. Kriatjáns |>or-
grímssonar fyrir hönd W. Fischers
verzlunar í Reykjavík verða 5/(. hlutar
úr jörðinni Tröð í Bessastaðahreppi
aeldir, að undangengnu fjárnámi, við 3
opinber uppboð, er haldin verða 7. og
21. maí og 4. júní þ. á. kl. 12 á há-
degi, hin tvö fyrstu á skrifstofu sýsl-
unnar í Hafnarfirði, en hið síðasta á
eigninni sjálfri — Söluskilmálar verða
framlagðir á uppboðunum.
Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu,
19. apríl 1902.
Páll Einarsson.
Undirrituð veitir stúlkum
tilsögn í matreiðslu. — Tiltölulega
er ódýrara að vera ekki skemur við
það nám en þrjá mánuði.
Sigriður Sigurðardóttir.
Búnaðarfélag íslands.
Gaddavír með tilbúnum járnstólp-
um, eins og lýst hefir verið í Bún-
aðarritinu síðara hefti 1900, selur
Þorsteinn járnsmiður Tómasson í
Reykjavík, og gefur hann munnlega
þær leiðbeiningar, sem menn kunna
að óska eftir við umbúnað og frá-
gang girðingarinnar.
Reykjavík, 25. apr. 1902.
Þórh. Bjarnarson.
Fundarboð.
Með því að safnaðarfundur 24. f.
m. frestaði að ákveða fyrirkomulag
kirkjugarðsgirðingarinnar og úr hvaða
efni hún skyldi vera, en fól sóknar-
nefndinni að útvega kostnaðaráætlun
um garð, hlaðinn úr höggnu grjóti,.
og í annan stað úr sementsteypu, og
leggja þær áætlanir fram á næsta
safnaðarfundi, þá er hér með aug-
lýst, að
almennur safnaðarfundur
fyrir Reykjavikursókn verður haldinn
þriðjudaginn 6. mai næstkomandi kl.
5 síðdegis í Iðnaðarmannahúsinu. —
Fundarefni verður: að ákveða fyrir-
komulag kirkjugarðsgirðingarinnar og
úr hvaða efni hún skuli vera. Þess
skal getið, að mál þetta varðar jafnt
þjóðkirkjusöfnuðinn og fríkirkjusöfn-
uðinn.
Þar næst verður á sarna fundi kos-
in af þjóðkirkjusöfnuðinum sóknar-
nefnd og héraðsnefndarmaður, svo og
rædd önnur kirkjuleg mál safnaðarins.
Reykjavík, 25. apr. 1902.
Jóhann Þorkelsson.
Búnaðarfélag Islands.
Þessir kaupmenn hafa eftir tilmæl-
um félagsins tjáð sig fúsa til að hafa
umboðssölu á jarðyrkjufærum og bú-
skaparáhöldum frá C. Th. Rom &
Co. í Kaupmannahöfn, og panta slíka
muni eftir verðlistum, sem hjá þeim
liggja frá söluhúsinu:
Björn Guðmundsson, Reykjavik.
Ólafur Árnason, Stokkseyri.
Halldór Jónsson, Vík.
Fr. Möller, Eskifirði.
St. Th. Jónsson, Seyðisfirði.
Grímur Laxdal, Vopnafirði.
Jón Á. Jakobsson, Húsavík.
Friðrik Kristjánsson, Akureyri.
L. Popp, Sauðárkrók.
J. G. Möller, Blönduós,
Jón Laxdal, ísafirði.
Bogi Sigurðsson, Búðardal.
Sæm. Halldórsson, Stykkishólmi.
Tveir hinir fyrst nefndu hafa,að
þvi er kunnugt er, nú fengið nokkuð
af áhöldum, og væntanléga munu
flestir hinna hafa þau á boðstólum í
sumar.
Reykjavík, 25. apr. 1902.
Þórh. Bjarnarson.
Til leigu fást eitt aða tvö
herbergi með eldhúsi. Feiri herbergi
geta fengist, ef óskað er. — Ritstjóri
visar á.
Á síðasta ballinu í »Iðnó« síðast hefir
orðið regnhlifa skifti, og er sá sem regn-
hlifina befir, beðinn að gjöra svo vel að
skila henni á afgreiðslustofu fsafoldar gega
sinni eigin.
Ritstjóri Björn Jónsson.
Sigling. Þessi kaupskip hafa komið
frá því 8iða*t:
20. Flora (41, K. Christiansen) frá Man-
dal með timbur til lansákaupa.
21. Dannebrog (195, C. N. Börgesen) frá
Khöfn með ýmsar vörur til W. Fischers.
21. Minna (76, Ostmann) frá Hamborg
með ýmsar vörnr til B. Kristjánssonar.
25. Hertha (178, P. Krull) frá Halm-
stad með timbur til J. P. T. Bryde.
Fjársvik J. Marx. Dæmdur er hann
þegar fyrir stuldinn úr sjálfs sín hendi frá
húsbónda sinum, D. Thomsen konsúls, i 8
mánaða betrunarhúsvinnu.
Síðdegrismessa í dómkirkjunni á morg-
un kl. 5 (J. H.).
Leiðrétt. Rangt ártal i upphafi grein-
arinnar Sala á islenzkum afurðum i
siðasta hlaði: 8. des. 1876, f.: 8. des. 1896.
Vestmanneyjum 19. april: Janúar-
mánuð var mestur hiti 14. 8,8°; minstur að-
faranótt 26, -4- 14°. Febr. var mestur hiti
18. 8°, minstur aðfaranótt 7. 4- 12,5°.
Marzmán. var mestur hiti 11. 8,7°, minstur
aðfaranótt 22. -í- 8,6°. Þessa mánuði var
úrkoma 137, 64, 118 millimetrar.
Afli á vertið er orðinn allgóður; meðal-
hlutur á 5. hundraði, hæstur hlutur um 700.
En mjög hafa gæftir verið erfiðar og stirð-
ar; vertíðin með þeim lökustu að því leyti,
og aflinn því miklu minni en vænta hefði
mátt eftir fiskigengd.
Nœgar birgðir eru hér af öllum nauð-
synjum við verzlanir, nema hér er brenni-
vínslaust um stund, og heyrist enginn
barma sér yfir þvi, ekki einu sinni
drykkjumennirnir.
Heilsufar er gott, nema smákvillar og út-
vortis meitfsemdir, sem á vertíð tíðkast.
Botnvörpungar hafa flutt hingað 2 slasaða
menn, annan lærbrotinn, hinn handleggs-
hrotinn. Slys virðast alltið hjá þeim.
Dálítið ishrafl kemur hér inn á höfnina
í dag; en ekki er mikið að því kveðið.
Hinn 16. þ. mán. hremdi Hekla 2 botn-
vörpunga, báða nær hlaðna, nálægt Eini-
drang. Þeir fengu 60 pd. sekt hvor og alt
upptækt; var allur aflinn, þorskur, ýsa og
koli, seldur á uppboði i fyrra dag, og
komst yfir 1600 kr.
Laklegur greiði.
Spaugileg saga er sögð af þingmálafundi
þeim, er haldinn var á ísafirði 5. f. mán.
af afturhaldsþingmannaefnunum þar, áður
en þeir hófu leiðangur sinn hinn mikls og
fræga, en ekki þar eftir sigursæla, kringum
alt Djúp og norður á Hornstrandír, um há-
vetur.
Þeir höfðu kvatt til fundar þessa á
Isafirði í snatri, meðal hinna hollu og trúu
þegna sýslumanns þar i kaupstaðnum, og
fengið þriðjung kjósenda þar á fundinn, 21
atkv. alls, sem gerðu að vilja yfirvaldsins
og samþyktu fundarályktun eins og hann
vildi hafa, •— 21 atkv. af um 80; ekki varð
nú hærra skrúfið!
Ekki var ætlast til, að menn úr fram-
faraflokknum vissu mikið af þessum fundi
eða þeirra formælendur. En þó vill svo
glysalega til, að þingmannsefni framt'ara-
liðsins, sira Sigurð i Vigur, ber þar að og
verður á fundinum.
Sýslumaður fer að segja fundarmönnum
ýmislegt af skoðunum Islandsráðgjafans, er
hann segir standa í grein hans i Dannebrog
þeirri frá í vetur, 12. jan., en sumir áheyr-
endur könnuðust þá ekki við, sizt sira Sig-
urður. Fanst það vera eitthvað skáldkynj-
að h}á sýslumanni, — eins og það væri í
ætt við herþjónustusöguna alræmdu, er mat-
reidd var handa Hornstrendingum i hitt eð
fyrra á undan kosningum. Sýslumaður
stcíð á því fastara en fótunum, að hann
hermdi rétt; en sira S. St. mælti í móti
jafnfastlega.
Þá býðst einn hinna nánustu fylgismanna
sýslumannB til að ná i blaðið sjálft, Danne-
brog, til að skera úr allri þrætu; hann
hafði það heima hjá sér.
Hann kemur með það að vörmu spori
og býst við »velþóknan sins herra« og
mikln sigurhrósi fyrir hann.
En greiðinn varð minni en hann bjóst
við, manntötrið.
Þvi blaðið sýndi það og sannaði, að
sýslumaður h a f ð i brugðið fyrir sig
býsnamiklum skáldskap, en sira S. St. haft
alveg rétt fyrir sér.