Ísafold - 02.07.1902, Side 1

Ísafold - 02.07.1902, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram.) ISAFOLD. Uppsögn (sKrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. árg. Reykjavík miðvikudaginn 2. júlí 1902. 41. blað. I. 0. 0 F. 847119. II. Forngripasafn opið md., mvd. og ld. 11—12. Landsbókasafn opið iivern virkan dag ■k). 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- «onar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl, 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Stjórnbötarfriunvarp ráðgjaf ans. |>að er nú hingað komið, hið fyrir- heitna stjórnbótarfrumvarp íslands- ráðgjafans, eins og það á að leggjast fyrir þingið, samkvæmt því, sem ráð- gert var í konungsboðskapnum í vet- ur og í fullri samhljóðan við það, sem þar er heitið. pá er ekki leagur neitt um að vill- ast, hvernig það verður orðað. Ekki hægt að koma við neinum ágizkunum um, að það ætti að verða nokkurs konar samsteypa úr valtýskunni og tíumannafrumvarpinu sæla, til þess að gera báðum flokkum til hæfis. par er ekki nokkur blóðdropi úr tímenningafóstrinu. Ekki nokkurt eitt orð eða atkvæði, er það hafði í sér öðru vísi eða umfram það, er valtýska frumvarpið hafði, það er þingið sam- þykti í fyrra. Eeynt hafði verið að koma inn þeirri hugmynd hjá íhugunar- og athuga- minsta hluta þjóðarinnar, að ráðgjafa- búsetan í stjórnarfrumvarpinu mundi verða tekin eftir tímenningafrumvarp- inu, þótt annað í því yrði samhljóða þingfrumvarpinu. En enginn blutur er sönnu fjær en það. f>að hljóta allir að ganga n ú úr skugga um, er þeir sjá frumvarp ráð- herrans. |>að er engin falsbúseta, sem hann býður, engin grímuklædd Hafnarstjórn, eins og sú er tímenningafrumvarpið var að burðast með. f>að er enginn tvískinnungur, »alveg óhæfur«, eins og ráðgjafinn komst að orði í vetur. f>ar er ekki verið með íslenzkan undirtylluráðgjafa f Eeykjavík og danskan yfirráðgjafa í Khöfn. Nei. Fyrirkomulagið er svo gagn- ólíkt sem verða má óskapnaðinum þeim. Hér er ráðgjafinn e i n n, og ber 6 i n n alla ábyrgðina og er e i n n milli liður milli konungs og alþingis. Gagnólíkara er varla hægt aðhugsa sér. Og nú er svo hamingjunni fyrir að þakka, að engar minstu líkur eru til annars en að tvískinnungs-liðið það f fyrra fylgi stjóruarfrumvarpinu ein- dregið. f>að hefir svo margt af því heitið því afdráttarlaust. Um hina þarf ekki að spyrja, Framfaraflokksmenn, með því að stjórn- arfrumvarpíð er þeirra verk, ýmist beinlínis, eða óbeinlínis—fyrir samvinnu ráðgjafans að því markmiði, er þeir höfðu stefnt að. f>etta er því mikil gleðifrétt öllum sönnum stjórnbótarvinum. Englakonungnr veikur. Krýningunni frestað. Tveim dögum áður en krýningin átti fram að fara í Lundúnum, varð að • gera holdskurð á Játvarði konungi, vegna bráðhættulegrar meinsemdar í innýflunum,ígerðar í botnlanga-totunni, er hann hafði gengið með um tíma, en harkað af sér og ætlað sér að þrauka með fram yfir krýninguna, en orðið loks alveg ófær. f>að var Jónsmessudag á hádegi, sem holdskurðurinn var gerður, rist á nárann 4 þumlunga Iangur skurður og farið þar inn í innýflin, og tókst að tæma graftarígerðina og binda svo um, sem við átti. Konungur var svæfður á meðan og tókst vel. Hann spurði eftir Georg konungsefni, syni sínum, er hann raknaði við. Hann sofnaði síðan vært og var sæmilega hress um kveldið. Síðasta frétt, frá því um miðja nótt aðfaranótt fyrra miðviku- dags, lætur allvel af houum. En lífs- hættu var talið að hann mundi verða í 2 sólarhringa í minsta lagi, og má þá eins búast við láti hans, er næst fréttíst, eins og hinu, að hann lifi. Krýningunni frestað um ótiltekinn tíma, um 3 mánuði að minsta kosti, að mælt er, hversu vel sem konungi heilsast. f>etta voru svipleg hátíðarspjöll og stórbagaleg allri þeirri nær ótölulegri mannmergð, er gert hafði sér ferð til Lundúna víðs vegar að um heiminn eða var á Ieið þangað til krýningar- innar, þar á meðal fjöldi tiginna stór- höfðingja, — að ótöldu geysilegu fjártjóni fyrir þá, er stórmikinn undirbúnings- kostnað höfðu lagt í sölurnar, ýmist í gróðaskyni eða hins vegar. Sum hinna fyrirhugu hátíðarbrigða urðu þó fram að fara og áttu fram að fara krýningardaginn, svo sem mat- gjafir við fátæka menn eða því um líkt. Játvarður konungur er roskinn mað- ur, kominn á sjötugs aldur, og feit- laginn; er honum því talið hættara miklu en ef yngri hefði verið. Háskólapróf. Steingrímur Matthíasson (skálds Jochumss.) hefir lokið embættisprófi í læknisfræði við háskólann með mjög góðri I. einkunn, 175 stigum. Fyrri hluta lögfræðisprófs hafa þeir lokið Eggert Claesen með I. einkunn 66 st., Jón Svembjörnsson I. einkunn, 62 st., og Magnús Jónsson með II. eink- unu, 58 st. ,Eins og það er‘! Eáðgjafinn hefir í athugasemdunum við stjórnbótarfrumvarp sitt tekið mjög skorinort af skarið um það, aðþingið verður að samþykkja frum- varpið fleygalaust, ef það á að geta átt von á konungsstaðfestingu. Enda er það sannarlega vandalaust, þar sem ekkert er í því annað en það, sem samþykt var á síðasta þingi, eftir mjög rækilega meðferð þar, auk þass sem við málið hafði átt verið á und- anförnum þingum, — nema þetta eina atriði um ráðgjafabúsetuna í Eeykjavík og þar af leiðandi afnám landshöfðingjaembættisins. Eáðgjafinn kveðst bjóða hér svo víðtæka rýmkun á stjórnarbót þeirri, er þingið fór fram á í fyrra, sem stjórn- in hefir séð sér frekast fært. Fyrir þ ví,*ber eigi« segir hann, »að skoða frumvarp þetta sem samningagrund- völl, sem gera'megi frekari breytingar á, heldur eins og tilboð, sem alþingi er í sjálfs vald sett, að taka eins og það er, eða kjósa heldur frumvarpið frá í fyrra; því það er ósk stjórnarinn- ar, að það skuli alveg komið undir áliti þingsins, hvort þessara frumvarpa megi telja happasælast fyrir hag ís- lands og framtíð þess«. Eins og það er. |>að eru orð, sem taka af öll tví- mæli. Endalok baráttunnar vil eg hafa. Hún er orðin nógu löng og nógu af- faraslæm að mörgu leyti. Að halda henni áfram, mundi leiða til ills eins. Enda er ykkur nú ekki minsta vor- kunn að slá í botn. Og boðið hefi eg ykkur nú hið allra frekasta, sem fært er með nokkuru móti. |>etta er það, sem ráðgjafinn segir hér um bil, með öðrum orðum. Og það er ekki annað en það, sem þjóðin tekur undir líka alt að því í einu hljóði. Á því er enginn efi. E f nokkur fyrirstaða verður á þingi að fá þetta frumvarp samþykt óbreytt og orðalaust, meir að segja, þá kemur hún frá þeim, sem enga stjórnarbót vilja hafa, og öðrum ekki. Hún kemur frá örlitlum minni hluta, stækustu afturhalds-forkólfunum, sem aldrei hefir verið alvara um neina stjórnarbót, en látið svona öðru hvoru líklega við henni til málamynda og til þess að fá heldur meiri hluta fyrir banvænum fleygum við hana. En það eru satt að segja engar lík- ur til, að þeir leggi n ú út í neina tilraun til þess, b æ ð i vegna þess, að þeir eru þreyttir orðnir á bardaganum, eins og aðrir, enda sjá fram á skammgóð- an vermi að því, o g vita sér þar að auki alveg vonlaust um, að hafa sam- an meiri hluta fyrir slíku. Yrði tilraun gerð í þá átt, sem vér teljum engar líkur til, af þvf, sem að framan segir, þá yrði hún sjálfsagt gerð með þeim hætti, að stinga að eins upp á lítils háttar orðabreyting- um, og því haldið fram, að orðin »eins og það er« beri ekki að skilja öðru vísi en svo, að þar séu bannaðar allar efnisbreytingar. En tækist að láta þingmenn aðhyllast þann skilning, þá er komið út á hál- an ís. |>ví hver sker úr því hér, hvað metið muni orðabreyting og hvað efn- isbreyting, er til stjórnarinnar kemur? Og hví skyldi vera viðurlitameira að samþykkja ráðgjafafrumvarpið orða- breytingalaust, svo örlitlu sem því munar frá þingfrumvarpinu frá í fyrra, heldur en það sjálft, sem allir vita að ekki hefði m á 11 gera neina orða- breyting við, öðru vísi en að það hefði þá ónýzt fyrir bragðið? Heimastjorn afturhaldsliðsins jarðsungin. |>að er hvorttveggja, að hún var al- dreiávetur setjandi, »heimastjórn« aft- urhaldsliðsins, hin alræmda »finska dóttir Boga«, eða tímenningafrumvarpið. Fóstrar hennar skildu fyrst við hana í reiðileysi; vildu sumir beint láta bera hana út. Báðherrann (Alberti) dæmdi hana til dauða í vetur. Fóstrarnir framkvæmdu því næst sjálfir dauðadóminn með því að sam- sinna ráðgjafanum og taka að sér frumvarp hans. Nú hefir hann, ráðgjafinn, jarðsung- ið hana í athugasemdum sínum við hið nýja stjórnbótarfrumvarp sitt. Og loks mokar aukaþingið í sumar ofan í gröfina, — hylur hræið. Von og úr viti voru aðstandendur þess sumir að ímynda sér, að eitthvað mundi úr því tínt og tekið upp í frumvarp ráðgjafans, annað en það, sem samhljóða var valtýskunni. þeir gátu ekki hugsað sér hann svo hlá- legan, að hann gerði það ekki, — að hann væri svo harðbrjósta að skifta sér ekkert af því, sem nærri helming- ur þingsins hefði haldið fram. En svo hlálegur var hann samt. Vildi ekkert hafa nema valtýskuna. Dæmdi hitt óhafandi í alla staði, eins og það leggur sig, — alla »heimastjórn« afturhaldsliðsins, falsbúsetuna öðru nafni og réttara, þetta, sem afturhalds- máltólin hafa verið að æpa með hátt upp í ár*til að ginna á hugsunarlitla kjós- endur, tæla þá til sérstaklega að kjósa á þing eftir þeirra höfði og afturhalds- forkólfanna. Vitaskuld hefir ýmsum þeirra, er í minni hluta lentu í fyrra, verið full alvara með heimastjórn. fað eru hinar »tryggu leifar« frá landstjóra- fyrirkomulagsbaráttunni. En þeim vildi það slys til, að lenda í höndum á leiðtogum, sem unguðu út falsbúset- unni, með tilhjálp Hafnarsendilsins og hans kumpána. f>ví fór sem fór. Nú fagna þeir, leifarnar tryggu, auðvitað einlæglega hinni falslausu heimastjórn, sem ráðgjafinn hefir á boðstólum, að undirlagi Framfara- flokksins og eftir áskorun hans.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.