Ísafold - 02.07.1902, Blaðsíða 3
163
Konungsboðskapurinn
Og
stj órnbótarfrumvarp ráðgjafans.
Fylsta 8amræmi or milli konungs-
boðskaparins frá í vetur og hins nýja
stjórnbótarfrumvarps ráðgjafans,— eins
og ganga mátti að nokkurn veginn
vísu, þótt rétt væri og sjálfsagt að
taka það fram frá vorri hendi á sín-
um tíina, að vór mundum veita því
fylgi, ef eða að svo miklu leyti, sem
frumvarpið yrði í fullri samhljóðan við
konungsboðskapinn.
Enginn maður með viti gat ætlast
til, að því yrði heitið fylgi fyrir fram
og ósénu, hvort sem svo væri eða
ekki.
Eyrst er (í ástæðunum viðfrv.) stjórn-
bótarfrumvarpi alþingis frá í fyrra
heitið staðfestingu, ef ofan á verði,
þótt breytingar þess séu »eigi alllítið
víðtækari en þær, er undanfarin ráða-
neyti höfðu tjáð sig eigi mótfallin*.
því næst er gerð grein fyrir, hvað
stjórninni gangi til að koma með nýtt
frumvarp, eða réttara sagt: sama frum-
varpið, en með búsetuviðaukanum og
þar af leiðandi afnámi landshöfðingja-
embættisins.
f>að er það, að henni (stjórninni) var
kunnugt, að endurskoðunaróskum
þings og þjóðar er ekki alveg fullnægt
með frumvarpi þingsins. — |>ví lýsti
ávarp efri deildar greinilega, svo sem
fullkunnugt er, og sama yfirlýsing
hefði einnig komið frá neðri deild, ef
Framfaraflokkurinn hefði mátt ráða.
Kveðst stjórnin þá geta í þeirri veru
fallist á,— ekki kröfur hinna fyrri þinga
um sérstöðu íslands eða réttara sagt
losun þess »út úr hinu danska ríki
stjórnarlega«, með því að þær kröfur
og óskir fari »allmikið lengra en svo,
að þesai eða nokkur önnur stjórngæti
séð sér fært að aðhyllast þær«, heldur
hitt, »að hin æðsta stjórn hinna ís-
lenzku mála sé í höndum íslenzkra
manna í náinni samvinnu við löggjaf-
arþing landsins*. |>að reyni nú al-
þingisfrumvarpið að tryggja, en ekki
hitt, að »fullkomið náið samband« sé
ekki einungis milli alþingis og ráð-
gjafans, heldur og milli hans »og
sjálfrar þjóðarinnar og þeirra lífskjara
og ástands, er löggjöf og stjórn eiga
að fást við«, — með öðrum orðum: bú-
setuna; og muni aðalorsök þess, að
þetta var ekki tekið upp í frumvarp
alþingis, hafaverið sú, að þingið taldi
það ófáanlegt.
f>ví naest er (f ástæðunum) gerð
nánari grein fyrir afbrigðunum
frá þingfrumvarpinu: að þau séu
færsla stjórnarráðsins íslenzka til
Keykjavíkur og þar af leiðandi afnám
landshöfðingja-embættisins. f>ar er
minst á ríkisráðssetuna og sagt, að hún
sé .stjórnarfarsleg nauðsyn«; en hitt
tekið fram um leið, að »það auðvitað
ekki gæti komið til nokkurra mála, að
nokkur hinna ráðgjafanna færi að
skifta sér af neinu því, sem er sér-
staklegt mál íslands«.
f>á er minst á þar af leiðandi ferða-
lög ráðgjafans til Khafnar: a ð þing-
úrin verði hann að gera sér tvær ferð-
lr þangað að minsta kosti, fyrir þing
frumvörpin og eftir það með lög-
m tll staðfestingar. Endranær verði
það undir áliti hans sjálfs komið,
hvoit eitthvert ríkisráðsmál íðlenzkt
þaifnist bans návistar þar eða ekki;
ella geti hann *falið einhverjum hinna
ráðgjafanna að bera það upp fyrirsína
hönd«. (þar er vafalaust hugsunin sú,
að íslands-ráðgjafinn sendi erindið frá
sér í ríkisráðið undirskrifað — kon-
trasignerað — til konungsundirskrift-
ar, ef hún fæst; ella verður það ónýtt.
Og kemur þar fram hinn gagngerði
munur við það fyrirkomulág, sem tí-
menningafrv. sæla hugsaði sér).
Að öðru leyti sjást afbrigðin full-
greinilega með því að bera saman
frumvörpin bæði, eins og þau eru
prentuð hér, og er að eins ástæða til
að taka það sérstaklega fram, að úrfell
ing niðurlags 25. greinar stjórnarskrár-
innar frá 1874, um fyrirframgreiðslu
hins innlenda stjórnarkostnaðar af
ríkissjóðstillaginu, sem er óbein afleið-
ing af búsetunni, hefir ráðgjafinn tekið
upp hjá sjálfum sér, og segir að það
eigi nú ekki lengur við, enda verði
miklu fleiri embættismenn í hinni fyr-
irhuguðu innlendu stjórn en nú og
kostnaðurinn því stórum meiri. Er auk
þess að heyra á orðum hans, sem
hann kunni miður vel við hitt, að um-
rædd útgjöld séu undanskilin hinum
almennu fjárveitingarreglum.
Breytingin á 39. gr. er viðauki, sem
leiðir beint af afnámi landshöfðingja-
embættisins: — um að vísa máli til
ráðgjafans í stað landshöfðingja.
Umboðsstjórn landsins.
Káðgjafinn kemur með í athuga-
semdum sínum við stjórnarskrárfrum-
varpið bráðabirgðatillögu um fyrir-
komulag hinnar fyrirhuguðu innlendu
umboðsstjórnar og sömuleiðis bráða-
birgðaáætlun um kostnaðinn til henn-
ar. Segir, sem satt er, að ekki komi
að vísu til þess í sumar, að afráða
neitt um það, — ekki fyr en á þing-
inu 1903; en hitt væri þó ráð í tíma
tekið, ef alþingi vildi nú þegar í sum-
ar láta uppi á einhvern hátt skoðun
sína um aðalatriðin í hinu nýja fyrir-
komulagi, til leiðbeiningar fyrir stjórn-
ina, er hún tekur til að undirbúa til
næsta þings lagafrumvörp um það mál.
Tillögur og áætlun ráðgjafans er
þá, sem hér segir:
kr.
Auk ráðgjafans, sem mun mega
ráðgera að hafi í laun.........12,000
nokkur hluti af því, ef till vill,
áætlaður í embættisbústað, og
annar hluti sem borðfé,
mun þurfa í stjórnarráðinu
þessa embættis- og starfsmenn:
1 landritara, er hafi í laun . . 6,000
2 skrif&tofustjóra með 3,500 kr.
launum hvorn...................7,000
Annar þeirra gæti þá verið
landsgjaldkeri.
Til aðstoðar og skrifstofukostn-
aðar þykir mega gera ráð fyrir 9,000
og af því laun: kr.
2 aðstoðarmanna . . . 2,400
2 skrifara og 1 sendi-
boða.................2,400
4,800
Til annarra skrifstofuþarfa
mun naumast mega ætlast á
minna en 4,200 kr., og er þó
þá ætlast til að húsnæði fáist
ókeypis. _________
Alls 34,000
Við afnám embætta þeirra,
sem ætlast er til að verði lögð
niður, vinst þetta: kr. kr.
Laun landshöfðingja . . . 8,000
Embættisbústaður og
jarðarafnot, áætlað. . . 2,000
Til risnu ár hvort . . . 2,000
og þar að auki annað-
hvort ár (þingár) 2,000
kr., eða árlega . . . . . 1,000 13,000
Laun landshöfðingjaritarans að
meðaltali.......................2,000
Skrifstofufé landshöfðingja . . . 2,400
Laun 2 amtmanna, 5,000 kr. hvor 10,000
Skrifstofufé amtmanna.............2,800
Laun landtógeta...................3,500
Skrifstofufé landfógeta...........1,000
Alls 34,700
Með þeswari áætlun fær ráðgjafinn
kostnaðinn fyrirhugaða til að vega
salt í móti því sem nú er, en þó svo,
að ferðirnar ráðgjafans til Khafnar
bætast við og húsnæðiskostnaður, ef
ekki er hægt að breyta landshöfðingja-
bústaðnum svo, að hann verði notaður.
þar að auki er gert ráð fyrir, ef
þess er óskað, lítilli skrifstofu í Khöfn,
er heyri undir stjórnarráði ðá íslandi,
til að anuast afgreiðslur þær, er þar
falla til, og muni varla neitt haft á
móti því, að sá kostnaður greiðist úr
ríkissjóði.
Brlend tíðindi.
|>að var löngu nokkuð áður en frið-
ur var saminn, sem samsærið gerðist
í Pretoríu, þetta sem getið var síðast,
eða um miðjan maí.
Hitt ber öllum sögum saman um,
að Búar haldi vel friðarsáttmálann,
selji af höndum vopn sín og gangi til
hlýðni við Bretastjórn.
Kitchener lávarður kominn á heim-
leið til Englands. Búist við Búahöfð-
ingjum þangað einnig í sumar og verð-
ur þá fagnað forkunnar-vel.
Albert Saxlandskonungur lézt 19.
f. mán., nær hálfáttræður að aldri, f.
23. apríl 1828, og hafði ríkjum ráðið
29 ár. Hann var áður við hernað
riðinn allmikið, barðist gegn Dönum
1849, stýrði öllum Saxaher í ófriði
Prússa og Austurríkismanna 1866 og
sömuleiðis í ófriðinum við Frakka
1870—71; þá varð hann marskálkur.
Að eins eitt stj órnbótarfrumvarp.
Ráðgjafinn segir um stjórnbótar-
frumvarp alþingis í fyrra, að búast
megi við að það muni verða borið upp
á aukaþinginu í sumar af þingmanna
hálfu, eins og gert var upphaflega,
og lætur þar með skýrt í ljósi, að
stjórnin ætli sér ekki að bera það
upp.
f>etta er mjög eðlilegt, og alveg rétt.
Hví skyldi hún vera að bera upp tvö
stjórnarfrumvörp í stað eins, og þau
meira að segja alveg samhljóða orð
fyrir orð að mestu leyti?
Hún hefir sem sé, eins og kunnugt
er, tekið inn í sitt frumvarp frumvarp
alþingis óbreytt að kalla frá upphafi
til enda og bætt að eins inn í það
ráðgjafabúsetunni og þar af leiðandi
afnámi landshöfðingjaembættisins.
En hví skyldi hins vegar nokkur
annar fara að bera það upp, nokkur
þingmaður?
Ekki getur Framfaraflokkurinn látið
sér detta það í hug, þar sem stjórnin
hefir nú tekið að sér til flutnings hans
frumvarp, þetta, sem hann fekk með
harðfylgi samþykt á síðasta þingi, og
með þeirri einni viðbót eða umbót, er
hann hafði sjálfur beðist eftir, í ávarpi
efri deildar m. m., gegn megnri mót-
spyrnu andstæðinga sinna.
Og ekki getur hinn flokkurinn farið
að bera það upp, hann, sem barðist
gegn því af alefni í fyrra?
|>að er ekki sennilegt, að þeir nafi
tekið þau sinnaskifti síðan, að þeir
séu nú orðnir ástfangnir í því.
þeir kunna þá að minsta kosti vel
að dylja skap sitt, ef svo er.
Heldur væri það, að þeir fitjuðu upp
átímenningafrumvarpinu eða »heimsku-
stjórnar«-frumvarpinu öðru nafni,
þessu sem stjórnin hefir afneitað ger-
samlega.
En það eiga þeir mjög ilt með líka,
með því að þeir hafa flestallir, er nú
hafa hlotið þingkosningu, tjáð sig
stjórnarfrumvarpinu fylgjandi, og geta
hvorki nó vilja líklega ganga á bak
orða sinna.
f>að er því nokkurn veginn víst, að
aukaþingið í sumar hefir ekki til með-
ferðar nema að eins e i t t frumvarp,
valtýskuna, með þeirri umbót, er hún
hefir fengið hjá ráðgjafanum að þeirra
undirlagi, Valtýinga.
Og líklega fer svo að lokum, að það
verður samþykt í einu hljóði.
Stúdentar 1902.
Burtfararprófi frá latínuskólanum
lauk svo, sem hérsegir, í lok f. mán.:
Eink. Stig
1. jporsteinn þorsteinsson I. ág. 107
2. Magnús Guðmundsson I. ág. 106
3. Sturla Guðmundsson I. 103
4. Pétur Bogason . . . . I. 100
5. Bjarni Jónsson . . . . I. 99
6. Ólafur Björnsson . . . I. 98
7. Björu þórðarson . . . I. 96
8. Jón Magnússon . . . . I. 95
9. Valdimar Erlendsson*) I. 95
10. Sigurður Sigtryggsson I. 93
11. Jakob R. V. Möller*) I. 93
12. Sigurður Guðmundsson I. 91
13. Björn Stefánsson*) . . I. 90
13. Halldór Jónasson . . . I. 89
14. Brynjólfur Björnsson I. 89
16. Halldór G. Stefánsson I. 84
17. Eiríkur f>. Stefánsson51') II. 73
18. Sigvaldi Stefánsson . . II. 69
19. Vilhjálmur Finsen . . II. 66
20. Jón Benedikts Jónsson III. 48
*) þýðir: utanskóla.
Ullarkaupmaður frá Ameríku.
Ullarkaupmaður frá Ameríku, Mr.
Carl Grubnau, kom hingað með »Ceres«
að tilhlutun konsúis D. Thomsens, til
þess að kaupa ull og reyna að koma
á beinum viðskiftum milli íslands og
Ameríku. J>etta ár kaupir hann að
eins einn eða tvo farma héðan, en
kemur aðallega til þess að undirbúa
frekari viðskifti eftirleiðis; vill koma á
beinum skipaferðum milli íslands og
Ameríku.
Ný lög.
f>essi lög frá alþingi í fyrra hafa
hlotið konungsstaðfestingu 7. f. mán.
og komu nú með póstskipinu:
44. Lög um heimild til að stofna
hlutafélagsbanka á íslandi.
45. Lög um heimild fyrir land-
stjórnina til hluttöku fyrir landssjóðs
hönd í hlutafélagsbanka á íslandi.
46. Viðaukalög við lög 12. jan.
1900 um stofnun veðdeildar í lands-
bankanum f Reykjavík.
Synodus
var haldin dagana 27.—28. f. mán.
og kemur fundarskýrsla í næsta bl.
Prestkosning.
Prestaskólakandídat Magnús j?or-
steinsson hefir verið kjörinn prestur f
Selárdal með öllum greiddum atkv.