Ísafold - 23.08.1902, Síða 2
214
er dýrmætt, og getur gert útrýming-
una á sínum tíma margfalt kostnaðar-
meiri; því viðbúið er, að kláðinn breið-
ist meira út.
|>egar fenginn væri álitlegur fiokkur
æfðra og áreiðanlegra kláðalækna, sem
vel væru færir um að gerast liðsfor-
ingjar í hinum væntanlega allsherjar-
útrýmipgarleiðangri, og jafnframt á-
hugi þjóðarinnar á málinu vakinn og
þekkingin glædd, ætti að skipa einn
höfðingja eða alræðismann yfir liðið,
er svo réði til öflugrar atlögu. Lög-
unum þyrfti þá um leið að breyta,
með algerðri og skjótri útrýming fyrir
augum. Getum vér þá ekki séð neitt
því til fyrirstöðu, að ráðist yrði á
kláðann á sama tíma um land alt,
og gæti þá svo farið, að honum yrði
útrýmt með öllu á einum einasta vetri.
En þó ekki tækist nú svo heppilega
til, þá erum vér í engum vafa um það,
að takast megi á tiltölulega stuttum
tíma að vinna bug á honum, svo fram-
arlega að nógu mörgum og góðum
mönnum sé á að skipa í baráttunni
gegn honum, og það ætti að geta orð-
ið með þeim hætti, sem hér er bent
á. f>ar til þessi aðalútrýmingartilraun
verður gerð, ætlumst vér til, að ráð-
stöfunum til þess, að bæla fjárkláð-
ann niður, verði haldið áfram, eins og
hingað til.
Vér vonum að hin háttvirta deild
og þingið í heild sinni verði oss sam-
mála um, að eitthvað verði að gera
til þess að firra landið þessari plágu,
og geti líka fallist á, að aðferð sú, er
vér höfum bent á, muni verða einna
öruggust til sigurs. I þessu trausti
leyfum vér oss að koma fram með
svo látandi þingsályktunartillögu:
T i 11 a g a
til þingsályktunar um ráðstafanir gegn
íjárkláðanum.
Neðri deild alþingis ályktar að skora
á stjórnina að hlutast til um, að verk-
leg kensla í kláðalækningum komist á
svo fljótt sem auðið er, helzt á tveim
stöðum í landinu, í því skyni að und-
irbúa öfluga tilraun til algerðrar út-
rýmingar fjárkláðans.
Lífsábyrgðarfélag'.
Báðar deildir þingsins hafa sam-
þykt ályktun um að skora á stjórnina,
að láta rannsaka svo ítariega, sem
föng eru á, hvort tiltækilegt sé, að
stofna innlent lífsábyrgðarfélag, og
komist hún að þeirri niðurstöðu, að
svo sé, skorar þingið á hana, að gera
sem allra fyrst ráðstafanir til fram-
kvæmda í málinu, meðal annars með
því, að semja frumvarp um stofnun
slíks félagB og leggja það fyrir alþingi
1903' .
Gagnfræðaskóli á Akureyri.
Auk þess, sem þingið hefir samþykt
lög um, að reÍBa gagnfræðaskóla á
Akureyri, í stað þess á Möðruvöllum,
er brann í vetur, hefir neðri deild á-
lyktað að skora á stjórnina að hlutast
til um :
að hinn væntanlegi gagnfræðaskóli á
Akureyri rúmi 80—100 nemendur,
að skólinn verði jafnt fyrir konur sem
karla,
að námstíminn verði 3 vetur,
að heimavistir verði í skólanum að
mínsta kosti fyrir f nemenda.
Samgöngumál.
Neðri deild hefir ályktað, að skora
á stjórnina, að undirbúa alt samgöngu-
málið á sjó sem rækilegast fyrir næsta
þing, og útvega ákveðin tilboð um,
að halda uppi gufuskipaferðum milli
íslands og annarra landa, og hér inn-
anlands.
Stokkhólmsíerð.
ii.
í Edinborg og Kaupmannahöfn.
'Viðbrigðin eru mikil, að körna frá
íslandi og Færeyjum til Skotlands.
Eg man eun eftir því, hve mikið
mér fanst til um, að stíga fæti þ :r á
Jand, er eg kom þangað f fyrrta sinn;
það var sumarið 1890; var eg þá ný-
orðinn stúdent og á leið til háskólan3
í Kaupmannahöfn, og því þráin og löng-
unin mikil til þess að fá að sjá heim-
inn og heimsmenninguna. þar bar
nokkuð alveg nýtt fyrir augun. þá
sá eg stórborg í fyrsta sinn, svo og
skóg og akra, — og hvað eg starði á
stóru hestana skozku. þeir eru not-
aðir við kolafiutning fast niður við
skipakvína í Leith, og rekur maður
því augun einna fyrst í þá.
Eg fann til þess í þetta sinn, sem
áður, að nú var maður kominn úr
einangruninni og kyrðinni inn í heims-
menninguna og hávaðann, þar sem
vagnaskröltið og þysinn á strætunum
er svo mikill, að yfir tekur, og vart er
hægt að láta heyra til sín, vilji mað-
ur tala við mann á götum úti; að
minsta kosti fanst mér nú eg verða
að tala hátt til þess.
Eins og flestum lesendum Isafoldar
mun kunnugt, er Leith hafnarstaður
Edinborgar og henni alvegsamvaxinn;
en Edinborg er höfuðbær Skotlands.
Má fara hvort heldur vill með járn-
braut eða sporvögnum upp til Edin-
borgar frá skipakvínni.
Edinborg er mjög fagur bær og ber
af flestum borgum fyrir einkennilega
afstöðu; hún stendur á hálsurn eða
fellum og í dalverpum. Ofan af fell-
unum er harla fagurt yfir að líta bæ-
inn og landið umhverfis. þetta sinn
var bærinn enn svipmeiri en hann á
að sér, með því að hann var allur
kominn í krýningarskartið. Flest hús
voru skreytt merkisblæjum og grænu
laufi og ýmislegum skrautlegum álitr-
unum, er árnuðu þeim konungi og
drotningu langra lífdaga og happasæll-
ar og friðsamrar ríkisstjórnar. Víða
var verið að reisa «heiðurshlið«. En
hvergi var þó eins mikið um dýrðir
eins og í Princes Street, aðalstræti
borgarinnar og hinu langfegursta. þar
eru eintómar búðir á aðra hönd, en fagr-
ir grasgarðar á hina. þar var tjaldað
merkisblæjum í óslitinui röð alt stræt-
ið á enda grasgarða megin.
Til þess að geta notið sem bezt
allrar dýrðarinnar, fór eg þar inn í
veitingahús, settist þar uppi á vegg-
svalir og slökti þorstann í skozku
»gingerale«; því að ekki fæst þar »an-
anas« frá Thomsen. Edinborgarkastali
blasir þar gegnt við og gnæfir ofar
öllum grasvöllunum og blómreitunum,
en fólkið er á hraðri ferð eftir gang-
stéttum götunnar, rétt eins og árenni
áfram með þungum straumi, en eftir
meginstrætinu þeysast vagnarnir áfram,
smáir og stórir, og innan um þá þvögu
menn á »hverfanda hveli«. Alt er á
fleygiferð; Skotar hafa ekki tíma til
að fara hægt.
þetta var síðari hluta dags hinn 23.
júní. f>ess varði engan mann þá í
Edinborg, að krýningarhátíðin mundi
fara svo út um þúfur, eins og rauniu
varð á.
þegar til Skotlands kom, fækkaði
samferðafólkinu, þvi að E. B. málaflm.
og frú hans gengu þar af skipi; þau
ætluðu til Lundúna. Hr. Fermaud
sömuleiðis. Hann hafði viljað að eg
kæmi með sér til kunningjafólks, er
hann átti þar í borginni, og hafði
hann sagt mér mikið a£ gestrisni hús-
ráðenda og ábuga þeirra á kristileg-
um málum, ekki sízt kristilega ung-
lingafélagsskapnum. Eg hafði ekki
getað komið því við, að verða hr.
Fermaud samferða, þegar er við tók-
um land, en fór nú að leita hans
samkvæmt loforði mínu næstamorgun,
24. júní. Eg tók léttivagn, sagði vagn-
stjóra götunafn og húsnúmer, og sat
svo áhyggjulaus í vagninum, unz hann
staðnæmdist fyrir framan stóran og
fallegan lystigarð (villa) í útjaðri
borgarinnar, og var framhlið hússins
alþakin grænu laufi, en fagur garður
umhverfis. Meðan eg var að stíga of-
an úr vagninum og borga vagnstjóra
— og vagnstjórar vilja hafa þóknun
fyrir starfa sinn engu síður en aðrir
menn — korn kona gangandi í móti
mér út að garðshliðinu. »f>ér eruð
vinur Fermaud’s — eða er ekki svo?«
mælti hún og nefndi mig á nafn. Eg
kvað svo vera. f>etta var frúin og
leiddi hún mig þegar til stofu. |>ar
sat maður hennar og mágur og að
vörmu spori kom Fermaud oían í
stofuna. Húsið heitir »Ossian Villa«,
en húsráðandi Mr. Kennedy, auðugur
kaupmaður, en bróðir hans, sá er eg
hitti þarna, er prestur skamt frá Edín-
borg.
Hr. Fermaud kvaðst jafn&n gista
hjá þessu fólki, er hann kæmi til Edin-
borgar. Mr. Kennedy hefir áður ver-
ið formaður »Kristilegs félags ungra
manna« í Edinborg og þaðan stafar
kunningsskapur þeirra Fermaud’s.
Mér þótti vænt um að kynnast þess-
um ágætishjónum, og eigi minnist eg
að hafa átt áður öðrum eins viðtök-
um að fagna hjá alókunnugu fólki.
Eg komst að því, að allir þeir, er að
kristindómsmálum vinna, eru sérstak-
lega velkomnir þangað, enda hafa þau
hjón hýst marga kristna útlendinga,
ekki sízt kristniboða. Til dæmis um
hve gestkvaemt er hjá þeim, læt eg
þess getið, að eitt ár skrifaði frúin upp
hjá sér, hve margir voru þar nætur-
sakir; það voru um 700 marma. Áð-
ur en eg fór þaðan, bað frúin mig að
skrifa nokkur orð á íslenzku í minja-
bók sína, til þess að fá þangað 28.
tungumálið; gestir hennar höfðu ritað
þar áður á 27 tungumálum og nú varð
íslenzkan hið 28. Eg ritaði þar orð
þau, er mér þykja fegurst í Nýja-
testamentinu, og nafn íslands og höf-
uöborgar þess. Eg borðaði þar
ágætis miðdegisverð; að honum
loknum fóru þeir Mr. Kennedy og
Fermaud inn til Edinborgar, og litlu
síðar varð eg að fara til Leith til þess
að missa ekki af skipinu ogfylgdifrú-
in mér sjálf alveg út á skip, svo að eg
viltist ekki; þangað kom og Fermaud
til að kveðja mig og »Lauru«. f>essi
ástúðlegu hjón, Mr. Kennedy og kona
hans, buðu mér að skilnaði að koma
til sín, ef leið mín lægi nokkurn tíma
oftar um Edinborg; skildi eg heldur
gista hjá sér en sofa úti á skipi.
Eg get sérstakJega um þessi hjón,
til þess að minna á, að víðar er til
gestrisið fólk en á íslandi; annars er
gestrisnin einn með beztu kostum Is-
lendinga. Nógu fróðlegt er að vita,
hver atvik liggja til þess, að »Ossian
Villa« er orðið slíkt gestrisnis-heimili.
fegar Mr. Kennedy var ungur maður,
dvaldi hann mörg ár í Lundúnum.
J>ekti hann þar fátt fólk og fáir urðu
til að bjóða honum heim; mun honum
þá hafa fundist lífið einmanalegt.
Gerði hann þá það heit, að ef hann
yrði nokkurn tíma nokkurs megandi,
skyldi hann bjóða þeim, er fáa ættu
að, á heimili sitt. Nú er hann orð-
inn stórauðugur maður og á einhverja
hina ljúfmannlegustu og ástúðlegustu
konu, sem eg hefi nokkurn tíma séð;
hefir hann þvf öll föng á því, að efna
heit sitt, enda mun hann gjöra það
dyggilega-
Eétt í sgma bili og »Laura« fór frá
Leith, sáum vér, hvar smásveinar hlupu
þar um strætin og útbýttu seðlum á
tvær hendur. J>að voru fregumiðar
um það, að Játvarður konungur væri
orðinn veikur, og yrði líklega að gera
holdskurð á honum; mundi þá verða
að fresta krýningunni. því má nærri
geta, að þetta bafi þótt mikil tíðindi
þegnum hans og ekki góð, ekki sízt
vegna hins afardýra undirbúnings und-
ir hátíðarhaldið. En »Laura« skeytti
ekkert áhyggjuefni þeirra Skotanna,
heldur lét í haf.
Tveir nýir farþegar bættusc við í
Leith; annar var fröken Sigríður Jon-
assen, systir landlækuis. Hún er nú
yfirhjúkrunarkona á ljóslækniugastofn-
uninni frægu í Kaupmannahöfn (N.
Finsens). Hafði hún brugðið sér f
suraarleyfinu til Lundúna og Edinborg-
ar, en var nú á heimleið. Við rifjuð-
um upp fornan kunningsskap, því að
sumarið 1890 urðum við samferða á
þessu sama skipi til Khafnar.
Hinn farþeginn, er við bættist í
Leith, var finskur unður frá Ábo, ung-
ur sjóliðsforingi, og hét Axel Lindberg.
Hann kunni frá mörgu að segja frá
Finnlandi, enda kom það brátt í Ijós,
að honum stóð ekki á sama um hagi
ættjarðar sinnar. Vér sátum marga
stundina hljóðir í kringum hann, er
hann sagði oss af hinni svívirðilegu
kúgun, er Eússastjórn beitir við Finn-
lendinga. Orðin streymdu þá af vör-
um hans og gremjuroði færðist í and-
Iitið. En þegar haun lýsti fyrir oss,
hversu mikið göfuglyndi og tign Finn-
lendingar sýna mitt í þessum hörm-
ungum, og með hverjum hætti þeir
lýsa vanþóknun sinni á stjórninni, þá
klöknaði röddin og honum vöknaði um
augu. Eg sannfærðist um, að þessi
maður bar sanna ættjarðarástí brjósti;
hér var tilfinningin gagnsnortin; eldur
brann í sálu hans. Hér var föðurlands-
ástarinnar fagra orð eigi notað til þess
að gylla sjálfan sig og ginna lýðinn.
Mér finst eg geta gert mér greinilegri
hugmynd um ástandið á Finnlandi eftr
ir en áður en eg kyntist þessum manni,
og þó vorum við ekki lengur samferða
en 3 daga; það er að vísu gott, að geta
lesið um slíka hluti, en þó en þó enn
betra að heyra þá menn segja frá, er
s j á 1 f i r hafa séð og reynt.
Hinn 27. júní um morguninn kom-
um vér til Kaupmannahafnar. Veður
var bjart og sólskin mikið, er »Laura*
leið í hægðum sínum inn Eyrarsund;
ekkert lá á, því að í þetta sinn sem
oftar var kapt. Aasberg á undan á-
ætlun. Og í slíku veðri er fagurt að
sígla inn Eyrarsund og leiða augum
Sjálandsströnd: sífeldur skógur óslit-
inn, og húsaþyrpingarnar í skógarjaðr-
inum rétt fram á sjávarbakka. Yndis-
legra laDd og broshýrra er varla hægt
að hugsa sér. Og ekki furðar mig
neitt á því, þótt sumum Dönum, er
koma beina leið frá Sjálandi, þyki ís-
land hrjóstrugt, bert og nakið. |>ví
að Sjáland er algróið, en ísland alt
í sárum, melarnir og holtin eru sem
opin sár á holdi þess; og mikið verð-
ur að starfa og vinna þar til ísland
er algróið sára sinna. Að g r æ ð a upp
landið, það er framtíðarstarf vort. —
En hvað íslenzkan er annars viðkvæmt
mál; »að græða upp landið«: engin
tunga getur táknað jarðræktina með
fegurra orði.
|>egar vér stigum á land i Kaup-
mannahöfn, var fyrsta fregnin, er barst
að eyrum vorum, sú, að krýningu Ját-
varðar konungs væri frestað og að
hann væri sjálfur milli heims og helju.
Eg flýtti mér nú að komast af skips-
fjöl og inn í borgina, og ók beina leið
til Missionshótelsins nýja í Helgolands-
götu, sem er ágætis-gistingarstaður.
|>ar ætlaði eg mér að hafast við dag-
ana, sem eg stæði við í Kaupmanna-
höfn. |>að varð þó eigi, því að gam-
all vinur minn og velgjörðamaður þar