Ísafold - 27.08.1902, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l’/2 doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin viö
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXIX. árg.
Reykjavíb miðvikndaginn 27. ágúst 1902.
55. blað
Dm 1000 bls.
fypirtaks skemtisögur:
Yendetta, Heljargreipar,
4 bindi ails,
alvag óRoypis.
Nýir kaupendur að
1S AFOLD
30. árg*., 1903,
sem verðnr 80 arkir stórar
fá í kaupbæti
Vendettu alla
í 2 bindum
og auk þess söguna
Heljargreipar.
cíía vcréa aíls um
lOOO bls.
Sögur þessar báðar eru heimsfrægar
skáldsögur. Af Vendettu seldust
200,000 eintök í Vesturheimi á örstutt-
um tíma.
|>ar að auki fá nýir kaupendur skil-
vísir á sínum tíma sérprentaða hina
nýju sögu, sem nú er að byrja í Isafold
og heitir
Fórn Abrahams,
sem er fyrirtaks-skáldsaga út af Búa-
ófriðinum og verður viðlíka lÖDg eins
og bæði Vendetta og Heljar greip-
ar. Þá sögu (Fórn Abrahams) fá ann-
ars allir þeir sérprentaða, er verða
kaupendur blaðsins þegar henni er
lokið.
Sjálft er blaðið ísafold hér um bil
helmingi ódýrara, árgangurinn, en önn-
ur innlend blöð yfirleitt eftir efnismergð,
IS3" Forsjállegast er, að gefa sig
fram sem fyrst með pöntun á blaðinu,
áður en upplagið þrýtur af sögunum.—
petta eru hin mestu vildarkjör, sem
n o k k u r t ísl. blað hefir n o k k u r n
t í m a boðið.
í$ABOLfD er landsins lang-
stærsta blað og eigulegasta 1 allastaði.
ígABODD er þó ekki dýrari
en sutn önnur hérlend blöð, sem eru
ef til vill fullum fjórðungi minni ár-
gangurinn.
íjÖABOLíD er því hið lang-
ódýrasta blað landsins.
í ^ ABOLfD gefur þó skilvis-
um kaupendum sínum miklu meiri
og betri kaupbæti en nokkurt hér
lent blað annað.
í jS A B O Lf D gerir kaupendum
sínum sem allra-hægast fyrir með
pvi að lofa þeim að borga í innskrift
hjá kaupmönnum hvar sem því verð-
ur komið við.
í ^ ABOfiD styðnr öfluglega
og eindregið öll framfaramál landsins.
íjSABOLtD er og hefir lengi
verið kunn að því, að flytja hinar
vönduðustu og beztu skemtisögur.
Afrek þingsins 1902.
f>au eru t.iltölulega engu miuni en
ella gerist.
Af 21 samþyktum frumvörpum geta
rauuar ekki fieiri en 4 talist stórvægi-
leg: stjórnarskráin, kosningalögin,
sóttvarnarlögin og brunabótalögin. —
f>að eru að vísu 3 önnur, sem eru
stórvægileg að einu leyti: irtgjalda-
byrði fyrir landssjóð, sem sé fjárauka-
lög með 80 þús. kr. útlátum fyrir
bann, nýr gagnfræðaskóli á Akureyri,
sem kostar 50 þús. kr., og brú á eina
stórána, Jökulsá í Oxarfirði, sem
kostar aðrar 50 þús. kr. Hin frum-
vörpin eru flest nauða-smávægileg,
bæði að fyrirferð og efni.
Nokkrar þingsályktanir afgreiddi og
þingið, sem er til muna í varið sumar,
svo sem um undirbúning og afgreiðslu
samgöngumála, um landbúnaðarmálefni,
um ráðstafanir gegn útbreiðslu berkla-
veikinnar, um ráðstafanir gegn fjár-
kláðanum, o. fl.
Mál þau, er þingið feldi eða lauk
ekki við, er flest lítið 1 varið, nema
lausafjárframtalið, eftirlaun embættis-
manna og um skyldu þeirra til að safna
sór el'.istyrk, og svo gjafsóknamálið.
Innihald hinna samþyktu meiri
háttar nýmæla verður ekki minst á
nema lítillega í þetta smn.
Stjórnarskrána er fullrætt um áður.
f>á eru kosningalögin. f>að er stór-
mikil réttarbót, og ef til vill einna mest
í það varið, að eftir þeim þarf enginn
kjósandi að fara lengra en á þingstað
sinn eða kirkjustað til að neyta kosn-
ingarréttar síns. f>ar með er aflétt
þungri álögu og mjög svo ósanngjarnri,
hinu langa kjörfundar-ferðalagi alls
þorra kjósenda landsins, þeirra er
gæta vilja skyldu sinna, en hand-
hægu yfirvarpi fyrir hina til að sitja
heima. Annað nýmælið er, að hver
kjósandi grejðir svo atkvæði sitt, að
enginn annar á kost á að fá nokkra
vitneskju um. f>ar með er þeim veitt
sú sannfæringarvernd, sem þeir eiga
tilkall til eftir siðferðilegu lögmáli og
er nú Iögum trygð fyrir löngu víðast um
hinn mentaða heim, en reynslan tekin
til að sýna, að engin vanþörf var orð-
in á hér. Kost má það og telja
á Iögunum, að kjördagur er hinn sami
í öllum kjördæmum landsins, 10. sept.
Sóttvarnarlögin eru all-mikill og
merkilegur lagabálkur, saminn upp-
haflega af héraðsl. Guðmundi Björns-
syni, og lagður nú loks fyrir þingið
af stjórninni, sem treysti sér ekki til,
meðal annars gagnvart mótmælum
ensku stjórnarinnar, að banna öll við-
skifti og samgöngur landsmanna við
botuvörpunga utan hafna. f>ingið sam-
þykti nú þann meðalveg í því efni,
að banna að flytja nokkurn skaþaðan
hlut á land úr botnvörpungum annars-
staðar en inni á höfnum. f>angað
verða þeir því að fara með fisk þann,
er þeir vilja miðla landsmönnum, og
komast þann veg undir nánara eftir-
lit stjórnarvalda hér en nú gerist.
Brunabótalögin skylda alla kaup-
staði og kauptúu landsins, nema
Beykjavík, til að halda öllurn húseign-
um þar í brunabótaábyrgð í innlendu
félagi. Eigendur húsa og bæja á öðr-
um stöðum g e t a og fengið bruna-
bótaábyrgð á þeim með þeim kjörum,
sem reglugerð félagsins til tekur. —
Landssjóður ábyrgist með 300,000 kr.,
að brunabótafélagið geti staðið í skil-
um. Fé það endurborgar félagið lands-
sjóði sem vaxtalaust lán með því,
sem það hefir afgangs tekjum sínum,
— með aukaiðgjöldum, ef þörf gerist.
f>að er einkennilegt og harla eftir-
tektavert, að allar eru réttarbætur
þessar aðallega verk framsóknarflokks-
ins, þótt hinir hefðu meiri hluta á
þessu þingi.
Ávarp til konungs.
Svo látandi ávarp til konungs sam-
þykti neðri dsild alþingis þingloka-
daginn:
Mildasti herra Konungur!
Allrahæstur boðskapur Yðar Hátign-
ar til vor íslendiuga í byrjun þessa
árs vakti um land alt hina mestu
gleði.
Konungsorð það til hinnar íslenzku
þjóðar er svo af nýju endurtekið með
allrahæstum boðskap Yðar Hátignar
til alþingis í sumar, þar sem svo er
að orði komist, að með frumvarpi því
til laga um breytiug á stjórnarskrá
um hin sérstaklegu málefni íslands 5.
janúar 1874, sem af stjórn Yðar verð-
ur lagt fyrir þingið, só það ósk Yðar
Hátignar að gjöra með því Yðar til
þess, að stjórn þessara mála geti í svo
fullum mæli, sem auðið er vegna ein-
ingar og óhultleika ríkisins, fengið að-
setur í landinu sjálfu, og hiu æðsta
stjórn þess með því komist í nánara
cg innilegra samband við þjóð og þing
en unt er með því fyrirkomulagi, sem
nú er.
A alþingi því, sem nú er að lúka
störfum sínum, hefir nefnt frumvarp
verið samþykt óbreytt að efni til, og
80m næ8t að orðum, með öllum sam-
hljóða atkvæðum í báðum deildum, og
er því nú af þingsins hálfu gert það,
sem auðið var til þess að Yðar Kon-
unglega ósk og von í boðskapnum til
alþingis megi rætast, að starf þingsins
að þessu mikilsvarðandi máli megi nú
bera ávöxt til gleði fyrir Yðar Hátign
og til blessunar fyrir þjóð og land.
M i 1 d a s t i h e r r a Konungur!
Báðar þær kveðjur, sem oss á þessu
ári hafa borist frá Yðar Hátign, bera
oss nýjan vott um margreyndan kær-
leika til lands vors. Yðar lofsæla
nafn mun ávalt geymast í þakklátri
minningu hinnar íslenzku þjóðar.
Vér biðjum almáttugan Guð að
blessa Yðar Konunglegu Hátign, Yðar
Konunglegu ætt, ríkisstjóru, lönd og
þegna.
Yinnustofur fyrir börn.
J>egar þér komið til Stokkhólms,
megið þér ekki vanrækja, að kynna
yður svonefndar xvinnustofur fyrir
börn«. f>að eru ágætar stofnanir og
einkennilegar fyrir Svía. Af þeim má
mikið læra.
pað var dönsk kenslukona, sem
sagði þetta við mig einu sinni í vetur.
Eg hafði ekki heyrt þessar stofnánir
nefndar fyr.
í Kristjaníu kynti eg mér eina slíka
•vinnustofm (Lakkeg. 31); en þegar
eg kom til Stokkhólms í byrjun maí-
mán., var því miður öllum iviunu-
stofum« þar lokað. J>ær hætta sem
sé venjulega í apríl-lok. Eg varð því
að láta mér nægja, að afla mér fróð-
leiks um þær hjá einni af konum
þeim, sem mest hefir haft um þær
að sýsla, frk. A. Bylander; gaf hún
mér marga árganga af skýrslum um
»vinnustofurnar« og bendingar um
annað, sem þær snertir.
Vinnuatofurnar eiga reyndar rót
sína að rekja til Danmerkur, að minsta
kosti í þeirri mynd, sem þær hafa á
Norðurlöndum.
í Kaupmannahöfn var fyrsta »vinnu-
stofan« stofnuð 1872, í Finnlandi 1879
og í Noregi 1886 og í Svíþjóð 1887.
í öllum þessum löndum hefir
»vinnustofunum« síðan fjölgað og vaxið
fiskur um hrygg. Mestum vexti og
viðgangi hafa þær þó náð í Svíþjóð.
Eftir síðustu prentaðri skýrslu voru
árið 1900 í Stokkhólmi 11 »vinnustof-
ur« og voru í þeim samtals 1541 barn
og 143 kennarar. í öðrum borgum og
bæjum í Svíþjóð voru þá 28 »vinnu-
stofur« með samtals 1875 börnum.
Og auk þess var víða verið að undir-
búa nýjar.
í öðrum löndum hafa menn og tekið
sænsku »vinnustofurnar« til fyrir-
myndar; hafa ýmsir útlendingar komið
til Stokkhólms, til að kynna sér starfs-
háttu þeirra. Og á sýningunni í París
1900 var frú A. Hierta-Ketzius, er
mestan og beztan þátt hefir átt í
stofnun þeirra, vexti og viðgangi í
Svíþjóð, veitt gullmedalfa 1 viðurkenn-
ingarskyni.
•Vinnustofur fyrir börn« eru sprotn-
ar upp af meðaumkun með hinum
mörgu fátæku og vanræktu börnum,
sem borgirnar eru svo auðugar af. —
Eins og atvinnuvegum í fiestum borg-
um er háttað, er allur þorri fátækra
foreldra bundinn við starf sitt í verk
smiðjum frá morgni til kvölds. |>ann
tíma dags, sem börnin eru ekki í
lýðskólunum, verða þau því að sjá
um sig sjálf. Og þegar heimilið er
eins ömurlegt og oft gerist um slík
verkamannaheimili, má nærri geta, að
börnin leiti út á götuna og verði
þannig undirorpin öllum þeim freist-
ingum, sem götusollurinn hefir í för
með Bér. |>au eru oft svöng, en hafa
ekkert að seðja hungrið á, og leið-
ast því til að sníkja, oft og tfðum
með þeim formála, að foreldrar þeirra
liggi veikir eða því um líkt, og venj-
ast þannig á ósannsögli. Loks kom-
ast þau oft í klærnar á eldri og
slungnari félagsbræðrum, er kenna
þaim að hnupla, og þannig gengur
stig af stigi, þangað til þau lenda í