Ísafold - 27.08.1902, Qupperneq 2
218
fangelsum, og eiga sér naumast við-
reisnarvon.
Til þess að fyrirgirða slík ill örlög
bafa »vinnustofurnar« verið settar á
Stofn, og hefir starf þeirra vakið b»ði
velvild og aðdáun allra, sem komist
hafa 1 kynni við þær, og margir göf-
uglyndir menn og konur hafa gefið
fé til þeirra.
»Vinnustofurnar« leitast við, að gefa
sem flestum fátækum börnum á 7—
14 ára aldri tækifæri til, að vinna
ýmsa handavinnu þann tíma, sem
þau eru ekki bundin við skólann,
vekja ást þeirra á vinnunni, æfa hand-
fimi þeirra og eftirtekt, glæða tilfinn-
inguna fyrir reglusemi, hreinlæti og
fegurð, og kenna þeim ýmsar iðnir, er
síðar koma þeim að haldi, og er mikil
stund lögð á, að börnin læri ekki
einungis aðferðina, heldur fái og nægi-
lega æfingu í henni.
Iðnir þær, sem börnin læra, eru
auðvitað nokkuð mismunandi á ýms-
um stöðum.
Eg skal nefna þær helztu : |>au
læra a ð ríða og flétta ýmsa muni úr
sþónum, basti, sefi, tágum, hálmi, svo
sem alls konar karfir, mottur, stólsæti,
hatta, skó (úr basti) o. fl. o. fl. —
Enn fremur, a ð ríða fiskinet, hengi-
ból, handtöskur o. s. frv., a ð binda
busta af ýmsum tegundum, alt frá
götusóp til naglabusta, a ð skera smá-
muni úr berki, a ð smfða úr tré ýms
einföld áhöld, sköft, hillur, kassa,
bekki, stóla, borð, sleða, o. s. frv.,
a ð bæta og sóla skó og jafnvel smíða
nýja skó. — í »vinnustofunni« í
Kristjaníu bjuggu drengirnir í skó-
smíðastofunni auk þess til flúruð leð-
urslíður fyrir tygilknlfa og margs konar
leikhnetti, fóthnetti o. s. frv., mottur
úr leðurpjötlum og járnvfr.
Stúlkurnar læra ogýmislegan saum,
og víðast er drengjum kent að halda
á nálinni, svo þeir geti fest íhnapp,
stagað f sokk og annað slfkt, sem hver
maður þarf oft á að halda. Á ein-
stöku stað læra drengirnir og einfald-
an skraddarasaum.
Loks er kendur ýmislegur vefnaður
bæði í litlum einkar einföldum og ódýr-
um vefstólum (þeir kosta aðeins 8 kr.)
og í venjulegum vefstólum. í Kristí-
aníu lærðu stúlkurnar einnig prjónles
og knipling.
Hvert barn er venjulega f »vinnu-
stofunnú 2 tíma annanhvorn dag, ann-
aðhvort árdegis eða sfðdegis, eftir því
sem skólagöngunni er háttað, og eru
oftast 12—15 í hóp. Hve mörg ár
börnin sækja »vinnustofurnar«, fer auð-
vitað eftir því, hve ung þau koma
þangað. Sum eru þar 6 ár. fykir
hentugast að þau byrji snemma.
í Svíþjóð fá börnin máltíð matar að
launum vinnu sinnar, og er það ótrú-
Iegt, hve ódýrar slfkar máltíðir eru,
þrátt fyrir það, að börnin fá nægju
sína að borða. í »vinnustofunum« í
Stokkhólmi hefir árið 1900 meðalkostn-
aður við miðdagsmat fyrir hvert barn
verið 7a/2—14 a., og meðalkostnaður
víð kveldmatinn 2x/2 — 6 a.
Víða fá börnin auk þess að hafa
verkefni heim með sér og vinna úr
því heima, og fá þau dálitla borgun
fyrir, sem venjulega er lögð inn í
sparisjóðsbók. Venjast þau því snemma
á að vinna sér inn fé og spara. Mik-
il er eftirsóknin eftir að fá heima-
vinnu, og þaá hefir stundum borið við,
að börnin segja, að á sama standi um
borgunina, ef þau að eins fái eitthvað
að hafa fyrir stafni.
Öllum ber saman um, hve elsk börn-
in verða að vinnustofunum. þegar
þau fá leyfisdag í skólunum, er það
algengt, að þau biðja að lofa sér að
vera í »vinnustofunum«; þau biðja um
að sleppa við jólaleyfið, koma þó þau
séu lasin, og hrygg eru þau þegar
þeim er lokað á vorin. þetta kemur
auðvitað af því, að góður andi ríkir {
»vinnustofunDÍ«. Kennararnir sýna
börnunum alúð og góðvild, þau fá ást
á starfseminni og gleðjast af að verða
þess vör, að þau g e t a eitthvað. Við
það vex sjálfstraust þeirra oglífsgleði,
svo þau verða með hverjum deginum
leiknari í iðn sinni og færari um að
bjarga sér sjálf.
Aðsóknin að »vinnustofunum« er
mjög mikil. þau börnin eru látin sitja
fyrir, er fátækust eru og versta aðbúð
hafa heima fyrir. Venjulega eru börn-
in tekin eftir leiðbeiningum kennar-
anna við lýðskólana.
Foreldrarnir telja það mesta lán, að
börn þeirra fái vist í »vínnustofunum«
og starfsemi barnanna hefir góð áhrif
á heimilið. Dæmi eru til þess, að
drengur hefir kent föður sínum að
sóla og bæta skóna sína, og oft hafa
börnin hjálpað foreldrunum með pen-
ingum, sem þau höfðu unnið fyrir með
heimavinnu. Og auðvitað eí það ekki
lítilsvert að börnin fá góða máltíð
matar, hvern dag sem þau eru í
»vinnustofunni«.
Stundum er mæðrunum boðið að
koma í »vinnustofurnar« til að sjá
það, sem börnin hafa búið til, og hefir
þá margri móður vöknað um augu, er
hún sá, hve myndarleg börn hún átti.
Og þetta eru börn, sem að öðrum
kosti mundu í flestum tilfellum lenda
í illum solli á götunum og komast inn
á veg glötunarinnar.
Munir þeir, sem börnin búa til, eru
seldir í vertíðarlok ár hvert, og gengur
það, sem inn kemur, upp í kostnaðinn
við verkefni, áhöld, kenslu, húsnæði
o. s. frv., en auðvitað hrökkur það
ekki til. þ>ví hafa tekjurnar af
vinnu barnanna í »vinnustofunum« í
Stokkhólmi 1900 ekki verið fullur */4
hluti á móts við ársútgjöldin. Meðal-
kostnaður við hvert barn um árið hefir
verið 9—26 kr. En »vinnustofurnar«
fá styrk úr bæjar- Og sveitarsjóðum,
víða hafa þær ókeypis húsnæði í lýð-
Bkólunum, einstakir menn gefa fé til
þeirra og allur helmingur kenslukraft-
anna er ókeypis. Eru það mest ung-
ar stúlkur af góðum ættum, sem verja
tíma sínum og kröftum þannig til að
vinna mannfélaginu gagn. Margar
kenna ókeypis dag eftir dag og ár
eftir ár.
Vinnustofurnar eru sjálfstæðar stofn-
anir, er einstakir menn eða félög hafa
komið á fót. fíefir hver þeirra stjórn
sína og f járhag út af fyrir sig. í Stokk-
nólmi er þó eins konar yfirstjórnarnefnd.
— Markmið hennar er að stuðla að
stofnun og viðhaldi »vinnustofanna«,
safna skýrslum um starfsemi þeirra
og fjárhag, útbreiða prentaðar skýrslur
um þær og hjálpa stjórnura þeirra
með ráðum, upplýsingum og hentug-
um fyrirmyndum. Enn fremur gjörir
nefndin sitt til, að útvega þurfandi
»vinnu8tofum« fjárstyrk, ókeypis hús-
næði o. s. frv.; og loks hefir hún
annast um og kostað að nokkru leyti
þann undirbúning, er kenslukonurnar
hafa fengið undir starf sitt.
þeim, sem óska frekari upplýsinga
um »vinnustofurnar«, vil eg benda á
bók, sem heitir: Arbetsstugor för
barn, af Anna Hierta-Retzius, Stock-
holm 1897. Er hún með mörgum á-
gætum myndum og kostar að eins
2 krónur.
Eiga nú slíkar stofnanir við á íslandi?
Að vísu hagar þar öðru vísi til en í
þeim borgum, sem fyrst hafa komið
»vinnustofunum« á fót. Götulífið er
ekki ems hættulegt hjá okkur; til
þess eru bæirnir of litlir, og fátæktin er
varla eins mikil og dæmi eru til í
Btórborgunum. En ekki er síður þörf
á því á íslandi en annarstaðar, að
börnin venjist á að nota tímann, að
þau læri ýmsa handavinnu, er gjörir
þeim auðveldara að hafa ofan af fyrir
sér síðar meir og gjöra sér tómstund-
irnar arðbærar, í stað þess, að halda
að sér höndum og eyða æfinni til
ónýtis eða óþarfa. Eflaust mundi það
holt, að glæða hjá æskulýðnum virð-
ingu fyrir vinnunni og ást á starfsem-
inni. — Víðar og víðar þróast við-
leitnin að koma á kenslu í handavinnu
í skólunum, aö kenna drengjunum að
fara með hamar, hefil, sög og þjöl,
en stúlkunum að nota nálina og prjón-
ana, kenna þeim að þvo og matreiða.
— Áhuginn á heimilisiðnaðinum er og
víða í uppgangi. Menn skilja það æ
betur, að tíminn er peningar, og
leyndardómur heimilisiðnaðarins er
einmitt fólginn í þessu, að slá mótaða
mynt úr tómstundunum. í Noregi
varð eg þess greinilega var, að mörg-
um er það ríkt í skapi, að koma upp
heimilis-iðnaðinum, og einn af þeim
mönnum, sem bezt hefir barist fyrir
því, Lippastad, skólastjóri í Kristjaníu,
telur það blátt áfram 1 a n d s - ó 1 á n,
hve mjög heimilis-iðnaöinum hafi
hnignað þar á síðustu öld, og eitt hið
fyrsta nauðsynjaverk, að reisa hann
við aftur. Og þau orð eíga ekki síður
við hjá okkur. En þá er það auðsætt
að bezta ráðið er að venja börnin í
tíma á, að nota tómstundirnar, og
reynslan hefir sýnt, að til þess eru
»vinnustofurnar« einkar-vel fallnar.
Mér dettur nú í hug Thorvaldsens-
félagið í Rvík, sem hefir gjört svo
margt þarft verk.
Væri það ekki gaman fyrir sumar
heimasæturnar í Rvík, að kenna fá-
tækum stúlkubörnum nokkra tíma á
viku að sauma, prjóna og vefa, því
nú verður vonandi farið að yngja upp
íslenzka vefnaðinn? Ekki trúi eg því,
að þær séu því sérplægnari en stúlkur
á þeirra reki í öðrum löndum, að
þær teldu eftir sér, að greiða þannig
götu þeirra, sem ver standa að vígi
en þær. Og þá vona eg, að einhverir
iðnaðarmennirnir yrðu til að kenna
drengjunum að smíða einföld áhöld,
orf, hrífu eða því um líkt, eða bæta
Bkóna sína og annað slíkt, sem hver
verkfær maður ætti að kunna. —
Thorvaldsensfélagið og iðnaðarmanna-
fél&gið, þeim treysti eg bezt til, að
hugleiða þessar línur og koma hug-
myndinni í framkvæmd, ef bún þykir
þess verð. Guðm. Finnbogason.
Mótmæli.
Mér hefir verið sagt munnlega, að
í danska blaðinu »SociaIdemokraten«
standi grein, þar sem staðhæft sé, að
eg hafi á síðastliðnu vori átt að lofa
því, að Landsbankinn skyldi
verða lagður niður.
f>ví miður hefi eg ekki átt kost á
að sjá greínina sjálfa, þar sem hún
kvað hér að eins vera í höndum rit-
stjóra þjóðólfs og ætluð til hans al-
kunna brúks; en sé þetta rétt hermt
þá Iýsi eg þetta her með b e i n ó-
s a n n i n d i.
Eg hefi ekkert slíkt loforð gefið
hvorki fyrir sjálfan mig né þann flokk,
sem eg fylgi.
|>etta er að eins kosningabrella, sem
eg vona að menn kunni að meta að
verðleikum.
Eg hefi ávalt verið því fylgjandi, að
öflug peningastofnun kæmist
upp í landinu; en h v o r t það yrði
með stofnun hlutafélagsbanka e ð a með
efling Landsbankans, hefir mér jafnan
þótt á minna standa, ef að eins aðal-
takmarkinu væri náð.
Keykjavík 26. ágúst 1902.
Valtýr Guðmundsson.
Framtíðarhorfur.
f>ess væntu margir í þingbyrjun, að
stjórnmálaflokkarnir mundu renna sam-
an að einhverju leyti að minsta kosti,
nú er stjórnbótardeilan væri á enda.
f>að er og opinbert leyndarmál, að
framsóknarflokkurinn gerði sér mikið
far um þá, að kotha þvi áleiðis. Hann
sýndi af sér hina mestu friðsemi og
lipurð, gerðist samtaka meiri hlutan-
um í deildaskipun og embætta að
mestu leyti, og varaðist að láta brydda
á sundruDgaranda fyrir sitt leyti.
þessari friðsemdarstefnu hélt flokk-
urinn áfram jafnvel eftir að hinir höfðu
sýnt af sér eitthvað annað í málinu
um kosninguna í Isafjarðarsýslu, og
vöruðust yfirleitt vandlega allar ýfing-
ar, smáar og stórar, þrátt fyrir alt öðru-
vísilagað nátterni af hinna hálfu, erkom
fram meðal annars í hneykslis-sundr-
ungartiltækinu við leiði Jóns Sigurðs-
sonar.
f>að var fyrst þegar fullséð var um
framgang stjórnbótafrumvarpsins, svo
að þar get engu verið í tvísýnu teflt
framar, og meiri hlutinn tók til að
beita valdi sínu með annari eins ó-
svinnu og hann gerði með því að
knýja fram frumvarpið um »erindreka«-
kjördæmið, — það var þá fyrst, er minni
hlutann tók að þrjóta nokkuð þolin-
mæði og langlundargeð, sbr. ræður
þeirra Sig. Stefánssonar og Guðl.
Guðmund8sonar.
f>ó var enn af nýju gerð samdrátt-
artilraun milli flokkanna áður en fram-
sóknarflokkurinn birti »ávarpið til ís-
lendinga«.
En árangurslaust reyndist það.
f>að voru einhver óviðráðanleg bönd,
sem héldu hinum, — óviðráðanleg og.
óskiljanleg »frá almennu sjónarmiði«.
f>vf það dylst engum, að fram undir
það helmingur af hinum flokknum að
minsta kosti á í raun réttri hvergi
vel heima nema einmitt í framsóknar-
flokknum.
f>á getur ekkert verulegt skilið á við
hann.
Hitt er eigi síður kunnugt, að sum-
ir hinna, einkum forsprakkarnir, eiga
þar alls eigi heima og geta aldrei átt
þar heima, hvaða merki sem þeir
kunna að láta fyrir sér bera til þess
að koma sér í mjúkinn hjá alþýðu,—
hversu hárauða blæju sem þeir draga
upp á stöngina, þegar því er að skifta,
að hafa út handa sér kjörfylgi.
f>að sem fyrir þeim vakir aðallega,
er alls annars eðlis, og almenningi
raunar sæmilega kunnugt, þótt hér sé
látið liggja i railb hluta að svo stöddu.
Bn hvað á þetta óeðlilega bandalag
lengi að standa?
Hvernig getur það orðið endingar-
gott?
Fyrir framsóknarflokksins hönd telj-
um vér oss óhætt að lýsa því yfir, að
hann hugsar sér ekki að fara í neitt
flokksgreinarálit t. d. við næstu kosn-
ingar, heldur kýs helzt og mun vinna
að því af fremsta megni, að flokka-
rígur sá, er stjórnbótarbaráttan hefir
kveikt og alið, hverfi sem fljótast.
Hann ætlast til, kjörfylgi hljóti
jafnt menn úr báðum flokkum a ð
öðru jöfnu, þ. e. jöfnum þing-
mannskostum og jöfnu alúðarfylgi við
stefnuskrá vora.
Hún leggur þjóð og þingi mikið fyrir
verkefni, sem allir góðir drengir ættu að
telja sér skylt að vinna að í bróðerni