Ísafold - 03.09.1902, Page 3

Ísafold - 03.09.1902, Page 3
227 slæmri stjórn, en mennirnir verið all- ir ölvaðir meir og minna. Segir Bjarki svo frá eftir sögn sjónarvotta, að hálf- full vínflaska vaggaði sér* á öldunum rétt þar yfir, er maðurinn hafði sokk- ið, eins og hún væri að hrósa unnum sigri«. Mútumálin ísfirzku. Svo er sagt, að amtmaður hafi þó sent setudómara til Isafjarðar, Halldór sýslumann Bjarnason á Patriksffrði, til að halda áfram rannsóknum þar út af kærum gegn Skúla Thoroddsen og H. Hafstein sýslumanni, fyrir að hafa hor- ið fé á kjósendur í vor. Hann hafði ekkert átt við það framar, hinn reglu- legi sýslumaður (H. H.), eftir hina árangurslausu atlögu í þingbyrjun til að hrinda Sk. Th. frá þingmensku þeir þingmenn ísfirðinga skrifuðu og ráðherranum þá þegar um málið, og má vera, að það hafi haft sín á- hrif. Skóræktarfélagið. Þess láðist að geta um daginn, að girðingin um skógrækt- arteiginn hjá Rauðavatni er að lengd 950 faðmar, og kostaði faðmurinn í íienni upp korninn 1 kr. 67 a. (en ekki 1 kr. 88 a., eins og stóð i siðasta bl. — rangt reiknað). Gufuskip Modesta (318, B. 0. Boye), sem rak hér upp í Skanzinn í vetar 6. febr. og kaldið var óbjargandi — það sökk —, lagði á stað héðan til Noregs í fyrra dag og með því bjargráðasKipið Achilles, er hefir verið frá því í vor að ná þvi upp og gera við það — með köfunarmönnum og ýms- nm tólum. En þau komu aftur í nóttbæði saman; komust ekki lengra en undir Yest- manneyjar, með því að þar bilaði einhver pípa í gufuvélinni í Modesta, sem verður verið 2—3 daga að gera við. Gufuskip Kronprindsesse Vic- toria (259, Hauge) kom í gær frá Leitb með alls konar vörur til Ásgeirs kaupmanns Sigurðssonar. Strandb. Hólar (0st-jakobsen) kom sunnud. 31. f. m. austan að með strjáling af farþegnm. Fórn Abrahams. (írh.). Svo var að sjá, sem fyrirliðarnir hefðu dregið dám af því, hve dátarnir voru öruggir og oflátungslegir. þegar þeir höfðu hugsað sig um eina vikuna enn og járnbrautarlestin ólata hafði flutt 2 úlfgrá fótgönguliðsfylki norður að ánni, var Bkipað fyrir um atlögu. f>á nótt svaf herinn betur en hann átti að s4r, og í dögun vöru allir við- látnir og öruggir til sóknar. Hennar hátignar drotningarinnar írsku riddarar voru vaktir um miðja nótt og sendir á stað í móti Búaliði því, er Bretar óttuðust að koma mundi þeim í opna skjöldu. Dátarnir hlógu og fyrirliðarnir yptu öxlum; þeir kunnu illa við, hve vendilega var skipað fyr- ir um atlöguna. Væri farið aðberjast á annað borð, þá væri óþarfi að hafa neinar serimoníur við það. Og á- hyggjulaust hélt síðan herfylkið leiðar sinnar að ókunnu endimarki. Bftir nokkurra stunda reið um mjög örð- uga leið og þreytandi fyrir hestana var farið af baki og varðgæzlu-flokkar sendir í allar áttir. Allir voru her- mennirnir eins og á nálum, þótt ótrú- legt væri, og allra augu vissu áfjáð í norðurátt. Áin var f hvarfi og ekki heyrðist nokkurt hljóð. Hér var því ekkert annað að gera en að bíða, og sú list var þeim nú orðin sæmilega töm. Svo sem á að gizka einni stund eft- ir sólarupprás heyrðu þeir alt í einu ákafa fallbyssuhríð að baki sér. f>eir sneru sér við allir átta hundruð, og reyndu í sér augun eins og þeir gátu framast, en sáu ekkert; og átta hundr- uð hestar spertu eyrun og hættu að tyggja morgunhafrana sína. Að fjórð- ungi stundar liðnum voru þeir allir orðnir vanir við hvellina og gaura- ganginn. En þó fór óhugurinn í þeim vaxandi. Pyrirliðarnir bitu í efri-var- arskeggið, þeir sem höfðu það nógu mikið til þess, og alt herfylkið varpaði öndinni léttilega; því nú vissu þeir þó, að Búar mundu vera á næstu grösum. f>eir fögnuðu þeirri vissu eins og gjöf af hæðum. Riddurunum varð það jafn- vel eins og að furðulegri huggun. f>eir höfðu verið nærri því hræddir um, að ekki yrði úr þessu nema mjög illa til fundið gabb. Hér um bil hálfri stundu eftir að fallbyssuhn'ðin hófst, tóku handbyss- urnar til verka. f>að var gríðar-skar- kali, sem ekki var neinu líkt, er heyrat hafði áður. Hinn stórgerði drynjandi í fallbyssubáknunum hafði naumast við ólmum smellunum í kúlnadælun- um og handbyssunum. 1 þeim fjarska var það að heyra álengaar eins og sífelt járnbútaskrölt. jþetta rumdi og drundi, öskraði og gargaði, svo að hljóðhimn- urnar í eyrunum á dátunum nötruðu allar og ætluðu að springa. f>á heyrð- ust handbyssuskot á stangli og var það fróun sárþjáðum heyrnartólunum. f>ví næst brýndu 6 kúlnadælur rödd- ina svo óþyrmilega, að þær tættu sund- ur loftið og gerðu hljóðöldurnar líkastar kvalaópum fordæmdra sálna í eilífum eldi. Næsta augnablik sendu fallbyss- urnar úr sér tortímingarhleðslur sínar, ‘og lá þá við, að himininn mundi rifna. Hávaðinn magnaðist svo, að úndrum sætti. Ollum hugsanlegum hljóðum ægði saman í eitt. Ballbyssurnar hertu enn á sér og drundu í gríð. Kúlnadælurnar sungu lagið sitt enda- laust og handbyssuskotunum rigndi svo þótt, að mörg hundruð þeirra komu á hverja sekúndu. — Export — Kandís Melis í toppum og högginn. Strausykur og Púðursykur, er selt mjög ódýrt við verzlun C. Zimsen. inikið úryal hjá C. Zimsen. Rúðugler og allskonar Saumur, hjá C. Zimsen. NíMtóffl flestar fást hjá C. Zimsen. Smáar járnvörur. Isenkram, GÓÐAR og ÓDÝRAR, hjd c. ZIM8EN. Veslan hafs o| austan, þrjár sögur eftir Einar Hjörleifsson. Rvik 1901. Hefti'/a kr., i skraut- bandi 2'/2 kr- »Persénur þær, er uefndar eru í sögum þessum, eru ekki margar. E11 þær eru all- ar eins greiuiiegar og skýrar í huga manns og fólk, sem maður liefir umgengist nm lengri eða skemmri tima. Fyrirað hafa rit- að þessar þrjár sögur er Einar Hjörleifs- son óneitanlega kominn feti fram úr öllurn þeim, er íit-að hafa skáldsögur á islenzku. Öllum skilst, hvílíkur gróði það væri, að eiga margt af svona sögum á voru rnáli, hvilíkan þroska það mundi hafa í för með sér fyrir þjóðina, hvílikur menningarmiðill skáldskapurinn er, þegar hann er látinn standa i þjónustu hins sanna, góða og fagra. Einar Hjörleifsson á vissulega miklar þakk- ir skilið af þjóð sinni fyrir þessar sögur. Og eg þykist sannfærður um, að hana þyrstir eftir fleirum«. (Aldamót, XI. 144). • Vestan hafs og austan. er i mín- um augum fnll sönnun þess, að söguskáld vor þurfa ekki að sækja efnið lengra en á hrjóst landa sinna, ef þeír leita nógu vel. Penni Einars Hjörleifssonar er skorinn úr góðri íslenzkri fjöður. Hann fer aldrei geystur eða rasandi, gerir enga óþarfa út- úrdúra með krókum og kringilátum. Drætt- irnir eru hreinir, mjúkir og glöggir og festa sig vel í meðvitund lesandans«. (Guðm. Finnbogason í ísafold XXIX, 35. thl. 1902). Um „Vonir:« »Hún er svo snildar- leg, að nm hana hefir hinn mesti gagnrýnings- höfundur á Norðurlöndum, dr. Georg Brand- es, sagt, að betur yrði ekki frá henni geng- ið. Þessi saga hefir sem sé verið prentuð áður og verið þýdd hæði á dönsku og þýzku, og öllum þótt mikið til hennar koma«. Um >LitIa-Evamm:< »Sag- an er ljómandi vel rituð 0g lýsingarnar á sálarstríði og hugsunarfari hinna einstöku. persóna frábærlega góðar«. Um cörðugasta hjallann< »1 henni er dýpi mannlegrar sálar kannað hetur en menn hafa nokkur dæmi til fyr á íslenzku. Og allur frágangur á henni er svo afbragðslegur, að vér hikum oss ekki við að segja, að á hærra stig hefir islenzk- ur sagnaskáldskapur ekki komist hingað til, og vér efumst um, að fram úr þessu verði farið«. (Eimr. VII, li7—151). Ferðasaga um árið 1899. Eftir Fr. J. Bergmann. Heft 2 kr., í skrautb. 3 kr. »Eg fæ eigi hetur séð en að höf. þess- arar ferðasögu hafi dregið npp fremur bjarta mynd af Islandi. Honnm virðist hafa ver- ið fult eins kært að lýsa framförnnnm, er orðið hafa á síðustu timum, eins og hinn, 8em honum finst ábótavant. Það er annars mesta furða, hve vel höf. hefir tekið eftir öllu hér. Og þótt hann sé prestur, og kristindómsástand þjóðar vorrar sé hans mesta áhugamál, þá her ferðasaga þessi glögg merki þess, að hann hugsar mikið um verklegar framfarir lands- manna og öll áhugamál vor; enda virðist skilningur hans á þeim einkar-ljós. Og um húskapinn talar hann svo, að maður fer að halda, að hann sé engu lakara að sér í þeirri grein en prestarnir hér, og eru þó margir þeirra búhöldar góðir«. (H. N. í ísafold XXVIII, 73. thl. 1901). VEL LAGRADIE Hollenzkir vindlar með mjög góðu verði, fást hjá C. Zimsen. Bjarnarliöfn. jö'rðin Bjarnarböfn í Helgafellssveit í Snæfellsnessýslu með hjáleigunum Efrakoti, Neðrakoti og Ámýrum að dýrl. 76 hndr. að nýju mati, ásamt eyðijörðunum Guðnýjarstöðum 6,9 hndr., Hrútej' 8,2 hndr. og Hafnar- eyjum 27,6 hndr., alt að nýju mati, fæst keypt frá næstu fardögum. Jörðinni Bjarnarhöfn með 3 hjá- leigum fylgja 10 kúgildi og á sjálfri jörðinni er timburhús. Túnið er slétt og gefur af sér ca. 400 hesta í með- alári. Vetrarbeit lítil fyrir sauðfé, en góð fyrir hross. Ámýrar I3,82hndr. eru sér bygðar, en Efrakot, Neðrakot sem og Guðnýjarstaðir notaðir frá heimajörðinni (Bjarnarhöfn). Elrútey gefur af sér c. 35—40 hesta af töðugæfu heyi, 3 pd. æðar- dún og 2300—3000 kofur, og auk þess beit þar góð fram eftir. Hafn- areyjar gefa af sér ca. 3—4 kýrfóður af töðugæfu heyi, 10 pd. dún, 6000 kofur og auk þess beit góð fyrir fol- öld og frameftir fyrir lömb, seiveiði nokkur og hrognkelsaveiði að vorinu. Lysthafendur eru beðnir að snúa sér. til herra verzlunarstjóra S. Rich- ter í Stykkishólmi eða cand. juris Hannesar Thorsteinsson í Reykjavík. Proclama. Hér með er skorað á alla þá, er telja til skulda í dánar- og félagsbúi Benedikts Oddssonar hreppsnefndar- oddvita, er andaðist að heimili sínu Hjarðardal 4. marz þ. á. og konu hans Olafar Jónsdóttur, er lézt i.júní þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðandanum i Isafjarð- arsýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (3.) birtingu þessarar aug- lýsingar. Skiftaráðandinn í Isafjarðarsýslu 1. ágúst 1902. H- Haístein. LAMPAR alis konar, fallegir, góðir og ódýrir nýkomnir í v e r z 111 n W. Fischer’s. Ballancelampar — Hengilampar — Borðlampar. — Ganglampar — Eldhúslampar — Náttlampar sérl. fallegir, marg. teg. Ennfremur: Lampakúplar — Lampaglös — Lampakveikir, Lampabrennarar o.s.frv. Proclama. Með því að bú Sigurðar bónda Þorsteinssonar á Berunesi í Fáskrúðs- fj arðarhreppi hefir verið tekið til skiftameðferðar sem þrotabú eftir kröfu hans sjálfs samkvæmt lög- um 13. apríl 1894, er hér með sam- kværnt skiftalögunum frá 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1061 skorað á alla þá, er telja til skuldar hjá nefndum Sigurði, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðanda Suður-Múlasýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (3.) birtingu þessarar innköllunar. Skrifstofu Suður-Múlasýslu, Eskifirði, 22. ágúst 1902. A. V. Tulinius.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.