Ísafold - 10.09.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.09.1902, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */2 doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendÍ8 fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (sWiifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. 4fgreiðslu8tofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. árg. Hteykjavík fniðvikudaginn 10. september 1902. Forugripasafn opið md., mvd. og ld 11—12. Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl, 11—2. Bankastjórn við kl, 12 — 1. Landsbókasafti opið hvern virkan dag <íkl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) nud., mvd. og ld. til útlána. Náttúrugripasafn, í Doktorshúsi, opið á sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14 b. 1. og 3. mánud. hvers uián. kl. 11—1. Landbúnaður og lausamenska. Sífelt er kvartað yfir því, að sveita- búskapurinn beri sig miklu ver nú en bann hafi gert fyrir nokkrum áratug- um eðajafnvel fyrir fáum árum. Að sjálfsögðu er þetta nokkuð orð- um aukið, og í umkvartanir þessar er meir eða minna blandað gamla orð- takinu: »heimur versnandi fer«. En engu að síður eiga þær við al- varleg rök að styðjast. Fyrst og fremst hafa vinnulaun hækkað fram úr því, sem áður var, og vinnuhjúum fækkað að mun, bæði af því, að vinnufólkið hefir allmargt farið í lausamensku, og bændur haía ekki treyst sér til að halda hjú vegna þess, hve kaup þeirra hefir hækkað. |>etta stendur aftur í nánu sambandi við, að landbúnaðar-afurðir þær hafa lækkað til muna f verði, sem áður hafa verið aðalverzlunarvara, t. d. ull og sauðfé. Verðfall á vörum þessum getur þó •ekki hafa umturnað öllu, þegar þess ®r gætt, að lifandi sauðfé var ekki til muna útflutningsvara lengur en rúman 'áratug, og ullarverðið ekki miklum mun lægra en stundum var á umlið- inni öld. Aðalorsökin til hnignunar landbún- aðarins mun liggja hinum megin: þarfir manna hafa svo stórum aukist frá því, sem áður var. |>ær hafa skap- aBt smám saman í góðu áruuum, eink- um þó meðan fjársalan var í mestum blóma; en þegar afturkippurinn kom, var eðlilega örðugt að venja sig af hinu og þessu, sem búið var að venja sig á í góðu árunum. f>ó verður ekki sagt með réttu, að kaup á hættulegustu munaðarvörunni, áfengum drykkjum, hafi alment auk- ist í sveitum; þau hafa heldur miukað. Hins vegar virðist tóbakseyðsla fara sívaxandi, og það að stórum mun. Kaup á nýlenduvörum alls konar, t. d. kaffi, sykri o. s. frv., hefir auk- íst afarmikið. Ennfremur á vefnaðar- vöru og glysvarning. Vitanlega stend- ur þetta þó í nánu sambandi við stækkun verzlunarstaðanna. Samt sem áður mun ekki hægt að neita því, að sveitafólk kaupi einnig þessar vörur meir en áður var, og munaðar- fýsnin sé óðum farin að færast út um landið. En auk þess eru brýnar nauðsynj- ar bænda margfalt fleiri og meiri en áðurvar. Meðal annars vex alt af löng- un manna til að bæta híbýli sín, gera þau stærri, bjartari og þrifalegri en áður. Bínndafólk hér á landi getur nú ekki dregið andann í sams konar húsa- kynnum og forfeður þess. þ>að er orð- ið að lífsnauðsyn fyrir það, að hafa þau betri. VínfaDgakaupin ættu að fara veg allrar veraldar; og engin þörf væri að harma það, þótt tóbakseyðslan færi í sömu í gröfina. Nýlenduvörukaupin ættu að geta minkað samfara meiri kunnáttu í haganlegri matreiðslu. En það væri að kyrkja alla framfaralöng- un, að reyna til að sporna á móti því, að húsakynnin fari batnandi, þótt slíkt hafi æðimikinn aukinn kostnað í för með sér; og sama má segja um ýmislegt fleira, er ekki þektist áður, en nú er orðið að nauðsynjum. En því er miður, að hætt er við, að búskapur margra þoli ekki þennan aukna kostnað. Búnaðurinn framleiðir ekki nægilegt til þess, að slíkum end- urbótum verði komið á. Mörgum verður á, að kenna þetta lausamenskulögunum. þau hafi opn- að dyrnar upp á gátt fyrir hvert vinnu- hjú, er vildi fara úr vist og lifa í þess stað í lausamensku; margt af lausa- fólkinu liggi upp á bændum þann tíma árs, er reglulega vinnu sé ekki að fá, og bændur fái ekki risið undir því. f>es8Í kenning er eðlileg frá sjónar- miði húsbændanna, sem vilja fá sem allra ódýrastan vinnuafla, og má að sjálfsögðu líta á þetta mál frá ýmsum öðrum hliðum. Fyrst og fremst ber að byggja á þeirri grundvallarreglu, að hverjum manni sé leyfilegt að leita sér atvinnu hvar sem er, bæði til sjós og sveita, hvort heldur er um lengri eða skemmri tíma, á hvern þann leyfilegan hátt, er hann heldursér hagkvæmastan. Hitt er hin forna, konunglega, föðurlega umsjón, og öldungis af sama bergi brotin. Atvinnan verður að vera frjáJs. Að öðrum kosti er öll von um meiri fram- kvæmdir og betri framtíð ekki nema hugarburður. Engum dettur í hug að fara að hefta hestinn sinn, áður en hann hleypir honum yfir skurðinn. þá virðast sumir vilja bæta úr skák með því, að herða á vinnuhjúalaga- bandinu. I sömu andránni og kvart- að er yfir vinnufólkseklunni, á að fæla enn fleiri vinnuhjú burt úr vist- inni! Vilji löggjöfin hafa hér meir hönd í bagga, á hún aðjreyna að finna ráð til að ívilna þeim vinnuhjúum, er lengst hafa verið í vist. f>að er eina ráðið, sem hún hefir í hendi sér og má beita til endurbótar í þessu efni. Lausamenskulögin eru svo ný, til þess að gera, að ekki er hægt að segja enn með fullri vissu, hverjar verði afleiðingar þéirra þegar til lengdar lætur. 8vo sem við mátti búast, hefir fjöldi fólks farið í lausamensku þessi fyrstu ár. Ekki væri ótrúlegt, að sumt þið gætnara og ráðsettara lausa- fólk Bæi, er stundir líða, að atvinna þess getur orðið ærið stopul, og að ferð- irnar fram og aftur til að leita sér at- vinnu hafi töluverðan kostnað í för með sér, og geti því ársvistin orðið eins arðvænleg, þótt kaupið sé lægra, þegar öllu er á botninn hvolft. Og þá væri betra fyrir . bændur að hafa slfk vinnuhjú, sem ráða sig í ársvist af frjálsum vilja, en ekki'af því, aðþau megi til vegna ófrjálslegra laga. Kvörtunura bænda um, að lausafólk liggi upp á sér utan vinnutímans, á ekki að þurfa að svara öðru en því, að húsbændum er í sjálfs vald sett, að hýsa ekki fólk endurgjaldslaust. Og það er eðlilegt, að lausafólkið verði að borga fæði, húsnæði og þjón- ustu sanngjörnu verði, þegar það vinn- ur ekki. Ekki er ótrúlegt, að reynslan færi bændum heirn sanninn um það, að á mörgum jörðum megi komast af með minna fólkshald á sumum tímum árs en gerst hefir áður, og að þeir sjái, að það verði í raun réttri kostnaðarminna, að nota að nokkru leyti daglaunafólk, í stað þess að hafa eintóm ársvistar- hjú, sem verður að fæða árið um kring. En engu að síður er auðsætt, að margra ráða verður að leita, áður en landbúnaðurinn kemst íblóma. En þrátt fyrir það er engin ástæða til að láta hugfallast. Aðrar þjóðir hafa reynt engu minna; og þó landiðsé enn fátækt, hefir það margt í sér og mikið til þess, að fæða og klæða fjölda manna. það bæri því vott um þrek- leysi, að reyna ekki að komast út úr kröggum þeim, sem landbúnaðurinn virðist nú vera í. En að sjálfsögðu má búast við því, að mjög mörgum búnaðarháttum verði að breyta áður, og að töluverðar verk- legar breytingar hljóti að komast á, áður en alt sé komið í lag. x x Fiskmarkaðurinn 1901. i. Danski konsúllinn í Genúa hefir að vanda sent stjórninni í Khöfn ítarlega skýrslu um saltfisksmarkaðinn árið 1901. f>ar er margur nytsamlegur fróðleikur, er oss varðar, íslendinga, þá einkum, er lifa á fiskiveiðum, og kaupmenn ekki sízt. Fyrst er þess getið, að aðflutningur á smáfiski og þorski frá íslandi og Færeyjum hafi aukist að mun. Við ársbyrjun barst sú fregn frá ís- landi, að aflabrögðin væru talsvert minni en venja er tiJ, og að miklir erfiðleikar væru á fiskverkuninni sök- um stöðugrar ótíðar. þetta hafi máske verið rétt hermt, segir hann, um sum héruð landsins, og ritflutningur á fiski fyrir þá sök orðið minni en ella mundi; en yfir höfuð muni aflabrögð hafa verið góð. íslenzkur fiskur kom þó síðar en venja er til á markaðinn, en var líka þess meira hafður á boðstólum, er hann kom, og það, hve mikið barst að lokum að af smáfiski og þorski, sýndi, að fregnirnar um aflaleysið voru ekki nákvæmar. Erfitt er þó að skera úr, hvort þess- ar fréttir voru bygðar á réttum rökum eða að þær voru látnar fjúka í því skyni, að auka eftirspurn og hleypa þann veg upp verðinu. En mjög óhyggileg mundi það gert, segir höf., þar sem svo feiknamikið berst að af fiski frá nálega öllum heinésálfum, að ekkert eitt land getur með sínum afla haft nein áhrif á verð- ið á heimsmarkaðinum. 59. hlað. Hingað til hafi það líka ávalt verið svo, að þegar aðflutningurinn á tiski frá einhverjum einum stað hafi verið lítill af eiuhverjum ástæðum, þá hafi þess meira borist að annarsstaðar frá. f>að við gengst nú naumast lengur að menn neyti eingöngu einhverrar einnar tegundar af flski frá þessu og þessu landi. Raunar er oft einhver ákveðin fiskiteg- und tekin fram yfir aðrar; en vanti haua eða sé hún tiltölulega dýrari en annar fiskur, þá gera þeir sér annað að góðu. Fiski-aðflutningur á heimsmarkaðinn fer stöðugt vaxandi ár frá ári, en minkar ekki. Verið gæti ástæða til að spyrja, hve lengi og í hve rfkum mæli muni unt að halda áfram að ausa þessum auðæfum upp úr hafs- djúpinu. Miklir keppinautar á heimsmarkað- inum munu þau verða áður en varir, Canada og Nýja-Brúnsvík, Ný-Skot- land og Prinz-Edvards-ey, og öll næstu ríkin í Norður-Ameríku. Canada hélt úti síðastliðið ár 1200 skipum á fiskiveiðum með 9200 manna áhöfn. Sjómannatalan var 71,859 og bátar 39,930. Aflinn var nær 80 milj. króna virði, og var það þó rúml. 1 milj. kr. minna en n»sta ár áður. Verðhæð aflans í Ný-Skotlandi var um 29 milj. kr. og í Prinz-Edvarðs-ey nær 4 milj. kr. f>etta ár (1902) er gert ráð fyrir miklu meiri afla þar. Áður en langt um líður verður fiskiaflinn meiri en svo, að hann gangi upp heima, og verður þá að leita fyrir sér um sölu á honum austanmegin Atlantshafs. Sé miður rétt sagt frá (t. d. of lítið gert úr) aflabrögðum áíslandi ogöðru, er þar stendur í sambandi við, mun það gera meira ógagn en gagn. Sé það gert og þar af leiðandi heimtað mikið fyrir fiskinn, draga kaupmenn sig heldur í hlé og semja þá stuDdum heldur við Bordeaux-kaup- menn. Svo þegar íslandsfarmarnir koma síðar meir, ganga þeir illa út. Má vera að vísu, að stöku kaupend- ur láti af einhverjum ástæðum leiðast til að borga þetta hærra verð; en euginn kaupmaður hér hefir þó látið ginnast af þess konar fréttum. Genua-kaupmenn eru allra kaupmanna slungnastir og þykjast jafnvel af því; og með því að þeir eru yfirleitt jafnframt mjög tor- trygDÍr, þá láta þeir þess konar inn um annað eyrað og út um hitt. Hins vegar hefir nær alla tíð bú orðið raun- in á, að þeir fara hyggilegast að ráði sínu, sem ekki eru of heimtufrekir og selja því snemma. Farmar af íslenzkum saltfiski eru nú þegar (í júní 1902) hafðir á Boð- stólum frá Bordeaux, en þangað kom hann í maí og slíkir farmar berast að öðru hverju. Sem stendur er fiskinum haldið í 47—50 lírum hver 200 pd. að kostnaðar- lausu (cif) í Livorno — 2%; en þegar hitna tekur í veðri, lækkar verðið. Frakkar reyna af öllum mætti og með öllu móti, að bola íslenzkum fisk héðan, eða að minsta kosti draga úr sölu á honum. Árið sem leið var stofnað stórt fé- lag með miklu stofnfé í Fécamps á Norður-Frakklandi — en frá þeim

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.