Ísafold - 10.09.1902, Side 4
236
Hjálpliðinn fór að reyna að blístra
nokkra tónliði úr nýjustu óperettu »að
heiman«, ur.n leið og hann keyrði hest-
inn sporum til þess að komast sem
fljótast burt frá þessum öfundsjúku
fótgönguræflum; en fann þó, svo ósöng-
næmur sem hann var, að honum lét
ekki sönglistin þá stundina. Hann
tók það ráð í þess stað, að hlera eft-
ir fallbyssuhríðinni fram undan sér.
En þá varð hann steinhissa, er hann
heyrði, að miklu meira bar á fallbyss-
unum norðan árinnar, en að ensku
byssurnar að sunnanverðu svöruðu
með engri reglu, og svo, að raunalega
langt hlé varð í mi'lli. Hann fór þá
að renna lítillega grun í, aó ekki væri
alt með feldu, og var ekki trútt um,
að hann færi að taka andköf. En hann
hratt óðara úr huga sér slíkum grun
svo sem ósamboðnura brezkum fyrir-
liða. Hann strauk efrivarar-skeggið
upp á við, tók fast í taumana og sat
öllu keikari á hestbaki en þörf gerist,
er ekki var meira um að vera. f>ann
veg reið hann um hríð, þartilerí móti
honum kemur dróttliði einn á harða
stökki.
Undanhald! kallaði sá.
Lautinantinn úr hennar hátignar
drotningarinnar írska riddaraliði skalf
eins og ný-kaffærður rakki. Hann
þóttist vera alveg viss um, að sór
hefði misheyrst.
Allur herinn á undanhaldi! urraði
hinn.
f>að, sem lýsti sér á svip lautinants-
ins, var ekki það, að hann væri hissa.
f>að væri of vægt að orði kveðið.
Hann sat á baki með hægri höndina
eins og nÍBta við hjálminn, en neðri skolt-
urinn seig máttlaus niður á bringu.
Tvö hundruð fallnir, þrefalt fleiri
sárir, mælti dróttliðinn, eins og hann
væri að þylja eitthvað, sem hann hefði
lært utanbókar við illan leik. Síðan
bætti hann við:
Eg verð að biðja lautinantinn að
hverfa aftur til herfylkis yðar.
En eg átti annars að bera upp við
hershöfðingjann . . . svarar lautinant-
inn.
Hinn bandaði hendinni í kveðju
skyni og þeysti á stað.
Eg átti annars að bera . . . . að
bera ....
Lengra komst hann ekki, lautinant-
inn; því þá small neðri skolturinn
hægt í samt lag og hann átti að sér;
og hvarf hann síðan aftur sömu leið og
hann kom, en sat nú fremur óher-
mannlega á hestbaki.
GleymiÖ því ekki
að langbezta I
útlenzkt smjör \
fæst hjá \
&uém. (Bíssn.
Við giariarvei’kjum
og vöðvastrengjum er
Dr. Elliotts Liiiimenturn
eina óbrigðula meðalið. Glasið kost-
ar i kr. Fæst í lyfjabúðum.
M
XTAEÐ því að »Det kgl. ockt. alm.
Brandassurance Compagnie« í Kaup-
mannahöfn hefir, eins og öll önnur
brunabótafélög, er taka hús og muni
hér á landi í eldsvoðaábyrgð, breytt
að nokkru iðgjalda-taxta og nokkrum
ákvæðum, er snerta brunabætur, þá
tilkynnist hér með öllum þeim, er
hafa vátrygt hús eða muni hjá nefndu
félagi og sem ber að borga mér und-
irskrifuðum iðgjöldin af, að hafa til-
kynt mér minst 14 dögum fyrir gjald-
daga þeirra, hvort þeir vilji endur-
nýja brunabóta-skírteini (Folicer) sín
með hinum nýju iðgjöldum og á-
kvæðum, og sé ábyrgðarupphæðin
10000 kr. eða þar yfir, verður tilkynn-
ingin að vera komin mér í hendur
ekki síðar en 1 mánuði fyrir gjald-
daga. Sé þessu ekki fullnægt, lít eg
svo á að mér ekki sé skylt að end-
urnýja ábyrgðarskjölin.
Hin he'zta breyting á iðgjöldum er
þessi:
1. Hús úr steini með járni, skífu, eða
pappaþaki 3°/00 (áður 5°/oo).
2. Timburhús, járnvarin á allar hlið-
ar eða með múrfylta veggi 5°/oo
(sama og áður).
3. Öll önnur hús 7°/oo (áður 5°/oo).
Sé verzlun rekin í húsunum, tré-
smíði, járnsmíði eða annað það, er
eldhætta getur stafað af, eru iðgjöldin
nokkuð hærri. Iðgjöld af húsum og
munum eru hin sömu (pro mille).
Reýkjavík 7. sept. 1902.
pr. pr. J. P. T. Bryde
Ó. Ámundason.
Uppboðsauglýsing.
Mánudaginn 15. þ. m. ki. 11 ár-
degis verður opinbert uppboð haldið
í porti Erlends kaupm. Erlendssonar
við Aðalstræti og þar seldir ýmsir
innanstokksmunir, reiðtygi o. fi.; enn-
fremur nokkrir hestar, ef viðunanleg
boð fást.
Reykjavík, 9. sept. 1902.
porst. J. Davidsson.
JSairRruRRur
af ýmsum stærðum, góðar nndir
smjör, slátur o. s. frv., fást í
W Fischers-verzlun.
HERBERGI með eldliúsi
og geymslnrúmi óskast tij
leigu 1. október, eða líticT
hús. Ritstj. vísar á.
Á fyrirmyndar “sveitaheimili á
Austurlandi getur þrifin og dugleg stúlka
fengið ársvist frá næstu mánaðamótum.
Ritstj. vísar á.
2 góð herbergi eru til leigu i Aberdeen
helzt fyrir einhleypa.
Til söluT
Öll Stjórnartíðindi og dómasafn landsyf-
irréttarins, 5 bindi. Ritstjóri vísar á selj-
anda.
fHJP"* SamRvœmf
fengnu leyfi landshöfðingja hefir Frí-
kirkjusöfnuðurinn í Reykjavík áform-
að að halda tombólu í næsta mánuði
til styrktar kirkjubyggingu safnaðarins,
og eru heiðraðir bæjarbúar beðnir að
styrkja hana með gjöfum; þær má af-
henda til einhvers af oss undirskrif-
uðum.
Reykjavík 9. sept. 1902.
Arinbj. Sveinbjarnarson, Daníel Danielsson.
Friðrik Gíslason. Guðjón Gamalielsson.
Guðm. Guðmundsson. Gísli Finnsson.
snikkari.
Gisli Helgason Guðmundur Sigurðsson.
verzlunarm. skraddari.
Guðlaugur Torfason. Halldór Ólafsson
snikkari.
Hjalti Jónsson ión Brynjólfsson.
skipstjóri.
Kristján Teitsson Ólafur Runólfsson.
Sigurður Halldórsson. Sigurður Árnason
snikkari. snikkari.
Vilhj. Kr. Jakohsson. Þórður Narfason.
Asfalt
nægar birgðir í verzl.
Godthaab
Vin og vindlar
bezt og ódýrust i Thomsens magasíni.
Orgelharinoninm
get'ö í eigin verksmiðju og' vesturheimsk
ffá 120 kr.
með 1 rödd, og frá
m ki.
með 2 röddum.
10°|o afsláttur
ef greiðsla fylgir
pöntuninni.
5 ára
skrifleg ábyrgð.
seljum við undirskrifaðir. Þau hafa fengið beztu meðmæli helztu söngfræð-
inga á Islandi og í öðrum löndum og sýninga, þar sem þau hafa verið sýnd.
Biðjið um verðlista með myndum.
Petersen & Steenstrup, Kjöbenhavn B.
Alls konar
kryddYörur
G-óöar og ódýrar
hjá
Til þelrra som neyta hins ekta
Kína-lifs-elixírs.
Með því að eg hefi komist að því,
að það eru margir, sem efast um, að
Kínalífselixír só eins góður og hann
var áður, er hér með leidd athygli að
því, að hann er alveg eins, og látinn
fyrir sama verð sem fyr, sem er 1 kr.
50 a. glasið, og fæst alstaðar á Islancli
hjá kaupmonnum. Astæðan fyrir því,
að hægt er að selja hann svona ódýrt,
er sú, að flutt var býsua-mikið af lion-
um til íslands áður en tollurinn gekk
í gildi.
Þeir sem Kínalífselixírinn kaupa, eru
beðnir rækilega fyrir, að líta eftir því
sjálfs sín vegna, að þeir fái hinn egta
Kínalífselixír með einkennunum á
miðanum, Kínverja með glas í hendi
og firmanafnið Waldemar Petersen,
V P
Fredrikshavn, og ofan á stútnum - h
í grænu lakki. Fáist ekki elixírinn hjá
kaupmanni þeim, er þér skiftið við,
eða sé seti upp á hann meira en 1 kr.
50 a., eruð þér beðnir að skrifa mór
um það á skrifstofu mína, Nyvei 16,
Kobenhavn.
W aldemar Petersen
Fredrikshavn.
Smáar járnvörur.
Isenkram,
GÓÐAR og ÓDÝRAR,
hjá C. ZIMSEN.
og andre islandske Produkter modtages
til Forhandling.
Billig Betjening. Hurtig Áfgörelse.
Cinar cfilaauw
Bergen____________Norge
UMBOD.
Undirritaðir taka að sór að selja
ísl. vörur og kaupa útlendar vörur
gegn sanngjörnum umboðslaunum.
P J. Thorsteinsson & Co.
Tordenskjoldsgade 34. Köbenhavn K.
Sérlega duglegur verzl-
unarmaður, lipur og vel greindur og
vel að sér, sem g æ t i staðið fyrir
verzlun, ef svo bæri nndir og á lægi,
getur fengið atvinnu frá næsta nýári
með 1500 kr. launum til að byrja
með.
Þeir sem þessu vilja sæta, sendi
umsókn sína og skrifleg meðmæli í
lokuðu umslagi, mrk. 401, í afgr.
Isafoldar.
Proclama.
Með því að bú Sigurðar bónda
Þorsteinssonar á Berunesi i Fáskrúðs-
fj arðarhreppi hefir verið tekið til
skiítameðferðar sem þrotabú eftir
kröfu hans sjálfs samkvæmt lög-
um 13. apríl 1894, er hér með sam-
kvæmt skiftalögunum frá 12. apríl
1878 og opnu bréfi 4. janúar 1061
skorað á alla þá, er telja til skuldar
hjá nefndum Sigurði, að lýsa kröfum
sínum og sanna þær fyrir skiítaráðanda
Suður-Múlasýslu áður en 6 mánuðir
eru liðnir frá síðustu (3.) birtingu
þessarar innköllunar.
Skrifstofu Suður-Múlasýslu,
Eskifirði, 22. ágúst 1902.
A. V. Tulinius.
Verzlunarmaður. Vandaður
maður, greindur og duglegur, sem er
góður og lipur afgreiðslumaður og
vanur vanalegri bókfærslu í búð, get-
ur fengið atvinnu nú þegar eða frá
1. okt.
Þeir sem þessu boði vilja sæta,
gefi sig fram bréflega og láti fylgja
meðmæli, ef til hafa, í lokuðu um-
slagi mrk. 201, er afhendist í af-
greiðslu Isafoldar.
tr
ÁÁJER með auglýsist, að bæjarstjórn
Reykjavíkur hefir selt herra H. A.
Payne veiðirjett allan í sjó íýrir landi
jarðarinnar Klepps og er því öllum
óheimilt að nota tjeðan veiðirjett án
leyfis hr. Paynes.
Bæjarfógetinn í Rvík, 19. ágúst 1902.
Halldór Daníelsson.
Samkvæmt ofanrituðu er hérmeð
öllum bönnuð veiði í sjó fyrir Klepps-
landi. Hver sá, er gerir tilraun til
að brjóta þetta bann, verður lögsótt-
ur til ábyrgðar.
Reykjavik, 19. ágúst 1902.
Fyrir hönd friðdómara H. A. Payne
Jón Jakobsson.
Ritstjóri Björn Jónsson.
ísafoldarprentsmiðja