Ísafold - 22.11.1902, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.11.1902, Blaðsíða 1
Kemar út ýmist eina sinm eð'a tvisv í viku. Yerð árg. (80 ark. ininnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 ll doll.-; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bandin viö iramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslastofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXIX. áfg. Reykjavík lauyardaginn 22. nóvember 1902. | 73. hlaö. Biðjið ætíð um OTTO MONSTBD'S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta i Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. I, Q 0. F. 84H2881/.,._____________ Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i hverjum inán. kl. 11—1 i spitalanum. Forvgripasafn op’ð rnvd. og Id. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag k! 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12—2 og einni stnndu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til átiana. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 «g kl. U á hverjum helgum degi. Náttúrugripasafn, í Doktorshási, opið & Bd. kl. 2—3. Tannlœkning ókéypis í Pósthásstræti 14 b 1. og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1. Misskiliu sparseini Franklin hefir sagt, að ekki aé nándar- nærri eins erfitt að græða fé, og að halda því saman, sem einu sinni er aflað. |>að kemur alveg heim við íslenzka málsháttinn: »Eigi er minni vandi að gæta fengins fjár en afla«. Og leiðin til efnalegs sjálfstæðis segir hann sé einföld og bein: að hafa það hugfast, «,ð láta útgjöldin vera minni en tekj- urnar. Charles Diokens lætur í einu riti «ínu mann, Mr. Micawber, komast avo að orði: »Hver sem hefir 20 pund í tekjur, og lætur úti 20 pund og 6 pence, er mestur ólánsmaður á guðs grænni jörðu; en sá, sem hefir 20 pund i tekjur, en hefir ekki meiri kostnað fyrir sér en 19 pund og 6 pence, hann er allra mannahamingju- drýgstur undir sólunni*. Sumir, sem þetta lesa, munu hafa þau svör á hraðbergi, að þeir viti þetta mætavel, viti það upp á sínar tíu fingur, að leiðin til efnalegs sjálf- atæðis sé s p a r s e m i n. En hvað skilur þorri manna við orðið sparsemi? Vafalaust má rekja orsakir að fjár- hagsþröng margra manna til rangrar hugmyndar um það, hvað er sönn sparsemi og hvað er misskilin spar- semi. Árni og Bjarni eru báðir sparsemd- armenn, en hvor á sinn hátt. f>eir hafa báðir jafnar tekjur og jafnar heimilisástæður. Árni leggur dálítið fyrir ár hvert, en Bjarni safnar skuld- um. Árni sparar það sem hann á að spara, en Bjarni sparar það sem hann má ekki spara. — Hann sparar aur- ana, en tapar krónunum; og það kallar haun sjálfur sparsemi. Bjarni sveltir hjúin sín og sjálfan sig, og þess vegna er miklu minna unnið hjá honum en Árna. Bjarni sparar fóður við búfénað sinn, og hefir því lítil not af honum. Hann tekur alt af ódýrasta verkafólkið, og gleymir því, að það þarf engu minna að borða en það, sem dugandi er, og að góður verkmaður getur borgað á nokkrum dögum það, sem hann heimtar í kaup fram yfir það, er ónytjungurinn gerir sig ánægðan með. Broslegu dæmi ofmikillar nýtni og þar með misskilinnar sparsemi hefi eg einu sinni verið sjónarvottur að. Óðalsbóndi D. týndi einu sinn hnappheldu af hesti. Til þess að slíkt búþing tapaðist ekki, tók hann 3 vinnumenn frá orfunum til þess að leita hennar. Og leitin stóð yfir full- ar 3 stundir. Hnappheldan fanst og kostaði hún þá á að gizká 5 k r ó n- u r. þetta kallaði D. Dýtni, sparsemi. — Ameríkumenn flaska ekki á svona heimsku. f>að hefir sagt mér kunn- ugur maður, að smiðum só bannað þar að tefja sig á að taka upp nagla, er þeir mÍ8sa niður, þegar þeir eru að reka þá. Tíminu, sem til þess fer, er meira virði en naglinn kostar. Sami bóndi lét nota svo vel öll ljá- brýni, að við þau var ekki hætt fyr en voru ekki stærri en þumalfingur á 10 vetra dreng, og allir ljáir slegnir upp í bakka. Hve mörg ný brýni og nýja ljái hefði ekki mátt kaupa fyrir þann heyfeng, sem fengist hefði meiri, ef ljáirnir hefðu bitið betur og tekið stærra ljáfar, en styttri tími hefði farið til þess að hvetja þá? f>etta er nú sparsemi! En þér haldið kannske að slík dæmi séu ekki mörg, og að þeir séu fáir, sem geri sig seka f því að spara þannig. Eg gæti talið upp ótrúlega mörg dæmi, sem ekki eru vitund áferðar- betri. Ekki eru þeir evo fáir, sem vilja heldur láta hjúin sofa eða sitja í myrkri haust og vor 12 stundir, en að bregða upp ljósi, svo eitthvað sé hægt að hafa fyrir stafni. Bjarni sparar svo skóna sína, að hann er votur í fætur á hverjum degi, og missir fyrir það heilsuna. Jón bóndi lætur ljósið loga svo dauft, að andrúmsloftið spillist, og verður fyrir það heilsulaus og hyski hans alt. Spyrjið lækna að því, hvort ekki sé mikið af veikindum manna, sem eigi rót sína að rekja til ofmikillar sparsemi, misskilinnar sparsemi. Er það ekki misskilin sparsemi, að stytta aldur sinn með heimskulega mikilli vinnu, og of lítilli og óhollri fæðu, þótt efni hafi á að veita sér hana? En mega þeir ekki oft til, sem fá- tækir eru? Verið getur nokkuð hæft í þvf. En hitt er víst, að ef þeir vissu, hverjar afleiðingar slfk sparsemi hefir, þá mundi margur lifa alt öðru lffi, hvort heldur hann er fátækur eða efnaður. Dæmalaust eru þeir margir, ssm vilja heldur káka og'basla við áhöld og ýmsa muni, þótt ónýtir séu, en að fá sér nýja, sem ekki kosta miklu meira en margendurteknar viðgerðir á því, sem kemur svo ekki að hálfum um notum, en svíkur oft, þegar verst gegnir, og eyðir þann veg fé og tíma beinlfnis og óbeinlínis. Að kaupa alt af það, sem ódýrast er, er aldrei neinn sparnaður. Eng- lendingar segjast ekki hafa efni á að kaupa ódýra muni. Bn það eru nú karlar, sem kunna að sjá fótum sín- um forráð, — kunna að spara. Hið nafnkunna kýmnisblað »Punch« í Lundúnum kom einu sinni með gott dæmi um misskilda sparsemi, sem sé kaupmann, sem leggur sér og fólki sínu til munns að miðdegisverði tóma síld og ekkert annað; en kaupir sér 4 hesta til að draga hana heim á stór um vagni. Máltíðin átti að vera ó- brotin og ódýr, en varð þó dýr á end- anum. Meðalhófið er jafnan vandratað. Sparsemin er tvíeggjað sverð, eftir því hvernig henni er beitt. Hún er fögur dygð hvers manns; hún er meira að segja sönn list, sem enginn leikur vel, nema tamið hafi sér lengi og rækilega og af góðri greind og þekkingu. f>að er satt að vísu, að sumir hafa Iftið til að spara, eða af litlu að spara; en þeir munu vera fleiri, sem lítið eiga til, af því, að þeir hafa aldrei numið listina þá að spara. f>að er engin sparsemi, að neyta sér um öll lffsþægindi til þess að safna peningum, tómum p e n i n g u m, svo þeir geti talið þá og ráðstafað þús- undum og tugum þúsunda á bana- sæDginni, — ef þeir þá fá að deyja á banasæng, en ekki vofeiflega. En hitt er sönn sparsemi, og fögur dygð af hverjum manni, að ganga margs á mis, á meðan hann er að koma sér á laggirnar eða koma undir sig fótun- um, sem kallað er, til þess að geta gert eitthvert gagn með peningunum meðan hann lifir. Flestum mönnum er ásköpuð löng- un til fjármunalegrar sjálfstæði. Flest- ir vilja eiga sitt, og það er kostur, en ekki löstur, ef hóf er á. En hitt, að vilja eignasc annarra fé eða annarra muni fyrir ekki neitt, það er að vilja vera þjófur. Og hverir eru nú þjófarnir verstir? f>eir sem spara við konu og börn, og stela frá þeim því sem þeim ber með réttu og þau mega ekki án vera. Drykkjumaðurinn, sem tekurbitann frá munni barna sinna til þess að kaupa fyrir áfengi ofan í sjálfan sig, hann er stórþjófur, versti rummungur. Eg skora á áfengisvinina að hrekja þetta, ef þeir þora og þykjast geta það. Enginn maður hefir rétt til að sólunda eigum sínum, eða verja þeim illa eða í óþarfa. £að er siðferðisleg skylda hvers manns, að sjá fyrst og fremst fyrir heimili sínu, svo vel sem hann getur, og þar næst þjóðfélaginu, sem hann er í. Tízkan er hinn versti þrándur í götu fyrir sannri sparsemi. — Yér er- um þrælar hennar. Hún heldur oss á þrældómsklafa. Hún skipar fyrir, hvað vér eigum að eta og drekka, hvernig vér eigum að klæðast, jafn- vel hvernig vér eigum að hugsa og tala. Hún drepur niður allri sjálf- stæði. Hennar lögmáli hlýðum vér betur en lögmáli guðs og náttúrunnar. Franklin sagði: »f>að eru sjaldnasc augun f sjálfum oss, sem fara með oss, heldur augun í öðrum. Væru all- ir sjónlausir, nema eg, mundi eg ekki hirða um að ganga skrautbúinn eða hafa kostnaðarsöm húsgögn. Hræðsl- an við það, hvað aðrir segja um oss og dæma um oss, hefir komið mörg- um heimilum á hreppinn eða í gjald- þrot*. f>að stoðar ekki þann, sem fátækur er, að halda því fram, að hann sé jafn-fær og jafn-réttbær til að lifa góðu og þægilegu lífi, sem efnamaðurinn og auðmaðurinn. Ef hann tekur upp þann óvanda, mun hann verða á skömm- um tíma algerlega öðrum háður, miklu ver staddur en hann var áður- Efnalltið fólk verður að láta sér skiljast, að það eru ekki viðhafnar- klæðin og höfðingshátturinn, sem manngildi veitir. Fátæktin er heiðar- leg, sé hún heiðarlega borin, og ekki sjálfskapað víti. Hitt er óvirðing, að vilja sýnast efnaður eða auðugur, þótt félaus sé. Slíkt er lítilmensku vottur og andlegrar örbirgðar. ** Breyting á bæjargjöldnm Reykjavíkur. Tillaga þórhalls Bjarnarsonar lektors, sem skýrt er frá f næst síðastabl., hlýtur að vekja allmikla eftirtekt hér f bæn- um, og er ástæða til, að hún sé skoð- uð frá ýmsum hliðum, svo ekki verði rasað fyrir ráð fram. Engar brigður skulu bornar á það, að hyggilegra muni vera að hafa meira af bæjargjöldunum bygt á föst- um gjaldstofni, sérstaklega nú þegar þess er gætt, að niðurjöfnun eftir efnum og ástæðum hlýtur jafnan að verða nokkuð af handahófi, þótt gerð sé eftir beztu samvizku, og svo bætist þar við, að innheimtan hlýtur ott að verða torveld hjá lausa- fólki, sem oft er horfið á brott úr bænum á gjalddaga. Fyrirkomulag það, sem farið var fram á í lóðargjaldafrumvarpinu, sem bankastjórinn flutti á þingi í fyrra, er alls endis óhafandi. Meðallóð er 25 x 40 al. eða 1000 ferálnir, og 200 fer- álnir þar af bygðar. Gjald af slfkri lóð er nú 800 ferálnir á J/4 e. og 200 feráln. á 3 a. = 2 kr. + 6 kr. = 8 kr.: en hefði verið farið upp fhámark það, er frumvarpið ráðgerði, mundi gjald af þeirri lóð hafa komist upp í 36 kr. Hækkunin hefði því orðið 28 kr., er hefði samsvarað 700 kr. veð- skuld með 4% vöxtum. Sé nú bærinn allur 1,000,000 fer- álnir, væri það sama sem 1000 meðal lóðir. Hækkunin hefði því getað num- ið alt að 28,000 kr., er hefði sam- svarað 700,000 kr. veðskuld, sem lagst hefði á fasteignir bæjarins. Eðlilegast hefðu afleiðingarnar af því frumv. orðið þær, ef það hefði orðið að lögum, að fasteignirnar hefðu í svipinn fallið í verði alt að því, er höfuðstól þeim svarar, sem hækkun á lóðargjöldunum hefði verið vextir af. |>ar sem farið var fram á, að hækka mætti gjöld af óbygðum lóðum 8-falt, en gjöldin af bygðu lóðunum 3^ sinn- um, var það athugavert, að hækkun lóðargjaldsins hefði orðið meiri að tiltölu í úthverfum bæjarins, þar sem minst er sózt eftir landi til bygginga og einkum hinir efnaminni eiga, en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.