Ísafold - 27.12.1902, Blaðsíða 1
Xemur út ýmist eiuu sinm eða
tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
IV2 doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn (sk»ifleg) bundin við
áramót, úgild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXIX. árg,
JíuóAu/á jtíaAýO/li/iL
I. 0. 0. F. 84I281/,.
EftirnjæH árins.
Sjaldgæft vetrarharðipdaleysi auð-
kennir öliu öðru fremur tíðarfarið hér
á landi þetta ár, sem nú er á þrotum.
|>aö ríður að líkindum að fullu aldu-
mótaharðinda-hjátrúnni. því fleiri ár
af 20. öldinni er varla hægt að telja
til aldamóta. Að sumarveðráttu tví-
skiftist landið, eins og oft ber við.
Mikil veðursæld um suðurland; en
norðan og austan með mestu kulda-
sumrum og óþerra því meiri, sem
lengra dró austur; og var orsökin haf-
ísar í roeira lagi, er komu þó eigi fyr
en svo, að ekki ollu vetrarharðindum,
eða varla nema vorkuldum.
það fylgdi veðurmeinhægðinni, að
slys urðu með minna móti.
Til sjávar áraði misjafnt. þilskipa-
afli góður, og eins á opin skip við
Djúp og í Vestmanneyjum fyrirtak.
En síldarafli brást á Austfjörðum. Og
í Árnessýslu-veiðistöðum mesta afla-
leysi. Faxaflói er mjög úr sögu dott-
inn vegna botnvörpunga-ófriðarins og
þar af leiðandi viðburðaleysis að atunda
þar sjó; bátaútvegur nær horfinn þar;
en fiskigengd skorti ekki þangað, og
kom að góðu í 1—Í2 veiðistöðum.
Merkisár má þetta kalla í stjórnar
sögu landsíns: endalok stjórnbótardeil-
unnar, eða sama sem það, með því að
nú vantar ekki nema sjálfan enda-
hnútinn, sem enginn gerir ráð fyrir
að á muni standa. Og niðurstaðan
svo viðunanleg, sem frekast varð við
búist eftir atvikum, þótt hvergi nærri
sé annmarkalaus.
Verziun sæmilega hagstæð. Fiskur
enn í háu verði, eins og undanfarin
ár. Smjörsalan til Englands heldur
að glæðast.
Búnaðarframfarir sýnilega töluvert
að örvast að mörgu leyti.
. Vesturfarir ekki miklar, en þó
nokkrar.
Frá útlöndum
ekki annað að frétta, eftir enskum
blöðum til 16 þ. m., en að nærri
stappar ófriði af hálfu Breta og f>jóð-
verja við þjóðveldið Venezuela í Ame-
ríku, út af skuldavanskiium; þar hef-
ir verið byltingarófriður í landi og
gengið margt á tréfótum. Tekið skip
hvorir fyrir öðrum og bandamenn skot-
ið á borg eina í Venezuela. Forsetinn
þar, Castro, skorað á stjórn Banda-
ríkjanna, að hlutast til um málið, en
hún færist undan.
Harður vetur suður hér um áltuna.
Talað um mikil' bágindi manna á með-
al í Austurríki sér í lagi.
Landstjórinn í Canada, Minto lá-
varður, sagður um það leyti að segja
af sér, og mælt að við taki Sir Alfred
Reykjavík laugardaginn 27. desember 1902.
Milner, landstjórinn í Suðurafríku, er
Búum mun ósárt um að sjá á bak, en
Canadamenn fagna.
Gufuskip ísafold (Bryde) kom I gær-
morgun frá Englandi, eftir 10 daga ferð.
Gufuskip Pervie komst loks á stað
héðan á Þorláksmessu og ætlaði til Isa-
fjarð i)■. cn þaðan tii Englands. Með því
sigldi Guðm. Gramalieisson búkbindari.
Hvít ,jól. Hér hefir verið alhvit jörð
frá því fyrir iúl og er enn. En fiostvæ.gt.
Ridditrar af dbr. eru þeir sagðir
orðnir, lektor, rektor og Jún A. Hjaltalín
Möðruvallaskúlastjóri.
Kosninga-undirbúningurinn.
Fyrri bæjarstjórnarkjördagurinn er
nú auglýstur, sá fyrir almenna gjald-
endaflokkinn. Hanu á að verða 5.
janúar, annan mánudag en kemur.
Ekki er annað að heyra yfirleitt en
að vel muni mikill þorri kjósenda
sætta sig við fulltrúa-efnaskrá þá, er
birt var í síðasta blaði. Og er það
vitanlega því að þakka, að hún er
gerð með ráðiog samþykki óhlutdrægra,
hygginna og mikilsráðandi manna úr
öllum meiri báttar félögum og atvinnu-
flokkum í bænum, nógu margra (20—
30) til þess, að þar væri engri rétt-
mætri íhlutun frá stíað, en ekki þó
fleiri en svo, að takast mætti góð sam-
vinna, það er tiltækiJegasta aðferðin
til skynsamlegs kosningaundirbúnings,
hyggilegasta samkomulagsleiðin. Með
því lagi vinst bezt að firrast skaðleg-
an æsing, vakinn tíðast af einstökum
mönnum, er meir gengur til ofmetnað-
ur og fordyld að vilja vera í bæjar-
stjórn en að þeir eigi þangað mikið
nytsemdarerindi eða hafi á sér al-
menningstraust. Eins og eins félags
fylgi geta þeir ef til vill aflað sér með
hinum og þessum kænlegum ráðum,
með því að trana sér óspart framsjálf-
ir, rása fund af fundi og láta vini sína
halda þar um sig hróka-Iofræður, beita
atkvæða-hrossakaupum og öðrum sam-
kynja brellum." En lengra komast
þeir ekki. jþví þorra manna er það
ljóst, sem betur fer, að hæfileikarnir
standa jafnast í öfugu hlutfalli við á-
fergjuna í að hljótakosningu. Einmitt
þeir láta sér oftast hægast, eru jafn-
vel tregastir, sem bezt vita, hver vandi
fylgir vegsemdinni, og mest hugsa um
að leysa vandann vel af hendi. —
Fyrir einu félagi hér í bænum hefir
gengið mikið á undanfarnar vikur um
að ráða bæjarstjórnarkosningum, eða
réttara sagt fyrir nokkru hrafli eða
brotiúr þessu félagi; og ráða þeim þá
vitanlega eins og þóknanlegt pr fyrir
leiðtoga þessa hrafls. f>ar hafa verið
hafðar hátíðlegar prófkosningar tvíveg-
is, ef ekki þrívegis, með alls ólíkri
niðurstöðu f hvert skifti, sá t. d. feng-
ið í annað skifti langflest atkvæði, er
ekkert fekk í hitt. Einu sinni skipuð
þar neínd, 3 manna, til þess að stinga
upp á fulltrúaéfnum. Hún kemur með
sínar tillögur á síðasta fundi, en lætur
ótilnefnda tvo fulltrúana og segist
gera það til þess að láta fundinum
eftir tillögurétt um þá. f>að þótti hálf-
kynlegt, með því að enginn vissi ann
að en að fundurínn ætti tillögurétt um
alla fulltrúana, hvað sem nefndinni
leið — þangað til það kemur upp úr
dúrnum, að hún hefir lagt undir við
kunningja sinn einn utan nefndar, að
hann styngi upp á þeim sjálfum, nefud-
armönuum ! þeir liöfðu ekki haft al-
mennilega uppburði í sér til þess og
vantreyst líklega fylginu með fram,
sem og reyndist á rökum bygt, með
því að hvorugur náði því nándarnærri,
er til kom, að kornast á skrá hjá fé-
laginu. jpeir sem það happ hlutu
fengu frá >/13—7« hluta atkvæða fé-
lagsmanna, sama sem hérumbilVig—
72o hlut kjósenda í bænum (hæsta at-
kvæðatalan 41, af nær 800 kjósendum
í bænum). f>etta sáu hlutaðeigendur
fram á að eigi mundi ægja lýðnum,
og tóku það ráð til að bæta úr því,
að láta leiðtoga-máltólið gera heyrum
kunnugt með miklu bramli, að þessum
þar til nefndu mönnum væri það
meðmælt, »stærsta félagið í bænum«,
sem er þó alls ekki stærsta félagið; eitt
er að minsta kosti fjölmennara: Báran.
f>að átti vitanlega að þýða sama
sem að nú væri hinum engin vorkunu
að vita, hvað til síns friðar heyrði.
f>eim væri hollast að hverfa að sama
ráði, ef þeír vildu að vel færi — hverfa
að því sem »stærsta félagið« (sem e k k i
er samt stærsta félagið) vildi vera láta,
eða hafði viljað í þ a ð sinn, þótt alt
annað vildi það viku fyr og enn ann-
að fyrir hálfum mánuði, og vill lík-
lega hið þriðja eða fjórða næstu viku.
Hætt er við samt sem áður, þrátt
fyrir allar ögrauir, að önnur félög eða
flokkar, atvinnuflokkar, þykist eiga
tiltölulegan rótt á að ráða nokkru um
kosningarnar, eins og áminst brot eða
hrafl úr »stærsta félagi bæjarins# (sem
ekki er samt stærsta félagið).
Annars hefir rignt niður þessa dag-
ana, sjálfa jóladagana, fulltrúaefna-
skrám, sinni úr hverri átt, og þær
verið auglýstar á strætum bæjarins.
Dult fer um faðerni að þeim. Líkleg-
ast að þær stafi frá mönnum, sem illa
kemur að vera settir hjá í fulltrúatil-
nefning og atinga þá upp á sjálfum
sér með uafnlausri áskorun, en skipa
við hlið sér til ólikinda einhverjum svo
álitlegum mönuum, aö aðrir hafa stung-
ið upp á þeim líka. Ein skráin þykir
hafa á sér sérstaklegan veitingamanna-
hollustu-blæ. jpví ekki það? Aðrar
virðast gerðar út eingöngu til tvístr-
ings og hljóta væntanlega viðeigandi
undirtektír — þær, að efla samheídi
meðal þeirra, er styðja vilja hlutdrægn-
islaust svo vandað val í bæjarstjórn,
sem tök eru á eftir atvikum.
Yel kunna þeir sumir tök á því,
8em brölta vilja inn í bæjarstjórn af
tómum metnaði, að látast vilja leggja
þar í sölur dýrmæta krafta sína til að
afreka margt og mikið, koma meðal
annars á stað mikils háttar framfara-
fyrirtækjurn, er veiti verkalýð bæjar-
ins stórkostlega atvinnu, þótt vafa-
samt sé, hvort nokkurt vit er í þeim.
Hitt vita þeir, sem er, að slíkt kemur
sér vel og er mjög líklegt til atkvæða-
fylgis. En sé farið að grenslast eftir,
hvernig þeir hugsi sér 'fé fengið til að
standast kostnað af því, þá verjast
80. blað.
þeir allra frétta, og varast umfram alt
að vera hlyntir neinni þeirri breyting
á bæjargjöldum, er íþyngja kynni al-
menningi; þ a ð vita þeir að e k k i er
vinsælt og leiðir e k k i til kjörfylgis.
En kjósendur eru sem betur fer fæst-
ir svo sljóskygnir, að þ<úr sjái ekki
nokkurn veginn út um það brekán, —
sjái ekki, að þetta tVent er yfirleitt
ósamrýmanlegt og að hér er ekki ann-
að líklegra en að verið sé að gabba
þá og ginna.
Veðurathufranir
i Revkjavík, eftir afJjunkt Björn Jensson.
1902 IE a í>- <5 ax p œ O 5 <3 £ Sp
desbr. B S a>? '0 <rt- 'ér 8 P OQ § 3 P5 Sp •-í
Ld. 20.8 752,2i 2,8 8i$W 1 jio 2,7 ”-ÖT
2 753,1 4,6 ssw 1 10
9 753,5 6,9 SSE 2 10
Sd. 21.8 753,7 5,0 SE 1 9 3,9 2,1
2 746,9 6,9 sw 3 8
9 748,5 4,2 ssw 2 6
Md.22. 8 750,5 1,7 88W 2 7 2,8 0,9
2 750,1 0,7 8SW 1 8
9 747,9 -0,4 S8W 2 5
Þd. 23. 8 746,7 -0,9 SW 2 8 0,2 -2,0
2 751,7 0,5 WSW 2 8
9 746,8 0,0 SW 1 10
Md 24. 8 745,7 -1,1 w 1 8 5,2 -2,0
2 749,7 -1,2 w 2 7
9 747,2 -0,2 w 1 10
Fd.25. 8 746,3 -2,9 N 1 6 0,2 -4,0
2 749,4 -4,2 SE 1 10
9 750,2 -2,0 SE 1 10
Fsd.26.8 746,1 -3,0 WNW 1 4 3,4 -5,8
2 748,6 -6,3 E 1 5
9 748,0 -6,0 E 2 10
Málfundafélagið.
Fundur á morgun kl. 41/* í Iðnað-
armannahúsinu. Talað um áhuga-
m á 1 Reykjavíkur. Málsheí)-
andi Þórh. Bjarnarson lektor.
Qucjfagur 6aRari?
sem stundað hefir bakaraiðn í 4 ár,
óskar eftir atvinuu frá 1. maí næstk.,
belzt í Beykjavík. Tilboð, merkt:
•Bakari 716« óskast sent til ritstjóra
ísafoldar fyrir 15. febr. 1903. í til-
boðinu sé tekið fram mánaðar- eða
árslauu, með eða án húsnæðis og
fæðis.
Vinnumaður úskast á gott heimili við
ísafjarðardjúp. Hátt kaup. Ritstj. vísar á.
JSaiRfdíag cffvíRur.
A morgun (sunnud.) verður leikið í fyrsta
sinni
Hneykslið.
Sjúnleiknr i fjúrum þáttum
eftir Otto Benzon.
Sunnanfari
kostar 2'/a kr. árg.. 12 arkir, auk titilbl.
og yfirlits. Aðalútsala i Búkverzlun ísa-
foldarprentsm., og má panta hann auk þess
hjá öllum búksölum landsins, svo og öllnm
útsölnmönnnm Isafoldar.
Zeolinblebið góða.
í stórum og smáum byttum, aftur
komið í afgreiðslu ísafoldar.