Ísafold - 03.01.1903, Blaðsíða 3
verið að læra margt og mikið, og kann
eg varla að nefna sumt af því, en
gagn af því höfum við ekki séð enn.
J?að kernur kannske seinna, þegar hiin
verður húsfreyja, ef hún nokkuru sinni
verður það. Yerð eg hér að getaþess,
að það slitnaði upp úr því milli henn-
ar og þórðar. Orsakir til þess skal
ekki nefna nú; kannske eg gefi þér
þær í skyn seinna.
Ketill hefir tekið próf frá stýrimanna-
skólanum. Gengu til þess þrír vetrar.
Eitt sumarið fór hann í kaupavinnu,
en fekk miklu minna kaup en mig
varði. í sveitavinnu hefir honum ekki
farið fram síðan hann kom hingað. I
fyrra var hann á skútu upp á hálf-
drætti, en afli hans var lítill, verðið
lágt á fiski, og eftirtekjan nauðalítil.
Arum þeim, sem hann var í sjómanna-
skólanum, tel eg fleygt á glæ, og þeim
kostnaði, sem kensian hafði í för með
sér, því eg hef enga von um, að hon-
um verði trúað fyrir stjórn á skipi, og
er það leitt. Hann er ekki hneigður
til að vera sjómaður. Oft hefi eg hugs-
að um það, sem þú einu sinni skrifaðir
mér um þessa »mentun«. Hvað mín
börn snertir, hefir hún farið í skakka
átt. En hvað Ketil snertir þá. verður
hann ekki sá einiaf þessum sjómanna
skólamönnum, sem aldrei verður skip-
stjóri. það eru ekki skip til handa
þeim fjölda, sem í skólann ganga.
I fyrra meiddi eg mig í fæti og fatl-
aðist frá vinnu í mánuð. f>á var nú
þröngt í búi. Og þá opnuðust augu
konu minnar. þá saknaði hún sveít-
arinnar og skepnanna. þær gerðu sitt
gagn eíns fyrir því, þótt maður fatl
aðist frá tímakorn, bara einhver væri
til að sinna þeim.
Nú þessi síðustu ár er alt orðið
erfiðara og alvarlegra; aíturkippur kom-
inn í alt. það er hætt að borga fast
kaup á þilskipunum; alt hálfdrætti.
Ekki nema duglegustu menn komast
að; hinum er ekki til neins að reyna
það; eftirtekjan verður engin fyrir þá,
ekki sízt nú, þegar verðið á fiskinum
er svo iágt. Svo segja þeir, að þessi
ódýru skip séu ekki lengur fáanleg,
svo að skipum fjölgar ekkert þessi ár
in; þeir segja jafnvel, að sum af eldri
skipunum standi uppi og gangí úr sér
fullkomlega að því skapi, sem þeim
nýju fjölgar.
Svo kemur nú aðalefnið. Mér felí-
ur erfitt að skrifa um það. En það
verður þó að gerast. það er biiið að
taka af mér húsið. Eg gat ekki stað-
ið í skilum með afborganir og vexti á
skuldinni.
Alt er nú erfiöara en var, líka það,
að fá kaupanda að húsum, og nú er
ekkert hús keypt nema það sé ná-
kvæmlega skoðað áður. Af hverju
húsi, sent selt er og keypt, er járnið
tekið hér og livar, til að skoða hvernig
undir því er, og þiljur víða teknar úr
til að skoða innviðina, því í góðu ár-
unum var mörgum húsum hróflað upp
í skyndi úr renglutrjám, og ekki kost-
að kapps um annað en að hafa alt
ginnandi fyrir augað; málaður pappír
yfir öllu að innan og járn að utan;
hvað þar var á milli, sá enginn, og
kaupandinn hugsaði ekki um það, bara
að alt væri gljáandi.
Svona fór nú fyrir mér. þegar eg
keypti húsið, sá eg ekki annað en járn
að utan og dýrðlega máluð herbergi.
En nú þegar átti aðselja það, var það
skoðað að efni öllu og byggingarmáta,
og kom það þá í Ijós, að það var ein-
tómt hrófatildur. Húsið seldist fyrir
miklu minna en það, sem eg gaf fyrir
það, og það sem við eigum innan-
stokks, verður selt að vori, og eg er
öreigi. Og þar við bætist, að börn
mín eru orðin óvön vinnu, og satt að
segja, þrátt fyrir raentunina, síður fær
til að vinna fyrir sér en þau voru
þegar þau fóru frá Gnúpi.
Hart er það, en satt er þaó.
Aður en eg skrifa meira um okkur,
ætla eg að segja þér frá Arnljótí og
hans högum, og er nú líkt að segja af
honum og mér.
það er í stuttu máli það, að hann
er líka sviftur sínu húsi, og er víst
orðinn öreigi, eins og eg. þegar hann
bygði húsið, komst hann í skuld við
yfirsmiðinn að húsinu, sem heitir þór-
ólfur. Eg held að þórólfur þessi hafi
tekið að sér algjörlega að útvega efni
til hússins og smíða það. Nokkuð er
það, að Arnljótur var honum talsvert
skuldugur. En svo trúlofuðust þau,
þórólfur og Helga Arnljótsdóttir, og
virtist það vera álitlegur ráðahagur,
því að þórólfur er efnismaður og hefir
rífandi atvinnu, og eg held að þessi
trúlofun hafi heldur bætt hag Arnljóts
meðan hún stóð. En svo kom að
skuldadögnnum fyrir Arnljóti, og var
sagt, að slegið hefði í talsverða rimmu
milli þeirra. Nokkuð er það, að það
slitnaði upp úr trúlofuninni, þórólfur
fór í mál við Arnljót, og húsið á hann
ekki lengur, og mér er vist óhætt að
segja, að hann sé öreigi, eins og eg.
Eg hef nýlega talað við þórnýju, konu
hans, og heyrðist mér á henni, að hún
væri orðin södd á Eeykjavíkurlífinu.
Helga dóttir þeirra er mjög sorgbitin
alt af, síðan þórólfur brást. Eg held
að hún sé sátt á að snúa aftur til
sveitarinnar. En þórður sonur þeirra
held eg að vilji ilengjast hér, eins og
Ketill minn. þeir hafa öll þessi ár
að miklu.leyti verið sínir menn, þótt
þeir hafi jafnaðarlega þegið mat hjá
okkur foreldrum þeirra; það, sem þeir
hafa unnið sér inn, hefir að miklu
leyti runnið í þeirra eigin sjóð, en þó
muu sá sjóður vera furðu-rýr. Og
verst er það, að okkur Arnljóti virðast
synir okkar báðir vera síður til vinnu
nú en áður.
En hvað skal nú til bragðs taka?
Satt að segja, ekkert er að flýja nema
til þín. Við þekkjum hvað þú ert
ráðagóður, snarráður, og að þú hefir
bein í hendi til að framfylgja því, sem
þú afræður. Við Arnljótur fáum að
vera í húsunum til krossme»su. tlr
því erum við á vonarvöl. Við eigutn
hrepp í þinni sveit. þar ertu mestu
ráðandi, og ekki einungis þar; eg held
að óhætt sé að segja, að þú sért mestu
ráðandi í sýsiuntii.
það er hart, að ekkert blasir við ann-
að en hreppurinn. Við Arnljótur er-
um enn heilir heilsu og fullfærir í
alla sveitavinnu, og svo eru konur
okkar líka. Dætur okkar fara með
okkur hvert sem við förum, svo fram-
arlega sem hreppsnefndin stíar þeira
ekki frá okkur. Synir okkar verða ó-
fáanlegir til að fara í sveit aftur, og
veldur það okkur áhyggju. Allur hugs
unarháttur þeirra er orðinn annar en
var, en á annan veg en hvað við for-
eldrar þeirra vildum óska eða höfum
trú á fyrir framtíð þeirra.
Við viljum og skulum vinna baki
brotnu, bara þú nú, af ”þinni fornu
trygð og vináttu, forðir okkur frá að
komast á hreppinn.
Með [þeirri fullvissu, að þú viljir
hjálpa okkur, og í þeirri von, að þér
takist það, enda eg þetta langa bréf,
og kveð þig ástúðlegast.
þinn gamli vin
Sigurður pórðarson.
Maður drukuaði.
21. f. mán. Eórst bátur í þykkva-
bæjarósum með’ 3 mönnum; komust 2
af en 1 druknaði, Páll Kristjánsson frá
Borgartúni, að hálfu í Hala. Hann
var að flytja mennina austur yfir, en
þegar þeir voru komnir austur yfir
aðalálinn, fylti og hvolfdi bátnum. í
þeim svifurn kom Sigurður Ólafsson
frá Hábæ austan yfir á bát og ætlað-
að bjarga, en hans bát hvolfdi þá líka;
samt fengu þeir bjargað sér með því,
að ná í annan bátinn, þar til er þeir
komust á grynningar. Veður var
hvast og bátarnir lélegar kænur; aðal-
ferjubáturinn fauk í mikla veðrinu um
daginn.
Páll sál. var mesti efnismaður, rúm-
lega tvítugur. Foreldrar hans höfðu
nýlega mist annan son sinn úr lungnai
bólgu á líku reki og Páll, og bárust
þau báglega af, sem vonlegt er. x
»Karlinn vill það ekki« svaraði
nafakunnur kjósandi einn hér í bænum ný-
lega manni, sem spurði bann, hverja hann
ætlaði að kjósa í bæjarstjórn. Hann gerði
grein fyrír því, en sagði svo um einn binna
fráfarandi fulltrúa, sem alment er í ráði að
endurkjósa: »Ilann kýs eg ekki; eg má
það ekki; karlinn vill fiað ekki; hann
segir að hann hafi aldrei fylgt sér i bæjar-
stjórn, heldur verið hér um bil alt af á
móti sér«.
Karlinn þessi, sem hann átti við, var
bankastjórinn.
»Þeim er nóg, sem skilurs, sagði Repp
heitinn, og þetta skilur hvert mannsbarn.
Maðurinn sagði þetta ekki í gamni, held-
ur i hjartanlegri einlægni og helgri alvöru.
Hann gat þess um leið, að bankastjórinn
væri »gull af manni«: hann hefði lánað sér
nýlega úr bankanum mörg þúsund krónur,
og væri þvi sjálfsagt að gera eins og hann
vildi, kjósa hæði sjálfan hann i bæjarstjórn
og þá eina, sem hann vildi hafa þar.
»En mér hefir heyrst að hann hafi ekki
unað sér svo vel í bæjarstjórn undanfarið,
að honum geti verið nokknr greiði í þvi
að vera endurkosinni, segir hinn; »hann
sem stökk burt úr henni um tima, af því
að bonum likaði þar svo iila«.
»Það er nú það sama; hann vill nú
vera þar áfram, kailsauðurinni.
Eg heyrði sjálfur á þetta samtal, og
hafði svo gaman at því, að eg get ekki
stilt mig um að láta fleiri hafa skemtun
af þvi, með því að koma því á prent.
N. G.
Hjálpræðisherinii gérði að vanda
góða jólagleði börnum og gamalmennum,
sinn daginn hvorum, með jólatré og góðri
máltið m. m. og skemti með söng og
hljóðfæraslætti. Börnin voru milli 2 og 3
hundruð og gamalmennin um l‘/2 hundrað.
Sjávarborgarbrennan. Mannræfill
nokkur, Guðjón Gnðmundsson, vinnumaðnr
hjá jieim, er kveikti á bæjarljóskerunum
hér í haust, hefir játað á sig fyrir rétti,
að hann muui vera valdur að því, er
kviknaði i haust i geymsluhúsum Asgeirs
kaupmanns Sigurðssonar hér inn með sjón-
um, þeim er nefnd eru Sjávarborg.
Hann hafði verið þetta kvöld að slökkva
á bæjarljóskerunum fyrir húsbónda sinn,
oiðið siðan gengið inn að húsunnm til
þess að ná sér i brennivinsflösku, er hann
átti þar geymda, staupaði sig á henni, var
þar að auki með tvo vindla, sem hann
reykti þar, sofnaði síðan út frá öllu sam-
an, fullur og ringlaður, og vaknar ekki
fyr en við lúðraganginn, er vakti slökkvi-
liðið um nóttina, þegar eldurinn var orð-
inn magnaður, verður skelkaður og stökk-
ur heim til sin — þykist vita, að sér muni
um að kenna eldinn.
Nokkru seinna hefir hann vistaskifti
og segir þá einlivern tima nýja heim-
ilisfólkinu frá þessu, um leið og hann
minnist á önnur brek sín, svo sem
fjárpretti og gripdeildir, sem hann var
undir sakamálsrannsókn fyrir í Hafnarfirði.
Nú milli jóla og nýárs kemur nýi hús-
bóndinn með Guðjón þennan til Ásgeirs
kaupmanns og vill hreppa 300 kr. verð-
laun þau, er hann hafði heitið þeim, er
kæmi glæpnum upp; og kannast Guðjón
þá við hann; en ber hann síðan af sér
fyrir rétti fyrst i stað, þar 'til í gær, að
hann gerir þar játningu sína, svo felda
se.m fyr segir.
Hádegismessu í dómkirkjunni flytnr
á morgun sira Olafur Olafsson frá Arnar-
bæli.
Eftirmæli. Dáin hér í bænum 14.
nóv. f. á. eftir langvinnar þjáningar konan
Kristín Sigurðardóttir, f. 11. nóv. 18.1
að Saurhóli i Dalasýslu, dóttir Sigurðar
bónda Ólafssonar, Sigurðssonar umboðs-
manns frá Kjarna i Eyjafirði og konu hans
Sesselju Jónsdóttur bónda frá Reynikeldu á
Skarðsströnd, Þorsteinssonar. Amma Krist-
ínar sál. var Kristín Einarsdóttir. en sá
Einar og Ragnheiður, amma H. Kr. Frið-
rikssonar yfirkennara, voru systkin.
Kristin ólst upp hji foreldrum sínum,
fluttist tvitug í Akureyjar til Péturs sál.
Eggerz og var hjá honurn þangað til vor-
ið 1889, að hún kom hingað til Reykjavík-
ur. Hún giftist 28. sept. 1895 Pétri verk-
stjóra Þorsteinssyni, Péturssonar frá Norð-
tungu í Borgarfirði, er nú lifir hana ásamt
2 börnum þeirra af 4 alls.
Kristín sál. var i hvívetna sómakona í
hverri stöðu eem var, góð eiginkona manni
sínam og góð móðir börnum sínum; hún
var allvel greind, lagin við dagleg störf,
lét litið á sér bera, var frjálsleg í fram-
komu og fordyldarlaus. Hún bar sjúkdóm
sinn, krabbamein, með stakri rósemi og
jafnaðargeði og sömu stillingn sem einkendi
hana meðan hún var heil á húfi. G. G.
Hinn 16. f. m. andaðist að heimili sínu
Hrútatungu í Staðarhreppi merkisbóndinn
Þorsteinn Jónsson. Hann var fæddur að
Fossi í Hrútafirði um veturnáttaskeið árið
1830. Voru foreldrar hans Jón Þorsteins-
son hóndi á Fossi og kona hans Sigriður
Sigurðardóttir. Þorsteinn heitinn ólst upp
i foreldrahúsum og dvaldist með foreldrum
sinum þar til hann fluttist að Hrútatungu
árið 1863; var hann þá kvongaður fyrir
5 árum eftirlifandi ekkju sinni Ólöfu Guð-
mundsdóttur. I Hrútatungu bjó hann svo
33 ár eða til vorsins 1896, er hann lét af
búskap og dvöldust þau hjón eftir það hjá
Tómasi syni sínum, er nú býr í Hrútatungu.
Þeim hjónum varð 8 barna auðið og lifa
5 synir þeirra, fulltiða menn. Búskap sinn
byrjaði Þorsteinn heitinn með fremur litl-
um efnum, en efnaðist skjótt svo, að liann
varð með beztu bændum sveitarinnar.
Jarðabætur gerði hann taisverðar á ábý'.is-
jörð sinni og hygði mjög uiyndarleg pen-
ingshús.
Þorsteinn heitinn var einhver hinn vin-
sælasti maður i þessu héraði, og bar margt
til þess, en einkum þó hin frábæra greið-
vikni hans og hjálpfýsi, sem þeir munu
jafnan minnast, er eitthvað kyntust hon-
um. Það mun óhætt að fullyrða, að hann
hafi aldrei neitað manni, er bað hann um
lán, ætti hann þess nokkurn kost, jafnvel
þó beiðandinn væri konum litt eða ekki
kunnur. Oft bar það við, að heimili
hans varð að þola skort vegna þess, að hann
hjálpaði öðrum um ýmislegt, er hann mátti
ekki sjálfur án vera, og ætíð reyndist hann
hin mesta bjargvætt sveitunga sinna ogná-
granna í harðindum, þegar heyþrot bar að
höndum. A manntalsþingum lauk hann ein-
att gjöld fyrir alla þá sveitunga sina, sem
ekki gát.u borgað, og haft var það eftir
Lárusi heitnum Blöndal sýslumanni, að
hvergi í sýslunni gyldust þinggjöld eins
vel og í Staðarhreppi, og mun óhætt að
þakka það Þorsteini að miklu leyti.
Gestrisnismaður var hann hinn mesti,
skemtinn i tali og orðheppinn, keppinn í
orðaskiftum og lét þá litt hlut sinn við
hvern sem hann átti.
Með Þorsteini sáluga er fallinn einhver
hinn bezti drengur, vinfastur, trygggur,
ráðvandur, hreinskilinn og hjálpsamur dugn-
aðarmaður. Jósef Jónsson.
Þann 25. april þ. á. andaðist að Heggs-
stöðum í Miðfirði ekkjan Sigríður Ara-
dóttir. Hún var fædd að Litlabæ á Alfta-
nesi 28. júní 1829. Atti hún fyrir eigin-
mann Halldór Jörundsson og varð þeim 8
barna auðið; tvö af þeim dóu í æsku, en
6 eru enn á lifi; þar af eru tvo koinin til
Ameriku. Þau hjón bjuggu lengi góðu búi
á Haukshúsum á Alftanesi; en eftir að Sig-
riður sál. brá búskap, fluttist hún til dóttur
sinnar, Ingibjargar, á Heggstöðum i Mið-
firði, og dvaldi þar siðustu árin. Sigríður
sól. var greind og góð kona og mjög vel
látin af öllum þeim, er kyntust henni; hún
var góð móðir barna sinna og hjálpsöm
við alla, sem kjálpar þurftu.