Ísafold - 25.04.1903, Blaðsíða 2
82
Stjórnarvalda-augl. (ágrip)
Húnavatnssýslu-spari.yjóðsbók nr. 136
er glötuð. Handhafi gefi sig fram á 6
mánaða fresti frá 24. þ. m. við þá GHsla
Isleifsson sýslumann og P. Sæmundsson
faktor.
Uppboð, þrítekið, 12. og 26. maí og 9.
júni þ. á. á jörðunum Miðhúsum i Grarði
(12,2), Lykkju (3,2) og Smærnavelli (3,2),
svo og á lausafé í dánarhúi Magnúsar Þór-
arinssonar í Miðhúsum eftír 3. upphoðið
'9. júní).
menn á alþing, svo þeir yrðu í meiri
hluta, yrði þjóðin að senda börnin sín
á gufuskipum til Danmerkur, til að
kenna þeim kristindóminn, og fjölda
margt þessu líkt, eða þau blöð vor,
sem haga sér alveg á sama hátt og
þessi náungi. Séu þetta ekki þjóðar-
heimilis djöflar, sem líklegir eru til
að leiða ógæfu yfir hana, veit eg ekki
bvert nafn á að velja þeim, er betur
eigi við afreksverk þeirra.
Meiri smán er ekki hægt að sýna
þjóðinni en aðprédika fyrir henni til-
hæfulaus ósannindi, því það er áreið-
anlegt, að þar sem ósannindi eru við-
höfð, vantar góðan málstað, og slíkum
á þjóðin að sýna, að hún þekki mun
á því, að vera borin eða dregin, en
geri hún jþað ekki og líði óhlutvönd-
um mönnum að smána sig á þennan
hátt, er henni vís hörmuleg framtíð,
svo lengi sem hún lætur slíkt við-
gangast óátalið.
Eða hvað á að hugsa um þá menn,
sem níða og smána sem framast er
unt þær stjórnmálaskoðanir og þá
menn er þeim fylgja, sem þeir marg-
játa fyrir þjóðarinnar hönd, þegarþeir
eru orðnir alþingismenn, og telja sér
það til gildis, sem þeir ekki eiga. Slíka
menn á þjóðin að kæfa í þeim reyk,
sem þeir hafagint hana til að kaupa,
og yfir höfuð alla þá náunga, sem ber-
ir eru orðnir að því, að beita bægslun-
um á ýmsan miður drengilegan hátt,
til að hefja sjálfa sig upp i þingmanns-
sætið, án þess að hægt sé að marka
það á verklegri framkomu þeirra, að
þeir beri hag eða vellíðan hennarfyrir
brjósti, eða hafi á nokkurn hátt lagt
á sig erfiði eða þjáningar með henni
og fyrir hana, hve nauðstödd og þurf-
andi sem hún svo er og hefir verið
góðrar liðveizlu, en virðast hafa meira
gert að því, að auka sinn aigin iík-
ama og hafa hann sem fyrirferðar-
mestan og sléttastan, líkt og á alidýr-
um þeim, sem verðlaun eru goldin
fyrir á sýningu.
Eg held það sé ekki hugsan-
legt, að slíkir menn, ef til kunna
að vera, séu líklegir til að lyfta
þjóð sinni upp til andlegs og
efnalegs sjálfstæðis og menningar, eða
leggja uudirstöðuna til þess.
En bótin í þessu máli er sú, að það
er þjóðin sjálf, sem ræður, og margoft
hefir það verið brýnt fyrir henni, að
vera vel vakandi og gefa gaum að
hátterni þeirra manna, er bjóðast henni
til að vinna að hinu harla vandasama
og mikilsverða verki, fyrir hennar hönd,
löggjafarstarfinu, og fjármálum hennar.
B ó n d i.
Glasgow-bruninn.
þ>að hefir sannast í réttarprófunum, að
eldurinn hefir komið upp í vindlaverk-
stofu, er var í miðju húsinu niðri og
var hlutafélagseign. En ekkert hefir
um það vitnast, með hverjum hætti
það hefir atvikast. Vinnu var hætt
þar kl. 8 um kveldið og kl. 10 gekk
verkstjórinn þar um síðast, að ná sér
í eitthvað, sem hann hafði gleymt,
Ekki hafði veríð lagt neitt í þurkun-
arofn verkstofunnar þann dag, og í
upphitunarofni var löngu dautt. Kl.
rúmlega 1 um nóttina fann fólk í
næstu íbúð, með þili í milli, fyrst
brunalykt. En hálfri stundu síðar var
miðhluti hússins kominn í bjart bál.
Uppi yfir vindlaverkstofunni var kenslu-
salur lýðháskólans. Voru íbúðir að
eins í báðum endum hússins, 6 fjöl-
skyldur alls, auk einhleypra manna,
rúmir 30 manns samtals.
Af fólkinu var hættast kominn gest-
ur einn, er svaf efst uppi undir þaki
og gleymst hafði að vekja, er fólkið,
sem hann gisti hjá, varð vart við eld-
inn. Hann vaknaði við það sem hann
hélt veraóláta-hávaða niðri og skreidd-
ist mjög fáklæddur einhvern veginn
niður eldhússmeginn, marga stiga og
honum ókunnuga.
Karlægt gamalmenni, nær áttræða
konu, bar vinnukona, Helga Sigurðar-
dóttir, í fangi sér niður af efra lofti,
og þótti vasklega gert, eftir að eldur-
urinn var mjög magnaður orðinn, og í
kafþykkum reyk; tilkvaddir karlmenn
höfðu færst undan.
Einna vasklegast og karlmannleg-
ast gekk að öðru leyti fram við bruna
þenna Páll Stefánsson verzlunarmað-
ur, þingeyingur.
Vátrygt var alt í vindlaverkstofunni
og innanatokksmunir hjá einni fjöl-
skyldunni. Enn fremur hey og annað
(reiðtýgi) í norðurenda geymsluhúss-
ins (G. Z.), svo og nokkuð af efnivið
í hús í suðurendanum; það átti em-
bættismaður einn hér í bænum, er tók
sig til og vátrygði, erþar kviknaði eldur
fyrir nokkrum vikum, en fyr ekki.
Annar maður, er ætlar að reisa sér hús
í sumar, átti þar og efnivið, 5—600 kr.
vírði; það brann alt óvátrygt, svo og
smíðatól 7 trésmiða m. m,, er þar
höfðu smiðastöð.
Ein fjölskyldan hafði vátrygt innan-
stokksmuni sína til síðustu áramóta
fyrir eitthvað 6000 kr., en hætti þá,
af einhverjum misskilningi meðfram, og
ætlaði að vátryggja aftur, er hún hefði
bústaðaskifti í vor og flyttist í stein-
hús, með því að þar er iðgjald miklu
lægra. f>að var frámunaleg slysni.
Um 800 tunnur af salti voru í kjall-
aranum undir Glasgow. Meiri hluti
þess náðist eftir á ekki mikið skemt.
f>ar brunnu og 60tunnur af gotu, um
3000 kr. virði.
Stærsta peningalindin.
Eftir
Pál Halldórsson skólastjóra.
I.
Öllum þeim mönnum, sém unna
sannleikanum og hafa hann fyrir leið-
arljós, kemur saman um það, að
drybkjuskapurinn sé eitthvert hið
mesta böl þjóðarinnar.
Sem betur fer, er þessi sannfæring
nú óðum að ryðja sór til rúms hjá
þjóð vorri. Hún er að vakna til með-
vitundar um, hve skaðlegt áfengið er
oss og hefir verið alt fram á þennan
dag; en það er líka kominn tími til
að vakna. Vér erum búnir að vera
of lengi undir ánauð vínnautnarinnar,
og vínfangahítin er búin að gleypa of
mikið fé úr vasa landsmanna. f>að hafa
of margar konur af vorri fámennu
þjóð orðið að sjá menn sína og bræð-
ur falla fyrir hinu eitraða vopni á-
fengra drykkja; þaðeru of margarkonur
búnar að gráta of mörgum tárum yfir
ofdrykkju manna sinna, of margar
mæður búnar að gráta of mörgum tár-
um yfir ofdrykkju sona sinna. Ofrið-
ur og úlfúð hafa fest rætur á mörgum
heimilum eingöngu fyrir ofdrykkju
húsbóndans; of mörg ókristileg verk
verið unnin í ölæði, er ella mundu
aldrei hafa framin verið. Og svona
mættí halda áfram að telja upp ótal
dæmi, sem öll eiga rót sína að rekja
til ofdrykkjunnar.
Um þetta hafa margar ræður verið
haldnar á síðari árum, í þeim tilgangi,
að stemma stigu fyrir ofdrykkjunni;
og þökk sé þeim, er það hctfa gjört.
iþað er nú samt ekki áfoi m mitt, að
taka mál þetta frá þeirn hlið, því
það hafa svo margir gert, heldur ætla eg
með nokkrum tölum og dæmum að
sýna fram á, hve mikið fé áfengið
hefir kostað þjóð vora tuttugu síðustu
ár aldarinnar, þ. e. árin 1880—1899,
að báðum þeim árum meðtöldum, því
að enn ná landhagsskýrslurnar ekki
lengra, þær er prentaðar eru, og sér-
staklega ætla eg að íhuga nákvæm-
lega síðara tuginn, árin 1890—1899.
Til þess að gefa mönnum enn betri
hugmynd um tölur þessar, hefi eg og
tekið ýmsar aðfluttar nauðsynjavörur,
er að verðmæti kosta jafnmikið og
áfengið, sem flyzt til landsins það
árið.
Aftur á móti hefi eg reiknað út,
hversu mikið þarf að taka af útfluttu
vörunum til að borga með áfengið,
sem flutt er inn í landið það sama
ár, og hefi eg valið til þess ýmsar
helztu útfluttu vörurnar, og af ásettu
ráði eigi ávalt hinar sömu.
Eins og gefur að skilja eru tölur
þessar eigi teknar úr lausu lofti, held-
ur úr Landshagsskýrslum Islands, og
þarf því eigi að efa, að þær eru svo
réttar sem föng eru á.
Skýrslan yfir áfengiskaupin síðari
10 árin verður þá þannig:
Á r tö >-s CD B' 9: Önnur vín- föng (áfeng) 1 Áfengi t'yrir samtals Hve mikill hluti af aðfl. vörum Hve mikill hluti af útfl. vörum Kemur á hvern mann á landinu Kemur á hvern karlm. 15—70 ára að aldri
þús. kr. þús. kr. þús. kr. þús. kr. 0/ /o 0/ /0 kr. kr.
1890 247,9 41,6 57,3 346,8 6 7 4,95 15,18
1891 287,8 45,2 98,5 431,5 6,5 8 6,12 18,62
1892 233,6 49,2 65.6 73.6 348,4 6 8,5 4,92 15,04
1893 245,1 54,1 372,8 6 6,6 5,20 16,00
1894 248,7 58,8 95,0 402,5 6,5 6,8 5,58 17,34
1895 261,3 53,6 108,1 423,0 6 7 5,76 18,80
1896 296,7 62,1 108,7 467,5 5,7 6,6 6,22 19,80
1897 284,9 64,5 122,7 472,1 5,8 7,3 6,24 20,00
1898 227,5 63,0 86,6 377,1 5,2 6,3 4,95 15,94
1899 223,8 62,7 106,7 393,2 4,9 5,6 5,10 16,64
Samtals 2557,3 554,8 922,8 4034,9 5,9 7 55,04 173,36
meðaltal
Yfirlit yfir aðfluttar og útfluttar
vörur, sem kostuðu jafnmikið og á-
fengið það sama ár. Vörutegundin
er tekin óskert.
a. Aðfluttar vörur:
Ár
1890 33250 skpd. steinkol, 277,937 pt.
steinolía, kaðlar og færi fyrir
98 þús. kr.
1891 78357 tn. salt og þakjárn fyrir
33 þús. kr.
1892 2,176,477 pd. bankabygg.
1893 2,424,555 pd. bankabygg og 531-
955 pd. hveiti.
1894 2,638,979 pd. rúgmjöl og 1558-
280 pd, hrísgrjón.
1895 alls konar viður fyrir 313 þús.
kt. og 591,168 pt. steinolía.
1896 85,236 tn. salt og 714,566 pt.
steinoh'a.
1897 steinkol fyrir 479 þús. kr., sem
er 7 þús. kr. meira en áfeng-
ið kostaði.
1898 skófatnaður fyrir 60 þús. kr.,
höfuðföt fyrir 39 þús. kr., til-
búinn fatnað fyrir 179 þús. kr.
og smjör fyrir 99 þús. kr.
1899 3,439,100 pd. rúgur, 164,695 pd.
smjör, og þakpappi fyrir 9855
krónur.
b. Útfluttar vörur:
Ár
1890 7510 tn. hákarlrlýsi, 5566 pd.
dúnn og 416,181 pd. saltkjöt.
1891 11734 sauðkindur, 1,127,569 pd.
saltkjöt, 28,990 saltaðar gærur
og 11,652 lambskinn.
1892 26805 sauðkindur og 10565 pd.
svört ull.
1893 24191 sauðkindur, 6633 pd.
dúnn og 6875 pd. fiður.
1894 2,353,556 pd. saltkjöt.
1895 13836 skpd. söltuð ýsa, 45735
pd. tólg og 14618 pd. hertur
sundmagi.
1896 438,261 kr. peningar, 1241 tn.
soðið- og 130 tn. hrátt þorska-
lýsi.
1897 22351 sauðkindur, 933 hross og
7059 tn. hákarlslýsi.
1898 1,725,800 pd, salkjöt, 7177 pd.
dúnn og 10706 pör fingravetl-
ingar.
1899 5696 hross, 159,300 pd. mislit-
og svört ull, 8595 pd. smjör,
68288 pd. tólg og 18745 pd. salt-
aður lax.
Af sýslunefndarfundi Árnesinga.
Hann var haldinn 14.—18. þ. m.
og skal hér getið helztu málanna:
Eitthvert mesta vandamá! fundar-
ins var að bjarga rjómabúunum úr
hættu, en á þeim byggist mjög svo
framtíðarvon landbúnaðarins. Hætt-
an er sú, að smjörið seljist illa éða
ekki, nema því að eins, að það sé í svo
stórum kvartilum, að eigi só fært að
flytja þau á hestum nema stutta leið,
einkum þar sem þetta er svo mikill
flutningur. Virðist því bráðnauðsyn-
legt, að þau eigi sem allra skemst til
dráttar að vagnvegi. Til þess þyrfti
að lengja flutningabrautina frá Eyrar-
bakka þanö veg, að hún taki sig upp
aftur frá þjóðveginum fyrir ofan Bitru
og sé lögð þaðan upp að Laxá fyrst.
Svo þyrfti álmu frá henni að Iðu,
vegna Biskupstungnabúsins, og aðra
frá Ölfusveginum að Alviðru, vegna
Grímsness. Sýslunefndin sá eigi ann-
an veg færan en að biðja alþingi að
koma þessu áleiðis á næsta fjárhags-
tímabili, en hét þar á móti að taka
aó sér, í sambandi við Grímsnesinga,
að brúa Sogið án landssjóðstillags; og
mun það fullerfitt.
þ>á var og óskað, að sýslu- og hrepps-
nefndum yrði leyft, er þörf krefur, að
hækka vegagjaldsmælikvarðann, þar
eð verkfærir menn fækka, en vegir
þurfa síns við fyrir því.
Beðíð var um að losna við brúa-
gæzlukostnaðinn.
Og enn var beðið um, að hafnir hér
verói gerðar að strandferðaviðkomu-
stöðum að sumrínu.
Öllu þessu eiga nýju þingmennirnir
okkar að reyna sig á að koma fram,
og þó ýmsu fleiru, t. d. að fjölga vörð-
um með Mosfellsheiðarvegi, fá Geysis-
brautina lengda o. fl.
Nýmæli var, að veittar voru 550 kr,
til dragferju á Iðu. Spóastaðalögferju
var lagt til að afnema, en Óseyrar-
nessferja þótti eigi mega missast.
í stað ferðamannaskýlis á Lækjar-
botnum var lagt til að styrkja gisti-
hús nálægt Hólmsbrú, ef þess yrði
óskað.
f>á eiga og þingmenn að fá fram-
gengt vörumerkjalögum, nema þiugið
vilji heldur banna útflutning alls jp,nn-
ars smjörs en frá rjómabúnm, av^) að
óvandað smjör spilli eigi áliti hins
íslenzka smjörs erlendis. Ogþeir |eiga
að útvega landsstjórninni heimild't til
að mæla svo fyrir, að lægra smjörvWð
en 70 a. geti fengið verðlaun, þá \er
/