Ísafold - 23.05.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.05.1903, Blaðsíða 3
115 á f>ingvöllum og konvi hans Matthildi ljósmóður Hannesdóttur, og er enn með þeim. Ingibjörg, f. 18. nóv. 1880; hiin er sömuleiðis heima. 011 eru þau systkin ógift önnur en Kristín, sem áður er sagt. þau Sigurður sál. og Ingibjörg byrj- uðu búskap á Svelgsá vorið 1867 á hálfri jörðinni, en fengu hana alla eftir fá ár. Heimili þeirra hjóna hefir verið eitt hið mesta myndar-, sóma- og góðgjörðaheimili vestanlands á þesaum tfma. Gestrisni, kurteisi og hjálpaemi við alla, er bar þar að garði, jafnt fá- tæka sem ríka, vesala og volduga, lýsti sér í smáu og stóru, þrátt fyrir það, þótt efnahagurinn væri þröngur fram eptir búskaparárunum, meðan ó- megðin var sem mest. |>að er í sann- leika fullyrðandi, að enginn hefir kom- ið svo á heimili þessara merku heið- urshjóna, að honum væri eigi veittur allur sá beini, er hann þyrfti með og þeim var auðið úti að láta, og tóku aldrei við eyrisvirði fyrir. Samfara þessari einstöku mannást þeirra hjóna var sönn guðhræðsla og trúrækni, Sigurður heit. skaraði langt fram úr öðrum samtímismönnum sínum að starfsemi, dugnaði og íyrirhyggju, enda ber ábýlisjörð hans glögg merki þess nii og mun bera um marga tugi ó- kominna ára. Hann vann marga stundina þá er aðrir sváfu og hvílaust, því hann var hverjum manni árrisulli og svefnléttari. Tún og hús jarðar- innar voru í mjög mikilli niðurníðslu, þegar hann reisti bú á henni; tók hann því þegar að bæta túnið með þúfna- sléttum, er alt var kargaþýfi, og stund- aði hann það af svo miklu kappi, að nú eru fullar 7 dagsláttur slóttaðar eftir hann eða helmingur túnsins. það fóðraði að eins 3 kýr, er hann kom að jörðinni, en nú fóðrar það í hverju meðalári 6 kýr; auk þessa hefir hann grætt út holtmel og gert að túni, og girt rúmlega helming alls túnsins. Húsabætur hefir hann einnig gert miklar, bæði á bæjarhúsum og fénað- arhúsum, auk þess sem hann hefir komið sér upp stórri og vandaðri hey- hlöðu undir járnþaki, svo &ð óhætt er að fullyrða, að enginn leiguliði hafi þar í sveit eða næstu sveitum komist þangað með tærnar, sem hann hefir haft hælana, þegar litið er á það, að hann var jafnan einyrki þaugað til börn haus fóru að vinna með honum, sérstaklega elzti eonur hans, ssm ein- att hetir verið heima og eigi sparað krafta sína til að vinna foreldrum sín- um alt það gagn, er hann hefirgetað; og hafa öll þau systkin átt sammerkt að því, enda hefir jarðabótunum fleygt stórkostlega fram á seinni árum, svo að jiirðin má nú teljast eitt af beztu ábýlum sveitarinnar. Mörgum fleiri störfum hafði Sigurð ur heit. að sinna um mairi hluta bú- skaparára sinna en þeim, að stunda bú sitt og ábýlisjörð, því hann var út- tektarmaður og stefnuvottur um þriðj- ung aldar; hreppsnefndarmaður 12 ár og 9 af þeim oddviti; sóknarnefndar- maður og safnaðarfulltrúi var hann mörg ár og leysti öll þessi störf af hendi með einstakrí snild og samvizku- 8emi. f>að var hans hreinasta augna- mið, að fylgja því sem rétt varogsatt í orðum og verkum, hver sem í hlut ætti, þótt þeim þætti sumum stundum hann fylgja heldur fast reglum róttar og sannleika. Flestum þessum störf- um sínum hélt han>! til dauðadags, og mun sæti hans eigi auðskipað að því leyti. XVII. Mislingar bárust í vetur seint til Önundarfjarð- ar með Norðmönnum, að Sólbakka, þar sem Ellefsen hvalamaður hefir aðsetu og útveg sinn. Hóraðslæknir- inn, Andrés Fóldsteð, lét þegar sótt- kvia heimilið, og er nú talið óhætt um, að sóttin hafi ekki borist út þaðan. í>eir eiga stórmiklar þakkir skilið báð- ir tveir, hinn ungi, ötuli héraðslæknir, sem sóttkvíar, og húsráðandinn á Sól- bakka, er hlýðnast því vandlega. f>eir hafa forðað þar landinu ef til vill frá stórmiklu tjóni. Botnvörpungar á Ólafsvikurmiöum. Hæstv. herra ritstjóri! Svo segir í grein í Isafold 28. marz þ. á. með fyrirsögn »Botnvörpungar á Ólafsvík- urmiðuma, að herskipið Hekla hafi 1902 alls einu sinni látið sjá sig úti fyrir Ólafsvík. Með því að mér er ant um, að fólk á íslandi haldi ekki, að herskipið ræki svo slælega það sem það á að gera, bið eg yður að gera svo vel að skýra frá því í heiðruðu blaði yðar, að eftir embættis-dagbókum Heklu hefir hún 1902 farið 14 sinnum eftir- litsferð um svæðið úti fyrir Ólafsvik nótt og dag, en ekki orðið vör við botnvörpunga þar úti fyrir nema alls einu sinni. f>ar sem þeir, er fyrtéðar fréttir bera frá Ólafsvík, segja, að hún hafi að eins látið sjá sig þar einu sinni, þá hlýtur það að vera svö' að skilja, að Hekla hafi alls einu sinni lagst við akkeri á Ólafsvík. En orsök þess er einmitt sú, að skipið hefir haft eftirlit með botnvörpungum og ekki eytt tímanum í að liggja við akkeri. Mér þykir leitt að svo langt er um liðið áður en eg átti kost á að koma með þessa leiðréttingu. En eg fekk ekki blaðið fyr en í gær. Khöfn 7. maí 1903. Virðingarf. R. Hammer yfirmaður á Heklu 1902. Eugin síðdegismessa á morgun i dómkirkjnnni. Sýsluíundur Kangæinga. Aðalsýslufundur Bangárvallasýslu var haldinn að Stórólfshvoli dagana 6., 7. og 8. apríl. Auk venjulegra mála, svo sem samþykta á hreppa- og sýslu- reikningum m. m., voru þessi mál tek- in til umræðu á fundinum: 1. Samkvæmt Alþýðustyrktarsjóðs- viðskiftabókum hreppanna var sjóður- inn í allri sýslunni kr. 6,264.44. 2. í stjórn sjóðs ekkna og munaðar- lausra voru kosnir síra Eggert Pálsson, síra Skúli Skúlason og sýslumaður Magnús Torfason. 3. Sveitaverzlunarleyfi var veitt kaupmanm Olafi Árnasyni á Stokks- eyri og f>orsteini Ólafssyni í Hali- geirsey. 4. Meðkjörstjórar við næstu kosn- ingar til alþingis voru kosnir próf. Kjartan Einarsson og síra Ólafur Finnsson. 5. Til beftingar sandfoks veittar 100 kr. 6. Samþykt var að biðja um fé úr landssjóði og búnaðarsjóði landsins til að gera tilraun með skóggræðslu í landbrotasveitum sýslunnar. 7. Veittar voru 150 kr. til að bæta ferjuna á Hemlu, Fróðholtshjáleigu og f>ykkvabæjarósum, 50 kr. hverri ferju 8. Skorað á alþingismenn sýslunnar, að halda því fram á næsta þingi, að brúargæzlukostnaðinum yrði létt af sýslusjóði. 9. Mælt með, að Guðmundi Lýðs- syni í Fjalli á Skeiðum verði veittar 100 kr. úr jafnaðarsjóði til að koma á fót sauðfjárkynbótastofnun. 10. Veitt voru 25 kr. verðlaun fyrir 1 graðhest frá Tómasi hreppstj. Sigurðssyni á Barkarstöðum. 11. Mælt með 2 bændum að fá verðlaun íir Styrktarsjóði Chr. IX. og 19 bændum, sem beiðast styrks úr Bæktunarsjóði íslands. 12. Bætt var um kjördæmaskifting sýslunnar, og áleit fundurinn eftir legu hreppanna og öðrum staðháttum líklegast, að Ása, Holta, Land, Bangárvalla og Hvol-hreppar yrði annað kjördæmið, en hinir 5 hrepparn- ir hitt. Annars áleit fundurinn bezt fara á því, að skiftingin verði miðuð við fólksfjöldann. 13. Samþykt að skora á þingið, að létta yfirsetukvennalaunum á sýslu- sjóði, en að þeim verði borgað úr landsjóði. 14. Fundurinn samþykti, að skora á þingið að gera Stokkseyri að við- komustað póstgufuskipanna, og 200 kr. verði veittar til gufubátsferða milli lands og Vestmanneyja. 15. Fundurinn skoraði á þingið, að leggja fé til mótorvagnferða frá Beykja- vík austur að Ytri-Bangá. 16. Óskað eptir, að Búnaðarfélag íslands láti skoða og gera áætlun um kostnað að hlaða fyrir Markarfljót, eða koma í veg fyrir, að það renni í f>verá. 17. Til sýsluvegabóta var veítt í Austur-Eyjafjallahreppi 100 kr., Vestur- Eyjafjallahr. 150 kr., Austur-Landeyja- hr. 75 kr., Vestur-Landeyjahr. 15 kr., Hvolhreppi 60 kr., Eangárvallahr. 25 kr., Landmannahr. 275 kr. og Holta- hr. 100 kr. 18. Akveðið að skora á þingmenn sýslunnar, að halda því fram á næsta þingi, að fá brú á Ytri-Bangá hjá Árbæ. 19. Skorað á kaupmennina í Árnes- sýslu, Vík og Vestmanneyjum, að hætta áfengissölu með næsta nýári. 20. Gjörð áætlun um tekjur og gjöld sýslusjóðs. T e k j u r : 1. Niðurjöfuunargjald . . . 3800 kr. 2. Vegagjald........... 1000 — 3. Endurgreiðslaájarðskjálfta- láni...................... 800 — 4. Óvissar tekjur .... 150 — Alls 5750 kr. G j Ö 1 d : 1. Skuld til oddvita. . . 180 kr. 2. Kostnaður við sýslu- nefndina 300 — 3. þóknuu til hreppstjóra fyrir ritföng .... 50 — 4. Laun yfirsecukvenna 760 — 5. Jafnaðarsjóðsgjald . . 1500 — 6. Hundalækningar . . 30 — 7. Til gæzlu þjórsárbrúar- innar 300 — 8. Til afborgunar aflánitil Ólfusárbrúarinn&r 230 — 9. Afborgun af láni sýslu- sjóðs frá 1896 . . . 800 — 10. Til vogabóta .... 1050 — 11. Ovis8 útgjöld .... 550 — Alls 5750 kr. Alls voru rædd 44 mál á fundinum. --1 l---- Veðurathuganir í Reykjavík, eftir aðjvmkt Björn Jensson. 1903 ÍsST X 2". < ct ox p GC — 3 <3 — pr ET! g- c+- 2 maí ¥í aq 3 rr n- cr 8 B °s 3 3 Sz Ld.l6.8|757,5 2,4 N i 10 0,3 1,6 2 761,4 3,8 NW i 3 9 759,9 4,6 W i 10 Sd.17.8 759,8 5,9 8W i 8 0,3 2,7 2 759,5 6,7 W8W 2 10 9 759,6 6,3 SW 1 10 Md 18.8 759,8 6,8 E 1 7 1,3 4,0 2 759,3 8,1 8E 2 8 9 757,1 6,4 E8E 2 7 Þd.19.8 753,8 7,4 E8E 3 8 0,1 4,7 2 751,7 8,6 E 3 10 9 751,5 6,6 E 2 10 Mv20.8 747,5 6,5 E 3 10 7,4 4,1 2 747,3 8,2 E 3 10 9 747,3 5,2 SSE 1 10 Fd.21.8 745,6 4,8 E 1 8 8,0 2,0 2 748,1 10,5 8E 1 6 9 750,5 6,5 SE 1 6 Fsd22.8 747,3 5,4 N 1 9 2,5 2 742,1 6,2 N 2 10 9 741,1 2,1 NNW 1 10 Fórn Abrahams. (Frh.) Hinn gamli maður hristi höfuðið með hvítu hærunum, svo sem eins og vildi hann vinda af sér einhverju þung- bæru og mótlætislegu, og tekur slðan aftur til máls með blíðum róm sínura og nokkuð þreytulegum: f>að sem þér viljið ekki að menn- irnir geri yður, það eigíð þér heldur ekki að gera þeim. — þarfnist þið meira til þess að geta lifað? þessu var varla hægt að svara neinu og Kennedy lautinant sneiddi fimlega hjá þeim vanda með spurn- ingu, er snerti eingöngu hinn gamla mann sjálfan. Hann sneri aér að hon- um með kurteislegu brosi, sem myrkr- ið leyndi því miður, og segir: Herra minn, eg veit ekki enn, við hvern mér veitist sú ánægja að . . .« Hinn gamli maður greip fram í og hló við: Já, já, eg hef hafst við svo lengi meðal vina minna hér syðra, að eg hef mörgu gleyrnt. En eg hef aft- ur lært mikið annað. fætta kom svo illa heim við alt, sem hann hafði af sér sýnt til þessa, að nú kom til kasta hins unga laut- inants að brosa. En hann var betur siðaður en svo, að hann léti neitt á því bera, og hann hneigði sig ofurlít- ið, er hinn gamli maður segir nærri því eins og við sjálfan sig: Hver er eg? Hvernig á eg að segja yður það? Hm, hóstaði lautinantinn og hnipti í félaga sinn til þess hann tæki eftir. Jú, nú veit eg það, segir gamli maðurinn blíðlega. f>ér sjáið hér gamlan, fátækan trúboða, sem fyrir mörgum, mörgum árum lagði af stað hingað í álfu og út á meðal Blámanna hér til að fræða þá. Eg bjóst ekki við, að leiðin mundi verða torsótt, er um slíkt mál var að tefla. Eg hafði jafnvel hugboð um miklar sigurvinn- ingar, því eg hafði örugga trú á hlut- verki mínu, og það hefi eg enD. En mér skjátlaðist. f>að er vitleysa að ekki 8é til nema einn guð, sögðu hin- ir fákænu Biámenn, því hvítu menn- irnir hafa svo marga guði, að þeir vita ekki sjálfir, hver er sá rétti. Hvern- ig getur þú ætlast til að við crúum orðum þínum í dag, er á morgun kem- ur kaþólskur maður og segir, að þú hafir farið með lygi; hans guð sé bezt- ur og máttugastur; og næstu viku kemur meþódisti og kallar hátt, að þið hafið dregið oss á tálar báðir. Við höldum í guðina okbar, þaug&ð til þið eruð orðnir hygnari en þetta og öruggari í því, sem þið segið. f>etta var satt. Hinir fákænu Blá- menn vissu meira en eg. f>að kost- aði mig mikla baráttu og harða, að kannast við villu félaga minna, en eg gerði það; annað hlýddi eigi. Og eg skildi loksins eftir langa mæðu, að sá, sem vill koma sínu fram, verð- ur að sigra sjálfan sig. Eg lét því undan, og í stað þess, að vera að tala svo mikið um guð, þá flutti eg þeim hans fyrsta og æðsta boðorð: jþú átt að ekka náunga þinn eins og sjálfan þig. f>eir hlýddu stundum á mig og glottu um tönn: f>að er enn ein af lygum hvítu mannanna, svöruðu þeir. f>eir vilja láta okkur brjóta vopnin okkar til þess að eiga síðan hægra með að ráða niðurlögum okkar; og hví skyldum vér gæta friðar, er hvítu mennirnir gera það aldrei, ekki einu sinni sín í milli? En það var líka satt. Skiljið þið nú hvað hernaður er, og þá sérstaklega ófriðurinn þessi? Hann strauk sér um ennið og segir lágt:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.