Ísafold - 06.06.1903, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.06.1903, Blaðsíða 3
131 að minka beina skatta, en auka heldur þá óbeinu sem uppbót fyrir hina, og til að standast þau auknu útgjöld, er leíðír af vaxandi fram kvæmdum í landinu. Fundurinn ætlast til, að kostnaðurinn við inn heimtu hinna óbeinu skatta verði eigi aukinn meira en brýnasta nauð- eyn krefur«. ó’. Tóvinnustoýnanir og klaðaverkstniðjur. í því móli var svofeld till. borin undir atkv. og samþ. í e. h. »Fundurinn vill að alþingi styðji sem bezt innlendan ullariðnað og sérstaklega sjiyrki sem bezt með lánveitingu og á annan hátt þær stofnanir, sém þegar eru komnar á fót«. y. Fjúrveitingar til jarða- og húsabóta. Till. um það mál kom fram á þessa leið: »Fundurinn skorar á þingið, að veita styrk til bánaðarfélaga, sem að undanförnu, og helzt að auka hann. — Einnig að teknar verði upp í búnaðarfélagsvinnu heyhlöður með járnþaki og járnvarin fénaðarhús; einnig brunnar vel gerðir og allar vírgirðingar, sem koma að fullum notum til varnar slægjum og mat- jurtagörðum fyrir ágangi búfjár«. þessi till. var samþ. í e. h. io. Utn ýjárveitingar til rjómabúa og verðlaun fyrir útflutt stnjör. Var í því máli samþ. svohljóðandi till. með öllum atkv.: »Fundurinn skorar á þingið, að lán- veitingum með sömu kjörum og áð- ur verði haldið áfram til rjómabú- anna og verðlauna fyrir útflutt ðmjör, og helzt, að fært verði niður verðlaunatakmarkið«. ii. Um pjóðjarðas'ólu. Eftir nokkrar umræður var í e. h. samþ. svo hljóðandi till.: »Fundurinn vill að bændum gefist kostur á að kaupa ábýlisjarðir sín- ar, og landsBjóður geri greiðari söl- una en hingað til hefir átt sér stað*. 12. Breyting á ábúðarlögutn. |>annig löguð till. samþ. í e. h. »Að ábúdarlöggjöfinni verði breytt í þá stefnu. að leiguliðum sé betur trygður árangur af jarðabótum sín- um og húsabótum, með því að þeir fái betri rétt en beir bafa nú á að kaupa ábýli sitt, ef þeir að áliti ó- vilhallra rnanna hafa bætt jörðina«. 1). Fátækratnál. 1 þessu rnáli komu fram 3 till. á þessa leið: 1. »Að líftryggingarfélög og ellistyrks- stofnanir verði settar á fót, þar sem sérstaklega hinn vinnandi lýð- ur í landinu tryggi sér framfæri á elliárum, og hallast fundurinn að skyldu slíkrar tryggÍDgar, sem studd 8é að einhverju leyti af því opinbera*. Samþ. 1 e. h. 2. »Að hækkað sé gjald til alþýðu- styrktarsjóðanna í kr. 1,50 og 0,50 aura«. Samþ. með 11:2 atkv. 3. »Að 8veitfestistíminn sé styttur í 1 ár. Samþ. í einu hljóði. 14. Breyting á embættaskipun í landinu. Að loknum umræðum um það mál var borin upp þaunig hljóðandi till. •Viðvíkjandi hinni fyrirhuguðu breytingu á skipun hinna æðstu em- bætta landsins — verði stjórnarskrár breytingin samþvkt — þá aðhyllist fundurinn uppástungur stjórnarinnar, er fram hafa komið, í athugasemd- um við frumvarp til laga um breyt- ing á stjórnarskránni frá 5. jan. 1874, er samþ.'var ^á síðasta þingi*. Samþ. í e. h. Viðaukatill.: »Einnig fer“fundurÍDn fram á það, að þeim fylgi ekki rétt- ur til eftirlauna«. Samþ. með öJlum greiddum atkv. 15. Vinnuhjúalöggjöfin. I þe3su máli komu fram tvær till. og er hin fyrri á þessa leið: »Fundurinn óskar þess, að samin sé ný vinnuhjúalög með hið breytta ástand landsins fyrir augum*. Samþ. í e. h. ' Síðan till.: »Vinnuhjúum, sem lengi hafa dvalið í sömu sveit, sé trygður ellistyrkur«. Samþ. í e. h. 16. Utn kennara- og alpýðumentun. urðu nokkrar umræður, og því næst gengið til atkv. um framkomna till., er var þannig: »Fundurinn skorar á alþmgi að leggja sem mesc fé fram til mentamál- anna og koma þeim í sem bezt horf, þar á meðal að koma á fót kennaraskóla, er veiti kenuaraefnum nægilega mentun, og skipi svo fyr- ir, aö keunarar frá þeim skóla gangi fyrir öðrum við opinbera barna- kenslu*. Var till. samþ. í e. h. 17. Breyting á skipun kirkjumála. í því máli kom fram till. á þessa leð: •Fundurinn hallast að sameiningu prestakalla, þar sem því verður við komið, og álítur réttast, að með fram- tíð verði prestum greidd laun sín úr landssjóði, eíns og öðrum em- bættismönnum landsins*. Till. samþ. í einu hljóði. 18. Vegabœtur og brúargjörðir. í þessu máli kom fram þannig lög- uð tillaga. »Fundurinn skorar á alþingi, að veita fé til vegabóta og brúagjörða eins og að undanförnu, og leggur sérstak- lega mikla áherzlu á, að veitt sé nægilegt fé til þess að gjöra viðun anlegan veg yfir miðbik þessarar sýslu, þegar fengin er rannsókn á vegarstæðinu og áætlun um kostn- aðinn við vegagjörðina. Enn frem- ur, að veitt verði það fé, er til vant- ar að fullgjöra veginn yfir Mýrdal- inn, sérstaklega að fá brýr yfir Hvammsá og Deildará*. Till. samþ. í einu hlj. 19. Satngöngur á sjó. Till. um það mál var samþ. í einu hljóði þannig: »Samgöngur á sjó vill fundurinn að bættar séu af fremsta megni með beiuum skipa- ferðum milli landa, einnig með tíð um og hagkvæmum strandferðum kringum landið. En hvað þetta kjördæmi sérstaklega snertir, þá skorar fundurinn á þingmann sýsl- unnar og þingið í heild sinni, að sjá um að strandferðabáturinn sé skyldur að koma við í Vík í Mýr- dal í hverri ferð fram og til baka«. 20. Loýtriti: •Fundurinn felurþinginu að koma á loftritasambandi milli Islands og út- landa og einnig milli aðalkauptúna landsins, og horfa ekki í rífleg tillög í því efni«. þessi tillaga var samþykt í einu hljóði. 2 x. Styrkur til vatnsveitingar : •Fundurinn skorar á alþingi að taka það til alvarlegrar athugunar hvern- ig bezt verði verndaðar eignir lands sjóðs í Leiðvallarhreppi gegn fyrir- sjáanlegri eyðing af sandfoki, og vill að lagi sé fram nægilegt fé til vatnsveitinga til að verja það, sem eftir er af eignunum*. þessi til- laga samþykt í einu hljóði. 22. Ejtirlaun og ellistyrkur: Fundurinn samþykti framkomna tillögu með öllum atkv. þannig : *Ö11 föst eftirlaun skulu afnumin, en eftirleiðis séu þau að eins veitt þegar gildar ástæður mæla með því, þó með sérstökum lögum í hvert sinn*. 2 3. Manntalsping : Svo hljóðandi tillaga var samþykt í einu hljóði: »Fundurinn er algjörlega mótfallinn afnámi hinna venjulegu manntals- þinga og skorar á þingmanninn að fylgja þeirri stefnu framvegis*. 24. Utn ýriðun ýýlunga: Svo látandi tillaga samþykt með öllum atkvæðum. •Eftirleiðis skal sýslunefndum falið að ákveða friðun fýlunga*. 23. Vátryggtngatýélag: Eftir nokkrar umræður um þetta mál var borin upp svo hljóðandi til- laga: »Fundurinn Vill að innlent vátrygg- ingarfélag fyrir hús og muni verði sett í framkvæmd, þannig, að menu geti trygt hús, lausafé og gripí*. Tillagan samþykt í einu hljóði. 2 5. Sóttvarnarlög: Ymsum fundarmönnum þótti sótt- varnarlögin nýju óframkvæmanleg. Var því töluvert um þau rætt og að þeim fundið, og síðan borin upp svo hljóðandi tillaga. •Fundurinn lýsir óánægju siuni yfir hinum nýju sóttvarnarlögum, sem án efa munu reynast óframkvæman leg hér í ýmsum atriðum, og skor- ar fundurinn á þingið að breyta þeim þannig, að mögulegt sé að fylgja þeim*. Tillagan samþykt í einu hljóði. Fundarstjóri lýsti svo yfir því, að dagskránni væri lokið. Gat þess síð- an að hann mundi gefa kost á sér til þingmensku fyrir þetta kjördæmi Einnig tók hann fram skoðanir sínar á þingmálum og kvað fundarályktan- ir þær, er fram komu í málum þeim, er rædd voru á þessum fundi, ekki stríða gegn skoðun sinni og mundi hann því gera sér far um að fylgja skoðunum kjósenda sinna. Fundurinn lýsti ánægju sinni yfir því, að hinn gamli þingmaður kjör- dæmisins gæfi enn kost á sér til þingmensku. Var svo fundi slitið. Guðl. Guðmundsson fundarstjóri. Eyólýur Guðmundsson skrifari. Sigurður Sigurðsson ráðunautur kom aftur úr utanferð siuni með Laura 3. þ. m. Hann var í þeirri ferð tæpa 4 mánuði, ferðaðist um Danmörk og Noreg. Hanu kom á helztu búnaöarskólana í Danmörku o<>' mörg mjólkurbú. Var við 6 smjörsýn- ingar á Jótlandi. Lærði mjaltir hjá Hegelund. Kynti sér meiri háttar vatnsveitingafyrirtæki, sem framkvæmd hafa verið síðustu ár á Jótlandi og í Slesvík, og þau, sem nú er verið að vinna að, svo og ymsar aðferðir við að ná vatni upp til áveitu. Hann fór um Stafangursamt í Nor- vegi, dvaldist þar lengst, einkum í þeim tilgangi, að kynnast þar jarðræktinni o. s] frv. Hólt svo til Kristjaníu og til landbúnaðarháskólans í Asi. Þar var hann áður, fyrir 4 árum. Hann kom á nokkur mjólkurbú og mjólkurskóla í Norvegi, og kynti sér, hvernig þar hag- ar til með smjörsfningar og sölu á smjöri. Hann skoðaði allar helztu verksmiðj- ur í Danmörku og Norvegi, þar sem smíðuð eru landbúnaðaráhöld, bæði handverkfæri og stærri áhöld og vélar, svo og áhöld til mjólkurbúa, í þeim tilgangi að kynna sór, hvar væru búin til þau verkfæri, er eiga bezt við hér á landi, og með það fyrir augum, að Landsbúnaðarfólagið taki að sér útvegun þeirra. Haun leitaðist og við aö kynna sór eftir föngum ítöiufólagsskap- inn í Danmörku í búnaðarframkvæmd- um. Hann kvnti sér ennfremur eftir- litsfélögin í Danmörku og í Norvegi, og ábyrgðarsjóði fyrir búfénað. Leitaði fræðslu um ymsa aðferð við meðferð á mó til eldiviðar einkum < Norvegi, o. s. frv. Pöstskipið Laura (Aasberg) kom hingað frá Dtliindum að kvtldi hins 3. þ. máD., með 70—80 farþega. Þeirraámeðal voru nær 40 landmælingamenn danskir, margir hinir sömu sem í fyrra. Eun fremur frá Khöfn kaupmennirnir Adolph og Th. Muus, Jón konsúll Vidalín og Eggert Laxdal (Akureyri); kandidatarnir Ásgeir Torfason, Gísli SkúJason og Jón Þorláksson; ekkju- frú Magdalena Helgesen og fósturdóttir hennar. Enn fremur frá Kaupm.höfn Olafur Hjaltested hugvitssmiður og Braun stórkaup- maður frá Hamhorg. Frá Skotlandi Cop|- land kaupm. og hans frú, 7 Frakkar (að sækja strandað skip), 2 kvenmenn ís- lenzkir og 2 hörn frá Ameriku; nobkrir enskir ferðamenn. Enska herskipið Bellona, sem hér hefir verið undanfarin sumnr til strand- gæzlu, kom 1. þ. mán. hingað. Póstgufuskip Vesta lagði á stað í gærkveldi vestur nm land og norður með strjáling farþega. Strandb. Skálholt kom i morgun vestan um land með margt farþega. Yestmanney.jum 1. júni. Mestur hiti i aprílmán. 19. 9,6°, minstur aðfara- nótt 12. 8,7°; úrkoma 97 millimetrar. Maímánuð var mestur hiti 27. 11,8°; minstur aðfaranótt 9. -5- 1,3°; úrkoma 149 millim. Hœstur hlutur varð á vetrarvertíðinni 1200, tæpur helmingur af þvi ýsa, og hefir hér varla verið jafnhár vertíðarhlutur siðan um miðja fyrri öld. Það sem af er vor- vertíð hefir verið all-góður lönguafli, en harla misjafn; hafa þeir dregist aftur úr, sem ekki hafa haft sildarheitu, en hún hefir við og við veiðst til þessa. Hæstur hlutur hátt á 3. hundrað. iSkepnuhöld eru yfirleitt i góðu lagi. Heilbrigði góð; þó hefir kighósti þegar stungið sér niður á nokkrum heimilum, en fremur vægur. Þótt mörgum kunni að virðast það miður trúlegt, þá er talsverður vesturfara- hugur i sumum hér, og munu nokkrir heimilisfeður hafa fastráðið, að flytjast vestur um haf þegar á þessu ári; aðal- ástæðan mun vera sú, að þessir menn eru miður gefnir fyrir sjó eða oiðnir leiðir og þreyttir á nær sifeldu sjávarvolki, en vænta sér þægilegra lifs vesrra, enda eru sumir — þó eigi nærri allir - - að lofa líðun sína vestra i hréfum til kunningja sinna. En eigi verður hér nein mannfækkun við þessa flutninga. þvi nógir sækja hingað til að fylla hin auðu skörð. Riddarakrossi hefir konungur vor sæmt Guðmund Björnsson héraðslækni í Reykjavik. Prestkosning. Kand. Jón Þorvalds- son hefir hlotið kosningu á Stað á Reykja- nesi 19. f. mán. með 36 atkv. Hinir 4 og 1. Síðdegisinessa i dómkirkjunni á morgun ki. 5: síra Bjarni Hjaltested. Veðurathufranir i Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 19 0 3 tnaí— júní Loftvog millim. Hiti (C.) í>- rr c+ <3 <t> ox G tr 8 -2L w pr B °S Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld.30 8 760,2 6,7 E 1 10 0,5 5,4 2 758,4 8,2 E 1 10 9 755,2 6,2 E 1 10 Sd.31.8 752,3 6,0 WNW 1 9 6,8 4,5 2 753,1 8,3 NW 1 6 9 754,1 5,5 N 2 7 Md. 1.8 758,9 4,8 . N 2 3 2,1 2 761,9 8,3 N 2 5 9 762,2 7,3 N 1 5 Þd. 2. 8 760,7 7,5 S 1 10 2,8 2 758,6 7,6 E 1 10 9 758,7 9,3 8 1 10 Mvd3.S 759,3 9,2 sw 1 10 20,5 6,4 2 760,8 9,8 sw 1 10 9 761,2 7,6 ssw 1 9 Fd. 4. 8 764,6 6,9 NW 1 9 1,0 5,5 2 767,1 8,5 sw 1 U) 9 767,1 7,2 w 1 10 Fsd.5.8 763,2 7,3 88 W 2 10 1,4 5,6 2 759,5 9,8 S8W 2 10 9 760,5 9,7 8 1 10

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.