Ísafold - 05.08.1903, Blaðsíða 3
199
Utanför Jöns Jenssonar.
f>að varð ekki iítið uppþot hér í
höfuðstaðnum, er það spurðist, að
yfirdómari Jón Jens3on hefði farið ut-
an á fund íslandsráðgjafans. Óvinir
framsóknarflokksins þóttust hér hafa
fundið gott vopn á flokbinn, og báru
það þegar út, að för þessi væri farin,
meðfram að minsta kosti, að tilhlut-
un stjórnar framsóknarflokksins, og á
hans kostnað, auðvitað í þeim erindum
að ónýta stjórnarbótina.
|>að hefir nú síðar sannaBt með ó-
rækum rökum, meðal annars yfirlýs-
ingu yfirdómarans sjálfs, a ð stjórn
framsóknarflokksins hafði enga vit-
neskju um það, er förin var ráðin, a ð
hún hefir ekki lagt einn eyri fram til
farinnar og a ð hún gat engu um
það ráðið að aftra förinni. f>ar með
var það vopn brenglað og brotið.
En þá skýrði yfirdóraarinn frá því,
að hann hefði fengið meðmæli flokks-
stjórnarinnar til ráðgjafans.
í sjálfu sár gat það nú ekki álitist
saknæmt að gefa jafn samvizkusömum
og vönduðum manni, og yfirdómari Jón
Jensson er, meðmæli, og það til ís-
landsráðgjafans. Nokkuð öðru vísi gat
það litið út, ef meðmælin væru nefnd
umboð, og þá var svo sem sjálfsagt
að láta þau heita umboð. »Klipt er
það, skorið er það», sögðu kerlingarn-
ar forðum.
f>að skiftir nú minstu hvort skjalið
er nefnt meðmæli eða umboð; hvorugt
þarf að vera saknæmt, jafnvel ekki í
pólitík. Alt er undir efninu koraið.
Og til þess nú að almenningur geti
átt kost á að kynna sér efni skjals-
ins og fái séð og sannfærzt um, að í
þvf er ekki eitt orð, sem ástæða sé til
að leyna, ekki ein setning, er flokks-
stjórnin þurfi að bera kinoroða fyrir,
þá er skjalið prentað hér orðrétt, eins
og yfirdómarinn hefir sjálfur birt það.
f>að hljóðar svo:
Yér undirritaðir (viðstaddír) stjórnend-
ur Framsóknarflokksins leyfum oss hór
meö að gefnu tilefni að taka fram það
sem hér fer á eftir: •
Hér í landinu á sér stað, því miður,
mjög meinleg óvissa um afstöðu og sam-
band hins fyrirhugaða sérstaka Islands-
ráðgjafa við hina aðra stjórn, einkanlega
um það, hverjar afleiðingar það kann að
hafa fyrir hann og mál þau, sem hann
á yfir að ráða, að hann að lögum ætti
að vera meðlimur ríkisráðsins. I'essi ó-
vissa hefir aukist mjög við það, að sjálf-
ur umboðsmaður stjórnarinnar á alþingi
1/sti því yfir í þinginu 1897, að þetta
fyrirkomulag væri svo hættulegt fyrir
land vort, að hann yrði eindregið að
ráða alþingi frá að samþykkja nokkurt
stjórnarskipunarfrumvarp, er ekki tæki
það fram með berum orðum, að vor sér-
staki ráðgjafi skyldi e k k i vera meðlim-
ur ri'kisráðsins, og var síoan þetta atriði
af mótflokki vorum notað sem aðalæs-
ingameðal gegn stjórnarskrárfrumvarpi
því, sem þá lá fyrir. Nú hefir að vísu
bæði landshöfðinginn og andstæðingar
vorir á alþingi, eftir að stjórnarskrár-
frumvarp stjórnarinnar kom fram, alger-
lega breytt framkomu sinni gagnvart
þessu atriði, en þetta hefir þó ekki
megnað að eyða óvissu þeirri og ótta
meðal mikils þorra af landsmönnum, er
þeir höfðu verið frnmkvöðlar að, og hef-
ir óvissa þessi og ótti enn frekar vaxið
á síöastliðnum vetri við fjölda af ritum
og blaðagreinum, er lýst hafa fyrirkomu-
lagi þessu sem stórhættulegu fyrir sjálf-
stæði vort.
Með því að menn geta ekki af undan-
farinni reynslu gert sér neina von um
að það takist umboðsmanni stjórnarinn-
ar á alþingi að gefa fullnægjandi svör
um hin ýmsu vafaatriði, er standa í sam-
bandi við þetta, hefir flokkur nokkkur
af kjósendum landsins, lielzt hér í höf-
uðstaðnum, ráðið af að senda sérstakan
erindreka fyrir sig, yfirdómara Jón Jens-
son, til Kaupmannahafnar, í því skyni
að leiða stjórninni fyrir sjónir, hve bráð
nauðsyn sé á því að gefa nú yfirlýsing-
ar, er vafalaust myndu gera málið full-
komlega Ijóst, hvort heldur sem þær
yfirlýsiugar kæmu fram fyrir munn um-
boðsmanns stjórnarinnar á alþingi eða
herra yfirdómarinn fengi heimild til þess
sjálfur að gera þær kunnar opinberlega.
Þnf eð vér óskum þess innilega, að ó-
vissunni hjá landsmönnum út af þess-
um vafaatriðum megi nú, jafnframt því
sem stjórnarskrármálið væntanlega leið-
ist til lykta, verða eytt til fulls — eu
það höfum vór ástæðu til að óttast að
ekki takist, nema þessi vafaatriði verði
betur upplýst — þá leyfum vér oss virð-
ingarfylst að mæla með því, að herra
yfirdómaranum verði tekið af stjórninni
með velvild, og berum fram þá ósk vora,
að sendiför hans megi leiða til þess á-
rangurs, sem óskað er eftir.
Reykjavík, 16. júní 1903.
fíjön Jónsson, Björn Kristjánsson,
ritstjóri. kaupm. og alþingismaður.
Jens Pálsson, ólajur Ólajsson,
prófastur. alþingism. og ritstjóri.
Fjárbeiðslurnar.
Fjárlaganefnd neðri deildar bárust
að min8ta kosti 97 beiðslur, umsókn-
irog erindi úr ýmsum áttum áður en
hún lauk við álit sitt. Hér verður
getið nokkurra hinna helztu þeirra, er
nefndin tók ebki til greina :
Bátaábyrgðarfélag ísfirðinga biður
um að þær 4000 kr., sem þingið
veitti til þilskipaábyrgðar á Vestfjörð-
um árið 1893, verði veittar 'félaginu
sem varasjóður; Jón G. Sigurðsson
biður um styrk úr landssjóði til bygg-
ingar þjóðjörðunni Laug í Biskups-
tungum; hreppsnefnd Laxárdalshrepps
í Dalasýslu um styrk til vegalagning-
ingar frá Heiðarbrekkum að Búðardal;
presturinn á Stað í Grindivík um
uppbót fyrir skemdir á túni og varn-
argörðum staðarins; Indriði Benedikts-
son í Liverpool ura 1800 kr. á ári til
verzlunareiindrekastarfa o. s. frv.;
síra Vilhjálmur Briem á Staðastað
um undanþágu frá árgjaldi; síra Árni
þórarinsson á Miklaholti um sama;
þingmenn Árnesinga um 5000 kr. til
gistihúsbyggingar við Hólmsbrú; Björn
læknir Blöndal um launauppbót (kr.
991,70); þingraaður Snæfellinga um
7000 kr. til hafskipabryggju í Stykk-
Ishólmi; sami um 1000 kr. til sumar-
skóla í Ólafsvík ; þingmenn Múlsýsl-
unga um 2000 kr. til sjúkraskýlis á
Brekku f Fljótsdal; Björg Blöndal í
Khöfn um 500 kr. til að gefa út þýð-
ing á danskri bók um mat og drykk;
Leikfélag Reykjavíkur um 2000 kr.
styrk á ári; þórarinn málari þorláks-
son um 1000 kr. styrk til fullkomn-
unar í »fagteikning«; lúðrafélagið í Rvík
ura 1000 kr. styrk á ári; Hannes Hans-
son póstur um 300 kr. eftirl.; Matth.
skipstj. þórðars. um 600 kr á ári til þess
að rannsaka og gefa leiðbeingar um
fiskiveiðamál; Jón söðlasmiður frá
Hlíðarendakoti um 300 kr. á ári sem
viðurkenningu fyrir ritgerðir hans um
fiskiveiðar; síra Einar Thorlacius um
200 kr. árlega til að friða skógland á
prestssetrinu Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd; cand. ph.il. Guðm. Guðmunds-
son um 600 kr. hvort árið til að lúka
við ljóðverk sitt »Strengleikar« o. fl.;
Guðm. Magnússon prentari um 1000
kr. ferða og mentastyrk; Hallgrímur
organisti þorsteinsson á Sauðárkrók
um 200 kr. til að fullkomna sig í
söngfræðisþekkingu; Rögnvaldur Ól-
afsson cand. phil. um 700 kr. á ári
til að fullkomna sig í húsagerðarlist;
Iðnaðarmannafélag ísfirðinga um 1200
kr. til þess að senda mann til út-
landa til að læra að gera við stein-
olíuvélar (motora) ; Jón Bjarnason á
Skorrastað í Norðfirði um 200 kr.
uppbót fyrir skemdir á ábúðarjörð
hans; Árni Dávíðsson i Grænanesium
150 kr. uppbót fyrir sama; Bergur
Einarsson um 400 kr. til þess að full-
komna sig í sútaraiðn; búendur á Aust-
urdal í Skagafjarðarsýslu um styrk til
að koma á kláfdrætti á Jökulsá hinni
eystri; Búi Ásgeirsson á Stað í Hrúta-
firði ura 1000 kr. til þess að húsa bæ
sinn svo, að hann geti veitt ferða-
mönnum viðunaulega gistingu; ungfrú
Ingibjörg Guðbrandsdóttir um 600 kr.
til þess að kenna kvenfólki ókeypis
leibfimi í Reykjavík ; Páll þorkelsson
um 3000 kr. t^l þess að gefa út full-
nægjandi sýnishorn af teiknmáli (Ide-
ografi); Sighvatur Grímsson Borgfirð-
ingur um 600 kr. til þess að rann-
saka og afrita óprentuð handrit við-
komandi íslenzkum prestaæfum, Ge-
org Georgsson héraðslæknir um 1500
kr. til utanfarar, til þess að fullkomna
sig í handlækningum og kynna sér
meðferð á berklaveiki; Steinunn Árna-
dóttir um 600 br. á ári til að nema tann-
lækningar; Bjarni þorkelsson í Ólafs-
vík um 1200 kr. til utanfarar til að
ná fullkomnun í skipa- og bátasmíð-
um; Jón Vigfússon í Boraas í Svíþjóð
um 2000 kr. til náms við teikniskan
iðnaðarskóla í Svíþjóð; þorfinnur
Jónsson í Tryggvaskála um 100 kr.
til að koma upp skýli fyrir ferðamenn
og hesta þeirra; Hólmgeir Jensson um
800 kr. á ári til að halda áfram dýra-
lækningum í Vesturamtinu; síra Stef-
án M. Jónsson á Auðkúlu um 300 kr.
launauppbót; Karl Finnbogason og
Sigurður Sigurðsson um 500 kr. hvor
til þess að lúka námi við kennara-
skóla í Khöfn; Konráð stúdent Stef-
ánsson um 800 kr. á óri til að nema
rafmagnsvélafræði; Stefán Pálsson
um 800—1000 kr. til að læra að gera
við áttavita; stórtemplar Good-Templ-
ara um 4000 kr. til bindindisútbreiðslu;
Sigfús stúdent Einarsson um 800 kr.
á ári til að fullkomna sig í sönglist.
Prestafundur.
Ársfundur Prestafélagsins í hinu
forna Hólastifti, var haldinn á Akur-
eyri 8. og 9. júlí. Á fundinum voru
mættir 3 prófastar (Húnav., Skagafj.
og Eyjafj.) og 13 prestar (1 úr Húnav.,
1 úr Skagafj., 5 úr Eyjafj. og 6 úr
þingeyjarprófd.). Fundurinn byrjaði
með guð8þjónustugjörð í kirkjunni og
sté præp, hon. Benedikt Kristjánsson
á Grenjaðarstað í stól.
Fundarstjóri var kosinn próf. síra
Zofónías Halldórssou í Viðvík (for-
maður félagsins) en skrifarar síra Ein-
ar Pálsson á Hálsi og síra Stefán
Kristinsson á Völlum.
Fundarstjóri setti fundinn með ræðu.
þetta er hið helzta, er á fundinum
gerðist:
1. Ut af frumvarpi til laga um
prestaköll og kjör presta, er samið
höfðu síra Stefán Jónsson á Auðkúlu
og síra Bjarni Pálsson í Steinnesi, var
samþykt svolátandi tillaga:
»Fundurinn skorar á alþingi að hlut-
ast til um, að sett verði milliþinga-
nefud, er skipuð sé þar til hæfum
mönnum, til þess að athuga kirkju-
mál landsins og sérstaklega launa-
kjör presta, og leggja ráð til að þau
verði bætt á þann hátt, að presta-
köllura verði fækkað, þar sem því
verður við komið, án þess að hætta
stafi af því fyrir gagnið af starfsemi
> prestsins, og prestum verði helzt
launað af landsfé — annaðhvort að
öllu leyti, eða líkt og frumvarp al-
þingis 1899 fór fram á, — eða að
minsta kosti losaðir við hina óeðli-
legu og óviðeigandi gjaldheimtu, er
á þeim hvílir, og ábyrgð og umsjón
kirkna*.
2. Út af erindi síra Hjörleifs próf.
Einarssonar um trúboð meðal heiðingja
var samþ. svolátandi tillaga:
»Prestarnir bindast samtökum um
það, að reyna að vekja áhuga og
kærleika á þessu máli, hver í sínu
prestakalli, á þann hátt, sem þeim,
hverjum fyrir sig, þykir bezt við
eiga«.
3. Síra Davið Guðmundsson flutti
fyrirlestur um guðdóm Krists, trúvarn-
arlegs efnis. Eftir nobkrar umræður
um hann var samþ. svolátandi tillaga:
•Fundurinn lýsir því yfir, að hann
er mótfallinn öllum þeim benning-
um, hvort heldur er í ræðu eða
riti, sem að því lúta að kasta rýrð
á kenning kirkjunnar um guðdóm
Krists*.
4. Eftir miklar og fjörugar umræð-
ur um fræðslu barna í kristmdómi voru
samþ. svofeld ályktarorð : Fundurinn
álítur nauðsynlegt, að prestarnir leit-
ist við að glæða heimilisfræðslu barna
í kristindómi, eftir því, sem þeir bezt
geta.
Og í sambandi við þetta var samþ.
þessi tillaga:
•Fundurinn lýsir yfir því, að hon-
um líki yfir höfuð að tala vel kafl-
inn um kristindómsfræðslu barna í
hinni nýju bók Guðmundar Finn-
bogasonar, og sé enganveginn því
mótfallinn, að hættsóvið kverkensl-
una, eins og hún nú er, og í þess
stað notaðir valdir kafiar úr ritn-
ingunni, er síðar kæmi út sem sér-
stakt rit. En fundurinn gengur um
leið að því vísu, að slíkt nýtt kenslu-
fyrirkomulag bíði þess tíma, að
kennarar frá væntanlegum, góðum,
öflugum og kristilegura kennaraskóla
hafi slíka kenslu á hendi«.
5. Út af alþýðumentunarmálinu var
samþ. svo látandi tillaga:
•Fundurinn skorar á alþingi að
greiða sem bezt og heppilegast fyrir
alþýðumentunarmálinu með ríflegum
fjárframlögum og sórstaklega með
því að koma á fót góðum kennara-
skóla sem fyrst«.
6. Síra Sigtryggur á þóroddstað
flutti fyrirlestur um stöðu prestsins
hjá söfnuði sínum. Sem ályktarorð
var þessi tillaga samþykt:
•Fundurinn er sanufærður um hina
afarmiklu þýðingu og nytsemi sál-
gæzlunnar, og þráir að hún verði
betur rækt eftirleiðis í íslenzkum
söfnuðum*.
7. Sira Zofónías flutti fyrirlestur
um: »Hvers þurfum vér til að lifa?
8. Kosinn formaður næsta ár sami
og áður«.
9. Samþ. að halda næsta aðalfund
á Sauðárkróki að ári, í öndverðum
júlímánuði.
(Eftir »Norðurl.«).
Strandferðabátnrinn Hólar kom
að austan 3. þ. m. Með honum kom próf.
Jón Jónsson á Stafaíelli og frú Ragnhildur
Thorlacius frá Búlandsnesi.
Sigling. Island (160;34 Aavik) kom i
fyrra dag með kol til Björns kaupm. Guð-
mnndssonar.