Ísafold - 18.11.1903, Blaðsíða 2
282
köglar saman, og þegar hann er orðinn
betur þur, er hann settur í stórhrauka
og látinn jafna sig í þeim. Lfka að-
ferð hefir alþýða manna í öðrum lönd-
um.
Hvaða gallar eru þá á þessari að-
ferð? — Fyrst er nú það, að mórinn
verður m i s j a f n, köglarnir úr
neðstu lögunum eru beztir, hita bezt,
hitt er lakara. Annað er það, að mór-
inn vill molna í meðferðinni og mest
molnar það, sem bezt er af mónum,
— neðstu lögin; þetta rýrir móinn að
miklum mun, því að mylsnan verður
eftir úti og kemst aldrei í eldinn.
|>riðja er það, að mórinn þ o r n a r
a e i n t og stundum ónýtist hann al-
veg, verður úti; þetta er sá ókostur-
inn, sem mest er um talað hér á
landi. Mórinn þornar miklu seinna í
mýrum en á þurrum holtum, en víða
er það illvinnandi verk að bera mó-
inn frá gröfinni upp á þurt. Og þó
að mórinn sé borinn út á góðan þurk-
völl, þá geta rigningar valdið því, að
hann þorni seint, molni og rýrni að
miklum mun og enda verði úti. Guðm.
Ingimundarson á Bergstöðum hér í
bænum, athugull maður, hefir fengist
hér við mótak í 30 ár; hann segir mér,
að það hafi bomið fyrir, að fullur þriðj-
ungur af mónum hafi orðið úti — al-
drei þó meir; í þurkatíð, eins og í
sumar, segir hann að mórinn þorni á
10—14 dögum, o: frá því hann er bor-
inn út og þangað til hann er kominn
í stórhrauba. Eg nefni þetta af því,
að votviðri munu óvíða á Iandinu
meiri en hér í Reykjavíb.
Nú víkur málinu að útlendu aðferð-
unum.
Tilað stinga upp móinn er
oftast notað handafl. Ef unt er að
veita vatni frá, þá er hnausunum
kastað af skóflunni í vagn, sem ekið
er meðfram móbarðinu; en eigi að
þurka móinn í sjálfri mýrinni, þá er
honum lyft upp með lyftivél (gufu-
kraftur). Til er líka vél til að stinga
upp með mó úr gröfum, sem vatn
stendur í, og taka upp hnausana, má
með henni stinga 18 fet niður; með
þe8su verkfæri eiga tveir menn að
geta stungið upp 20,000 kögla á dag.
Ef hnausunum er kastað úr þurrutn
móbakka í vagn eða lyftivél, á 1 mað-
ur að geta stungið sem svarar 20,000
köglum [hér er átt við smáhnausa,
sem vega eitt pd. þegar þeireruþorn
aðir].
f>essu næst er mórinn hnoð-
a ð u r. |>að er gert til þess að hann
verði allur jafn að gæðum, þorni fljót-
ar og molni síður. Stundum er hann
hnoðaður eins og hann kemur upp,
vatn ekki látið í hann; vélin (sem
gengur fyrir gufuafli) skilar þá món-
um úr sér í ströngli, sem svo er skor-
inn sundur í kögla og þeim ekið út
á þurkvöllinn. þessi aðferð er mest
tíðkuð utanlands, en hún er erfið;
þarf mikinn mannafla, svo að ekki
fást nema 2—300 pd. af mó eftir
manninn á dag (o: úr gröf upp á
þurkvöll).
Ef vatn er látið saman við móinn
Og hnoðvélin öðruvísi gerð, þá er auð-
veldara að hnoða og mórinn hnoðast
betur, verður jafnari; mógrautnum,
sem kemur úr hnoðvélinni, er ekið í
vögnum (á sporbraut) út á þurksvæð-
ið; þar er grautnum helt á jörðina,
jafnað út og jafningurinn seinna skor-
inn sundur í hnausa, eða þá að grautn-
um er helt í rimlagrind, grindinni
seinna (eftir nokkrar klukkustundir)
lyfc upp og standa þá hnausar eftir.
f>etta er aðferð Ritmester Rahbeks, og
vélarnar, sem unniðermeð, hefir haun
fundið upp. Mórinn hnoðast miklu
betur á þcnna hátt og þornar enda
fljótar! Líka þarf miklu minni mann-
afla með vélunum, svo að 5—7000
hnausar (pundshnausar) fást eftir
manninn á dag og enda meir. Ef
ekki á að taka upp mikið af mó
— hugsum okkur hér til sveita — þá
getur allur útbúnaður verið miklu ein
faldari, en þá verður líka kostnaður-
inn nokkru meiri. f>á eru hestar hafð-
ir til að hreyfa hnoðvélina og unnið
t. d. sem hér segir: við gröft er einn
maður, en fleiri ef djúpt er (1 á hver
6 fet), einn læturj í hnoðvélina og keyr-
ir hestinn, þrír aka út mógrautnum 1
hjólbörum og búa til hnausa úr hon-
um; með þessum vinnubrögðum má
fá 3—4000 pd. af mó (þurrum mó)
út á þurkvöll eftir manninn á dag, ef
laglega er að farið.
Hnoðaði mórinn er þurkaður á
sama hátt og fyr hefir tíðkast; þegar
síga fer úr köglunum er smáhreykt
(buðlungað) og seinna er svo stór-
hreykt (c. 300 hnausar í hrauk og
hraukurinn 5 fet á hæð). f>etta er
vinua fyrir kvenfólk og börn. 8—10
ára gamalt barn, sem sr v a n t þess-
ari vinnu, getur buðlungað 7 —8000
hnausa á klukkustund, og kvenmaður
eða unglingur á fermingaraldri getur
sett c. 2000 hnausa í stórhrauka á
sama tíma. Svo haganleg eru þessi
áhöld og öll vinnuaðferðin, að vinnan
við hver 1000 pd. af þurrum mó verð-
ur ódýrari á þenna hátt, þrátt fyrir
hnoðunina, en með gamla laginu.
Ávinningurinn felst í því, að h n o ð-
aði mórinn er miklu betra
eldsneyti. Hann verður jafnari,
hann molnar ekki og rýrnar í með-
ferðinni og hann þornar miklu fljócar
og betur, verður síður úti, slagnar
síður. Hann er fyrirferðarminni
(þyngri í sér) og hann er hitameiri
af því að hann vanalega er þurari [c.
20—25% vatn; í vanalegum mó 30—
35%] og af því að í honum er alt
það bezta úr mólaginu, það sem frek-
ast vill molna og rigna úr mónum, ef
hann ekki er hnoðaður.
f>á er eftir að bera saman mó og
steinkol.
Fyrlr 30 árum var mjög lítið um
kol hér í Reykjavík. Flestallir brendu
mó. En svo lækkuðu kolin í verði
og nú brenna flestallir kolum og halda
að mórinn geti ekki framar komið til
tals.
En sjáum til. 1000 pd. af góðum
hnoðuðum mó (100 pd. af hnoðuðum
mó hita á við 130—140 pd. af vana-
legum hnausamó] hafa sama hitagildi
og 600 pd. af góðum bolum. Stórar
móstöðvar í Danmörku geta nú selt
hnoðaðan mó á 3 kr. hver 1000 pd.
(á staðpum). Við Reybjavík, Seyðis-
fjörð og Akureyri er til nóg móland;
bæði á þessum stöðum og víðar hér á
landi, þar sem þéttbýlt er, mætti reka
mótak í stórum stíl, og vafalaust fá
hnoðaðan mó jafnódýran og í Dan-
mörku o: 3 kr. 1000 pd.
En hvað kosta kolin? Sjald-
an minna en 10 kr. hver 1000 pd. og
oftast meir. 600 pd. af kolum, sem
jafngilda 1000 pd. af hnoðmó, bosta
þá 6 kr. eða réttum helmingi
meira en mórinn.
Eg skal svo ekki fara lengra út í
þetta mál að sinni. Næst verður það
rætt frá öðru sjónarmiði.
Að eins skal eg að lokum láta þess
getið, að það er margsannað, að m ó
má nota sem eldsneýti í
stað kola til hvers sem
v e r a s k a I (nema í gufuskip vegna
fyrirferðarinnar). Mó má nota í ofna,
í eldavélar, undir gufuvélar, í járn-
brautareimreiðir o. s. frv. f>ess eins
ber að gæta, að mórinn er 3—4 sinn-
um fyrirferðarmeiri en jafngildi hans af
kolum. f>ess vegna þurfa eldhólf í
móofnum o. s. frv. að vera stærri en
í kolaofnum, en svo hefir líka mórinn
þann kost, að eldfærin endast betur,
brenna ekki eins fljótt í sundur.
Tízkan.
Alþýðufyrirlestur
eftir
Guðm. Finribogason, magister.
(Niðurl.).
Karlmennirnir hafa og á sína vísu
reynt til að gera höfuð sín fyrirferð-
armeiri en þau eru frá náttúrunnar
hendi. Má þá fyrst minna á höfuð-
búninga, sem eru merki einhverrar
sérstakrar tignar eða stöðu, t. d. kórón-
ur konunganna, biskupsmítur, háa
hjálma, bjarnarskinnshúfur o. s. frv.
Af almennum höfuðfötum verður lík-
lega hái hatturinn drjúgastur hæðar-
auki. f>á voru parrubin nógu tíguleg
á sinni tíð, en parruksöldin er talin
frá 1650 til 1750. Sagt er að hirð
Loðviks 14. hafi haft 500 parruksgerð-
armenn. Hér má líka minna á, að
bæði menn og konur hafa fest ýmis-
leg sbott og slæður við höfuðbúning-
inn, og hafa þau stundum náð niður
á hæla eða lengra.
Eins og það stundum hefir þótt fínt
að vera fótsmár, þannig hafa menn á
öðrum tímum reynt að teygja sem
mest úr fætinum. Á 14. öld báru
karlmenn álnarlanga skó; úr tánni
gekk silkisnúra upp um hnéð.
í lok 16. aldar voru ermarnar svo
langar, að þær náðu til jarðar, og ekki
var þá efnið í buxurnar skorið við
neglur sór. Sérstaklega eru hinar svo
nefndu »pilsbrækur« frægar; þær voru
aðallega úr silki og er sagt að í Dan-
mörku hafi farið í einar slíkar buxur
80 álnir, og á f>ýzkalandi er dæmi til
að 200 álnir hafi þurft í einar buxur.
Enda er sagt, að þær hafi bostað á
við marga bændagarða. Loks má
minna á hældragið á kjólnum og öll
þau blaktandi bönd, skúfa, bjöllur og
bumbur, sem menn á ýmsum tímum
hafa fest á klæði sín.
Litirnir á fötunum hafa auðvitað
verið engu síður fjölbreyttir en sniðið.
Um 1200 kom t. d. upp sú tízka á
karlmannsfötum, að hægri helmingur-
inn var öðru vísi litur en hinn vinstri;
svo breyttist þetta þannig, að menn
höfðu Iitina í skakkhorn. Hægri hlut-
inn að ofan t. d. rauður, hinn vinstri
grænn, hægri hlutinn að neðan grænn
og hinn vinstri rauður o. s. frv. Loks
litu fötin út eins og skákborð, og leif-
arnar af þessari tízku er fíflabúning-
urinn (harlekinsdragt). f>áhafa menn
á ýmsura tímum breytt útliti sínu
með því að mála sig í framan, og strá
salla í hárið til að gera sig ellilegri.
En hið viðbjóðslegasta af öllu þess
háttar eru prýðisplástrarnir, sem tíðk-
uðust um og eftir 1650. Voru þá
límdar hér og þar á andlitið alls konar
myndir: stjörnur, hringar, hálftungl,
fuglar, flugur. Meðal annarar slíkrar
prýði má á mynd einni frá þeim tím-
um sjá mynd af fjóreykisvagni með
manni í og tveim meðreiðarmönnum,
er þeysa eftir enninu á konunni.
Eg hefi nú nefnt nokkur dæmi, er
sýna, hve fáránleg tízka hefir viðgeng-
ist á ýmsum tímum, en hvernig stend-
ur nú á því, að slík tízka skuli geta
komið upp og útbreiðst? Auðvitað
hafa altaf einhverjir stigið fyrsta spor-
ið og aðrir svo komið á eftir og hald-
ið lengra í sömu áttina, þangað til
gekk fram úr hófi. En þá er eftir að
skýra, hvers vegna þessi fyrstu spor
voru stigin og hvers vegna aðrir fet-
uðu í þau. Hér er þess að gæta, að
klæðin, eins og öll önnur mannaverk,
eru að miklu leyti ímynd þeirra hug-
arhreyfinga, er vaka hjá þjóðinni. f>au
eru oft spegíll tíðarandans. f>egar t.
d. konur ganga f mjög flegnum kjól-
um, má ganga að því vísu, að holdið
sé ekki hatað eða fyrirlitið. Mönnum
líður misjafnt, eftir því í hvernig klæð-
um þeir eru, fötin verka beinlínis á
aðkenningu þá, er menn hafa af lík-
ama sínum. Maður er í öðrum hug
í vatnsstígvélum en dansskóm; í vatns-
stígvélum finst manni einhvern veginn
að nú sé óhætt að thlunka á«. f>að kem-
ur ósjálfrátt á ruann ferða- og slarkbrag-
ur. Ef nú sú tízka að ganga á legg-
stígvélum kæmi upp, einmitt þegar
einhver slarkara geðblær léki um þjóð-
ina, þá virðist eðlilegt að hún breidd-
ist út, af því hún einmitt styrkti það
sbapið, sem þá væri ríkjandi.
Einn ágætur þýzkur heimspebingur,
Hermann Lotze, hefir í einu af ritum
sínum drepið á þýðingu þá, er klæðin
hafa fyrir sálarlíf vort. Athuganir
hans eru ágætar, það sem þær ná, en
því miður veit eg ebki til, að neinn
hafi fetað í fótspor hans og rakið
þráðinn lengra. Hann heldur því
fram, að orsökin til þess, að menn
hafa tekið upp ýmislegt skraut og
ýmislegt klæðasnið, sé ekki að eins
hégómagirni, löngunin til að leiða at-
hygli annara að sér, heldur og engu
síður áhrifin, sem það hefir á aðkenn-
ingu manus af líkama sínum. f>að er
einkennilegt við skynjanir vorar, að
vér getum haft aðkenningu út í end-
ann á hlutum, sem vér höldum á eða
festum við líkamann. Yér finnum
mótstöðuna í endanum á stafnum, er
vér stingum honum niður, finnum
hvernig pennaoddurinn strýkst eftir
pappírnum. Læknirinn þreifar með
sárakannanum; saumastúlkan finnur
hvernig nálin smýgur klæðið o. s. frv,
Notkun verkfæra er yfir höfuð háð
þessari einkennilegu aðkenningu. Sé
tekið um annan endan á stöng og hún
vegin upp, finst hve löng hún er. Láti
maður hana standa lóðrétta á fingri
sér, finst ekki hve löng hún er, en
það finst, ef hún hallast lítið eitc. Sé
lóði sveiflað á streng, finst hve langfe
það er frá hendinni. Og setji maður
skál á hvolfi yfir fingurgóm sér og
láti hana hvíla þar, finnur maður ná-
kvæmlega hvar komið er við hana, ef
hún er snortin.
Eu alveg eins er með klæðin. ]?au
verða eins og hold af voru holdi og
bein af vorum beinum. Vér finnum
allar hreyfingar þeirra, eins og þau
væru partar af oss sjálfum, eins og
vér hefðum vaxið eins langt og fötin
ná og hreyfast út frá líkamanum.
Undir eins og maður hallar háa hatt-
inum ögn, eða stormurmn tekur í
hann, er að finna eins og maður væri
orðinn því hærri, sem hattinum nemur^,
og það er saklaus ósb að vilja vera
hærri en maður er, og þarna fullnæg-
ir hái hatturinn henni um scundarsak-
ir. Konunni með freigátuna á höfð-
inu hefir eflaust fundist, að hún sjálf
sigldi með fullum seglum um hirðsal-
inn. f>að þarf varla að taka það fram,
að hár hattur og freigátu-háruppsetn-
ing mundi varla tíðkast á tímum, þeg-
ar menn væru mjög lítillátir og auð-
mjúkir í huga. Stigstangaskórnir og
háu hælarnir auka við persónuna að
neðan. Til þess að ná út frá sér og
þreifa í kringum sig er göngustafurinn
skapaður. f>á má nærri geta, að stúlk-
urnar hafi haft þægilega aðkenningu
i aftanaukanum og ekki hefir lítil til-
finning rúmast í krínólínunni. Börn
hnýta stundum á sig skott, og hafa
gaman af að finna hvernig það hreyf-
ist, er þau hlaupa, rétt eins og það
væri þeim samvaxið. f>að eykur ef-
laust sjálfstilfinningarnar að hafa skott,
svo ekki var furða, þó að skottlausi
refurinn kynni illa við sig. Sama
gildi hefir hældrag á kjólum og slæð-
ur, flaksandi kápur, mötlar, slegið.