Ísafold - 21.11.1903, Blaðsíða 3
287
Að norðan.
Vandræðahorfur með afkomumanna
og 8kepna við Eyjafjörð eftir sumarið,
sem sagt er hið versta íslaust sumar,
sem komið hafí þar í manna minnum.
Hey mjög lítil yfirleitt og hrakin
meira og minna, jafnvel fram í októ-
ber, en haustrigningar bvó miklar, að
hlöður láku, hey drápu og fénaður
hraktist.
iVflalaust um endilangan Eyjafjörð.
Róið með dágóða beitu um mánaða-
mótin síðustu, en fengust að eins 8—
10 fiskar á skip.
Útrýming fjárkláðans byrjaði í Eyja-
fjarðar- f>ingeyjar og Múlasýslum um
og eftir veturnætur.
Til Askov-lýðháskólans hafa tveir
menn farið úr Eyjafirði í haust:
Oddur Jónasson prófasts á Hrafnagili
og Lárus Jóhannsson frá Botni.
Steingrímur Matthíasson er orðinn
skipslæknir á »Prins Valdemar«, skipi,
sem fer milli Norðurálfunnar ogýmsra
hafna í Austurlöndum, KínaogJapan.
(Eftir »N1.«)
Hannes Hafstein.
»Rvík« kveðst nú geta fullyrt, að
það sé áreiðanlegt, að stjórnin
hafi boðað hr. Hafstein til Khafnar.
— »ísaf.« er í þessu efni jafn vantrú-
uð og áður, og það af þeirri einföldu
ástæðu, að hefði hr. Hafstein feDgið
slík boð, þá hefði hann vísvitandi og
ótilkvaddur farið með ósatt mál, er
hann sagði mönnum það hér íóspurð-
um fréttum, og lét bæði skylda og
vandalausa hafa það eftir sér, að hann
ætlaði vestur aftur með »Kong
Inge«. — Slíka háttsemi vill »tsafold«
ekki eigna hr. Hafstein, að óreyndu.
Geri það hver sem vill.
Bsejarstjórnarfumlui’ 19 þ. m.
1. Veganefnd skýrði frá, að Bjarni Jóns-
son snikkari gæfi kost á að taka vatn úr
krunni sinnm á þann hátt, að lögð væri
pípa úr hrnnninnm út fyrir port og
sérstakur maður fenginn tíl að pumpa.
50 kr. á múnnði vildi hann og fá í
leigu fyrir not brnnnsins. Veganefndin
vildi ekki upp á sitt eindæmi ganga
að þessum kjörnm. — Bæjarstjórnin
frestaði að taka ákvörðun um hrunn-
gerðir í autsurbænum, þangað tilvega-
nefnd kæmi með tillögur sínar um,
hvernig skyldi verja næsta árs vegafé
og vatnsbólafé. •
2. Veganefnd tilkyuti, að kaup væru gerð
á lóð undir part af Prakkastig fyrir
3 kr. 25 a. hver 0 faðmur.
3. Bæjarfógeti tilkynti að vatnsieiðslufé-
lag það i Englandi, er bæjarstjórnin
hefði verið i samningum við um vatns-
verksrannsókn og vatnsverksgerð fyrir
bæinn, hefði nú svarað, að það sæi
sér ekki fært að leggja út í það
lengra.
4. Erindi frá Framfarafélagi Rvikur um
stofnun sjóðs í minning 40 ára rikis-
stjórnarafmælis konungs.
Bæjarstjórnin samþykti i einu hljóði
þessa tillögu: Bæjarstjcrnin lýsir yfir
þvi, að hún er í alla staði hiynt þvi,
að sjóður verði stofnaður af Reykvik-
ingum i minningu 40 ára ríkisstjórnar-
afmælis konungs vors.
5. Helmingur aukaútsvars Þórarins Jóns-
sonar 4 Selsholti þ. á. var feldur nurtu
eftir beiðni hans, sakir lasleika hans.
6. Aukaútsvar Einars Þórðarsonar(lausam )
lækkað um 3. kr., ef hann sýnir full-
nægjandi skilríki fyrir þvi, að hann
hafi greitt 3. kr. á Akureyri f auka-
‘ útsvar fyrir yfirstandandi ár.
7. Aukaútsvar Kristsmanns Tómassonar
fyrir þ." á., 5. kr., felt burtu, með því
að hann fluttist ekki til bæjarins fyrri
en 10. okt. þ. á,—
8. Brunabótavirðingar samþyktar: hesthús
og fjós Guðm. Ingimundssonar i Berg-
staðastræti 1224. kr. Geymsluhús Guðj.
Gamalielssonar i s. str. 774 kr. Húseign
Þorst. Einarssonar á Akurgerðislóð
1197 kr. Skúr JónsJenssonar í þinghstr.
304. Húseign Jóhannesar Sigurðssonar
við Lindargötu 3279 kr.
9. Bæjarstjórnin samþykti að ráða verk-
fræðing Knud Zimsen til næstu 5
ára, talið frá fyrsta janúar 1904, til
að taka að sér byggingarfulltrúa
störf og brunabótavirðinga-eftirlits8törf.
Jafnframt sknl liann halda áfram mæl-
ingnm og kortgerö bæjarins, sem hann
hefir nú á hendi, og hafa lokið þvi, að
þvi er miðhluta bæjarins snertir, innan
ágústloka næsta árs. Þá er aðalmæl-
ingarstarfinu er lokið, skal hann hafa
á hendi framkvæmd veganefndarmála,
og framkvæma þær mælingar og gera
þær áætianir, sem bæjarstjórnin þarf
að láta framkvæma. Á sinum tima
skal kaun og hafa eftirlit með heil-
brigðissamþykt bæjarins. — Laun hans
skulu vera 2700 kr. á ári.
Tapast hafa
úr hagagöngu að flvammi i Ölfusi snemma
í nóvember:
1. Rauð hryssa 9 vetra gömul með siðu-
tökum á báðum siðnm, stór og sterkleg,
litt járnuð, klárgeng, ómörkuð.
2. Jarpnr foli, 4 vetra, með hvítleita
skrámu í enni, dökkur á fax og tagl, járnað-
ur á afturfótum, ómarkaður.
3. Móalóttur foli, 4 vetra, með dökkan
blett öðru megin á lendinni, ójárnaður.
klárgengur, ómarkaður.
Öll áttu þessi hross að vera spjaldbund-
in i faxi, á spjaldinu stóð: A. 2.
Hver sem verða kynni var við þessi
hross, sem öll eru á strokleið austur i ör-
æfi, er vinsamlega beðinn að stöðva þau,
og annnaðhvort koma þeim áleiðis vestur í
Ölfus, eða þá gera mér aðvart.
Fyrirhöfn verður endurgoldin.
Arnarbæli í Ölfusi 17. nóv. 1903.
Ólafur Magnússon.
A L D A N .
Fundur næstkomandi miðvikudag á vana-
legum stað og stundu. Þýðingarmikið
málefni til umræðu. Áríðandi að allir
mæti.
„Leikfélag Reykjavikur“
leikur annað kvöld (Suunudag)
cJCarmannag laííurnar
eftir C. Rostrup, og
cRpann,
eftir frú J. L. Heiberg.
í síðasta sinn.
Alþýðufræðsla Stúdentafél.
Fyrirlestur í Iðnaðartnannahúsinu
sunnud. 22. þ. m. kl. 5 e. h-
Bjarni iónsson frá Vogi:
Asninn milli mata
fæst daglega í Banka-
str. 6 og á Laugav. 41.
Ails konar
Manualát.
Jóhann G. Möller, kaupmað-
ur á Blönduósi, andaðist snögglega
að kvöldi 11. þ. mán., úr hastarlegum
blóðspýting; lifði að eins 10 mínút-
ur eftír að hann kendi sársaukans.
17. október andaðist á Skjöldólfs-
stöðum á Jökuldal húsfrú J> ó r d í s
Eiríksdóttir, móðir sfra Einars
alþm. þórðarsonar á Hofteigi.
16. þ. m. andaðist á Landakotsspít-
alanum Ragnheiður Péturs-
d ó 11 i r, ættuð vestan úr Reykhóla-
sveit. Hún var um nokkurt skeið
aðstoðarkennari við daufdumbraskól-
ann á Stóra-Hrauui.
Veðurathuganir
Reykjavik, eftir aðjuukt Björn Jensson
1903 | nóv. Z7Í rt- .p c aa Átt Hiti (C.) < a> OK e •-* ET $ w B p ÓQ Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Ld 14.8 744,6 -1,2 N 3 5 -2,0
2 750,0 -1,5 N 3 5
9 757,1 -4,2 N 3 3
Sdl5. 8 763,3 -4,7 n 1 1 -5,0
o 765,1 -4,3 0 4
9 761,1 -2,2 e 1 9
Md 16.8 757,9 2,7 w 1 7 2,2 0,0
2 759,5 4,6 wnw l ö
9 760,2 2,0 w 1 10
Þd 17.8 756,7 3,6 E 1 10 0,5 1,0
2 755,9 4,4 e 1 10
9 753,3 6,3t EsE 1 10
Mdl8.8 749,8 3,7 sw 1-2 10 6,1 2,0
2 748,6 2,9 sw 1 5
9 748,1 1.6 w 1 4
Fd 19.8 746,0 1,7 sw 1 10 3,3 0,0
2 739,9 1,9 E 1 10
9 744,8 1,6 s 1 10
FdlO.8 751,5 0,5 nw 1 9 7,8 -1,0
2 749,9 -0,4 NNE 1 9
9 746,7 -1,5 NNE 1 10
Peningar fundnir í bakarabúð. Ritstj.
visar á.
Hús til sölu í Hafnarfirði. Semjið
við
Þorvald Erlendsson, Hafnarfirði.
cffiátíúrugripasqfnió
verður sýnt 2 næstu sunnudaga.
Helgi Pétursson.
Mógrár hestur
5 vetra, með ljósan blett í enni, mark:
heilrifað vinstra (heldur en hægra), tapað-
ist frá Fifuhvammi seinni part októberm.
Sá, er hitta kynni hestinn, er beðinn að
koma honum til Sigurjóns snikknra Ólafs-
sonar við Amtmannsstíg 5 í Rvík gegn
ríflegri þóknun.
Óskilahross.
14. þ. m, voru hreppstjóranum í Kjósar-
hreppi, afhent þessi óskilahross:
1. Rauð hryssa 2 v. með gráu merfol-
aldi: hryssa þessi má teljast ómörkuð, má-
ske hafi verið gert eitthvert ben aftan á
hægra eyra, en sem nú er ekki hægt að
telja rnark, en litið auðkenni er á henni
sem eigandinn máske geti helgað sér hana
eftír.
2. Skolgrátt hesttrippi 1 eða 2 vetra,
marklaust, en sýnist máske hafa verið
markað á það hangfjöður aftan hægra, en
sem þá er gróið saman.
Neðra-Hálsi 16. nóv. 1903.
Þórður Guðmundsson.
Leifar af nýjum, óbrúknðum múrsteini
fást keyptar nú þegar mjög ódýrt.
Claus Hansen.
í verzlun
Ámunda Arnasonar
Laugaveg 21
fást ágætar íslenzkar kartöfur
og ekta gott ísl. snijör.
SömuleiÖis alls konar nauðsynjavörur.
Vörurnar góðar. Verðið lágt.
♦I,
Vln og áfenji,
fæst hvergi betra né ódýrara en í
Verzl. B. H. Bjarnason.
Styrktarsjóður
skipstjóra og stýrimanna við
Faxaflóa.
f>eir, sem sækja vilja um styrk úr
nefndum sjóði, verða að hafa sent
bónarbréf þar að lútandi stíluð til
stjórnar Öldufélagsins, til undirritaðs
fyrir útgöngu þessa árs.
Styrkurinn veitist 9Ínungis félags-
mönnum Óldufélagsins, ef þeir sökum
heilsubrests eður ellilasleika ekki geta
stundað atvinnu sína, samt ekkjum
félagsmanna og eftirlátnum börnum.
Reykjavík 20. nóv. 1903.
H. Hafliðason.
^Jerzlun
IWSCtt
(Sivertsenshúsi)
tekur að sér saum á alls konar barna-
fötum og nærfötum.
Selur alls konar álnavöru og margt er
að hannyrðum lýtur.
MARGTNÍTT
kemur með Laura 27. þ. m. f>ar á
meðal alls konar
Stjórnarvalda-augl. (ágrip).
SkiftaráðandÍDn i Kjósar- og Gullbringn-
sýslu kallar inn skuldakröfur í dánarbú
Tómasar Nikulássonar úr Njarðvíkum á 6
mánaða frpsti frá 20. þ. m. Með sama
fyrirvara eru erfingjar innkallaðir.
Skiftaráðandinn á Akureyri kallar inn
skuldakröfur i dánarbú Arna Waage með
6 mánaða fyrirvara frá 20. þ. mán.
Uppboð á búsi Sveins Eiríkssonar við
Bræðraborgarstíg (8) 18. des. næstk. kl. 12;
á húsinu Sólheimum við Garðbæjarstig s.
dag kl. 1 og húsi Ingvars Pálssonar og
Leifs Þorleifssonar við Laugaveg (5) sama
dag kl. 2.
Skiftafundur i þrotabúi Heiga Jónssonar
frá Ósabakka í barnaskólahúsinu á Eyrar-
bakka 21. desbr. kl. 5.
Dömu-gullúr með silfurfesti tapaðist
á Laugavegi. Skila má til Einars Vigfás-
sonar Þingkoltsstræti 11.
Lítið inn
í Breiðíjörðsbúð.
Þar fæst margt, sem ekki er til hér
annarstaðar.
Allir kaupa þar nú vetrarfrakka-
efni.
og einnig skraddararnir.
Stærsta úrval er þar af
svuntu og kjólaefnum o. m. m. fleira.
Grár liestur skaflajárnaður er í
geymslu hjá Guðna Þorbergssyni á Kolvið-
arhól, mark á hesti þessum er heilrifað
vinstra. Eigandinn er heðinn að vitja hans
sem fyrst og borga áfallinn kostnað og
augl. þessa.
eru beðnir
að vitja ísa-
foldar í af-
greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8,
þegar þeir eru á ferð í bænum.
J ó I a v ö r u r.
B. H. BJARNASON.
Chr. Junchers klædefabrik
R a n d e r s
er viðurkend að vera meðal hinna
bezta og áreiðanlegustu ullarverksmiðja
í Danmörku; hún afgreiðir mikið fljót-
ara, og býr til betri og fjölbreyttari
vefnaðarvöru en flestar aðrar verk-
smiðjur.
Aðalumboðsmenn fyrir Vesturland
erum við undirritaðir. Sendið okkur
ull og munum við útvega yður ódýr
og vönduð fataefni.
Bíldudal 19. marz 1903.
P. J. Thorsteinsson & Co.