Ísafold - 09.01.1904, Síða 1

Ísafold - 09.01.1904, Síða 1
Kemur út ýmist eimi sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 14/, doll.; borgist fyrir miðjan ’úlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Dppsögn (skrifleg) bnndin við iramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík laugardagiim 9. janúar 1904 XXXI. árg. MuóÁu/ó jfta/UjasiMi «To. 0. F. 852398V2- Augnlækning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spltalanum. Forngripasafn opið mvd. og ld. 11 —12. Frilœkning á gamla spitalanum (lækna- skólanum) á þriðjudögum og föstudögum 41. 11—12. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- fn á hverium degi kl. 8 árd. til kl.lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og !innnudag8kveldi kl. 8V2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 -og kl. 0 á hverjum helgnm degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj- ■endur kl. 10'/2—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ‘kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið livern virkan dag Sd. 12-3 og kl. 6—8. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið ú sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b ■1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Almennur safnaðarfrindur fyrir Eeykjavíkurdómkirkjusöfnuð verð- ur eftir tilmælum sóknarnefndar hald- inn næstkomandi mánudag kl. 8 síð- degis í Báruhúsinu til að skýra söfn- uðinum frá aðgjörðum ^sóknarnefndar- inna-r viðvíkjandi ráðningu organist- ans við dómkirkjuna, áður en samn- ingur við hann verður eftir fyrirlagi amtsins undirskrifaður af sóknarnefnd- inni og staðfestur af amtmanni. Reykjavlk, 8. jan. 1904. Jóhann Þorkelsson. t Frú Gruðlaug Jensdóttir andaðist hér í bænum 7. þ. mán., 53 ára gömul, fædd 26. júní 1850. Hún var dóttir Jens rektors Sigurðssonar og Ólafar Björnsdóttur Gunnlaugs- sonar. — Árið 1878 giftist hún Sigurði Jónssyni sýslumanni í Snæfellsness og Hnappadals- sýslu, en varð ekkja árið 1893. Þrcm árum síðar (1896) flutt- ist hún hingað til Reykjavíkur og dvaldi hér eftir það til dauðadags. — Hún var mjög vel gefin kona og prýðisvel gáfuð, eins og hún átti ætt til. Bankastjóri Bandsbankans veitir mönnum viðtal í bankahúsinu á hverjum virkum degi kl. 11_2. Gjald fyrir organslátt og söng í dömkirkjunni. Væntanlega hefir mörgum af gjald- endum bæjarins komið það á óvart, er þeim voru færðir fyrir skömmu kröfuseðlar um gjald fyrir organslátt og söng í dómkirkjunni; þess konar gjald var óþekt hér að undanförnu og er því spánnýtt, en ný gjöld eru vana- lega ekki vinsæl, og þetta gjald að líkindum því síður, sem gjaldendur hafa nýlega greitt annað gjald, sem einnig er nýtt hér, gjald til kirkju- garðsgirðingar. í flestum öðrum söfn- uðum hér á landi eru þessi gjöld kunn, og það fyrir all-löngu, einkum hið síðara, þótt því vanalega sé svarað í vinnu til sveita. Með lögum nr. 21 frá 22. maí 1890, um stjórn safnaðarmála og skipun sóknarnefnda og héraðsnefnda, er svo ákveðið, að þar sem hljóðfæri er í kirkju, »skal söfnuðurinn kosta hljóðfærasláttinn og halda söng uppi á sinn kostnað, nema eigandi eða forráðamaður kirkju gefi samþykki sitt til, að groiða megi kostnaðinn að nokkru eða öllu af kirkjunnar fé, og héraðsfundur síðan samþykki, að svo skuli vera«. þetta lögákveðna gjald fyrir organ- slátt og söng hefir Reykjavíkursöfn- uður sloppið við til þessa. Organleik- arinn hefir sem sé að undanförnu haft 1000 kr. laun úr landssjóði; og þótt þau laun hafi eigi öll verið beint fyr- ir organsláttiun, heldur jafnframt og öllu fremur fyrir kenslu í þeirri list, þá hefir þetta þó verið látið duga og söfnuðurinn sloppið með það. En á alþingi í sumar varð gagngerð breyt- ing á þessu. í stað 1000 kr. launa, sem organleikarinn áður hafði árlega úr landssjóði, fær hann nú að eins 100 kr. þóknun á ári fyrir »að leika á orgelið við prestsvígslur og alþingis- setningar«, og má nærri geta, að eng- inn maður geti látið sér það nægja, sízt eins og nú er komið, að flesta helga daga eru fluttar tvær messur, og má því organistinn aldrei um frjálst höfuð strjúka þá dagana, hvorki ár- degis né síðdegis. pegar nú svona var komið, voru eigi önnur ráð fyrir hendi um sfðast- liðið nýjár, en að ráða organleikara á kostnað safnaðarins, samkvæmt þeirri skyldu, sem áðurnefnd lög leggja hon- um á herðar í því efni, en samkv. 2. gr. téðra laga skal sóknarnefndin, með umráði prestsins, jafna gjaldinu niður á sóknarmenn alla, þá er eigi eru 8kylduómagar eða s v e i t a r ó- m a g a r, og skal það þá vera aðal- reglan, segir í lögunum, að helmingur ko3tnaðarins komi jafnt á hvern til- skyldan mann, en annar helmingurinn fari eftir efnum manna og ástæðum, og skal hver húsráðandi inna það af hendi fyrir sig og skyldulið sitt, Sumir kunna nú ef til vill að líta svo á, að úr því að leyfilegt sé, sam- kvæmt lögunum, að láta kirkjuna sjálfa bera þetta gjald að nokkru eða öllu leyti, þá hafi verið óþarfi að slengja því upp á söfnuðinn, kirkjan sé ekki of góð til að standa straum af organ. slætti og söng, hún sé nógu rík og hafi ærnar tekjur frá bæjarbúum, bæði ljóstolla og kirkjugjald af húsum, — Öðrum fin8t ef til vill, að gjaldendur ættu ekki að kvarta svo mjög undan gjaldinu; þeir megi þakka fyrir, að það var eigi lagt á þá fyrir 13 árum, þeg- ar er lögin öðluðust gildi. Að öllum líkindum getur það ekki komið til mála, að láta dómkirkjuna sjálfa bera þetta gjald eða nokkurn hluta þess; hvorki eigandi hennar (lands- sjóður [alþingi]) né forráðamaður (amt- maðurinn) mun gefa samþykki sitt til þess. peir munu þykjast hafa þvegið sínar hendur og það rækilega, er þeir hafa útvegað kirkjunni nýtt orgel, er kostar um 6000 kr., kostnaðarlaust að öllu leyti af safnaðarins hálfu. En hafi dómkirkjan hins vegar svo mikið aflögum af tekjum sínum, að afgang- urinn, sem í landssjóð rennur, hefði nægt í þetta gjald, þá má söfnuðurinn sjálfum sér um kenna, er hann hingað til hefir jafnan verið ófáanlegur til að taka kirkjuna að sér. Að öllum lík- indum þarf hann þó ekki að naga sig f handarbökin fyrir það, eða sjá of- sjónum yfir tekjum kirkjunnar, þar sem öll kirkjugjöld fríkirkjumanna renna að líkindum framvegis í sjóð fríkirkjunnar, og missir dómkirkjan við það talsverðan hluta af tekjum sínum. Undir upphæð gjaldsins verður það auðvitað nokkuð komið, hvort þessari nýju álögu verður tekið vel, sæmilega eða illa. þótt almenningi þyki gjöld- in á sér yfirleitt orðin bæði mörg og há, þá er þó ekkí líklegt að gjaldend- ur telji það eftir, að leggja eitthvað lítið eitt af mörkum einu sinni á ári, til þess að eiga kost á að hafa góðan organslátt og prýðilegan söng í kirkj- unni sinni, sem jafnframt er dóm- kirkja landsins, og það því síður sem kirkjueigandinn leggur til prýðilegt hljóðfæri, algerlega á sinn kostnað, og eigi hæfir annað en launa verkið sóma- samlega. En þótt það sé gert, á gjald þetta ekkí að þurfa að verða tilfinnanlegt á hverjum einstökum manni, jafn margir og gjaldendurnir eru í þjóðkirkjusöfnuðinum hér f bæn- um. Sóknarnefndin mun nú hafa hugsað sér að ákveða laun organleikarans 800 kr. á ári, og verður eigi annað sagt, en það sé sæmilegt kaup. Getur jafn- vel verið, að sumum virðist kaupið of hátt eða óþarflega hátt, þegar tekið er tillit til þess, að talsverðar auka- tekjur fylgja organistastöðunni, bæði við giftingar og greftranir. En á hitt ber einnig að líta, að organistinn hlýt- ur að hafa varið talsverðum tfma og fé, til að gera sig færan til að takast starfann á hendur, og eins hitt, að hann þarf að jafnaði að verja tals- verðum tíma og fyrirhöfn til undir- búníngs, æfa söngflokk o. b. frv. til þess að verkið fari vel úr hendi og verði guðsþjónustu, kirkju og söfnuði samboðið. Heyrzt hefir, að amtmaður hafi á- skilið, að árslaun organistans væru eigi minni en 800 kr. Vér seljum það eigi dýrara en vér keyptum, en getum hins vegar eigi trúað að svo sé. Amt- maður ræður því, hvort hann trúir organista safnaðarins fyrir hljóðfæri kirkjunnar, en upphæð kaupsins er 2. blað. samkomulags og samningsmál milli organistans og safnaðarins, eða sókn- arnefndar fyrir hans hönd. En hvernig sem þessi uppbæð er tilkcmin, þá hefir sóknarnefndin hugs- að sér organistalaunin . . 800 kr. Laun fasts söngflokks . . . 200 — þóknun til hringjara, fyrirað troða orgelið............150 — Skriftir, seðlaprentun, seðla- burð o. s. frv...........100 — 20% fyrir vanhöldum . . . 250 — 10°/ó ftf innheimtum gjöldum í ómakslaun o. s. frv. c. . 140 — Samtals kr. 1640 Eitthvað á þessa leið mun áætlun sóknarnefndarinnar vera um upphæð þá, sem hún hefir jafnað niður; og þótt hún í fyrsta áliti virðist nokkuð há, þá er hún þó alls eigi ægileg, þeg- ar þess er gætt, að útgefnir seðlar munu vera 17—1800; gjaldendur sam- tals, sem á er lagt, auðvitað miklu fleiri, líklega nokkuð á 4. þúsund. Ætti gjaldupphæðin á hverjum seðli, eftir þessa, ekki að nema fullri krónu að meðaltali, sem alls ekki virðist of- ætlun að greiða. Um hitt geta verið og eru að sjálf- sögðu skiftar skoðanir, hvort sumar af þessum upphæðum eru eigi óþarflega háar og sumar ef tíl vill að öllu eða mestu leyti óþarfar, eins og t. d. 20 °/0 fyrir vanhöldum á ekki hærri gjöld- um, sem auk þess hafa lögtaksrétt Á þeim ættu mjög lftil vanhöld að verða eða sama sem engin. En bót er það hér í máli, að það sem inn- heimt verður þetta árið um þörf fram, það verður lagt í sjóð og kemur til frádráttar, er jafnað verður niður næsta ár. Að endingu skal bent á það, að gjaldið er heimt inn í ársbyrjun í stað þess að gjalddagi er í árslok þ. á. — En sóknárnefndin mun eigi hafa treyst sér til að launa organista alt árið með tvær hendur tóraar til ársloka, og tal- ið sér því einn kost nauðugan, að heimta gjaldið inn þegar í ársbyrjun. Um málefni þetta verður haldinn fundur næstkom. mánudagskvöld (sjá augl.) og er því óþarfi að fara um það fleiri orðum að sinni. Vér höfum bent á framanskrifuð atriði, til þess að gjaldendur ættu hægra með að átta sig í málinu undir fundinn. Háar tölur. Á Bretlandi deyja á r 1 e g a af o f- d r y k k j u 40 þús. manna, í Belgíu og Hollandi 20 þús., á Rússlandi 100 þús,, á Frakklandi 40 þús., á Norður- löndum og í Sveits 10 þús.; samtals er þetta 210 þús. manns. Herkostnaðnr ÞjóSýerja á sjó og landi árið 1898—99 var freklega 730 miljón- ir marka (m — 90 a,), en bein útgjöld þeirra til áfengiskaupa voru sama áriS 3000 miljónir marka. Árlegur her- kostnaSur Svía er 35 miljónir króna, en áfengiskostuaðurinn 80 miljónir. Her- kostnaður Dana var 1901 hátt upp i 18 miljónir króna, en fyrir áfengi fór eigi minna en 62| miljón króna sama árið. —

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.