Ísafold - 19.03.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.03.1904, Blaðsíða 2
54 gjörBamlega upp þann vinnusparnað, sem hann veitir í vörzlunni. f>að er kunnugt, að túngarðar, eink- uai grjótgarðar, hafa bjargað margra naanna lífi, þegar þeir hafa verið hríð- viltir og í náttmyrkri, — að þeir hafa þreifað sig áfram með þeirn, og hitt fénaðar- eða bæjarhús. Hvað gerir nú gaddavírinn? Alt hið gagnstæða, ersvona stendur á. Stórhættulegur getur gaddavírinn ▼erið fyrir hesta, þegar hann liggur undir snjó meir eða minna. f>eir geta hálsbrotnað eða kafnað f einu vetfangi, ef þeir lendajá hann, og auk þess rifið sig til stórskemda, og þegar svo bæri að, þá væri illa farið með tþarfasta þjóninn*. Enn skal bent á, að þegar vírinn er fullslitinn og fer að detta niður af ryði, þá þarf nákvæma varúð, að hann ber- ist ekki inn á túnin og hin smærri brot leudi ekki í töðunni. f>ess eru mörg dæmi, að kýr hafa etið ryðgadda ofan í sig í beyi og að það hefir drepið þær eftir langvinnar kvalir. f>á eru ennfremur miklar líkur til, að bið fyrirskipaða eftirlit verði ekki mikils virði. Hreppstjórar munu þreytast á að vinna fyrir ekki neitt, og biðja svo um launaviðbót. Löggjafarvaldið gæti ekki verið þekt fyrir að launa þetta starf ekki. Hvar mundu launin verða tekin ? Líklegast af ábúendum. En gerum nú ráð fyrir, að hrepp- stjórar fleiri eða færri sýndu rögg af sér með eftirlitið. f>eir eru skyldir að tilkynna sýslu- manni, hve nær sem einhverju er á- bótavant um viðhald, sbr. 13. gr., og sýslumaður skyldur að gera eitthvað, líklega að kyrsetja fjármuni hjá bónd- anum, þar til hann hefir fullnægt lög- unum. f>etta fær bóndinn að borga. Geta orðið málaferli, og öll slík mál mundu falla á bónda. Leiguliðar standa hér á milli tveggja elda. Annars vegar er landsdrottinn, sem heimtar sinn rétt samkv. byggingar- bréfi, og landsdrotnar hljóta að vera kröfuharðari en áður, þar sem þeir eru ábyrgðarmennirnir gagnvart lands- sjóði, sjá 4. gr. Hins vegar er hreppstjóri með eft- irlitið og sýslumaður með lögtökin. Ekki rýmka lög þessi frelsi smá- bændanna. Gaddavírinn verður ekki heldur sá garður, er geri granna sætt. Víst má telja það, að landssjóður missi nokkuð af hínum upphaflega höfuðstól. Hvernig fer, ef þrotabú verður í svo miklum mæli, að ekki er til fyrir for- gangsskuldum á prestssetrnm, kirkju- jörðum, þjóðjörðum ? Mér skilst svo, að á öllum þessum jörðum hafi lands- sjóður sömu skyldur sem eigendur einstakra jarða, þegar leiguliðí er ó- fær að standa í skilum. Nú fer jörð í eyði; þá er landssjóð- ur eins og aðrir laus við að endurreisa vírgirðinguna. En ekki fær hann það, sem óborgað er af höfuðstól, og ekki mun honum verða mikið úr girðingun- um, sem uppi standa. f>á mun og ekki gaddavírinn auka verðgildi þjóðjarðanna eða gera þær fýsilegar til ábúðar. f>eir ábúendur, sem fara í þetta gaddavírsnet, verða fyrst og fremst eða eftirmenn þeirra að snúast í því í 41 ár. Að vísu deyr allur fjöldinn í eyðimörkum, og komast ekki svo langt, að þeir sjái uppskeruna eða njóti hennar á síðari helming þessar- ar aldar, af fræi því, sem sáð var á fyrsta áratug hennar. f>ví ávextirnir munu sýna sig því glöggar, sem lengra dregur frá. Verði nú heimild sú til lántökunnar notuð, sem lögin veita, munu girðingar þessar fyr eða síðar leggjast niður, eftír dýra reynslu, þegar búið er að kosta til og kasta út beinhnis og óbeinlínis mörgum 500,000 krónum. Ætla má, að margur segi: »Eg tek lánið fyrir mig; það kemur ekki öðr- um við«, gætandi ekki þess, að ef ó- hyggilega er farið með landsfé, þá er óhyggilega farið með hans fé, og að hann leggur þunga byrði á eftirmenn sína á býlinu, máske ekkju sfna og börn o. s. frv. Ef þessi kynslóð, sem nú er uppi, festir sig í netinu, þá munu netaförin sjást á niðjunum, kynslóð eftir kynslóð. Peðranna dáðieysi er barnanna böl, bölfun í nútíð er framtíðarkvöl. Oscar II strandaður. Eitt stærsta og bezta skip Samein- aða gufuskipafélagsins, Oscar II., rak sig á boða rétt við Flekkuey (Flekkerö) úti fyrir Christianssand í Norvegisunnu- dagsmorgun 28. f. mán., á heimleið frá Amerfku (New York), í heiðskíru veðri og logni, góðri stundu eftir að albjart var orðið af degi, og með al- vanan hafnsögumanninnanborðs. Hann hafði vilst á tveimur töngum, með þvf að landið var alsnjóa. Skipinu var hleypt á land í eynni. |>að tókst með naumindum, með þvf að stórt gat kom á það á stjórnborða og fossaði inn kolblár sjór. Farþegar, um 150, komust klaklaust á land, í bátum. En tvfsýnt talið, hvort akipið kemst á flot aftur eða gert verður við það. f>að er svo stórt, að það tekur engin skipsmíðakví á Norðurlöndum, og verð- ur, ef til kemur, að reyna að fleyta þvf annaðhvort til Englands eða þýzka- lands. f>að var smíðað í Glasgow fyrir 2 árum og kostaði 4 milj. kr. það er 520 fet á lengd og 58 á breidd. f>ví hefir hlekst á tvfvegis áður, eða alls nærri einu sinni á missiri sfðan því var fyrst hleypt á flot. f>að eru fleiri skip óheppin en hans Tuliniusar eða Thore-félagsins. Oscar II lagði á stað sína fyrstu ferð vestur um haf 12. marz 1902 úr Fríhöfn- inni í Kaupmannahöfn. f>á stóð sem hæst hið mikla verkfall kyndaranna í skipum Sameinaða-félagsins, og höfðu þeir gert sér von um, að geta aftrað ferð skipsins. En er það ætlaði ekki að takast, dundi á því grjóthríð frá þeim samsærismönuum, hinum iðju- lausu kyndurum á landi og þeirra fé- lögum, og var lögreglulið bæjarins nauðulega statt í þeim viðskiftum. Eétt fyrir jólin s. á., 20. des., var það á heimleið frá Ameríku með mik- inn fjölda farþega, jólagesta hingað á Norðurlönd. þá rak það sig á rétt hjá Trekroner, fast við höfnina í Khöfn, og losnaði þaðan nauðulega. Fám vikum eftir, 10. febr. 1903, lagði það aftur á stað vestur um haf og kom við i Christianssand að vanda; lét þaðan í haf með 927 farþega. Hálfum mán- uði síðar, löngu eftir að það átti að vera bomið til New York, kora sím- rit frá Azoreyjum,um að það hefði hleypt þangað inn mjög nauðulega statt. f>að hafði þá komið að því leki í miðju Atlanzhafi. f>að hafði þá nær 1100 manna innan borðs: skipshöfnin hátt á annað hundrað. Liagaskólalögin, lögin um stofnun lagaskóla hér á landi, kváðu vera staðfest. Færeyja-pistlar. IV. Gestrisni Færeyinga við oss skip- brotsmenn var frábær, bæði í Skála- vík fvrst og síðar í f>órshöfn. Alt í té látið, sem vér þörfnuðumst og nokk- ur kostur var á, beðið og óbeðið. Geng- ið úr rúmi fyrir gestunum og vakað hálfar og heilar nætur. Og greiðalaun ekki þegin nema sumstaðar. Jafnvel þykst við, ef börn eða hjú voru glödd eitthvað. Húsmóðirin þar sem við gistum fjórir, sem íyr hefir verið getið, kona. Sasm. Dalgaard, gekk sjálf um beina við okkur. Atti þó 4 börnum að sinna, hvoru öðru yngra, og var enn kona eigi einsömul. Vinnukonu hafði hún raunar, unga og vaska. En hún var svo feimin við gestina, að hún þaut eins og örskot eitthvað út í buskann, ef hún sá einhvern okkar álengdar. Eg sat við skriftir lengi fram eftir fyrstu nóttina. Eg þurfti að skrifa vinum og vandamönnum í ýmsar átt- ir, til Khafnar, Skotlands og Amerlku, og auk þess fréttapistla um strandið til blaða f Khöfn. Ritföng voru léleg, slæmur penni og blek á þrotum. Skriftirnar fyrir það helmingi sein- legri. Kl. 2 fór húsbóndinn að hátta. Hann þurfti að vakna fyrir dag og koma sendimönnum okkar á stað með bréfin. •Hérna eigið þér að sofa uppii, sagði hann, og barði í stofuloftið. *Þér ratið vona eg*. Jú, eg hélt það væri vanda- lítið. Kl. 3^/a bjóst eg loks til rekkju. Mér kom eigi f hug annað en að þá væru allir löngu háttaðir og sofnaðir. En veslings-konan var þá enn á fót- um, til þess að fylgja mér upp. Og kynt hafði hún steinolíuofn uppi í svefnherberginu, þótt frostlaust væri hérumbil. f>að gekk alveg fram af mcr. Alveg vorum við hissa á því, hve rausnarlega var borið á borð fyrir okkur þar f Skálavík. Okkur datt í hug sögurnar af matmönnunum á Horn- ströndum fyrrum, sem luku við heilt hangikjötskröf f einni máltfð; höfðu þá raunar soltið heilu hungri 2—3 sólar- hringa. |>að var látið á sama standa, hvort við 4 eða 2 við borðið, gestirn- ir. Aldrei minna á borðið borið en kúfað fat allstórt, meira eu nóg handa 16—20 meðal-matmönnum. Vökvuuin að sama skapi. Eg hafði einu sinni gert »stúlkunni okkart.skipsjómfrúnni, orð með kaptein- inum, — þau voru í sama húsi —, að ef hún vildi heimsækja okkur, þá skyldi hún fá eins mikla mjólk að drekka og hún vildi. Mjólb var ekki til f Skálavík nema sumstaðar. f>au komn daginn eftir, og var þá góðgjörðunum snúið upp í sjókolaðegildi. En meðan verið var að nálgast 1—2 pd. af sjoko- laðe úr búðinní niður við sjóinn, hafði hÚ8móðirin okkar tekið sig til alveg óbeðiu og bakað handa okkur ágæta systurköku, svo vöxtulega, að hún var fullnóg handa 20 manns. En sam- sætisfólkið ekki nema 7 alls. f>að var ekki mikill hrakningsbragur á oss skipbrotsmönnum það kveld, heldur fullglatt á hjalla, eins og í hverju öðru þess kyns samsæti. Eg hafði þá um daginn verið svo heppinn að heimta handtösku mína frá strandinu, og fundið í henni nokkra flibba sjóvota. Henni hafði með fleira bandbæru farþegadóti verið fleygt strandmorguninn niður í byrður þær uppi á stj'órnpallinum, er bjargbeltin voru í geymd. Beltin höfðum vér skipverjar látið á oss undir eins og vér komum upp þangað. Svo mælti skipstjóri fyrir. Hugsanlegt, að síður sykkjum vér með þau en án þeirra f>að voru vanaleg sundbelti, úr kork- flám. En sædrífan hafði gegnvætt mestalt það, er í byrðarnar var látið aftur. Eg stakk á mig tveimur flibbum úr töskunni og hugsaði mér til hreyfings, að fá þá strokna og hafa almennilegt um hálsinn við járðarför stýrimanns- ins daginn eftir. Eg hafði gengið flibbalaus þangað til; nógu víðir flibb- ar handa mér alveg ófáanlegir, hvort heldur til láns eða til kaups. Eg tók þá upp, þegar sjokolaðegildið stóð sem hæst, og fór fram á að eiga jómfrúna okkar að um að fá þá strokna. f>á fóru hinir gestirnir að hlæja. f>etta hefði mér þá gengið til heimboðsins, sögðu þeir. Eg klóraði yfir það með þvi að segjast aldrei hafa ætlast til, að frökenin færi að leggja sínar eigin smáu og snotru hendur í það, að eiga við flibbana, heldur að eins sjá um, að það væri gert, láta kvenþjóðina þar, sem hún gisti, gera það. — Hún var »fröken« í okkar munni á landi, þótt hún væri að eins jómfrú (skips- jómfrú) á skipsfjöl. f>að kom upp úr dúrnum, að aðrir voru þegar búnir að biðja hana fyrir ekki færri en samtals 22 flibba, er gera skyldi sömu skil. Mínum bætti hún við fúslega. En fræða varð mig * um það, að ekki stoðaði að ætla sér að strjúka flibbana svona sjóvota, þótfe hreinir væri. f>að yrði að þvo úr þeira seltuna áður og þurka síðan. Til þe8s þurfti minst sólarhring, og þvf engin tiltök að geta stássað með þá daginn eftir, enda sá eg flibbana aldrei framar; eg fór burt frá Skálavík áður en þeir voru búnir. •Bara eg hefði strokjárnið mitt« sagði veslings-jómfrúin. »En það er nú f sjó í Scotlandi. Eg sé það aldrei framar«. Stýrimanninum hafði þótt nóg um, hvað mikið eg hafði við »stúlkuna okkar«, að kalla hana fröken í hverju orði. Hann þurfti því að segja okkur þessa sögu á eftir, þegar hún var far- in, — af föður sínum, er hafði verið skipstjóri á farþegaskipi í Danmörku. Hann var að leggja á stað. f>á kemur kvenmaður hlaupandi út á skip- ið, en fleygir frá sér farangurstösku, er hún hélt á í hendinni, á hafskips- hleinina; ætlaðist til, að einhver há- setinn kæmi og hirti hana. •Gátuð þér ekki haldið á töskunni með yður út á skipið, úr því að þér gátuð borið hana a ð því, jómfrú ?« segir sbipstjóri. »Eg er ekki jómfrú. Eg er fröken« anzar hún mjög reigingsleg. •Jörgensen, taktu þá dótið fyrir frök- enina, sem er ekki jómfri\«, segir skip- stjóri. Vér vorum 3 farþegar eftir í Skála- vík, þegar stýrimaðurinn, sem drukn- að hafði, var jarðaður þar 18. febr. Auk vor fylgdu þeir honum til grafar, sem eftir voru af skipshöfninni, þar á meðal skipstjóri og stýrimaður, og fjöldi heimafólks í Skálavík. f>að var presturinn frá Sandi, sem yfir líkinu söng, og flutti stutta ræðu í kirkjunni, mjög laglega. Hann heit- ir Andreaa Evensen, ungur maður, fæddur í Færeyjum, í Nesi, prófasts- setrinu; faðir hans var þar prófastur. Hann er mikill áhugamaður um hag landa sinni, Færeyinga, og gefur út búnaðartímarit, er nefnist »Búnaðar- blöð«. Eg fylgdist með honum frá jarðar- förinni þangað sem hann gisti, hjá Anton Dalsgaard, kongsbónda í Skála- vík.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.