Ísafold - 30.03.1904, Blaðsíða 3
67
Rjómabúin.
iii.
**• Rjómabúið í Birtinga-
holti.
Veturinn 1899—1900 réðu bændur
í Hrunamannahreppi með eéraðkoma
á fót tveimur samlagsmjólkurbúum,
en ekki voru þá nema 12—14 bænd-
ur> sem áræði höfðu til að leggja út í
þann félagsakap, og verst, að þessir
fáu menn voru svo fjarlægir hver öðr-
Uru> að þeir gátu ekki allir verið í
sama búinu, og uvðu búin því að vera
2> annað með 5 félagsmönnum oghitt
Qeð 7—g, Var ætlast til í fyrstu, að
þessi bú væru mjólkurbú, en ekki
rjómabú, þannig að félagsraenn flyttu
uýrnjólkina til búannaog að hún væri
skilin þar í stórri skilvindu; þótti með
Því fyirirkomulagi meiri trygging fyrir
því að rjóminn yrði góður. Skilvind-
Ur voru þá mjög óvíðatil, og var því
minnikostnaður að kaupaeina stóraskil-
vindu, heldur en sína skilvindu handa
hverjum félagsmanni. 2 stórar skil-
vindur voru því pantaðar, sem kostuðu
235 kr. hvor, og ýms áhöld önnur, sem
búin þurftu. |>ótti þá mörgum ægilegt
að leggja svo mikið 1 kostnað við smjör-
gjörðina, og töldu sumir víst, að a 11
smjörið færi í kostnaðinn. Annað þess-
ara mjólkurbúa átti að vera á Seli og
hitt f Birtingaholti. Strckkur sá, sem
pantaður var handa Birtingaholtsbú-
inu frá útlöndum, kom ekki um vorið,
Og gat því ekki orðið úr því að það
búið tæki til starfa fyr en sumarið
1901, og var það þá haft rjómabú.
Nokkrir menn höfðu nú bæzt við í fé-
Iagið, svo að félagsmenn voru 14, með
65 kýr og 650 ær. Ekki þótti ráðlegt
að leggja svo mikið í kostnað í byrj-
Un, að byggja hús handa búinu, meðan
engin reynsla var fengin fyrir því, hvern-
ig smjörið seldist og óvissa um, hvort
búið gæti stækkað næsta ár. Tók fé-
lagið því á leigu kjallara undir íbúð-
arhúsi. Var í fyrstu ætlast til að
strokka með hestafli, en það óhapp
vildi til, að sendibréf misfórst, svo að
þess vegna fekst ekki frá útlöndum á-
hald það, sen> þurfti til þess að koma
hestafli við (Hestevandring). Voru
menn því tilneyddir að nota handafl,
8em reyndist bæði örðugt og kostnað-
arsamt. Margt var það fleira, sem
þessi tvö fyrstu íslenzku rjómabú áttu
við að stríða í fyrstu, en hin, er síð-
an hafa verið stofnuð, hafa getað sneitt
hjá. Bjómabúið starfaði fyrsta árið
18. júní til 18. sept. Mest smjör á
dag var 105 pd, en smjörsafnið allan
tímann 4776 pd. Var það alt selt í
Leith og seldist að meðaltali á 77V2
au. Félagsmenn fengu að frádregnum
kostnaði 62 au. fyrir pd.
Næsta ár, 1902, kom búið sér upp
húsi, 12x9 ál. að stærð; er það gert
af timbri og járni, með sementsteyptu
gólfi. Vatni var veitt að húsinu um
2400 faðma langan veg, til þess að
hafa fyrir hreifiafl; og með því að 11
bændur bættust við í búið varð að
kaupa ýms áhöld stærri en áður voru
notuð, svo sem strokk, hnoðvél, fitu-
mæli o. fl. Búið starfaði þetta ár frá
26. júní til 18. sept. Mest smjör á
dag var 160 pd., en yfirallan tímann
8204 pd. J>að smjör var einnig selt
í Leith og seldist á 78 au. að meðalt.,
en að kostnaði frádregnum 65 au.
Árið 1903 voru félagsmenn 28 (auk
1 húsmanns með 1 kú). Starftími
búsins það ár var frá 30. júní til 20.
sept. Mest smjör á dag var 180 pd.,
smjörsafn alls 8925 pd.; smjör eftir 1
kú og 15 ær var til jafnaðar 90 pd.
Helmingur smjörsins var í þetta sinn
seldur í Leith og seldist á 75 au. að
meðalt. Síðasta sendingin, f okt., seld-
ist langbezt, 89 au. pd. Að frádregn-
um kostnaði var þetta smjör 60 au.
Hinn helmingur smjörsins var seldur
í Newcastle og seldist til jafnaðar
83l/5 au. og var það að kostnaði frádr.
73 au. Félagsmenn fengu þetta ár til
jafnaðar 67 au. fyrir pd.
Smjörið frá þessu búi hefir selat
ver fyrir það, að það hefir orðið að
nota smærri ílát undir smjörið held-
ur en Englendingar vilja hafa, vegna
vagnvegarleysÍ8; hinar venjulegu smjör-
tunnur eru of þungar klyfjar á hesta
langan og vondan veg.
Vegleysið er einhver versti þröskuld-
ur í vegi rjómabúanna hér í uppsveit-
um Árnessýslu. Vonandi bætir þingið
úr því áður langt líður.
Bústýra fyrir Birtingaholtsrjómabúi
hefir verið öll árin hin sama, ungfrú
Guðrún Jónsdóttir frá Fjallseli í Múla-
sýslu.
Agúst Helgason.
Sjóhrakningssaga.
Sjálfan jóladag i vetur lagði gufuskip,
er Cygnet hét, á stað frá Lundúnum og
ætlaði suður i Miðjarðarhaí. Með því
voru 5 farþegar, hjón með 3 hörnum, 9
vetra gömlum dreng og tveim telpum, 4 og
2 ára. Maðurinn var major og hét Little.
Skipið var móts við Spán 29. deshr. og
vissu skipverjar þá eigi fyr til en upp úr
lestinni lagði þykkan reykjarmökk og
eldsloga. Skipið var 12—14 mílur danskar
undan landi. Veður var hvast og ilti sjó.
Skipstjóri mat það mest, að reyna að hjarga
farþegunum. Hann hleypti hát fyrir horð
og lét þá fara í hann og 4 háseta. Hann
hatði taug úr hátnum i skipið logandi, til
þess að bátinn ræki ekki, lét kynda sem
mest undir vélinni og stefndi beint til
lands.
Skipið var hrátt alt í einu háli
Sjórinn gekk yfir bátinn. Konan sat
með yngsta barnið í fanginu. Hin börnin
höfðu yfir sér segldúk. Eftir litla stund
brann taugin úr bátnum í sundur. Og
skömmu BÍðar sökk gufuskipið. Nú
skall myrkrið á. Matur var enginn í
bátnum nema dálitið af tvibökum og niður-
soðinni mjólk.
Börnin voru fáklædd og ætluðu að deyja
i kulda, er náttaði. Einn háseti, italskur,
fór úr treyjnnni og vafði henni utan um
drenginn; stundu siðar fór hann að gæta
að, hvernig drengnum liði, og sér þá, að
hann hefir látið treyjuna utan um systur
sina eldri, þessa sem var 4 ára.
Morguninn eftir var ítalski hásetinn horf-
inn. Hann hafði tekið út.
Hvergi sást til lands né skips á ferð
þann dag allan. Svo leið næsta nótt og
dagurinn þar á ettir, og enn önnur nótt.
Skipbrotsmenn voru nær dauða en lifi af
hungri og þorsta og kulda.
Lriðja daginn tókst að safna dálitlu
rigningarvatni i segldúk. Hver fekk sinn
nákvæmlega mældan skamt af vatninu og
hann ekki stóran, sem nærri má geta. Há-
setinn einn gaf í laumi drengnum sinn
skamt, af þvi að hann hafði heyrt hann
biðja um nóttina:
»Bjargaðu, drottinn, honum pabba og
henni mömmu og öllum góðum mönn-
UD1«.
Fimta daginn lézt Little major. Upp frá
þvi mnna hinir ekki neitt, hvað gerðist, nema
þeir varðveittu líkið innanborðs. Loks var
þeim bjargað af bát i fiskiróðri og fluttir
til Eigueira. Þar fengu þeir beztu viðtök-
ur. Frú Little og börn hennar voru siðan
flutt til Lundúna, þar sem hún átti heima.
En hvergi nærri var hún húin að ná sér
aftur, er siðast fréttist, eftir meira en 2
mánuði.
Privatbankiim i Kaupmannahöfn beið
árið sem leið 670 þús. kr. tjón fyrir gjaldþrot
eins verzlunarfélags þar; það verzlaði með
korn og fóðurbirgðir. Þó treysti hann sér
til að greiða hluthöfum 6af hundraði
i árságóða, og lagði samt drjúgum fé fyrir I
varasjóð og fyri fymingu á húsum m. fl.
Hann jók og stofnfé sitt úr 18 milj. upp í
27 inilj., og rituðu gömlu hluthafarnir sig
fyrir megninu af þeirri ósmáu fúlgu, og
gáfu fyrir 10 af hundraði um fram ákvæð-
isverð (110 kr. fyrir 100).
Hlutabaukastjórinn,
hr. Emil Schou, brá sér um daginn
til Austfjarða meS Ceres.
Þeir s e g j a að hatiti hafi farið í út-
bússtofnunarerindum, og það jafn v e 1
að landsbankanum fornspurðum.
Flýta gerði hann sér úreiðanlega.
En engitin veit samt til, að hann hafi
gleymt tieinum lyklum.
Það er ekki góðs viti.
Því að eins og fall er fararheill, eins
er það lánsmerki, að gleyma lyklum,
þegar á að stofna bankaútbú í flughasti.
Þilskipa-aflinu
hefir yfirleitt verið góður, það sem
af er vertíðinni, þótt nokkuð misjafn
hafi orðið á einstök skip. Frú 20.—-28.
þ. m. hafa komið inn 32 skip, er afl-
að hafa samtals 268,000 Fiskurinn
er stór og feitur, talsvert vænni en
tvær undanfarnar vertíðir. 81ys engin.
Sameinaða gufuskipafól. græddi
árið sem leið 2 milj. 191 þús. kr. Þar af
var 1 milj. 6t>4 þús. lagt i endurnýjunar-
sjóði og nærri r/2 milj. í ábyrgðarsjóð.
Með póstgufusk. Ceres, skipstj. da
Cunha, er lagði á stað til Austfjarða 26.
þ. m. og út þaðan, fóru til Seyðisfjarðar
aftur þeir Jóhannes sýslumaður Jóhannes-
son, síra Björn Þorláksson, Jónas læknir
Kristjánsson og Kristján Hallgrimsson
veitingamaður, auk hlutabankastjórans, sem
fyr um getur; en til Færeyja Kristján
Jónasarson verzlunarerindreki, og til Eaup-
mannahafnarþeir cand. juris Jón Sveinhjörns-
son og kaupmennirnir Pétar Hjaltested og
Siggeir Torfason.
Herskip Hekla kom hér sunnudag
27. þ. mán. Yfirmaður er nú Grove sjó-
liðshöfuðsmaður.
Messur um bænadagana. Skírdag:
Hádegismessa og altarisganga: Síra Frið-
rik prédikar. Föstud. langa Hádegis-
messa: dómkirkjupr. Siðdegismessa kl. o:
sira B. Hjaltested.
Ingileifur Loftsson söðlasmidurand-
aðist að heimili sínu í Reykjavik, nr. 55 á
Vesturgötu, að kveldi liins 28. marz.
Þetta tilkynnist ættingum hans og vinum.
Sigríður Magnúsdóttir.
S í * k i h a 11 a r
nýkomnir í Klæðskeradeildina í
Thomsens Magasini.
Odýrustu, beztu og hollustu kraft-
SÚpur sem hægt er að fá, eru til í
Edinborg.
Mjög handhægt að brúka þær um
hátíðarnar.
Húsnæði til leigu. í veltusundi 3
er gott húsnæði til leigu (5—6 herhergi)
frá 14. mai. semja má við Harald Niels-
son.
Til leigu frá 14. maí, kvistur og
hliðarherhergi, ásamt aðgangi að eldhúsi
og gott geymslupláss. Lysthafendur snúi
sér til Arinhj. Sveinbjarnarsonar bókbind-
ara.
Lyftiduftið i Edinborg
er óviðjafnanlegt; margar tegundir.
eru beðnir
að vitja Isa-
foldar í af-
greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8,
þegar þeir eru á ferð í bænum,
cflíorg fíús
af ýmsn gerð á góðum stöðum í bæn-
um til sölu. — Semja má við
snikkara
Bjarna Jónsson,
Vegamótum. Reykjavík.
SKANDINAVISK
Exportkaffi-Surrogat.
Kjobenhavn. — F- Hjorth & Co-
Hvíta búðin
hefir nú fengið fáaéð úrval af alls kon-
ar vörum, sem of langt væri að telja
upp í auglýsingu. Að eins má benda
á hinar miklu birgðir af alls konar
karlmannshöfuðfötum. þar fást: hatt-
ar, harðir og linir, margar tegundir.
Húfur alls konar: bændahúfur, sjó-
maunahúfur, drengjahúfur; mikið úr-
val af »sport«-húfum, samarhöfuðföt,
sem aldrei hafa sóst hér áður jafnfá-
séð, praktisk og ódýr. Hálslín alls
konar, þar á meðal páskahálsiín
og slaufur, sem ekki hafa þekat hér
áður. Tilbúin föt og fataefni, sem alt
er nú selt með þessum áður auglýsta
mikla afslætti, enda eru pantanir nú
svo miklar, að saumaverkstæðið hefir
varla undan. — Vatnsstígvél, götustfg-
vél, klossar, fjaðrastígvél og fjaðraskór,
útlendir sumarskór, galoscher.
Utlendingar, sem hér koma, líta inn
í Hvítubúðina, áður en þeir festa
kaup annar8staðar. íslendingar ættu
ekki síður að gera það.
Hátiðin er
harla nærri,
og því er mönDum bráðnauðsynlegt að
vita, hvar þeir geti fengið
beztar og ódýrastar
vörur til páskanna. f>ví vil eg mikil-
lega ráða mönnum til þess að koma
inn í
Edinborg
og athuga vöruverð og gæði þar, því
hvar halda menn að þeir geti annars-
staðar fengið t. d. hveiti nr. 1 fyrir
11 aura
og alt eftir því?
cftscjQÍr Sigurésson.
Yandaður
ódýrastur
Aðalstræti 10.
<Jléalum6oósmaéur
hér á landi fyrir vátryggingarfélagið
„ S U N «
eitt hið elzta á Norðurlöndum, er
Matthías Matthíasson.
Skrifstofa Aðalstræti 6.
Svuntuefni
úr ull og silki í öllum litum, valin
éftir nýjustu tízku, hanskar, slifsi,
Cachemersjöl,
Sumarsjöl
Skrautsjöl, silkibróderuð ákaflegafall
eg og fáséð.
Dömuskór og stígvél og »Galoscher«,
og margt fleira fæst í Vefnaðarvöru-
deildinni í
cTfíomsans cffiagasín.