Ísafold - 16.04.1904, Síða 1
I
Kemur út ýmist einu sinni eÖa
"tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l‘/s doll.; borgist fyrir miðjan
’úli (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin viÖ
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
AfgreiÖslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXXI. árg.
Reykjavík laugardaginn 16. apríl 1904
21. blað.
JíllóÁldi jflaAýfO/ÍMV
0. 0. 0. F. 854228‘/>.
Augnlœkning ókeypis 1. og 8. þrd. á
bverjnm mán. kl. 11—1 í spltalannm.
Forngripasafn opið mvd. og ld !l
—12.
Frilœkning á gamla spitalannm (lækna-
skólanum) á þriðjudögnm og föst.udögnm
kl. 11 — 12.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd.
Almennir fnndir á hverjn föstndags- og
snnnndagskveidi kl. 8'/s siðd.
Landakotskirkja. Guðsþjónusta ki. 9
og kl. ö á hverjum heigum degi.
Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj-
•endur kl. IO'/j—12 og 4—8.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Bankastjóri við kl. 11—2.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
ki. 12—3 og kl. 6—8.
Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud.
og ld. kl 12—1.
Náttúrugripasafn, i Yeaturgötn 10, opið
4 sd. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypis i Pósthnsstræti 14b
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1T
Y erzlunarfrelsis-afmælið.
Verzlunarmannaféiag Kvíkur hafði stofn-
að til hátíðabrigða hér í höfuðstaðnum
í gær, til minningar um verzlunarfrels-
islögin frá 1854, að þann dag var liðin hálf
öld frá því er þau voru sett og verzl-
un landsins þar með leyst úr löngum
dróma og þungum.
Veður var bjart og fagurt, og því
venju fremur kvikt á götum bæjarins
frá morgni dags, enda þá þegar tekið
að blása á lúðra á Austurvelli.
Veifa var á hverri stöng. Thomsens
magasín hafði þar að auki skreytt sig
tniklum blæjustrengjum, öll sín miklu
húsakynni, þóttsett rauðum og hvítum
og bláum blæjuhornum eftir öllumþök-
um o. s. frv.
Nokkru fyrir hádegi söfnuðust Verzl-
unarfélagsmenn, 150—200 eða meira,
saman á Lækjartorgi, og gengu því næst
í skrautgöngu suður í kirkjugarð undir
merki fólagsins og nieð fánann danska og
íslenzka sinn til hvorrar handar, en lúðra-
sveitin á undan, og lék ýms lög á
hljóðfæri sín.
Þar skipaði fylkingin sór umhverfis
leiði Jóns Sigurbssonar, en mannfjöldi
svo mikill út í frá, að nema mundi
mörgum þúsundum.
Björn Jónsson ritstjóri mælti þessum
.orðum frammi fyrir leiðinu:
Vór erum hér saman komnir, verzl-
lanarlýðurinn í höfuðstað landsins og
margt annað bæjarmanna, á hálfaldar
afmæli eins hins mikilverðasta fram-
farastigs í þjóðmenning vorri, verzlun-
arfrelsisins, lausnarinnar undan margra
alda áþján,— vér erum hér saman
komnir við leiði þess mikilmennis, er
vér eigum lausn þessa að þakka langt
um fram alla menn aðra, þó auðvitað
ekki til þess, að veita honum neina
tilbeiðslu, enda vitum vér vel, að hér
er hann ekki, að hér er ekki undir
annað en mold og aska, leifar af hjúp
þeim, er hinn mikli andi hans var í
klæddur, heldur til þess einkanlega,
að láta endurminninguna um hann
glæða í brjóstum vorum ást og traust
á landi voru, þá fölskvalausa ást og
það óbifanlegt traust, er hann ól með
sér hverjum manni framar, og til
þess að styrkja sjálfa oss og örva til
atorku og framtakssemi á þeirri braut,
er hann kvaddi oss til að feta, braut-
inni til vegs og gengis fyrir þjóð vora,
til hagsældar landi og lýð.
Vér leggjum þennan blómsveig á
leiði hans,
— hér var lagður á leiöið fagur lárviðar-
sveigur frá VerzlunarmannafélagÍDu, og gerði
það formaður þess, Guðm. kaupm. Olsen —
vér leggjum þennan blómsveig á
leiði hans svo sem sýnilegan vott þess,
að minning hans er enn í fullum blóma
í þakklátum hjörtum vorum, þótt lið-
inn 8Ó nær fullur fjórðungur aldar síð-
an er hann var hér lagður lík og
moldu orpinn. Og eins og andi hans,
síungur fram á elliár, var jafnan auð-
ugur að fögrum og frjómiklum blóm-
um — »fögur sál er ávalt ung undir silf-
urhærum«, kvað skáldið [Stgr. Th.] —
svo viljum vér og þess óskað hafa um
leið sjálfum oss til handa og niðjum
vorum, ókomnum kynslóðum, að í
jarðvegi hugskots vors og þeirra verði
jafnan sem auðugast af samkynja
gróðri, af blómum göfuglyndis og
hjartaprýði, sannleiksástar og bróður-
þels, trúrækni og föðurlandsástar.
Blessuð 8é hans minniug og beri
þjóð vorri þann ávöxt, er beztan
mundi hann kosið hafa.
Því næst var leikið á lúðrana »0 guð
vors lands<j(, og að því búnu gekk verzl-
unarmannafylking'iu öll umhverfis leiðið
berhöfðuð.
Þá var gengið aftur í skrúðgöngu inn
í bæ og austur á Lækjartorg.
Samsæti var haldið síðari hlut dags,
kl. 6—10, miðdegisveizla, í Iðnaðar-
mannahúsinu. Þar sátu að borðum svo
margir sem fyrir gátu komist í hinum
stóra sal uiðri, noklcuð á 2. hundrað
manns, þvínær alt Verzlunarfólagsmenn.
Það er langstærsti samsætissalur í bæn-
um,: og reypist nú orðinn helzt til lít-
ill, þótt fullstór þætti fyrir fáum árum.
Björn kaupmaður Kristjánsson stýrði
samsætinu. En ræður fluttu, eftir ráð
stöfun forstöðunefndarinnar, þeir Hall-
dor Jónsson bankagjaldkeri fyrir minni
konung.s; Björn Jónsson ritstjóri fyrir
minni verzlunarfrelsisins, — hór um bil á
þá leið, sem hér segir á eftir í ágripi;
Jón Jakobsson forngripavörður fyrir
minni íslands; og Ben. S. Þórarinsson
kaupmaður fyrir minni verzlunarstéttar-
innar. Og gerir ísafold sór von um, að
geta flutt lítils háttar ágrip af þeim ræð-
um næst.
Auk þess töluðu síðar nokkuð þeir
Jón Olafsson ritstjóri, Jón Jakobsson
og Kristján Þorgrímsson kaupmaður, og
ef til vill fleiri.
Að lokinni ræðunni fyrir minni verzl-
unarfrelsisins flutti söngflokkur, er sat
við borð f miðjum salnum, Verzlunarfrelsis-
ljóð þau, er hér eru prentuð síðar, eft-
ir Jón Olafsson ritstjóra, en aðrir tóku
undir. Þar var drukkin skál Skúla
Magnússonar við það erindi, er til seg-
ir sjálft í III. kafla ljóðanna.
Á miðjum suðurvegg salsins, þar yfir,
er forseti samkvæmisins og ræðumenn
sátu, hókk mynd Jóns Sigurðssonar og
fáni Verzlunarmannafélagsins þa.r yfir. En
rósasveigum skreyttur veggurinn mest-
allur út í frá til beggja handa, rauðum
rósum og hvítum, og var það hin mesta
prýði.
Minni verzlunarfrelsisins.
Samsætisræðu-ágrip 15. april.
Illa þættumst vér leiknir, ef bundin
væri á oss önnur höndin eða annar
fóturinn, eður og hvorttveggja í senn,
og þó ætlast til, að vér ynnum á við
þá, sem ófatlaðir væri, — hlytum á-
mæli fyrir, ef á því yrði brestur. Og
illa mundi sjómenn vorir kunna því,
ef þeim væri bannað að róa annað en
hérna fram í þarann, hvort sem þar
væri nokkurn fisk að fá eða ekki, og
það borið fyrir, að ella kynnu þeir að
fara sér að voða, ef til vill ofhlaða
sig, ef þeir hittu fyrir mið, þar sem
væri fult af fiski, eða þá eta yfir sig,
ef þeir kæmu afianum þaðan á land.
En þessu svipuð var meðferðin á
þjóð vorri á tímum verzlunaránauðar-
innar. f>að v a r meðal annars borið fyrir,
að tálmunarlaus verzlunarviðskifti við
allar þjóðir n.undu leiða til óhófs og
munaðar. Og líkast er það því, að
hefta mann á höndum eða fótum, að
tjóðra fyrst og fremst hvern mann á
landinu við næsta kadpstað til allra
verzlunarviðskifta, og í annan stað
harðbanna þeim öllum allan kaupskap
við allar heimsins þjóðir aðra en sam-
þegna vora í Danaveldi.
Við slík ókjör áttum vér að búa alla
17. öld og mestalla hina 18., og enn
stóð viðskiftabannið við utanríkisþjóð-
ir fram yfir miðja næstu öld, hina 19.
því var ekki af létt fyr en nú fyrir
réttum 50 árum.
Er það undarlegt, þótt slík meðferð
kæmi þjóðinni á nástrá? Er eigi hitt
miklu fremur stór furða, að hún rétti
nokkurn tíma við aftur eftir önnur
eins ósköp?
þeir, sem eru miður kunnugir sögu
Vorri, ímynda sér margir hverir, að
þjóð vor hafi lifað við örbirgð, sult
og seyru alla tíð frá því er landið
bygðist. Eornsögur vorar, er lýsa all-
glæsilegum efnahag landsbúa á þjóð-
frelsistímunum, ímynda þeir sér jafn-
vel að séu ekki aunað en skáldsögur.
En hitt e r þó sögulegur sannleiki, að
þjóð vor bjó alt fram um lok 16. ald-
ar yfirleitt við áþekkan eða þó ekki
stórum rýrari efnahag en nágranna-
þjóðir vorar gerðu í þ á daga.
Meðal annars var verzlun í allmikl-
um blóma og siglingar til landsins
bæði á 15. og 16. öld. |>á verzluðu
hér mest Englendingar og þjóðverjar
(Hamborgarmenn). Þess er getið, að
á 15. öld hafi eitt skifti legið 40 skip
í einu í Eifi undir Jökli. f>ar var
kauptún þá og lengi eftir.
En þá dundu ósköpin yfir, á önd-
verðri 17. öld. þjóðin var bundin eins
og skepna á klafa danskrar einokunar.
Landið var selt á leigu dönskum
gróðafélögum, hvoru á fætur öðru, þau
urðu 14 all8 á rúmri l1/^ öld, fyrir á-
kveðið eftirgjáld, 12—60 þús. kr. upp
og niður, margfalt meira auðvitað, ef
miða skyldi við peningaverð nú. Verð-
ið skömtuðu þau í raun réttri, bæði á
innlendri vöru og útlendri eftir sínum
geðþótta, þótt svo væri kallað, að
stjórnin legði lag á varninginn um
það eða það langan tfma í senn. f>að
fór eins og vant er, er lögð eru á
menn óbærileg ófrelsishöft, að þeir
reyna að smeygja þeim af sér eða
brjóta. Landsmenn verzluðu í pukri
við utanríkisþjóðir, sem stunduðu
fiskiveiðar hér við land, Hollendinga,
Englendinga o. fl. f>að er sagt, að
þeir hafi fengið hjá þeim ýmsar nauð-
synjar sínar fyrir þriðjung verðs við
það sem þeir áttu kost á löglega.
þá var, er á leið öldin 17., það til
bragðs tekið, að leggja miskunnarlausa
refsingar við slíkum brotum. f>að var
í aldarlokin þau til dæmis, að 3 ís-
firzkir sjómenn urðu uppvísir að því,
að hafa farið út í enska duggu og
keypt þar 2 álnir af klæði. f>eir voru
dæmdir til aleigumissis og þrælkunar
á Brimarahólmi. Eitthvað 20 árum
hafði sýslumaður þar, í ísafjarðarsýslu,
hann hét Páll Torfason, framið þá
óhæfu, að kaupa fáein færi af enskum
fiskimönnum fyrir nokkra sokka og
sjóvetlinga, áður en skip komu um
vorið, svo að fiskibátar hans stæði
ekki uppi um mesta bjargræðistímann.
Hann var dæmdur á alþingi til að
hafa fyrirgert embætti sínu og aleigu.
Annar fjöturinn, og hann nærri því
enn óbærilegri, lá á verzluninni inn-
anlands, kaupsýslubandið alræmda.
Landinu var skift í kaupsýslur, eins og
nú í lögsagnarumdæmi(sý8lur og kaup-
8taðarumdæmi) eða sóknir og presta-
köll, eins margar og kaupstaðirnir
voru, en þeir voru fáir þá heldur og illa
settir víða. Enginn landsmanna mátti
afla sér eyrisvirðis úr kaupstað nema
þar, sem hans heimili lá undir. Og
það var ekkert lítilræði, sem við lá, ef
út af var brotið. Hér var kaupmað-
ur í Hafnarfirði, danskur, og hét Knud
Storm. f>að kom til hans maður
sunnan af Strönd, hjáleigubóndi á
Brunnastöðum, Hólmfastur Guðmunds-
son, með fáeina fiska, er hann ætlaði
að leggja þar inn fyrir annan mann
og nokkra fyrir sjálfa sig. Kaupmað-
urinn vildi þá ekki, rak hann með þá
afiur. þá fer maðurinn með þá út í
Keflavík og selur kaupmanninum þar.
En þar með hafði hann brotið kaup-
sýslubannið; Brunnastaðir lágu undir
Hafnarfjörð. Hann var dæmdur í
stóra sekt, en hafði ekkí það, ergjalda
skyldi. f>á var farið með hann inn
að Bessastöðum, amtmannssetrinu, er
þá var. Amtmaður, hann hét Múller,
danskur, lét binda hann við staur og
hýða 16 vandarböggum að sér ásjá-
anda. Og því næst skaut amtmaður því
til æðra úrskurðar, hvort Hólmfastur
skyldi losast við þrælkun á Brimara-
hólmi. f>að var hegningin sem við lá
ella stórglæp þeim, er han.n hafði
framið.
Líkt bar við undir Jökli í sama
mund. f>ar fengu kaupmenn á Stapa
mann dæmdan til að missa aleigu
sína og þrælka á Brimarahólmi fyrir
að hann hafði selt nokkra fiska að
Búðum, sem hann hafði aflað ilt á
Snæfellsnesi í Dritvík, þar sem Stapa-
kaupmenn áttu verzlun.
f>að var farið með laudsmenn eins
og sauðkindur, er hver væri mörkuð