Ísafold - 16.04.1904, Side 2

Ísafold - 16.04.1904, Side 2
» 82 sínum kaupmanni. En munurinn þó sá, að það varðaði kaupmönnum ekki við lög, þó að þeir stælu hver úr annars sauðahjörð, þeir urðu ekki sauðaþjófar fyrir það eða því um líkt heldur var sauðkindinni refsað, og það svo grimmilega, sem nú var sagt. |>að var rétt með naumindum að landsmenn þorðu að kveina undan þessum ósköpum og bera sig upp við 8tjórnina suður í Khöfn. f>að var danskur embættismaður hér, sem fyrst- ur varð til að flytja það mál fyrir konuugi. Hann hét Lárus Gottrup og hafði hér lögmannsembætti. f>að lá við, að hann yrði að fara nestis- Iaua í þá för héðan; skipið, sem hann fór með, lá á annari höfn en hann átti sókn að, eða utan hans kaup- sýslu. J>að var lagabrot, að kaupa sér þar það sem þurfti til fararinnar. f>etta var á aldamótum 17. og 18. aldar. Bn veruleg breyting varð ekki á verzlunarókjörunum fyr en seint á 18. öld, eða eftir árið 1786. f>að var aðallega verk 2 afreksmanna íslenzkra, Skúla Magnússonar og Jóns Eiríks- sonar. Skúli Magnússon fógeti hóf sína miklu og frægu baráttu gegn verzl- unaránauðinni laust eftir miðjaöldina. Hann kunni ekki að hræðast, heldur en Grettir áður en myrkfælnin lagð- ist á hann. Hann var Grettir aldar- innar. Hann réðst ódeigur að hverri óvættinni á fætur annari. f>að var eins og hann bitu engin járn. Hann varð ekki skammlífur, eins og Grettir, heldur dó í hárri elli, eftir að fengin var verzlunaránauðarlinunin frá 1786, — verzlunar- f r e 1 s i getur sú réttar- bót ekki heitið, þótt svo væri hún skírð. Jón Eiríksson konferenzráð, dansk- ur embættismaður mikils háttar, einn vor mesti ágætismaður, vor mikli Jón 18. aldar, eins og nafni hans Sigurðs- son hinnar 19., hann var Skúla alls ólíkur, þótt saman ynnu þeír prýði- lega að velferðarmálum þjóðar sinnar, verzlunarfrelsinu sem öðru, —var maður spakur og gæflyndur. Hann stytti sér aldur, og er um kent þunglyndi út af því, að mál þau, er hann hafði borið fyrir brjósti til bagsældar ætt- jörð sinni, þar á meðalverzlunarmálið, hlutu eigi þau úrslit, er hann taldi viðunandi. Verzlunarréttarbótin frá 1786 fog 1787) létti alveg af kaupsýsluhaftinu innan lands. En við hinu haftinu var ekkert hreyft, tjóðrinu við danska ríkið. Eéttarbót þessi hafði og að geyma ýms nýmæli önnur allgóð og hagfeld eða af góðum toga spunninn. f>að var mikil umbótaöld í Danmörku þá. Bændalausnin er frá 1788. En fæst af því komst nokkurn tíma lengra hér en á pappírinn. Og sumt var beint tekið aftur eftir fá ár, með stjórnar- úrskurðum og lögsbýringum á tilskip- unum frá 1786 og 1787. f>að var ekki liðinn einn tugur ára, er lands- menn rituðu, á alþingi 1795, almenna bænarskrá eða urrkvörtun til konungs, þar sem svo var komist að orði, að verzlun sú, sem þá var og verið hefði síðan 1786, væri ófrjáls, magnlaus, niðurdrepandi og óbærileg, og báðu um frjálsa verzlun við allar þjóðir. Fríhöndlan oss drepur Dana drengja engum lízt á hana kvað Sigurður Pétursson. Undir bænarskrá þessa rituðu flest- ir embættismenn landsins og margir aðrir. Orðað hana hafði Magnús lög- maður Stephensen, er síðar varð kon- ferenzráð. Hann var þá í broddi lífs- ins, fjörmaður mikill og áhugasamur um framfarir landsins. Bænarskránni var svarað af kon- ungs hendi 2 árum síðar, á þá leið, að tslendingar hefðu ekkert vit á þessu máli, og skyldu allir hafa óþökk fyrir, þeir er þar í hefðu átt þátt, og reiði konungs, einkum embættismennirnir. Magnús Stephensen var í þann tið landsins eini blaðamaðnr. Hann gaf út tímarit, er nefndist Minnisverð tíðindi. þar segir hann svo um þetta svar konungs, að allur sá úrskurður votti augljóslega þá umhyggju og þær grundvallarreglur, sem stjórni verzlun íslands og nauðsynjamálum á þeim tímum. »Vér erum of fávísir«, kvað hann, »til að þekkja og meta þessa umhyggju sem ber, vér þökkum orðlausir og þegjum ; vorir upplýstari eftirkomendur munu sjá rniklu lengra, tala og þakka þeim mun snjallara*. f>essi ummæli líkjast nokkuð fljótt á Iitið auðrnýktarandvarpi embættis- manns, er fengið hefir ávítur frá sjálfri hátigninni. En hitt leynir sér ekki, að þar býr undir megn gremja, og að ónot eiga það að vera, einkum niður- lagið:um hina upplýstari eftirkomendur, er muni sjá miklu lengra, tala og þakka þeim mun snjallara. f>að fylgdi eitt með öðru verzlunar- banninu við aðrar þjóðir, að ekki máttu kaupmenn, er heima áttu hér á landi, senda skip sin beint til utanríkislanda né láta senda þau hingað þaðan beina leið, þótt þær einar vörur hefði að flytja, er þangað áttu að fara hvort sem var og annað ekki, eða þar voru keyptar og selja átti hér. Frá lönd- um Danakonungs urðu allar siglingar hingað að gerast og þangað aftur, þ. e. frá Danmörku eingöngu og Hertoga- dæmunum eða þangað aftur, eftir að Norvegur var frá skilinn (1814). f>ó m á 11 i stjórnin veita utanríkisskip- um leyfi til að koma hingað og verzla hér; en það kostaði 50 kr. gjald fyrir smálest hverja, með öðrum orðum 10,000 kr. fyrir 200 smálesta skip. f>að segir sig sjálft, að enginn maður vann það til. Að eins fyrir timbur- farma frá Norvegi var gjaldið minna, 20 kr. á smálest hverja, og síðar miklu ekki neitt. Vér skýrum þetta ástand fyrir oss með dæmi. Vér hugsuni oss að Danmörk sé Vestmanneyjar, Akranes ensk höfn og Hafnarfjörður norsk. Ef einhvern Reykjavíkurborgara hefði þá munað í kartöflur ofan af Skaga eða viljað ná sér í kola eða ufsa sunn- an úr Hafnarfirði, þá hefði hvorki hann mátt láta sækja þetta sjálfur beina leið né Akurnesingar eða Hafn- firðingar senda það, nema með því einu móti, að gjalda sem svarar 50 kr. á smálest hverja í þáguskyni fyrir heimild til þess, heldur hefði orðið að fara með vöruna fyrst austur í Vest- manneyjar og fá hana síðan hingað senda á þ e i r r a skipum, Vestmann- eyinga! það er ekki að kynja, þótt nokkuð legðist á varning þann, er hinir dönsku kaupmenn þurftu að afla sér frá öðr- um löndum handa oss eða selja þangað, og það þ ó a ð þeir hefðu ekki hugsað meira um að ábatast en þeir gerðu og allir kaupmenn gera og hljóta að gera. Enda vita menn dæmi til frá 18. öld ofanverðri 4-faldrar eða jafnvel 6 faldr- ar framfærslu á útlendum varningi, og samsvarandi niðurfærslu á íslenzkum vörum. f>að var eitt verzlunarfélagið, er íslenzka verzlun hafði á leigu í þann mund, sem gaf hér 14 kr. í vor- um peningum fyrir skippund af fiski, sem það fekk 60 kr. fyrir suður í löndum. því var barið við meðal annars, að háski væri að hleypa utanríkisþjóðum til landsins í verzlunarerindum, að hér væri engar varnir og lægi því landið laust fyrir þeim til hernáms, ef svo réði við að horfa. En hvaða varnir veittu þá Danir 088? Vér höfum konungsbréf frá ófriðar- árunum skömmu eftir aldamótin 1800, þar sem hann varar þegna sína danska og norska við að fara hingað kaup- ferðir, með því að þeir ættu á hættu að lenda í klóm enskra víkinga! þetta var verndin, sem stjórn vor veitti oss þá. Ög svona varð þá í fram- kvæmdinni fyrirhyggjan fyrir nægum nauðsynjavörubirgðum handa oss; en einmitt hennar vegna var það, sem ékki mátti spretta af oss verzlunarfjötrunum. þjóðin hefði orðið beint hungur- morða þá, ef fjendur Danakonungs, þe8sir sem honum stóð mestur ótti af, Bretar, hefðu ekki sýnt af sér mann- úð 088 til handa og það fyrir milligöngu góðra manna vorrar þjóðar, þeirra Magnúsar Stephensen og Bjarna ridd- ara Sigurðssonar. Mjög fljótt verðum vér yfir sögu að fara, er lýsa skal tildrögum og atvik- um að því, að vér fengum loks verzl- unarfrelsislögin frá 1854. f>að var verk Jóns Sigurðssonar öllum mönn- um öðrum langtum framar. Hann hóf þegar baráttuna fyrir verzlunarfrelsi oss til handa jafnskjótt sem hann lagði á stað í sinn fræga, meir en þrjátíu ára leiðangur fyrir landsrétt- mdum vorum og stjórnfrelsi. Eitgerð hans um það mál í 3. ári Nýrra Fé- lagsrita, er út kom sama árið og al- þingi 'var endurreist með lögum, er fyrsta brýningin á þjóðina að hefjast handa og hrista af sér hlekkina þá. Og sú ritgerð er auk þess gullkista sögulegs fróðleiks um allan feril verzl- unaránauðarinnar, hagnýtt enn af öllum þeim, er það mál vilja kynna sér í fljótu bragði, — hagnýtt af mér meðal annarra nú á þessari stundu. Hann lætur þingið 1845, fyrstu sam- komu alþingis hins nýja, rita konungi öfluga bænarskrá um fullkomið verzl- unarfrelsi; orðaði hana auðvitað sjálf- ur. Sömuleiðis þingið 1849. Og enn þjóðfundinn 1851. En ekki færist hann í aukana fyr en árið 1853, er málið kemst loks á dagskrá á rfkis þinginu í Khöfn. Hann sat ekki þar á þingi. f>að urðu að vera og voru danskir þingmenn, er málið fluttu. f>eir gerðu hvora atrennuna, hvort á- hlaupið á fætur öðru. En allir kunnugir vissu og vita, hver stýrði þeim atlögum öllum. Auðvitað enginn annar en Jón Sig- urðssou. Vér, sem höfðum persónuleg kynni af honum síðasta áratuginn sem hann lifði, 7. áratuginn, þreifuðum á hinum eldlega áhuga, er hann ól sér í brjósti, um alt það, er ættlandi hans horfði til hagsældar, og vorum þess vottar, hver töíramáttur fylgdi jafnvel daglegu tali hans og viðmóti, — vér skiljum það, að ekki hafi verið heiglum hent að standa hann af sér þ á, á bezta skeiði aldurs hans. Nú skulum vér virða stuttlega fyrir oss, hvern árangur verzlunarfrelsið frá 1854 hefir borið þessa hálfa öld, sem síðan er liðin. Eg veit, að miklar tölur eða talna- töflur þykja ekki lostæt andleg fæða. En eg kemst ekki hjá að bera hana á borð fyrir yður í þetta sinn, ofurlítinn skamt af henni. f>ær e r u oft kjarn- góð fæða eigi að síður. Eða þá, svo að vér notum aðra samlíkingu, þær tala oft skýrara, glöggvara og hærra en algengt lesmál, hærra en nokkurt hljóð annað, er vér eigum til. Um miðja öldina sem leið var verzl unarvörumagn vort, þ. e. aðfluttar vörur og útfluttar samanlagðar, að verð- mæti eða söluverði rúmar 3 milj. kr. En hálfri öld síðar, árið 1900, var það orðið 18 miljónir kr. f>að hafði sexfaldast á 50 árum að peningaverði. Kaupskip komu hingað til lands 115 alls árið 1850., En árið 1900 voru þau 384. Þessi 115 skip frá 1850 báru eða tóku W/z þús. smálestir. En þessi 384 skip frá 1900 nær76 þús. Nærri heila smálest á mann, hvert manns- barn á landinu. Af téðum 384 skipum voru 209 gufuskip og ekki nema 175 seglskip, Og gufuskipin fluttu 3/4 af öllum vör- unum eða 57 þús. smálestir. Seglskip- in að eins 19 þús. f>e88 þarf ekki að geta, að hér hafði ekki gufuskip sést fyrir 50 ár- um, ekki því líkt. Laust eftir miðja öldina voru kaup- menn á landi hér eða verzlanir 58 alls, þs,r af meir en helmingur (32) útlendir. En árið 1900 var kaupmannatalan 204, og þar af 158 innlendir. f>á eru meira en 3/4 allra kaupmanna lands ins inniendir. Talið er, að kaupstaðarhús á öllu landinu muni nú vera að lóðum með- íöldum 10 miljóna króna virði. Hitt er víst, að þau námu ekki 1 miljóu kr. alls fyrir 50 árum. Enginn maður hefir nokkurti tíma haft aðra eins tröllatrú á framförum landsins eins og Jón Sigurðsson, ef þjóðin kynni með að fara og lægi ekki; á liði sínu, né verið jafn-sannfærður um, að það hefði ótæmandi auðlegð að geyma í skauti náttúrunnar, bæði land- ið sjálft og sjórinn umhverfis það. — Eg man það vel, að vinir hans ámælttt honum oft fyrir hana í sinn hóp hér, sem hina mestu heimsku. Og aðrir kýmdu að henni. Það var annars ekki kýmt að Jóni Sigurðssyni, hvorki því sem hann sagði né gerði. En — mundi hann hafa búist við svona stóru stökki á ekki lengri tíma í alls einni atvinnu- grein, verzluninni? Eg veit vel, að mór verður svarað því, að það sé lítið að marka. Hvað líði hinum atvinnuvegunum ? Eu eg svara og segi: Það skal eng- inn segja mór af því, að þeir hafi ekki tekið stórmiklum framförum líka á þessu tímabili. Það er svo náið, lífrænt sam- band milli verzlunarinnar og annarra atvinnuvega, að hún g e t u r alls ekki. tekið stórt framfarastökk öðru vísi en að þeir fylgist með margir eða nokkrir að minsta kosti. Hér eru og hafa verið undanfarna hálfa öld miklu meiri framfarir en vór gerum oss alment í hugarlund. Frelsið er dýrmætt. Það er kjör gripur. Það er gersemi. En það hefir lika verið kallað sverð. Það er og rótt mælt. Það er eitt hið öflugasta vopn til þess að heyja sér sigur í hagsældar- baráttunni. En þá segja sumir, að slíkt vopn só ekki fáandi í hendur nema fullt/ða mönnum. Hinir geri ekki nema meiða sig á því eða þá að þeir valdi því ekki sumir. Einn fornkappi Grikkja, Þesevs, fól sverð sitt hið góða og bitra undir stórum steini, grísku Grettistaki, og mælti svo fyrir, að enginn mætti við steíninum hreyfa nó' sverðið snorta, nema sonur sinn, er hann væri orðinn fulltíða og svo sterkur, að hapn fengi steininum velt einn saman. Verzlunarstótt Vor hin innlenda er nú orðin það fulltíða og það kraftagóð,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.