Ísafold - 16.04.1904, Side 3
»
83
sinnu!aus og blanð,
hönd né fót ei hreyfði’ hún
heldr en væri dauð.
aS hún velaur vel sverðinu, sem henni
var fengiö í hendur fyrir 50 árum. —
Hún hefir nú orðið bæði vilja og mátt
til að beita því sjálfri sér og þjóðinni
allri til hagsældar. Það sem hana kyntii
enn að skorta tii þéss, að geta heitið
jafnsnjöli verzlunarstettum anttarra
mentaþjóða, hvort heldur er meiri
mentun, meiri styrkur fjár og frama
eða annað, þess vona eg og veit eg að
hún hefir allan hug á að afla sér, og
að létta ekki fyr en hún er engum háð,
útlendum nó innlendum, tngum nema
sjálfri sér, framar öðrum þegnum þjóð-
félagsins. En þess er að geta um
mentunina, að það er miklu fleira
mentun en bókvitið eitt, og að það er
margt bókvit, sem enga mentun hefir í
sér fólgna.
Yerzlunarmannastéttin fær aldrei of
ntikils frelsis aflað sér í þ e i r r i merk-
ingu.
Þess óskum vér henni í sem rífleg-
ustum raseli, unt leiö og vér minnumst
þakklátlega frelsisgjafarinnar frá 1854
og þess afreksmanns, þess mikilmennis,
er átti allra mattna mestan hlut að því
að afla oss hennar,—minnumst hans með
hjartfólgnu þakklæti, áHt og lotningu.
B. J.
Ailra illvœtta fans
(aldir sex það stód)
ferlegum i flagða-dans
oss fótum tróð.
IH.
X.ag: Ó lamlar, þór taiid uxn kúgun og kvöl.
Þegar hér dauðaas á horrim alt hékk
og hvergi’ út úr myrkrunum eygði,
þá reis Skúli fógeti’ og hristi hvern hlekk
og hamrantmur fjötraua sveigði.
Hann kunni’ ekki’ að æðrast, þótt inn kæmi
þó að áfölliu gengju’ yftr bátinn. [sjór.
Nei, hann hélt sitt strik, var i hættunni stór
og horfði’ ekki’ um öxl.— Það var mátinn!
Fleiri’ urðu siðar að flytja það mál,
að fria oss úr verzlunar dróma.
En sérstaka verðskuldað Skúli’ hefir skál;
þá saui dn-kkum allir vér tóma.
Magnús og Baldvin og Sæmundarson
þeir seint munu þjóðinni gleymast;
þeir surfu á hlekkina og surfu’ i oss von,
þótt sigur ætti öðrum að geymast.
Þá Ásinn oss hvíti frá Rafnseyri’ upp rann
og rak af oss verzlunar-hlekki;
þvi eldur úr máli' hans og augunum brann,
þann eld stóðust hiekkirnir ekki.
Hæatur vitniaburður við próf þetta
er 63 atig, og til að standaat prófið
þarf 18 stig.
Nr. 9, 12, 15, 19 og 24 gengu ekki
inn í skólann fyr en í haust og voru
því að eins einn vetur í honum.
Með því að hið meira stýrimanna-
próf verðúr ekki haldið þetta ár, var
skólanum sagt upp að afloknu prófi.
Eftirmæli.
Sjötta dag siðastliðins desembermánaðar
andaðist á Norðurhjáleigu i Amtur-Land-
eyjum konan Guðríður Pétursdóttir, 58
ára að aldri. Hún giftist i 2. sinni eftir-
lifandi manni Magnúsi Magnússyni 9. júlí
1889, og varð þeira i ástúðlegu hjónabandi
auðið einnar dóttnr harna, Guðriður sál.
var trygg og dygg um dagina og allra
hugþúfi. Prúð var hún i framgöugu og
viðmótsgóð, gveiðvikin og góðsöm. Hún
var sem eiginkona, móðir og húsmóðir elsk-
uð og virt af ættingjum og vinnm. Stjúp-
börnum sínum var hún sem bezta móðir.
Magnús ekkill hennar er sem sé ekkjumað-
ur í þriðja sinni. Guðríður sál. var systir
Odds bónda á Heiði á Rangárvöllum.
M. Þ.
Síðdegismessa i dómkirkjunni á
morgun kl. 5 (B. H.).
Messað í frikirkjunni á morgun.
Veðurathuganir
i Reykjavik, eftir Sigríði Björnsdóttur.
1904 apríl Loftvog millim. Hiti (C.) err < ct> ox p i cr æ c* Skjmagnl Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Ld 9. 8 736,0 3,0 N i 8 0,1
2 741,4 3,3 N 2 7
9 746,1 1,6 N 2 6
Sd.10.8 757,0 0 2 NW 1 6
2 758,9 3,3 0 4
9 755,6 Ú7 N 1 3
Mdll.8 754,9 1,8 NE 1 9
2 755,2 4,6 E 1 5
9 752,0 2,7 N 1 10
Þd.12.8 753,0 1,8 NE 1 10
2 750,8 2,4 N 1 10
9 750,0 1,6 NE 1 7
Mdl3.8 747,1 0,2 0 9 1,8
2 750,5 5,8 0 8
9 748,4 3,9 0 1
Fd 14.8 750,0 1,8 0 5
2 749,7 5,0 0 6
9 748,5 3.8 N 1 5
Fdl5.8 747,8 1,2 0 6
2 746,4 4,8 Nw 1 9
9 744,3 3,0 N 1 9
cflborg fíús
af ýmsri gerð á góðum stöðum í bæn-
um til sölu. — Semja má við
snikkara
Bjarua Jónsson,
Vegamótum. Reykjavík.
Hentugir til sumargjafa eru ýmsir
munir úr Gulli og Silfri, sem fást í
Fischerssundi nr. 1.
Kristín Sigurðardóttir.
cfléalumSoésmaóur
hér á landi fyrir vátryggingarfélagið
„SUN“
eitt hið elzta á Norðurlöndum, er
Matthías Matthíasson.
Skrifatofa Aðalstræti 6.
Óafgreidd
álnavara.
Allir þeir, er eigi enn þá hafa sótt
álnavöru þá, er þeir hafa falast eftir
hjá kaupm. Jóni Helgasyni frá »Varde«-
klæðaverksmiðju, eru beðnir um að
vitja hennar til Matthíasar Matthías-
sonar, Aðalstræti nr. 6, og borga
vinnulaun og flutningskostnað, þar eð
álnavara þessi verður að öðrum kosti
seld til lúkningar vinnukostnaði.
Yerzlunarfrelsis-ljoð.
Sungin í samsæti
verzlunarstéttarinnar i Reykjavik
15. apríl 1904
i
fimtíu-ára-rninning
verzlunarfrelsisins á islandt.
I.
Lag sem viö Vikingabálk.
Hér var bjart yfir landinu’ og þrekmikil þjóð
fornu þjóðveldi8timunum á;
þá stóð menning hér hæst, efnin hlessuðust
og i hlóma stóð mentunin þá. [bezt
Ein þess orsök var sú, þjóðin sjálf rak þá enn
verzlun sina við umheimsins lönd;
farmenn sigldu’yfir haf,sóttu höfðingja heim,
engin hömluðu viðskiftum bönd.
Þá var verzlun vor það, sem hún vera skyldi’
andlegs viðsýnis frömuður stór. [æ:
• Heimskt er heima’ alið harn* er meðsannind-
»margt veit sá einn, er allviða fór«. [um sagt.
Þjóðar lífskrafturhver, hermir sagan oss satt,
hann á sína i frelsinu rót;
og ef frelsið er helsært, þá fölnar alt lif,
glötun frelsis snýr hrauðinu’ í grjót.
II.
Lag: Máninn liátt A himni skín.
Sóló.
Ostjórnin drap frelsið fyrst;
fáráð, vígamóð
sjálfsforræðið seldi
svo vor blinda þjóð.
K ó r:
Allra illvœtta fans
(aldir sex það stóð)
ferlegum í flagða-dans
oss fótum tróð.
Kirkjan þá[.og konungsvald
keptust við það móð
út úr os8 að sjúga
allan merg og hlóð.
AUra illvœtta fans o. s. frv.
Enginn mátti eiga vopn
eður haffært skip;
ófrelsið í öllu
áþekkan bar svip.
Allra illvœtta fans o. s. frv.
Útlendinga’, er að hér har,
(æru gilti’ og frið)
ei, þótt líf við lægi,
var leyft að skifta við.
Allra illvœtta fans o. s. frv.
Eins var frelsið innanlands
ekki gull i skel;
hann Hólmfastur var hýddur
hérna suðr á mel!
Allra illvœtta fans o. s. frv.
Þjóðin lengi svo var sjálf
Hann vissi, að frelsið er óskift og eitt;
ef inn litla fingri það smeygir,
þá verður það trauðia við þrautirnar þreytt,
en þráfalt sig lengra fram teygir.
Og verzlunar-frelsið har ávöxt hér ótt
og eldgömlu deyfðina kyrkti,
það þjóðlíf vort glæddi, og frelsisþrá fljótt
til frekari haráttu styrkti.
Og vel sé þá islenzkri verzlunarstétt,
ef hún varðveitir sögunnar kenning,
og æ hefir mark fyrir augum það sett,
að efla hér frelsi og menning.
Lifi verzlunar-frelsið sem vegurinn beinn
til að verði oss hrauð úr steinum!
Lifi verzlunar-frelsið sem fóturinn einn
undir frelsinu’ í öllum greinum.
J. Ól.
Próf í stýrimannafræði.
Dagana 9. og 11.—13. apríl var hið
minna stýrimannapróf haldið við Stýri-
mannaskólann. Undir prófið gengu
28 af lærisveinum skólans og stóðust
það.
í prófnefnd voru ásamt forstöðu-
manni skólans, Páli Halldórssyni, laut-
inant H. de Jonquiéres-Hansen og
prestaskólakennari síra Biríkur Briem
tilnefndir af stiftsyfirvöldunum og bæj-
arstjórn Beykjavíkur, en skipaðir af
landsstjórninni, og var lautinantinn
jafnframt skipaður formaður prófnefnd-
arinnar.
Prófsveinarnir hlutu þessar einkunn-
ir: Stig
1. Einar V. Jónsson, Reykjavík . . 62
2. Jón Guðmundsson, Reykjavik . . 60
3. Þórður Magnússon, Suðurmúlas. . 60
4. Egill Egilsson, Reykjavík ... 59
5. Jón G. Waage, Gullbringus. . . 59
6. Sigurður Eggértsson, Barðastr.s. 59
7. Gisli Adolfsson, Stokkseyri ... 58
8. Kristján Arnason, Arnarf. . . . 5S
9. Lúðvík N. Lúðvíkss., Suðurmúlas. 58
10. Sigurður Oddsson, Gullhringus. . 58
11. Finnb. Finnbogason, Þingeyjars. . 57
12. Ingimar Bjarnason, ísafirði . . 56
13. Guðm. H. Ólafsson, Gullbringus. . 56
14. Salómon Jónsson, Barðastr.s. . . 56
15. Kristján K. Magnússon, Suðurmúlas. 56
16. Einar Einasson, Skildinganesi . . 54
17. Eyólfur Kr. Eyólfsson, Rvík . . 54
18. Guðm. Magnússon, Hafnarfirði . 54
19. Sig. Ág. Guðmundsson, Gullhr.s. 54
20. Sig. Jóhannesson, Breiðafirði . . 53
21. Sigm. Kr. Guðmundsson, Arnarf. 53
22. Benedikt Jónsson, Arnarfirði . . 52
23. Friðgeir Guðmundsson, ísafjarðars. 62
24. Jón J. Bjarnason, Isafiröi ... 52
25. Þórður S.Yigfússon, Skildinganesi 47
26. Kristján S. Magnússon, Arnarfirði 46
27. Jón Jónsson, Þórshöfn .... 42
28. Þórarinn Bjarnason, Reykjavik . 38
I
Öllum þeim, sem með návist sinni
eða á annan hátt heiðruðu útför okk
ar elskulegu móður og tengdamóður,
Kristjönu Guðbrandssen vottum
við okkar innilegustu þakkir.
Gabríella Beuidlktsdóttlr.
Þorsteinn Sigurðsson.
Gulrófnat’ræ
heimaræktað fæat á Rauðará.
Nokkrir duglegi
þiiskipahásetar og góðir íiskimenn,
geta fengið skiprúm frá lokum, eða
fyr. Nánari upplýsingar gefur
Th Tliorsteinsson.
Enginn fyrirlestur
í Bárufálagshúsinu á aunnudaginu
kemur. D. Östlund.
Stúlka þrifln, sem er vön innanhús-
verkum, óskast í vist 14. maí til 1. októ-
her, á fáment harnlaust heimili hér í bæn-
um. Ritstj. vísar á.
2 loftherbergi til leigu frá 14. maí
þ. á. í Ingólfsstræti 5.
Dðmu-búningur útlendur til söln,
2 sett.
Jóhanna G. Gísladóttir, Bjarnaborg.
í
Aðalstræti 10.
Fiskburstar
og alls konar kústar og burstar ó-
dýrast í verzlun
G. Zoega.
Til leigu, nú þegar, eða frá 14. maí
n. k.. 2 rúmgóð og hjört herbergi fyrir
einhleypa. Ritstj. vísar á.
Til söiu steinhús, nálægt Yesturgötu.
Semja má við
Gunnar Gunnarsson,
Hafnarstræti nr. 8.
Beglusamur og laghentur unglingur
getur fengið að læra Ijósmyndasmiði.
Þeir sem vilja sinna þvi, verða fyrir 20.
þ. m. að leita upplýsinga hjá
Haraldi Blöndal,
Þingholtstræti 3.
stagir af þilskipum, hent-
ugir til styrktar við stein-
steypu og til girðinga, mjög ódýr i
verzlun
G. Zoéga.
WHISKY
Wm. FORD & SON
Btofnsett 1815.
Einkaumboðamenn fyrir Island og
Færeyjar:
F. Hjorth & Co.
Kjobenhavn. K.