Ísafold - 27.04.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.04.1904, Blaðsíða 2
94 Tíðindamönnum erlendra blaða lét hann sér mjög ant um að sagðar væri fréttiruar tafarlaust cg ekkert undan dregið. Blöð herma merkilegan fyrirburð fyrir þessari orrustu. Kona Makaroffs aðmíráls var daginn áður, 12. þ. m., stödd í miðdegisboði heima í Pétursborg. Þá kemur [>ar inn skutilsveinn hlaupandi og kallar upp: Þeir segja úti í bænum, að margir sjómenn hafi verið saxaðir í smátt, og að hann. Makaroff aðmíráll hafi hlotið sömu afdrif. Pilturinn vissi ekki, að aðmírálsfrúin var viðstödd. Hún talsímdi þegar til keisarahall- arinnar og til keisaraekkjunnai' (Dag- marar drotningar). Gngnfræöa.skóllnn norðlenzki. Ekki ber Stefán kennari Stefánsson frá Möðruvöllum landsstjórninni vel Söguna um það mál, endurreisn gagn- fræðaskólabúss á Akureyri, í stað hins, sem brann á Möðruvöllum fyrir 2 ár- um. Henni virðast hafa verið þar ákaflega mislagðar hendur sem komið er, eftir því sem honum segist frá í Norðurl. 2. þ. m. Hún hefir samþykt þannig vaxið fyrirkomulag á hinu fyrirhugaða skóla- húsi (á Akureyri), a ð þar er ekki borið við að full- nægja sjálfsögðum meginreglum um rúm, birtu og loft; a ð þar vantar herbergi, sem nauð- synleg eru til þess, að kent verðiþað, sem skólalögin mæla fyrir; og loks, a ð brotið er á móti tilætlun þings- ins um fyrirkomulag heimavistanna. Svona herfilega gallaða tilhögun á hÚBakynnum skólans hefir landsstjórn- in samþykt; í bráðina að minsta kosti. Fyr má nú vera meinlokan. Landritarinn nýi hafði útvalið ein- hvern snikkara þar á Akureyri, sem hann þekti, til að gera uppdrátt að húsinu, og samþykkir hann svo við- stöðulaust. Lætur því næst gera til- boð í smíð hússins eftir honum, og hefir tilboða þeirra verið getið hér í blaðinu áður. En síðan hefir landsstjórnin fengið í hendur nýjan uppdrátt, eftir Snorra Jónsson húsasmið, þar sem siglt er fyrir öll þau sker (segir hr. St. St.), sem fyrri uppdrátturinn strandaði á. »f>etta hús hefir Snorri boðist tilað reisa fyrir líkt verð og boðið hefir ver- ið að meðaltali í hitt húsið; og alveg óreynt, nema hægt sé að fá lægra boð í það. það virðist því liggja í augum uppi, að sjálfsagt er fyrir stjórnina að sæta þessu boði og því verður maður að treysta að hún geri. þetta þyrfti ekkert að tefja fyrir málinut. f>að væri hrapallegt, ef svona afar- áríðandi máli yrði gjörspilt í fram- kvæmd þess, fyrir það, sem ekki er sýnilegt að sé annað en handvömm eða einhver óskiljanleg meinloka. Vér t r ú u m því seint, að svo verði. Sparisjóður Norðuramtslns, á Akureyri, stofnaður fyrir fám ár- um, græddi um 650 kr. árið sem leið. Innlög í hann höfðu hækkað um 16 þús. kr. það ár. En síðan á nýári í vetur hafa bæzt við 20—30 þús. Vara- sjóður orðinn nær 2400 kr. H. Sehiöth póstafgreiðslumaður var ráðinn féhirð- ir f vetur. Innlagsvexti er í ráði að hækka upp í 4‘/2 af hundr. frá næsta nýári. þrjár vinnukonur fengu verðlaun fyr- ir að hafa lagt í sjóðinn árið sem leið (meira en annað vinnufólk?) 10, 15 og 25 kr. f>ær höfðu gert það miklu fleiri en vinnumenn. f>að er Ijómandi vel hugsað og mesta snjallræði, að hvetja vinnufólk svona til að leggja í sparisjóð. Soðningarleysið í Reykjavík. Eftir adjunkt Bjarna Sœmundsson. |>að er ekki langt síðan þilskipin í Eeykjavík fluttu á land nær 300,000 af þorski á einni viku (sbr. Isaf. 30. marz). En þó var hér ekki nýj- an fisk að fá til soðs um þær mund- ir, þó að gull væri í boði. f>að voru að eins hinir ötulustu og framfærn- ustu af bæjarmönnum, sem náðu í nokkra þorskhausa fyrir 3 aura hvern, sem er raunar alls ekki slæmt matar- kaup. En það eru ekki allir, sem þykir varið í nýja þorskhausa til soðs. Aftur eru flestir svo, að þeim þykir nýr fiskur mata beztur, það er: bol- urinn af honum, hvort sem hann heit- ir þorBkur, heilagfiski eða ýsa. Nú eru hér í bæ eitthvað um 8 þús- undir manna, sem flestir gætu borðað nýjan fisk daglega í einhverja máltíð, ef þeir ættu þess kost. En því er nú ekki að heilsa. Frá því seint í febrúarmán., er Ak- urnesingar hættu að flytja nýjan fisk til bæjarins, og fram um miðjan þ. mán. var ekkert að fá í soðið. f>að hefir lagast nokkuð síðan í bili. En hvað lengi verður það? Svona gengur það orðið allar vetr- arvertíðir, þrátt fyrir hinn mikla þil- skipastól; fisk er ekki að fá annan en hrognkelsi og tros það, er þilskipin koma með; það er reyndar ekki svo lítill matur, en það fá vanalega ekki aðrir en þeir, er fiskimennirnir sjálfir eiga fyrir að sjá, og svo sveitamenn, er kaupa mikið af því, enda lítið sózt eftir því af öðrum bæjarmönnum. Skár hefir að vísu gengið á vorin og sumrin og jafnvel á haustin. f>ann tíma árs ganga þó nokkrir bátar hér úr bænum, ýmist til djúpróðra hér út í flóann, til hrognkelsaveiða, eða ufsa, lýsu og sandkola veiða í nágrenni bæj- arins, og afla fisk til soðs. Einnig hafa Akurnesingar oft fært oss tölu- vert af fiski; sérstaklega dugðu þeir oss vel í vetur í jan. og febr.; þeir komu hingað jafnaðarlega með fisk, er þeir [höfðu sótt langt vestur í flóa með mikilli fyrirhöfn og veitt á sín veiðarfæri. Stöku sinnum koma og Garðmenn með fisk. f>ar við hefir bæzt allmikið af fiski, sem sótt hefir verið í botnvörpunga; og þótt hann hafi ekki ætíð verið sem bezt meðhöndl- aður, þá hafa bæjarmenn þó rifist um að fá bann, því »alt er hey íharðind- um«. En uú er orðið yfirleitt miklu erfiðara að fá fisk hjá þeim en áður. f>að er mesta ómynd, að annar eins bær og Reykjavík, sem lifir þó að miklu leyti á fiskiveiðum, beinlínis eða óbeinlínis, og á svo marga dugandi út- gerðarmenn og fiskimenn, skuli þurfa að fara svo mjög á mis víð þá fæðu, sem alstaðar er mikils metin og er holl, ljúffeng og næringarmikil. Hve mikils bærinn þarfnast af fiski, er ekki auðvelt að segja. Engar skýrsl- ur eru til um það, hve mikils er neytt hé.r af nýjum fiski, og er því ekki auðið að fá vitneskju um það úr þeirri átt. En áætlun má gera, mjög laus- lega að vísu, um það, hve mikils bær- inn þarfnast af fiski. Bæjarbúar eru nú um 8000. Ger- um þá, þegar ungbörn eru dregin frá, að 7000 manns neyti fisks. Af þeim má gera ráð fyrir að hver mað- ur, karl eða kona, þurfi 3 pd. af ó- slægðum fiski á viku, og hygg eg að það 8é heldur of lítið en of mikið f lagt; það verða á ári 3x52x7000 = 1,092,000 pd. Sé hvert pund af nýj- um fiski selt á 5 aura að jafnaði, þá verða það 54,600 kr. Af þessum fiski fær bærinn nú varla þriðjunginu. Og eftir því sem hann vex, verður þörfin meiri. |>á er spurningin: hvernig á að fara að því, að fá nægilegt af nýjum fiski handa bænum? Ymsir munu svara því svo, að stunda beri meira fiakiveiðar á opnum bátum héðan úr Reykjavík, en nú er gert, og er það eðlilegt; því hingað til bafa það aðallega venð opnir bátar, er veitt hafa nýjan fisk handa bæn- um. En það er nú komin svo mikil deyfð yfir bátaútveginn í Reykjavík og ná- grenninu þar, að ekki má búast við mjög miklu af honum, sé honum hald- ið í gamla horfinu. En þessi deyfð er eðlileg, og orsakirnar til hennar eru: 1) aflaleysið á vetrarvertíð í öllum Faxaflóa um nærfelt 10 síðustu ár 19. aldarinnar; 2) hinn mikli þilskipaút- vegur, er teygt hefir til sín flesta at- orkumennina; 3) yfirgangur botnvörp- unga á hinum gömlu og góðu djúpmið- um Innnesjamanna, er gert hefirmönn- um mjög erfitt eða alveg ókleift að ná í fiskinn, þrátt fyrir mergðina, sem verið hefir af honum í flóanum und- anfarin vor og sumur. f>eir vilja því heldur leita sér atvinnu á landi, jafn- vel þó að þeir, sem sjó stunda, hafi oft miklu betri atvinnu, þar sem þeir geta oft lagt það verð á afla sinn, er þeim sýnist. Ekki er ólíklegt, að bátaútvegur geti aukist nokkuð, einkum ef fiskur gengi nokkur ár betur á grunn en hann hef- ir gert á síðari árum, eða ef tilraunir þær lánast vel, er stendur til að verði gerðar með vélabáta héðan. Sérstaklega geri eg mér von um, að vélabátar gætu aflað skarkola hér á innmiðum, t. d. í flóanum milli Sel- tjarnarness og Akraness og inn í Sund- um, eða inn í Borgarfirði eða jafnvel í Hvalfirði, og haft til þess kolavörpu (Snurrevaad), sem draga mætti inn með vindu, er snúið væri með gang- vélinni. Eg býst þó ekki við svo stöðugum afla á grunnmiðum, að hann yrði full- nægjandi; og því yrði ávalt meðfram að sækja í djúp. En smáir (opnir) vélabátar munu reynast ónógir til að sækja sjó marg- ar mílur út í flóa, jafnvel þó þeir spari töluverðan tíma og mikið strit; þeir rúma lítinn farm og verða að koma heim að kveldi. Og fyrir opnu bát- unum með gamla laginu fer oft feikna- mikill tími í að komast á fjarlæg mið og heim aftur, svo að lítill tími verður daglega til veiða. En eins og nú er ástatt, að botn- vörpungar eru að jafnaði á gömlu mið- unum, sem liggja 2—4 mílur burt frá lendingum, verður að leíta lengraburtu en þó aðallega halda sér við flóann, sem eg hygg að hafi verið of lítið not- aður á síðari árum, og t i 1 þ e s s á- lít eg þilskip nauðsynleg. f>að þurfa alls ekki að vera stór skip; 10—15 smálesta þiljubátar eru sjálf- sagt nógu stórir. |>eir eiga að geta fiskað alls konar fisk um allan flóann, frá Reykjanesi og alt vestur undir Jökul, eða jafnvel lengra, með haldfær- um, lóðum eða netum, eftir því sem bezt á við eða bezt reynist, geyma fiskinn í brunni eða ís, og koma inn þegar nóg þykir aflað. Gæti ekki all- ur aflinn selst þegar í stað, þá ættu íshúsin að taka við afgauginum og geyma hann þangað til að þurð yrði á afla. Með þeim hætti ættu og íshúsin að= birgja sig upp að fiski til þess tíma. árs, er skipin ættu erfiðast að stunda veiðar, en það er í skammdeginu og fram í aprílmánuð, eða þangað til fisk- ur fer að ganga í flóann með vorinu- Væru skipin mörg og öfluðu meira en bærinn þyrfti með, mætti salta þorskinn til útflutnings. Framan af vetrarvertíð væri enda eigi ólíklegt, að ein eða fleiri stærri skútur gætu haft hag af því, að veiða fisk handa bænum, geymdan í brunni eða ís. í haust er leið kom Dýrfirð- ingur einn með lifandi fisk í brunni og seldi hér. En þá var nægilegan fisk að fá annarstaðar að, svo að þetta svaraði ekki kostnaði. Líklegt, er að hann hefði ekki skaðast, ef hann hefði komið með þann fisk hingað núnaum páskana. Að þannig Iöguð útgerð ætti að vera vel arðberandi (og það er aðalskilyrði þess, að hún get-i þrifist) efast eg ekki um, þó að hún yrði nokkuð dýrari en útgerð með opnum bátum; því útgerð- armenn geta ráðið töluvert sjálfir verðinu á aflanum, eins og eghefibent á; og þó að fiskur þyki hér dýr nú sem stendur, þá er hann þó miklu ó- dýrari en kjöt og miklu ódýrari en svarar því, sem munar í næringargildi. |>að getur ekki dýrt heitið, 4 a. pd. af óslægðri ýsu og 5 a. af þorski. f>að er því líklegt, að bæjarmenn vildu stundum gefa nokkuð meira fyrir fisk en nú gerist, ef hann væri fáanlegur, sérstaklega frá jólum til marzloka; enda er hann stundum dýrari. Helzt kysi eg, að nokkrir fiskimenn ættu hverja skútu í félagi og væru sjálfir á henni. Eg veit að nokkrir Keflvíkingar höfðu þetta lag með smá- skútu eina, er þeir fiskuðu á kringum Reykjanes og vestur í flóanum í fyrra og hitt eð fyrra, og höfðu góðan ábata á. Annars má haga því ýmislega. Smáskútur má víst fá víða ódýrar ef ekki innanlands, þá í Noregi, Skot- landi, eða ef til vill í Danmörku. Tollgæzluskúturnar þar eru seldar þeg- ar þær eru 20 ára, og það fyrir mjög lágt verð. f>ær eru alveg úr eik og sigla ágætlega. Eins mætti veita lán til þess að kaupa svona skútur og aðr- ar, ef þeir hefðu ekki efci á því öðru vísi. Sanngjarnt væri og, að bærinn veitti einhver hlunnindi, t. d. skúr eða skýli til að selja í fiskinn með dálít- illi bryggju á hentugum stað, er skút- urnar gætu affermt við. Æskilegt væri, að í þeim væri gangvélar (mótor- ar), svo að greiðara gengi að koinast & miðín og heim afturílygnu veðriogtil að snúa vindunni, sem nauðsynlegt yrði að hafa, ef net væru lögð á miklu dýpi, 50—60 faðma. En þess konar vélar auka mjög kostnaðinn, svo að mjög er efasamt að það gæti orðið til- vinnandi. Vél, sem veitti 6 mílna hraða, mundi kosta, auk eldsneytis (olíu), um3 þúsund kr., en af olíu eyð- ir hún með fullum gangi nálægt 1 potti á klukkustund. Skútur, sem sigla vel, þurfa sjaldan að vera lengi að kom- ast inn til Reykjavíkur af umgetnu svæði; það hefir sýnt sig á rekneta- bátnum hér undanfarin ár. Taka mætti fram margt fleira um tilhögun á þessu; en eg álít þess ekki þörf, enda gengur mér það helzt tií með þessum línum, að benda á það, sem mér þykir tiltækilegast að gert væri til þess að bæta úr þörfum Reykja- víkur að þessu leyti, ef það svo gæti orðið til þess, að einhverir framtaks- samir menn vildu hugsa um þetta mál

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.