Ísafold


Ísafold - 30.04.1904, Qupperneq 2

Ísafold - 30.04.1904, Qupperneq 2
98 var hæglátur hversdagslega og gætinn, fjörgandi gleðimaður i samkvæmum, enda mesti þrekmaður og fjörmaður áður en ellin tók að beygja hann; þótt hann, sem svo marga jafnaldra hans, vantaði mentun og uppfræðingu, var skemtun að hafa sam- ræður við hann, þvi hann var hugsjéna- maður; hagorðúr var hann og einlægur trú- maður. Þ. J. Hér í hænum andaðist aðfaranótt 23. þ. m. ekkjan Sigurlaug Eyólfsdóttir, nær sjötug, alsystir Páls heitins gullsmiðs og þeirra systkina. Hún hjó rúm 30 ár i Nesjum i Crrafningi, fluttist fyrir 14 árum hingað til sonar síns Eyólfs Ófeigssonar trésmiðs. Hún átti 4 börn, sem öll eru á lífi: Jóhannes sem er hér í hæ, Kristján sem er vinnumaður í Nesjum, og Huðriði, er hýr á Gruðnabakka i Mýrasýslu. Herskipatjón Rússa. Minst var á það lauslega síðast. Bn hér er greinileg skýrsla um það, eða réttara sagt upp talin öll herskip Bússa á ófriðarstöðvunum eystra, eins og þau voru í upphafi hernaðarins, en merkt við þau (t), er þeir hafa mist eða gerð hafa verið óvíg fyrir þeim. f>eim er skift í ð flokka, eftir stærð, og auk tundurbáta og tundurskeiða- dólga. Hér er og talin stærð hvers skips í smálestum, aldur (smíðarárið, skamm- stafað), hraði — það og ,það margar vikur sjávar á vöku (4 klst.); fallbyss- ur alls, misstórar, hinar stærstu með 12 þml. hlaupvldd; og loks skipshöfn alls. I. Höfuðorrustuskip g cc Aldur 40 Gð w Fallb. Á œ ft 'm co PetropaulovBk + 11000 ’98 16 50 700 Poltava t . . 11000 ’98 16 50 700 Sevastopol . . 11000 ’99 17 50 700 Peresviet . . 12700 '01 18 60 732 Betwisan f 12700 ’02 18 62 732 Pobieda t . . 12700 ’Ol 18 60 732 Cezarewitch t 13100 ’02 18 68 732 II. Bryndrekar Bossia . . . 12100 ’98 20 68 725 Grbmoboi . . 12300 '00 20 82 814 Rurik . . . 10900 ’95 19 44 768 Bayan t. . 7800 III. Brynsnékkjur ’02 22 37 600 Askold t • • 6100 ’Ol 24 36 500 Pallada f . . 6600 ’02 20 34 422 Diana f . . . 6600 ’02 20 34 422 Bogatyr . . . 6700 ’02 23 34 580 Variag t . • 6500 '00 23 30 571 Novik f . . . 3200 ’02 25 19 340 Boyarin t . . IV. Korvettur 3200 ’02 25 19 334 Bazboinik . . 1300 ’80 13 14 172 Djigit . . . 1450 ’77 13 15 172 Zabiaka . . . V. Fallbyssubátar 1200 ’79 14 15 172 Bobr .... 950 ’85 12 13 170 Otvajni . . . 1500 ’94 15 12 142 Gremiaschtchi. 1500 ’93 15 12 142 Giliak . . 950 ’98 12 12 150 Siwutch . . . 950 '85 12 13 170 Korietz t • • 1200 ’87 13 9 140 Mandjur . . 1400 ’87 14 14 179 Gaidamak . . 500 ’94 22 19 87 Vsadnik . . . 400 ’94 22 21 97 þ>ar að auki höfðu Bússar eystra í ófriðarbyrjun um 14 tundurbáta, og 32 tundurskeiðadólga. Cezarewich og Betwisan (I) — þeim grandaði japanskur tundur- sendill í Port Arthur 9. febr. En gert hefir verið við þau nokkuð og von um, að þau geti víg orðið aftur og haffær með tímanum. Cezarewich eða Czarevich þýðir »keisarason«, og Betwisan »réttvísin«; það er sænska, og stendur svo á því, að Bússar unnu frá Svíum herskip, er svo hét, fyrir meira en 100 árum, og bættu við flotann sinn; hafa síðan heitið önnur herskip, »niðjar« hennar, eftir því hvert af öðru, og þetta siðast. Poltava (I) meiddist af skotum 7. febr. og var þá gert við hana. Hún var þó ekki í orustunni 13. þ. mán., og varð þá hljóðbært það, er leynt skyldi fara: að annað stórorustu- skip rússneskt, Sevastopol (13), hafði rekið í hana trjónuna óvart og rofið gat á, er skipin áttu sér tamningar- leik á úthöfninni í Port Arthur fyrir nokkrum vikum. Pobieda (1) grandaði japanskur tundursendill í orrustunni 13. þ. m. Pobieda kvað þýða »sigur*. Petropaulovsk (I) sprakk og sökk 13. apríl með um 700 manna, er týndust nær allir, þar á meðal Makar- off yfiraðmíráll. Bayan (II) stórskemdist af fall- byssuskotum. Boyarin (III) rak sig á neðansjávar- sprengivél hjá Dalny 12. febr. og sprakk í loft upp. |>ai' druknuðu 9 menn. Variag (III) sökk fram undan Chemulpo 9. febr. Diana (III) stórskemdist af fall- byssuskotum 9. febr., en gert við hana eitthvað. Pallada (III) — henni grandaði jap- anskur tundursendill 9. febr., en gert eitthvað við hana. Askold og Novik (III) biluðu af skot- um 9. febr., en gert við þau aftur. Korietz (V) sökk frara undan Chemulpo 9. febr. j?ar að auki hafa Japanar sökt fyrir Bússum 3 tundurskeiðadólgum, þar á meðal einum núna 13. apríl (Bestras- hni). Loks mistu Bússar tundursendla- farmskipið Jenisej 11. febr. J>að rak sig á neðansjávarsprengivél rússneska og sprakk í loft upp. |>að var 5000 smálestir. Sá er helztur munur á höfuðorstu- skipum og bryndrekum, að þeir eru yfirleitt töluvert hraðskreíðari, eins og sjá má á skrá þessari, hraðinn um og yfir 20 vikur sjávar á vöku eða 5 mílur danskar á kl.stund, og annað hitt, að þeir hafa miklu smærri fallbysaur. En þeir eru fæstir minni en höfuðorustu- skipin, og albrynjuð eru þau líka eða stáli variu af enda og á. Höfuðorustu- skip eru þau kölluð einkurn vegna þess, að þau hafa nokkrar af fallbyss- unum miklu stærri, með 10—12 þuml. hlaupvídd, í stað 6 þml. eða þaðan af minna. Brynsnekkjurnar, er svo köllum vér, eru talsvert minni en bryndrekarnir, en enn þá hraðskreiðari, komast um og yfir 6 vikur sjávar á kl.stund, og hafa enn smærri fallbyssur, enga víð- ari en 6 þml., en flestar töluvert hlaupmjórri en það. Bryndrekarnir hafa fáeinar 8 þml. fallbyssur með hinum. Brynsnókkjurnar eru að eins hálfbrynjaðar, eða vart það: stálbyrt- ar um sjálfan bumbinn, eða þar, sem gangvélarnar eru inni fyrir. J>að hlýtur satt að vera, að Japan- ar hafi ekkert skip mist enn sem komið er, með því að þar ber þeim saman, Bússum og Japönum, — nema ef það er ein gömul brynsnekkja, Takachiho, er kvisast hefir að muni hafa sokkið snemma í ófriðin.im, En skemst hafa skip þó hjá þeim lík- lega eitthvað, en fráleitt orðið óvíg eða óhaffær; það mundi hafa frézt, ef svo hefði verið. Settir sýslumenn ern þeir cand. juris Páll Vídalín Bjarnason og cand. juris tíuðm. Björnsson, — Páll í Eyjafjarðar- syslu og bæjarfógeti á Akureyri, og Gruð- mundur í Skagafjarðarsýslu, báðir frá því á morgun (1. mai). Stjórnargaddavírinn Álit Magnúsar sýslum. Torfasonar um gaddavirslögin Stjórnargaddavírinn verður mun dýr- ari, þegar öll kurl koma til grafar, en bændur geta keypt sér hann hins veg- ar: 1. Verðlagsskrána verður að gera fyrir fram og svo háa, að landssjóður sé viss um, að missa einskis í. 2. Skoðun verður að gera á gadda- vír88tæðinu. 3. Taka verður út gaddavírinn. 4. Talsverður kostnaður verður af að skipa honum upp, geyma hann og afhenda. 5. Eigi eftirlitið að vera í nokkuru lagi, þarf hreppscjóri að ferðast um hreppinn einu sinni á ári, og sé eg eigi, að heimild sé til að leggja það starf á hreppstjóra þóknunarlaust; að minsta kosti á hann efiaust heimting á ferða- kostnaði (mílupeningum, 1 kr. á mílu, eða dagpeningum, 3 kr. á dag). 6. Óþarft er að hafa nema 4 strengi, þar sem ekki er því hagþrengra. Alt þetta samanlagt verður tilfinnan- legt hundraðsgjald. Gaddavírsgirðingin kemur ekki að tilætluðum notum. Samkvæmt lögunum er ekkert því til fyrirstöðu, að hafa peningshús inn- an girðingarinnar, og þar sem þau víð- ast hvar eru hingað og þangað út um túnin, verða harla lítil not að henni til að verja3t vetrarbeit, og er hún vit- anlega margfalt skaðlegri en sumar- beitin. Gaddavírslögin leggja eflaust þung- an skatt á niðja vora, leiguliða og landsdrotna, án þess að koma þeim að liði, sakir þess, að afborgunartíminn er miklu lengri en vírinn endist, svo fram- arlega sem ekki verður undið að því, að tryggja góðum leiguliðum árangur- inn af framiögum sínum og gera lands- drotnum hægra fyrir að losna við jarð- arníðingana. Lögin leggja haft á útfærslu túna með því að veita engan styrk til tún- aukans. J>au fara á snið við framfaramenn- ina (á suðurlandi), því þeir munu lang- samlega flestir hafa girt tún sín svo, að þeir telja önnur framfarafyrirtæki liggja hendi nær. J>eir sem kunnug- astir eru meðferð jarðabótalánanna, eru því vonlitlir um, að framkvæmd laganna fari öðru vísi en í handaskol- um. Eigi þegnskyldustefnan að verða drotnandi í landinu — gaddavírslögin eru angi af henni —, mundi eg telja miklu hyggilegra, að verja stórfé til að auka áburðarefnin, bæði sakir þess, að þann veg fengjum vér miklu hrað- virkari framfarir. og að við þau hefir verið lögð minst rækt hingað til. Að undanteknum 2 mönnum hafa allir, sem eg hef átt tal við um gadda- vfrslögin, verið þeim andstæðir. Með póstgufusk. Laura, kapt. Aas- berg, sem lagði á stað í gær til útlanda, fór til Vestmanneyja kaupm. Gísli Johnssen; til Skotlands frú Bergljót Sigurðardóttir, kona cand. Har. Nielssonar, áleiðis til Cam- bridge, til lækninga; til Kaupmannahafnar Jón Þórðarson kaupm., Magnús Magnússon kennari við Stýrimannaskólann og cand. í lyfjafræði Kahbek. Síðdegisguðsþjónusta á morgun kl. 5 (B. H.). Minni Islands Sungið í samsœti verzlunarkvenna Keykjavík d fimtíu-dra-afmceli verzlunarfrelsisins 15. apríl 1904: Lag: Ó, fögur er vor lósturjörö.] Sit heil og frjá'.s með kvitan fald í himinblámans djúpi, og heill og blessun, vegur, vald á vegu þína drjúpi. Heyr dætra þinna þakkarmál i þessum fáu linum, sem hylla þig af huga’ og sál á heiðursdegi þinum. Þótt fámenn sé, er frið vor sveit, sem frjáls vill hugsa’ og iðja, og klæða hvern þinn kalinn reit, af kröftum þjóðheill styðja. Vér elskum þá, sem unnu hér, og af þér hrutu helsið, en hötum þá, sem höfðu’ af þér þinn heiður, gagn og frelsið. Vér eigum hæði hjarta’ og hönd og img til starfs og dáða, og þekkjum okkar erfðalönd, þótt eigum fáu’ að ráða. Vér hrjótumst fram um brattan stig^ loks blessun þorið krýnir, og viljum, ísland, verja þig ei verr en synir þínir. Vér fögnum því, að frelsið vanst,. en féllu þrældóms vigin, og aftur gullið góða fanst og glæstu sannleiks týgin. Því vel skal gæta fengins fjár og fósturjörðu vlgja sem öll vor bros og öll vor tár og alla krafta nýja. Sit heil og frjáls á hamra stól og horfðu’ um alla geima, og vertu lýðsins líf og sól og láttu’ hann aldrei gleyma: að gifta þin er gifta hans, en glöpin hefta framann; að guðdómskraftur kærleikans skal knýta ykkur saman. Lárus Sigurjónsson. Frá Kóreu og landslýð þar. ii. Af trúarbrögðum Kóreumanna er það að segja, að þeir trúðu fyrrum helzt á höfuðskepnurnar, hugðu vera vætt í hverju fjalli, hverjnm ból og hverjum steini, ám og vötnum, mýrum og mörkum. Það voru hæði hollvættur og illar vættur. Sum goð réðu fyrir vorgróðri, sáði og uppskeru, og var gott á að heita til árs og friðar, eins og Frey; en önnur fyrir stormum og þurk- um. Þeir tignuðu og morgunstjörnuna og tigrisdýrið. Enn kvað eima eftir af þeim átrúnaði. En á 4. öld e. Kr. fluttist Buddha* trú þangað tillands. Hún var orðin þjóð- trú eða rikistrú á 10. öld og hélzt í fullum hlóma fram á 15. öld. En á 16. öld þokar hún fyrir kenningum Konfucius Kínverja- spámanns. Svo vildu Kínverjakeisarar vera láta, en þeim voru Kóreukonungar lýðskyld- ir i þann tíð. Þó eru enn í Kóreu Buddba- klaustur, karla og kvenna, og iiafður þar harður agi i orði kveðnu. En litt metið er klaustrafólk það, einkum nunnurnar; þær eru sagðar miður skirlifar, — hafa og margar verið áður fylgikoaur höfðingja eða þvi um likt. Kristnihoð hefir verið rekið þar af kappi,. en mjög litið á unnist. Trúarbrögð al- þýðu þar i landi eru ekki annað en hálf-kát- legt samsull af fornfálegum Buddha-átrún- aði, misskildum Konfucius-kenningum og heiðinni forynjutrú. Þar við bætist loks áköf forfeðratignun. Lýðurinn trúir reynd- ar allur á æðri veru þar í Kóreu; en veit ógjörla, hvað það er. Helzt vakir fyrir þeim, að það sé himininn. Ekkert hof er guði þeim helgað, og hlóta þeir hann aldrei nema þegar stjórnin mælir svo fyrir vegna langvinnra þurka eða báskalegra vatna- vaxta. Hin siðari árin hefir Sinto-trú rutt sér til rúms i Kóreu, einkum meðal ungra manna, þeirra er nám hafa stundað við háskólann í Kioto í Japan. Þeir eru og rajög svo hjátrúaðir, Kóreu- menn. Þeir leita sér heilla af hanagali og hundgá, og fæla frá sér illar vættir með ópum og bumbuslætti. Stundum leita þeir sér fulltingis fjölkunnugra manna. Mörg dýr eru beilög í þeirra augum, þar á með-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.