Ísafold - 30.04.1904, Qupperneq 3
99
al flngdrekar, sem eru þó raunar hngar-
barður einn. Drekann gula, skjaldarmerki
Kmverja, hafa og Kóreumenn á gunnfána
srnum og einkennisbúningi þeim, er lifveiðir
keisarans ganga í. Þeir kannast og við
fuglinn Fönix, er viða verður vart i þjóð-
trú Austurheimsbyggja. Skjaldbakan er
þeim ímynd ellinnar; þeir segja, að hún
geti orðið 10,000 ára. Svo mjög sem þeir
eiga sifelt um sárt að binda af völdurn
tigrisdýrsins, þá hafa þeir þó mætur á því
sakir hugrekki þess, einkum hermenn.
Herraðir menn einir þykja i embœtti
hæfir í Kóreu. Þeir mergsjúga alþýðu, en
verða og að bera drjúgum fé á hirðmenn
keisarans, geldinga hans og fylgikonur, þær
er þeirra máli tala til embættisframa og
annarra farsœllegra hluta. Þeir halda em-
hættum ekki lengur en 8 ár i senn og þurfa
að hagnýta vel þann stutta tíma til að
afla sér fjár. Frændur keisarafrúarinnar,
er fyr getur og vegin var, réðu um hríð
öllu um stjórn landsins. Það var eitt ný-
ffieeli þeirra, að enginn maður sky.di ern-
batti halda lengur en 1 ár i senn. Þeir
sáu það, að þá yrðu embættin di-opsamari
þeim er veittu. En þá var svo nærri geng-
ið alþýðu af embættismanna hálfu, til þess
að hafa upp aftur eftirgjaldið, að hún reis
app með ófriði, og sáu þeir frændur þá
þann kost vænstan, að snúast á band með
henni, látast vera framsóknarmenn, og
hegna nokkrum embættismönnum, þeim er
harðast höfðu leikið lýðinn um fégjöld og
álögur.
Ráðgjafa hefir keisari sér við hlið, eins
°S gerist með siðuðum þjóðum: 3 yfir-
raðherra æfilangt, og 6 aðra, er hver veitir
forstöðu sinni stjórnardeild.
Hann hefir og frábreytilega sveit em-
hættismanna, er nefnast umsjónarmenn. Þeir
ferðast um alt ríkið á laun til njósnar um
hagi og hátterni annarra embættismanná.
Þeir hafa svo mikið vald, að þeir geta
vikið landshöfðingjunum frá embætti og
dæmt af lífi meiri háttar embættismenn.
Landshöfðingjar eru 8, sinn yfir hverjum
landshluta. Umsjónarmenn hafa með sér
dularbúna lögregluþjóna, ef til þarf að
taka til framkvæmdar þvi, er þeir skipa
fyrir. En með því að ekki þykir uggvant, að
þeir taki mútur stöku sinnum, svo sem títt
er um aðra embættismenn, þá eru enn aðr-
ir leyni-eiindrekar settir þeim til höfuðs af
hálfu keisarans og stjórnar hans.
Hrisgrjón er aðalkornmeti Kóreubúa. Það
er hlutverk eins ráðherra konungs, þess er
fjármálum stýrir, að láta safna þeim i korn-
hlöður i góðum árum, til miðlunar, er árs-
brestur verðnr.
Annar réðherrann hefir á hendi hernað-
armal. Hermenska er þar í litlum metum,
sem með Kinverjum, og eru þó Kóreubúar
allmiklir hreystimenn, ef á reynir. Þar
er enginn heragi, og liðsforingjar handónýt-
ir fyrir fákænsku sakir. Herskráning var
í lög leidd fyrir 18 árum, og eru herraðir
menn einir eða vanburða undanþegnir land-
varnarkvöð. Manntal er haft þess vegna
ar hvert í hverjum landshluta. Það gera
landshöfðingjar. En illa þykir þar talið
fram, og er mælt, að landsliöfðingjar græði
ógrynni fjár á þeim tiundarsvikum. Þeir
leyna þeim oft með þeim bætti, að skrá
löngu dauða menn svo þúsundum skiitir, i
stað hinna lifandi. Herinn er skráður á
aðra miljón (1 milj. 200 þús.); en það er
alls ekkert aðmarka. Teljandi er varla ann-
að en sefuliðið í Söul, um 10 þús,, svo og
i helztu kastölum landsins, lifverðir lands-
höfðingjanna og þvi um líkt. Yopnin yfir-
leitt úrelt, svo sem kesjur og söx, bogi og
örvar. Nokkuð hefir þó verið reynt að
laga þetta siðari árin. Fyrst var fengin
tilsögn hjá Kinverjum. En þeir reyndust
þá svo sem engu betri, og voru sendir
heim þangað aftur, þessir sem kenna áttu
hermensku i Kóreu, en teknir Japanar i
þeirra stað. Deir létu ekki á sér standa,
og gleymdu ekki að sæta þvi færi um leið
til þess að kynna sér rækilega öll virki og
aðrar landvarnir i Kóreu. Það kemur sér
vel fyrir þá núna. Það er sagt, að nú hafi
Kóreukeisari á að skipa svo sem 15 þús.
vigra manna, er numið hafa hernaðarlist
að háttnm Norðurálfumanna. En fyrirlið-
arnir eru óhæfir. Það er haft eins um þá
«g aðra embættismenn, að þeir halda ekki
etnbætti nema 2—3 ár.
Herskipastóllinn er mörg hundruð karfar
eða herdjunkur, sem svo eru kallaðar, o^t
a'ilstórar. En þær eru alveg gagnslausar í
móti herskipum siðaðraj þjóða, eins og nú
gerast þau.
V eðuratlnifraii í r
i Reykjavik, eftir Sigríði Björnsdóttur.
1904 apríl Loftvog millim. Hiti (C.) >- <3 tx> c* P » ox w S 9» CTQ Urkoma millim. Minstur híti (C.)
Ld 23.8Í748.0 1,9 WNW i 8 4,8
2 752,5 -0,4 NW í 10
9 755,3 -0,5 WNW i 7
Sd.24.8 754,6 -0,2 0 10 5,0
2 760,0 -1,3 NW 1 10
9 762,0 -3,3 NW 1 6
Md'25.8 759,2 -2,2 ENE 1 10
2 756,6 0,6 NE 1 5
9 749,4 0,5 NE 1 10
þd.26.8 748,4 -0,5 S 1 8 0,9
2 751,3 -0,2 w 1 9
n 751,3 -3,9 0 4
Md27.8 7 52,6 -2,4 NE 1 3 0,1
2 750,5 1,9 NE 1 9
9 745,1 0,9 ENE 1 9
Ed 28.8 739,0 2,2 NE 2 10
2 738,2 4,5 EE 2 10
9 741,2 3,5 NW i 10
Kcl29.8 750,0 2,5 NW i 10 13,0
2 751,0 3,6 NW i 9
9 750,0 2,1 NW i 6
Stjórnarvalda-augl. (ágrip).
Guðni Guðuason á Keldum kallar eftir
skuldakröfum i dánarbú Vigdisar yfirsetu-
konu Guðnadóttur meðg 6 mánaða fyrir-
vara frá 29. þ. mán.
Sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarð-
arsýslu sömul. i dánarbú Elisar Magnús-
sonar frá Guðnabakka með 6 mánaða fyr-
irvara frá 29. þ. mán.
Skiftafundur í þrotabúi Heiga kaupm.
Helgasonar á bæjarþingsstofunni 2. maí á
hádegi.
Skiftafundur i dbúi síra Olafs Helgason-
ar frá Stóra-Hrauni í barnaskólahúsinn á
Eyrarbakka 13. maí á^hádegi.
Uppboð.
Miðvikudaginn þ. 11. maí næstkom-
andi kl. 12 á hádegi verða við opin-
bert uppboð að Varmá í Mosfellssveit
seldir ýmsir fjármunir tilheyrandi dán-
arbúi Björns þorlákssonar frá Varmá,
bæði margskonar innanstokksmunir og
af lifandi peningi 5 hross og 1 kýr.
Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu
25. apríl 1904.
Páll Einarsson.
EldSVOÐAÁBYRGÐIR þær, hér á
landi, sem keyptar hafa verið hjá vá-
tryggingarfélaginu iCommercial
U n i o n«, tekur vátryggingarfélagið
iNye danske Brandforsikr-
ings S e 1 s k a b« að sér, jafnóðum
og iðgjald fellur í gjalddaga. Hið síð-
arnefnda félag tekur einnig nýjar elds-
voðaábyrgðir á húsum og alls konar
lausafó. Umboðsmaður fyrir félag
þetta er fyrst urn sinn
Sighvatur Bjarnason
bankabókari.
Meðan eg er erlendis veitir hr.
Júlíus Árnason verzlun minni
forstöðu.
Rvík 29. apríl 1904.
Jón Póröarson, kauprn.
♦©Samsöiig©^
heldur Söngfélag íslenzkra stúdenta til
ágóða fyrir minnisvarða yfir
Jónas Hallgrímsson,
laugard. þ. 30. þ. m. kl. 9 síðdegis.
Samsöngurinn verður haldinn í
„BÁRUHÚSINU"
og eigi aftur endurtekinn. Nákvæm-
ari auglýsingar á götuhornum.
2 herbergi fyrir einhleypa, karl
eða konu, til leigu frá 14. maí, í nýju
húsi á góðum stað í bænum. Ritstj.
vísar á.
Rúgm jöl
í '/i eekkjum.
Katfi í sekkjum, ág. teg. Sykur í köss-
um og toppum er einkar ódýrt í
verzl. B. H. Bjarnason.
tÆzira úrvaí
en nokkru sinni hefir sést hér á landi
af leori og skinnum og öllu sem
tilheyrir skósmíði og söðla-
smiði.
Sömuleiðis fleiri tegundir bókbind-
araskinns.
Verðið er öllu ódýrara en að
panta frá Kaupmannahöfn.
Fæst hjá
Jóni Brynjólfssyni
Austurstræti 3.
„Leikfélag Reykjavikuru
Á morgun (sunnud.) verður leikið :
„Úr öskunni á bálið“
Gamanleikur með söng í einum þætti.
eftir Erik B0y:h.
Y illudýrið.
Gamanleikur með söng í einum þætti
eftir Erik Bogli.
í síðasta sinn
á þessu leikári.
BEZTAR
dlppelsínur
Og
cVaríöfiur
K3’ fást í verzlun
Fiskburstar
beztir og ódýrastur í verzlun
W. Fischers.
Til sölu steinhús, nálægt Vestur-
götu. Semja má við
Gunnar Gunnarsson,
Hafnarstræti 8.
Barkskip.
Til sölu stórt barkskip, 466
smálestir, var upphaflega notað sem
selveiðaskip, og er því mjög sterklega
smíðað. Skipið kom hingað í apríl
1902 og hefir síðan verið notað sem
kolahólkur við hvalveiðastöðina Fram-
nes, er nú orðið óþarft J?ar, vegna
færslu á atvinnu þessari til Austfjarða.
Lysthafendur eru beðnir að snúa sér
um nánari upplýsingar til undirskrif-
aðs, er hefir söluumboð frá eigend-
unum.
Dýrafirði í apríl 1904.
F. R. Wendel.
Nýmóðins
með ýmsum litum, góð teg.
Kostaað einslO kr.
í verzlun
B. H. Bjarnason.
Gulrófnafræ
heimaræktað fæst á Rauðará,
Hiö mesta úrval af peninga
buddum, ferðakoftortum, vaðsekkjum,
vindlahylkjum, bréfa-og seðlahylkjum
er hjá Jóni Bi ynjóifssyni í
Austurstræti 3.
H Maskínurulluinar h
eftirspurðu, sem aldrei hefir komið nóg
af, eru nú komnar aftur og seldar
með lægra verði en nokkru sinni áð-
ur í verzlun
B H BJARNASON.
5 lierbergi og eldhús
eru til leigu frá 14. mal í Þinghoitsstr. 23.
D. 0 stlund.
Karbolíneum
ver bezt tré fúa.
Ódýrast í verzlun
c2. cJC. Jijarnason.
Úppboðsauglýsing.
Laugardaginn 7. maí næstkom. kl.
11 f. hád. verður opinbert uppboð
haldið í þingholtsstræti nr. 23 og þar
selt töluvert af stofugögnum, eldhús-
gögnum, rúmfatnaði o. m. fl. tilheyr-
andi dánarbúi ekkjufrúar Guðlaugar
Jeusdóttur.
Söluskilmálar verða birtir á upp-
boðsstaðnum.
Bæjarfógetinn í Rvík 29. apríl 1904.
Halldór Daníelsson.
KORS0R múrgarinF
M e r k i n :
,Prima‘ og ,Extrafint‘
er langbezta smjörlíkið, sem til lands-
ins flyzt.
Stór afsláttur þegar mikið er keypt.
Fæst að eins í verzlun
B. H. Bjarnason.
Uppboðsauglýsing.
Miðvikudaginn 4. maí næstkomandi
kl. 11 f. hád. verður opinbert uppboð
haldið í leikhúsi Breiðfjörðs-verzlunar
hér í bænum, og þar seld húsgögn,
svo sem: kommóður, stólar, borð,
speglar, rúmtatnaður, leirtau o.fl., svo
og nokkuð af kolum og mó, tilheyr-
andi dánarbúi Chr. og Marie Thomsen.
Sölu3kilmálar verða birtir á upp-
boðsstaðnum.
Bæjarfógetinn í Rvík 29. apríl 1904.
Halldór Daníelsson.
Verkíæri
fá menn fjölbreyttust, vönduðust og
ódýrusG í verzlun
B. H. Bjarnason.