Ísafold - 29.06.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.06.1904, Blaðsíða 2
170 þurka í fyrra sumar. Bændur hafa verið komuir alveg að þrotum; en ekki lengra. Og skepnur í góðu standi fremur yfirleitt, svo að vel notaðist að batanum, þegar hann kom, og hann þá svo góður. Viku eftir hvítasunnu, 28. f. mán., er Norðurl. skrifað úr Húnavatnssýslu: Mikil blessuð breyting hefir orðið á tíðarfarinu síðan á hvítasunnn; allur snjór er nú leystur að kalla má úr fjöllum, tún orðin algræn og Vatns- dalsá liggur yfir enginu til að bera á það til sumarsins. Kýr eru farnar að geta bjargað sér talsvert; enda eru allir að verða töðulausir. Samábyrgðir og skuldaverzlun. Mjög er mikilsvert, að almenningur komist sem fljótast upp á, að hagnýta sér hinn n/ja banka vel og hyggilega. Um það eru mikið góðar bendingar l fyrnefndum greinum Páls Briem í Norðurl. Einn kaflinn er um samábyrgðir. Þar er fyrst bent á það, að þegar fasteignnm sleppir, muni sjálfskuldar- ábyrgðir verða aðaltryggingin, er al- menningur hér hafi að bjóða bankanum, miklu fremur eu lausafó, sem bankinn taki einnig að veði. En lausafjárlánin muni helzt verða skyndilán til kaup- manna gegn vörum. Hann g æ t i að vísu einnig lánað gegn tryggingu í nautgripum, hrossum, sauðfó og búsá- höldum. En það telur höf. mjög var- úðarvert, ekki vegna veðhafa (bankans), heldur vegna veðsala (lánþega), og getur þess, að í flestum siðuðum lönd- um sé meira að segja bannað að láta búfé að sjálfsvörzluveði. Veðsetningum í búfó, sem lánþegar hafa í vörzlum sínum, fylgi mestu vafningar, og svo er bóndi, sem búinn er að veðsetja alt sitt, orðinn eins og ómyndugur maður. Honum er aldrei trúað fyrir neinu, því að enginn veit, hvenær bankinn gengur að eigum hans. Hér er um hættulega braut að ræða, sem bændur ættu eigi að ganga inn á. Aftur eru sjálfskuldar- ábyrgðarlánin miklu hollari. En auð- vitað þarf að nota þau með varkárni, og ættu menn að hjálpast að með bankanum, að gera þau svo tryggileg og gagnleg, sem verða má. Þegar hér eykst fólagslíf, segir höf. ent) fremur, þá verða samábyrgðir eitt af því, sem hefja mun þjóðina upp úr fátækt til auðsældar. Nú liggur við, að þeir, sem stunda sömu atvinnu, vilji einatt hafa skóinn hver niður af öðrum. En að réttu lagi ættu þeir að styðja hver annan. Þetta hafa bændur í Danmörku séð, og þess vegna hefir hagur þeirra blómg- ast, og þess vegna er unnið að því að kappi víða um lönd, að vekja sam- ábyrgðartilfinningu hjá mönnum. Með samábyrgðum geta menn fengið eins mikið fé til atvinnu sinnar eins og þeir hafa þörf á. Þessi eru bein not samábyrgðarinnar. En auk þess hefir hún mjög mikils- verð óbein áhrif, siðferðisleg áhrif. Hún eykur ráðvendni í viðskiftum og styður að sparsemi. Nú er oft komið mikið undir því, að berast mikið á, eyða fé sírm í gesti og gangandi o. s. frv. Með því afla menn sór hylli og trausts. En þegar samá- byrgðin er komin, fara þeir að líta alt öðrum augum á eyðslusemi annarra. Sam- ábyrgðarsveitin á ekki að vera stærri en svo, að hver þekki annan vel, og fó- lagsmenn verða að gæta þess, að taka eigi aðra í félagið en þá, er þeir treysta að ráðvendni og sparsemi. Það er að þakka hinu nákvæma eftirliti, er félags- menn geta haft hver með öðrum, að varla ber það við í Danmörku, að sam- ábyrgðarmenn bíði tjón fyrir svik eða pretti annarra fólagsmanna, sem gengið hafa í samábyrgð. Samábyrgðarmennirnir taka að sór umsjón hver með öðrum, sem bankinn á erfitt með að hafa. Með þeim hætti styðja þeir bankann. En hins vegar getur bankinn stutt samábyrgðarfélögin með góðum ráðum, enda er honum það áríðandi, að fólögin dafni og blómgist. Það er áríðandi, er kemur til viðskifta við bankann, að landsmenn finni það, að hann er nú orðinn einn hluti af holdi þjóðarinnar, og að þeir skilji það, að hann á að fara gætilega og hafa góðar tryggingar. Þeir þuifa að sjá, að þetta er skylda hans, bæði gagnvart hluthöf- um og gagnvart þjóðinni. Skuldaverzlunin hefir lagt þunga poka á herðar þjóðarinnar. En í pokunum eru loforð fólausra manna. Það sem tapast á óskilvísum mönnum, það verða skilvísu mennirnir að greiða. Þess vegna er nauðsynlegt að styðja íslands banka í því frá upphafi, að hafa sem beztar tryggingar. Merkisgestur. Um lok júlímánaðar er hingað von á merkispresti einum frá Danmörku, síra Nikolai Chr. D a 1 h o f f, sem hefir getið sér mikinn orðstir og álit þar í landi, og er erindi hans hingað að kynna sér bindindishreyfinguna og hjúkrunarráðstafanir hér á landi, og á hvern hátt mundi mega styðja þær og efia. Síra Dalhoff er einkum orðinn nafn- kunnur fyrir starfsemi sína í tveimur mikilsvarðandi þjóðfólagsmálum, er alllanga hríð hafa verið á dagskrá í Danmörku, en það er baráttan gegn drykkjuskapnum og að koma upp hjúkrunarstofnunum, er veita sjúkra- hjálp í kristilegum anda. Síra D. er fæddur í Kaupmanna- höfn 1843 og varð snemma prestur við geðveikra8tofnunina St. Hans-spítala. Einmitt í þeirri stöðu opnuðust augu hans fyrir því, hve voðalega mikið nautn áfengra drykkja er völd að því, að geðveikissjúkdómar eru jafntíðir og þeir eru orðnir nú á dögum. jpetta varð til þess, að hann tók að hefja baráttu gegn drykkjuskapnum, sem var í fyrstu í smáum stíl, með blaða- greinum, áskorunum og fyrirlestrum, en smámsaman dafnaði og óx, svo hún varð að öflugri og víðtækri hreyf- ingu gegn áfengisnautninni, er leitt hefir til þess, að stofnuð hafa verið fjölmörg bindindisfélög víðs vegar um land, og að lokum nú fyrir skömmu að skipuð hefir verið milliþinganefnd- in mikla, sem á að athuga áfengismál- ið í heild sinni og koma fram með til- lögur um, hverja afstöðu ríkið eigi að taka gegn því. Árið 1880 varð síra Dalhoff prestur við svonefnda Hjúkrunarnunnastofnun (Diakonissestiftelsen) í grend við Kaup- mannahöfn og lagði sig mjög fram að starfa í þá stefnu, enda vanst og mik- ið á. Hann lét ekki við það eitt lenda, að rækja vel embætti sitt sem prestur hjúkrunarnunnanna, held- ur gerðist hann og frömuður og odd- viti að öflugri hreyfingu, er reynst hefir harla blessunarrík, þar sem hún hefir með sinni kristilegu hjúkrunar- starfsemi flutt hjálp og huggun inn á óteljandi heimili, sem hafa á einhvern hátt orðið fyrir þjáningum og böli. Fyrir þessari líknarstarfsemi berst hann bæði f ræðu og riti og er bæði stofn- andi og ritsjóri vikublaðsins »Phöbe«, sem er málgagn hjúkrunarhreyfingar- innar út á við. Hann heimsækir iðu- lega hjúkrunarheimili og elurog glæð- ir áhugann á líknarstarfinu með við- ræðum sínum og fyrirlestrum. Eftir hann liggur mesti sægur af blaðagrein- um, þar sem hann hefir skýrt fyrir almenningi bæði tilganginn með þessu starfi og aðferðina við að koma því í framkvæmd, og er glögt yfirlit yfir það í allstórri bók eftir hann: »Den danske Diakonissestiftelse i dens förste 25 Aar« (1888). Atlanzeyjafélagið. Hinn setti bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður, cand. jur. Páll Vída- lín Bjarnason, er verið hefir í því fé- lagi frá því er það var stofnað, einn í íslandsdeildinni, hefir skýrt Norðurl. nokkuð frá störfum þess og nefnir til dæmis um áhuga þess á framför- um íslands það sem gerðist á fund- inum síðasta, sem hann var á, í marz- mánuði. Ritsímamálið var þar efst á dag- skrá, og lýsti sér mikill áhugi á, að því yrði hrundið áleiðis. En ekki er þe8S getið, með hverjum hætti það skyldi gert. Drechsel hafnarkapteinn var þar frummælandi. Hann er ís- landsvinur mikill og höfuðforkólfur þar í landi allra framfara f fiskiveiða- málum. Prófessor Westermann, frá Land- búnaðarháskólanum, lagði fram fyrir félagið vitneskju um, að kinda- þarmar væri að komast í mjög hátt verð, ef rétt væri með þá farið. Sehested kammerherra, formaður Landbúnaðarfélagsins danska, skýrði frá þeirri reynslu þjóðanna, að nú væri yfirleitt ekki farið að svara nægi- lega vel kostnaði, að flytja út lifandi pening; slátrun ætti að fara fram þar, sem skepnum væri komið upp. Með þeim hætti færi miklu minna til ónýt- is, og bændur gætu látið það eitt frá sér, sem mestur væri arður að til út- flutnings. Hann vildi veita íslend- ingum sem bezta aðstoð til þess, að slík breyting gæti komist á með þeim. Hann skýrði og frá, að fyrir hans tilstilli hefði töluvert verið sent af íslenzku saltkjöti til herliðs Rússa austur við Kyrrahaf. þá var þar rætt um tiglgerð hér á landi. J>ví var haldið fram, að hér væri vafalaust töluvert af leir, sem nota mætti til tiglgerðar. Alt væri undir því komið, hve þykt leirlagið væri, þegar úr því ætti að skera, hvort tiglgerð svaraði kostnaði. Loks var rætt um skógræktartil- raunirnar hér og hestakynbótatil- raunir. það tók hr. Páll V. Bjarnason fram vandlega, að það væri algerður mis- skilningur, að félagsskapur þessi væri stofnaður til þess, að Danir gætu grætt á þessu landi. Hitt væri mark- mið þess, að styðja framtakssemi ís- lendinga sjálfra. Og félagið vildi vera í sem nánastri samvinnu við íslenzk- ar framfarastofnanir, sérstaklegaLands- búnaðarfélagið. Norskir vlnnmnenn. Norðurl. segir það 1 fréttum úr Húnavatnssýslu, að sýslumaður hafi á manntalsþingum í vor haft þar Norð- menn á boðstólum fyrir vinnumenn. Segir svo í bréfi til blaðsins: jþó að það sé nokkuð viðurlitamikið, að vista til sín útlenda menn, sem engin reynsla er um, hvori vér getum notað eftir vorum staðháttum, þá hafa menn þó í öllum hreppum ráðið nokkura. þetta er framfaravænleg nýlunda, sem sýslumaður Gísli ísleifsson virð- ist hafa komið upp með þar og gert ráðstöfun fyrir. Hafi hann sæll gert. Hákarlaskip farist. Farist hefir í vor, segir Norðurl., eyfirzkthákarlaskip,með tólf mönn- u m. það var eign Gránufélags o. fl.,.. og hét Christian. Mennirnir voru all- ir úr sörau sveit, Svarfaðardal, þar af 3 kvæntir. Formaður var Sigurður bóndi Halldórsson á Grund. Bintómur ógreiði. Það er alment víðkvæði manna, að stjórnarmálgögnin í höfuðstaðnum láti varla nokkurn tíma til sín heyra til varnar húsbónda sínum, ráðgjafanum, öðru vísi en að gera honum eintóman ógreiða, hvern grikkinn á fætur öðrum. Þar er þó »Þjóð.« enn snjallari. Klaufa- hátturinn er ósmár þar jafnan. Síðast núna tekur hann sig til og ætlar að fara að bera af húsbóndanum hið alkunna tiltæki hans í vetur um bréfið til Páls Briem amtmanns frá stofnendum Islands banka. Það ber að vísu ósjaldan við, að beitt er mikilli óhlutvendni eða réttara sagt fullkominni óráðvendni, þegar höfð eru orð eftir öðrum, og á svo að fara að hrekja þau. Óhlutvendnin kemur fram í því, að orðunum er vikið við, þeim er ranghverft þangað til, að þau fara að verða auðhrakin. Ummælin eru nákvæmlega rétt og sönn, með öðrum orðum óræk. En þau m e g a ekki standa óhögguð. Húsböndinn ætlast til af þjóni sínum, að hann hreki þau, vefengi,. þræti, þjarki. Þá er ráðið þetta, að misherma þau alveg, ranghverfa þeim, búa til eitthvað, sem aldrei hefir verið talað eða ritað, og glíma við þ a ð. — Glíma við skuggann sinn. Þykjast síð- an Þór vera, ef eyða tekst honum, skugganum, hugarburðinum, þeim sem ekki er til, aldrei hefir talað verið. Misfrekt er í þetta farið og misfim- lega tekst það. Hór er sýnishorn af því, hvaða lag téð málgagn hefir á því. Orðrétt ummæli í ísafold 18. þ. m.: »Það 8em nú er þrætt fyrir, er ráðið, 8em haft var til þess, að bréfið bærist ekki í hendur þeim, sem það átti að fara til. En þeir vara sig ekki á því, að það ér einnig sannan- legt. Það komst aldrei lengra en í hendnr ráðgjafanum, sem nú er, hr. H. H., og þá var staddnr hér í bænum. Hann Þannig hermd í Þjóðólfi 24. þ. m.: (Isafold segir), »að ráðherrann hafi í heimildarleysi rifið upp bréf til P. Br., þar sem honum var boðin bankastjóra- staðan. Og svo hafi hann stungið bréfinu á sig og farið með það til Hafnar, og P. Br. aldrei fengið að sjá það. Það er hvorki meira né minna en að þessi virðulegi náungi sakar ráðherrann um bréfaþjófnað eða því sem næst«. — (Skáletrið hér haft til Khafnar«. til auðkenningar). Isafold hafði, eins og hér sóst, vikið einu orði að því, að nokkurt bréf hefði verið »rifið upp«, og þá því síður talað um, að þetta, sem hún segir hvergi að gert hafi verið, hafi verið gert »í heimildarleysi« (það er ekki hægt að tala um heimild eða heimildarleysi fyrir verknaði, sem er ekki til, er ekki sagð- ur hafa verið framinn). Um brófa- þjófnað er .<g enginn sakaður í ísafold, hvorki ráðherrann né annar. Þetta alt (þrent) er viðbót, tilbún- ingur, fölsun á ummælum ísafoldar. Og til hvers gerð? Til þess að geta þrætt fyrir þ a ð ,. —þrætt fyrir það, sem hvergi stendur, og iLkast út af þ v í. Og af hverju er það gert? Af því að hitt er óviðráðanlegt, nieð öðrum orðum: Ummæli ísafoldar r ó 11 h e r m d eru óræk, sönn, áreiðanleg. Það v e i t málgagnið. Það v e i t sá sem þau koma nanast við. Það v i t a nógu margir til þe3s, að sannanlegt er fyllilega.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.