Ísafold


Ísafold - 29.06.1904, Qupperneq 3

Ísafold - 29.06.1904, Qupperneq 3
171 I Og hver er þá ávöxturinn af þessu tiltæki blaðsins, hver er greiðinn, sem það gerir skjólstæðing sínum? Sá, að það j á t a r, það staðfestir þetta, sem Isafold segir. A n n a r s þyrfti það ekki að vera *neð þessar smíðar, þennan tilbúning út í loftið, til að glíma við. Það veit sór óeigandi við ummælin eins og þau e r u. Það v e i t þau vera órækau s a n n- 1 e i k a, og kannast við, að svo sé, með þessu óyndisúrræði. Maður er sakaður um að hafa hand- leggsbrotið annan mann. Hann anzar þ v í engu, en segir að það sé lygi, að hann hafi höggvið af hotium hendina. Hann stagast á þ v í látlaust, þessu sem enginn hefir á hann borið. Urn hitt verst lmnn allra frótta. Mun þá nokkur maður efast um, að hann só sannur að sök um það, um handleggsbrotið? Eins er hór þrætan fyrir að hafa »rif- ið upp« brófið »í heimildarleysi« og fyr- ir »brófaþjófnað«, sem aldrei hefir ver- ið á manninn borinn, alveg sama sem játning hins, sem honum hefir verið eignað í þessu sambandi. Þ e s s i er greiðinn, sem málgagnið gerir skjólstæðing sínum. Það er dálaglegur greiði, — e f hann telur sór það annars vansa, ráðgjafitin, að hafa farið svona að, að hafa neytt þessa ráðs, sem haun neytti og Isafold hefir lýst, til þess að afstýra því, að bankastjóraráðning P. Br. (hin fyrri) kæmist nokkurn tíma í hans hendur. Geri hann það ekki, því er hann þá að láta þræta fyrir það? Sá er drengur sem við gengur. Því segir hatm ekki eða lætur segja söguna eins og hún er, og kemur þá um leið með eða lætur koma toeð þær málsbætur, er hatm telur sig hat'a haft, úr því að þeir eru til, sem finst aðferðin hafa verið miður rétt eða miður viðfeldin? En þyki honum sjálfum vansi að þessu eftir á, og treysti hann sér til að hreinsa sig af þvf t. d. með altfðkuðu »hreins- unarmeðali«, gjafsóknarmálshöfðun, þvf þá ekki að revna það ? Þá korna vitnin til sögunnar. Yfirklórið það, að bréfið nutni ltafa verið (miklar líkur til o. s. frv.) sent ráðgjafaefninu, sem þá var, til um- s a g n a r, sem formanni bankaráðsins (vsentanlegum?), um það, hvort hattn á liti P. Br. færan um að vera bankastjóri, — það segir sig sjálít, að erstaðlaus hé- gómi, ú r þ v í a ð maðurinn var full- ráðinn t þá stöðu af réttum hlutaðeig- endurn í einu hljóði, og meðþvíað þeir, þeir einir höfðu fullnaðarat- kvæði um það eftir bankareglugjörðinni (24. gr.). J>ar gat eftir henni hvorki bankaráð nó bankaráðsformaður nærri komið. Sú varnartilraun er eintóm blekk- ing. Gert ráð fyrir, að fólk athugi ekki það, og láti þetta þá gott heita. Það v a r engin heimild, engin átylla t'l að lofa ekki brófinu að fara sína leið afratn, hvort heldur var með hraðboða a eftir pósti, eins og ráðgert hafði ver- ið, eða þá að minsta kosti með næsta posti. J>ar stoðar enginn fyrirsláttur, okkert yfirklór, ekkert ryk. Af mlslingunum er það frétta, að enginn veít til að þeir séu komnir út fyrir sýsluna, Norð- ur- Isaf j arðarsýslu. Héraðslæknirinn á ísafirði skrifar 25. þ- mán., að þar f kaupstaðnum sóu þeir komnir þá f 5 jjús. Álfta- fjörð séu þeir búnir að vinna upp all- an, þ.e. alt fólk þar á mi8liDgaaldri,eða yngra en tvítugt rúmlega. Sömuleið- Í8 Seyðisfjörð mestallan. Byrjaðir út í Bolungarvík og Hnífsdal, í Arnar- clal og Vigur, 0. v. Vægir séu þeir enn; það eru þeir vanir að vera fram- an af. þó höfðu sumir lagst aftur, þeir sem fóru fljótt á fætur. Póstleiöin meöfram Esju. Sunnudaginn var lá leið min fram á Kjaiarnes til messu á Brautarholti, og mint- ist eg þá, er eg reið frá Kollafirði, orðtask- isins: »g!ögt er gests auga«. Eg leitaðist við að hafa augun hjá mér. Það sem mér varð starsýnst á, var veg- urinn, og i undrun út af honum hugsaði eg: svona er þá póstvegurinn hér rétt undir handarjaðri hinnar vaxandi Reykjavíkur. Alveg varð eg hissa og er á þvi, að veg- ur þessi skuli ekki vera hetur ruddur og bættur heldur en er; þess er þó brýn og hráð þörf; sumstaðar þar meðfram Esju verður ekki sagt að þverfótandi sé fyrir stóru og smáu grjóti, og hættulegar holur eru þar fyrir hestafætur. Vil eg með þessu láta vera nóg sagt til þess, að ómynd sú og héraðsminkun, sem á er í greindu efni, verði hið allrafyrsta athuguð og lagfærð af réttum hlutaðeigendum. St. i Reykjavik 28. júní 1904. Magnús Þorsteinsson. Uni rektorsembœttið er enn enginn farinn að sækja, svo kunnugt sé. Hér var altalað í gær, að komin væri til stjórnarinnar hér (ráðgjafans) umsókn um það embætti frá háakólakennara dr. Valtý Guð- mundssyni. Isafold hefir fengið áreið anlega vitneskju um, að svo er ekki. Kvittur sá er tilhæfulaus uppspuni. Og varla þarf að gera ráð fyrir, að dr. V. G. m u n i sækja úr þessu, úr því að hann h e fi r ekki gert það, með því að hæpið er, að umsókn n æ ð i hingað í tæka tíð frá Kaup- mannahöfn héðan af. Hitt mun óhætt að hafa eftir, að em- bættið hefir verið boðið einum manni, prófeasor, dr. þorvaldi Thoroddsen, en hanu neitað. Mun stjórninni hafa gengið það til meðfram, að þar með sparaðist landssjóði 2000 kr. eftirlaun. það er virðingarverð tilraun af henn- ar hendi til bragarbótar fyrir það, sem hún gerði í vetur um landritaraem- bættið. Slíkt er og þvl útlátaminna fyrir hana um þetta embætti, sem flestum mun koma saman um, að ekki sé í stjórnarflokknum nokkur hræða, sem nokkurt vit væri að trúa fyrir þvi embætti, og að þá sé engin leið að því fyrir hana, að koma þ a r að meginreglunni um *trúrra þjóna verðlaun.* Stjórnin m e g i t i 1 með öðrum orð- um að taka f þetta mjög svo áríðandi og vandasama embætti mann úr hin- um flokknum, eða þá utan flokka. Aðrir alls ekki takandi í mál, þótt leitað væri með logandi ljósi. IJm auðugan garð líklega ekki að gresja neinstaðar; því er miður. En í stjórn- arinnar eigin landareign hvergi nokkurt stingandi strá. Nýtt bankahús. Hlutabankinn vill ekki vera annarra leiguliði að húsnæði nema sem skemst. Hann hefir keypt sér hússtæði bæði vænt og á mikið góðum stað í bænum. það er lóð *hins kristilega unglingafé- lags« með húsum þeirn, er þar standa, fundarhúsi félagsins m. m. Með öðr- um orðum Melsteðs-húsið gamla með garðinum þar fram undan, við Lækjar- torg og Austurstræti. Bankahúsið á að standa fast fram við götuna. það blasir þá og við Hverfisgötu, þar sem hana ber að læknum, en sú gata verð- ur sjálfsagt aðalþjóðbrautin niður í bæinn, í stað Laugavegar. Lóð- in með öllu kvað hafa kostað 21 þús. kr. Unglingafélagshúsið kvað eiga að fá að standa fyrst um sinn og félagið að nota það. Synodus. Prestastefna sú hefir haldin verið hér í gær og í dag, að viðstöddum nál. 20 kennimönnum, í fundarsal efri deildar, að undangenginni prédikun í dómkirkjunni. það var síra Olafur í Arnarbæli Magnússon, er stó 1 stólinn og lagði út af 1. Pét. 2, 5. og 9. Nál. 4400 kr. var úthlutað eftir tillögum stift8yfirvalda 15 uppgjafa- prestum og 66 prestekkjum, þar af 800 kr. úr Prestekknasjóði, nál. 100 kr. úr árgjaldasjóði, hitt úr landssjóði. Biskup gerði grein fyrir hag Prests- ekknasjóðsins í f. á. lok. Hann nam þá nál. 24300 kr.; hafði aukist á árinu um nál. 500 kr. þá flutti biskup stutt yfirlit yfir hag þjóðkirkjuunar árið sem leið. — Hann gat þess meðal annars, að sýnó- dalréttur íslands hefði 3. des. f. á. dæmt einn prest, síra þorleif Jónsson á Skinnastað, í sekt (10 kr. til Prest- ekknasjóðs) og málskostnað fyrir það, að hann hafði gefið saman heimildar- laust hjón úr öðru prestakalli. Sýnó- dalréttinn sátu stiftsyfirvöldin ásamt tilkvöddum meðdómendum þeim lektor |>órh. Bjarnarsyni, prófasti Jens Páls- syni og docent síra Jóni Helgasyni. Fyrirhugaðir fyrirlestrar voru þvf næst fluttir, sbr. auglýs. í ísafold um daginn. Margir tóku þátt í umræðum um altarissakramentið og þverrandi notkun þess í kirkjunni, en þar var Jens próf. Pálsson frummælandi. Sömul. um samvinnu presta og safnaða, þar sem cand. theol. Sigurbjörn A. Gíslason var frummælandi. Stúdentar. Viðkoman sú geysimikil enn sem fyr hér frá lærða skólanum. Ekki færr en 17, sem útskrifast þaSan á morgnn. Þeir heita: Eink. stig. 1. Stefán Jónsson (utanskóla) 1. 103 2. Jón Kristjánsson (yngri) 1. 102 3. Ólafur Þorsteinsson. . . 1. 101 4. Oddur Hermannsson . 1. 100 5. Guðbrandur Björnsson 1. 99 6. Björn Pálsson .... 1. 98 7. Guðm. Guðfinnsson (utansk.) I. 97 8. Gunnar Egilsson (utansk.) 1. 97 9. Magrms Pétursson . 1. 96 10. Jóh. G. Sigurðsson . 1. 89 11. Magnús Júlíusson 1. 89 12. Björgólfur Ólafsson . . 1. 85 13. Bogi Benediktsson . . 11. 83 14. Gunnl. Þorsteinsson . 11. 79 15. Jón Kristjánsson (eldri) . 11. 65 16. Pétur Thoroddsen . . 11. 64 17. Gunnar Sæmundsson 11. 63 Nr. 9 og 12 hafa lesið 5. og 6. bekk á einu ári. Póstgufuskipið Vesta kom f fyrra dag xir ferð sinni umhverfis land, með mikinn fjölda farþega. Þar á meðal vorn þeir brœður Sigurður póstmeistari Briem og Eirikur Briem prestaskólukennari, augn- læknir Björn Ólafsson, er allir fóru með skipinu héðan um daginn; ennfremur Stein- grimur sýslumaður Jónsson frá Húsavik 0. fl., 0. fl. Gufuskip Fridthjof (589, Pedersen), milliferðaleiguskip pöntunarfélaganna, kom hingað í fyrra dag norðan um land og vestan og fer aftur um helgina með hrossa- farm til Englands. Farþegar hingað þeir konsúll L. Zöllner frá Newcastle og Jón Jóns- son frá Múla, pöntunarfélagsumboðsmenn. Skipafregn. Hingað kom 21. þ. m. gufuskip Willie (224, K. Knudsen) frá Halmstad með timburfarm til Godthaabs- verzlunar. Ennfremur 22. þ. m. gufuskip Urania (309, Petterson) frá Newcastle með kola- farm til Samein. gufuskipafélags. Loks í fyrra dag gufuskip Patria (281, N. von der Fehr) frá Khöfn með ýmsar vörur til H. P. Duusverzlunar hér í bæn- um (áður W. Fischers). Með þvi skipi kom og aðaleigandinn, kanpm. Ól. Ólafsson frá Keflavík, og stud. med. & cbir. Kristinn Björnsson. Jarðarför frú Sylviu Thor- grimsen, fer fram laugardaginn 2. júlí frá heimilinu í Tjarn- argötu 4, og hefst kl. 12. Reiðhestur 6—7 vetra gamall, einlitur, klárgengur, þýðurog góður »töltari«, fótviss, sterk- ur, að hæð 53—56 þuml. og vel tam- inn, óskast til kaup. Bitstj.vísar á. J/\argarin® B er aCtió öen Seóste. Bezt kaup Skófatnaöi í Aðalstræti 10. alls konar, hvergi ódýrari, en í bóka- og pappírsverzlun ísafoldarprentsmiðju. CRAWFORDS ljúffengu BISCUITS (smákökur) tilbúin af CEAWFOED & SONS, Edinburgh og London, stofnað 1813. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar. F. Hjorth & Co. Kjobenhavn. K. Cand. juris. Jön SYeinbjörnsson sér um alt er að lögum lýtur Pósthússtræti 14 a. Ritstjóri Björn Jónsson. Isafoldarprentsmiðja

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.