Ísafold


Ísafold - 21.09.1904, Qupperneq 2

Ísafold - 21.09.1904, Qupperneq 2
Kosnmgarkæran. Eins og vikið var á í síðasta blaði, hefir verið kært yfir alþingiskosning- unni hér í Réykjavík 10. sept., af yfir- démara Jóni Jenssyni. Hann nefnir fyrst yms minni háttar afbrigði frá kosningalögunum, er kjör- stjórnin í 1. deild gerði sig seka í, og Begir um þau, að ekki sé gerandi það úr þeim, að láta varða ógilding kosn- ingunnar. þ>ví næst segir svo í kærunni: Qitt var hættulegt og ólöglegt 1 alla staði, hvernig þessari »kjördeilda- 8kifting«, sem gjörð er aðeins til hag- ræðis og hægðarauka við móttöku at- kvæða við einu og sömu kosningarat- höfn, var beitt í framkvæmdinni af kjördeildunum, sérstaklega 1. kjör- deild. jþar sem hið rétta var, að kosning- arathöfnin var í lagalegum skilningi ein og óskift, sem sýndi sig ljósast í því, að kjörskráin var aðeins ein, ein frumskrá, sem kosningin í öllum kjör- deildum var bygð á eða miðuð við (sbr. 18. gr. kosn.l.), þá áttu annað- hvort allar kjördeildirnar að halda á- fram að taka á móti atkvæðum þang- að til þær gætu allar hætt, aftir að fullnægt var ákvæðum laganna um stundarfjórðungsfrest o. s. frv. í þeim öllum, eða þá þær eða sú kjördeildin, sem hélt áfram, varð að taka við hlut- verki hinna: að taka við atkvæðum þeirra kjósenda, er þeim var annars ætlað að taka við. En þannig fór ekki 1. kjördeild að. Onnur og þriðja kjördeild voru báð- ar hættar að taka við atkvæðum kl. 472> önnur kjördeild jafnvel um kl.- stund fyr, af því að lögtilskilið hlé hafði orðið þar á komu kjósenda. Rétt skömmu eftir kom einn kjósandi (f>orgr. Johnsen læknir), sem eftir upphafsstaf átti að kjósa í III. deild, til I. deildar með vottorð III. deildar kjörstjórnar um, að hann hefði ekki kosið þar, og óskaði að kjósa í I. deild; en honum var vísað frá, talinn koma of seint, þar sem hans kjördeild (III.) væri hætt og því eigi lengur að- gangur fyrir menn, er henni höfðu ver- ið úthlutaðir. f>essí sami maður varð að koma 3 sinnurn til I. deildar áð- ur hann fengi að greiða atkvæði, og þá fekk hann að gera það með 6 öðrum, er eins stóð á fyrir og böfðu góðan tíma orðið að bíða leyfis til að greiða þar atkvæði; því að það var dregið að láta þeim í té vissu í því efni og að hleypa þeim að, þangað til allir aðrir, sem gáfu sig fram og voru svo lán- samir að vera framar í stafrófinu, voru búnir að greiða atkvæði; og urðu þeir á meðan að bíða við dyrnar á kjörher- berginu þess augnabliks, er þeir væru kallaðir inn. Atkvæði þessara manna, er þau loksins voru tekin, voru svo eigi látin í atkvæðakassann, beldur í innsiglað umslag sér, því að kjörstjórn- in var í vafa um, hvort taka ætti við þeim, og vildi láta yfirkjörstjórnina skera úr þeirri vafaspurningu. það gjörði yfirkjörstjórnin á kosningarúr- slitafundinum, á þá leið, að það hefði verið skylda undirkjörstjórnar, að taka við greindum 7 atkvæðum, og lýsti yfirkjörstjórn sig með þessum úrskurði samþykka skilningi þeim á kjördeilda- skiftingunni, sem eg held fram; en hún tók ekki atkvæðin tíl greina af því, að þau höfðu ekki verið látin í atkvæðakassann. En það voru ekki að eins þesai 7 atkvæði, sem kjósendur mistu fyrir misskilning kjörstjórnarinnar í I. kjör- deild á kosningaraðferðinni og hlut- verki sínu. Með tvívegis frávísun þorgríms læknis gaf hún út og lét berast meðal kjósenda, er ekki böfðu kosið, sem enn voru svo hundruðum skifti til í bænum, að þeir einir, er ættu upphafsstafina A—G, gætu enn kosið; fyrir hina væri það of seint. Og þar sem margir menn voru fyrir utan kjörherbergið, sem annars voru reiðubúnir að kalla kjósendur til og gjöra þeim viðvart, en létu villast af þessari röngu aðferð kjörstjórnar til að leggja árar í bát með að gera mönnum viðvart um að koma, þá er ómögulegt að meta, hvað mörgum kjósendum hefir verið haldið frá kosningu með aðferð kjörstjórnarinnar, þeirri að taka heila 2 tíma eða því sem næst að eins á móti atkvæðum manna í þriðjungi kjörskrárinnar, en tjá hinum, að þeir kæmu of seint. Auk þess, sem til voru í bænum, eins og áður var sagt, menn svo hundr- uðum skifti, sem ekki höfðu enn not- að kosningarrétt sinn, þá má einnig geta þess, að einmitt um það leyti, sem kjörstjórnin vakti hinar nefndu röngu hugmyndir hjá mönnum, þá komu inn 2 skip, bæði Reykjavíkin og fiskiskip, þar sem margir kjósendur voru með, en það var ekki álitið til neins fyrir þessa menn að koma og kjósa, vegna uppkveðinnar skoðunar kjörstjórnar, nema þeir ættu upphafs- stafi I. kjördeildar. Eg geri nú ráð fyrir því, sem vafa- laust er rétt, enda hefir eins og eg áður hefi drepið á fengið samsinning yfirkjörstjórnarinnar, að kjördeildirnar hér í Reykjavík hafi ekki verið sér- stök undirkjördæmi í laganna skiln- ingi, og kosningarathöfnin því ein, eins og kjörskráin var að eins ein, og að einn hluti kjósanda hafi því ekki átt að eiga aðgang að atkvæðagreiðsl- unni lengur eða skemur en annar hluti þeirra, heldur allir jafnt átt rétt til að kjósa, meðan nokkur þeirra hafði það. En þá verð eg einnig að halda því fram, að kosningin, sem fram er farin, hafi verið algerlega ó- lögleg, þar sem § hlutar kjósenda, að svo miklu leyti sem þeir voru í bæn- um og ekki höfðu þegar neytt kosn- ingarréttar, en þeir skiftu hundruðum, hefir verið bægt frá kosningunni af kjörstjórninni 2 síðustu tímana, og þetta af misskilningi kjörstjórnarinnar á lögunum; og þeir fáu úr þeim flokki, sem fengu að kjósa, voru látnir bíða og þreyja eftir aðgangi að kjörborðinu þangað til allir aðrir höfðu kosið, og voru atkvæði þeirra svo tekin á þann hátt, að þau urðu ógild fyrir aðferð kjörstjórnarinnar: að láta þau ekki í atkvæðakassann. Hugsum oss, að undirkjörstjórn, sem við atkvæðunum tók, hefði að eins vérið ein. Ætli nokkur maður hefði efast um, að lögbrot væri framið af hennar hálfu, ef hún hefði alt í einu, 2 tímum áður en atkvæðagreiðsla hætti, tekið upp á því að neita að taka við atkvæðum allra annarra en þeirra, er áttu upphafsstafi að nafni sínu fremst í stafrófinu, A—G? En allur munurinn á þessu hugsaða dæmi og því, sem fyrir kom 10. sept., er sá, að þá sá kjörstjórnin (1. kjörd.) ekki lögleysuna, sem hún gerði sig aeka í, og almenningur mun heldur ekki hafa séð hana. En þetta gerir ekki aðferðina lög- legri. Kjörstjórnin átti að hafa kynt sér lögin og að beita þeim rétt, og hún átti að leiðbeina mönnum og létta þeim aðganginn að því að nota kosningar- réttinn; en hún gerði hið gagnstæða. í 34. gr. kosningalaganna stendur: Engum manni, sem á kjörskrá stend- ur, má kjórstjórnin meina að greiða atkvæði. |>essi meginsetning kosningalaganna hefir verið brotin svo stórkostlega með aðferð kjörstjórnar, sem eg hefi lýst hér að framan, að það er alveg óvíst, hver kosningarúrslitin hefðu orð- ið, ef henni hefði verið fylgt. Kosningarathöfnin átti að miða að því að sýna, hvern þingmann kjósend- ur vildu kjósa. En henni var slitið í miðjum klíðum að því er snertir f hluta kjósonda, og því veit enginn enn, hvor kosinn hefði verið. HannesarsjóOs-fyrirlestrar. Styrkhafi þess sjóðs, heimspekis- kandídat Ásgúst Bjarnason, hefir beð- ið ísafold fyrir það sem hér segir: Háttvirti herra ritstjóri! Má eg biðja yður um að geta um það í blaði yðar á einhvern þann hátt, er yður þykir við eiga, að eg sem styrk-hafi Hannesar Árnasonar sjóðsins ætli nú á komandi vetri, frá 10. okt. og fram á vor, að haldá fyrirlestra 1.—2. sinn- um á viku þess efnis, er hér segir: Yfirlit yfir sögu mannsandans. I. Helztu trúarbrögð Austurlanda. 1. Kínverjar. 2. Indverjar. 3. Pers- ar. Kong-tse. Buddha. Zarathustra. II. Heimspekin gríska. 1. Náttúruspekin. íóuar — Eleatar — Heraklít — Demokrit. 2. Hugspekin. Sókrates — Plató — Aristoteles. 3. Siðspekin. Stóíkar — Epikúrear. 4. Trúspekin. Phllo — Plótín. III. Kristnin. 1. Kristur. 2. Utbreíðsla trúarinnar. 3. Kristindómurinn. Ágústinus — Tómas Aquinas. 4. Skólaspeki miðalda. IV. Endurreisnartímabilið. 1. Alment yfirlit. 2. Mannúðarstefnan. 3. Siðbótin. 4. Heimsskoðun Kopernikusar. Brúnó — Bacó. V. Heimspekiskerfin miklu. 1. Cartesíus. 2. Spinoza. 3. Leibnitz. VI. Fræðistefnan enska. 1, Locke. 2. Berkely. 3. Hume. VII. Eræðslustefnan franska. 1. Voltaire o. fl. 2. Diderot. 3. Rousseau. VIII. Heimspekin þýzka. 1. Kant. 2. Hugspekin. Fichte — Schelling Hegel — Schopenhauer. 3. Holdhyggjan. Feuerbach — Vogt o. fl. 4. Raunvísindin. Robert Mayer — Helmholtz. IX. Heimspekin enska. 1. Stuart Mill. 2. Breytiþróunarkenningin. Spencer — Darwin. X. Siðspekin nýja. 1. Gnyau — 2. Nietzsche — 3. Tolstoy. Sakir rúmleysis þætti mér vænt um að þess yrði getið, að þeir, er helzt hefðu hugsað sér að hlusta á fyrir- lestra þessa, gefi sig fram við mig fyrir fram, bréflega eða munnlega, en um stað og stund auglýsist síðar. Virðingarfylst Reykjavík 19. sept. 1904 Ágúst Bjarnason. Kjósendur °g kosningaraðíerðin nýja. Ekki verður annað sagt en að kjós- endum hér í höfuðstaðnum hafi tekist sæmilega að sigla hjá þeim fáu og smáu skerjum, sem hugsanlegt var að þeir rækju sig á nú í fyrsta skifti, er nota skyldi hér alveg nýja og áður ó- þekta kosningaraðferð, og þrátt fyrir villuljós þau, er reynt var að bregða upp fyrir þeim af þeirra hálfu, er kviðu Ó8Ígri að öðrum kosti. Ekki færri en 98 af hundraði þeirra er kusu hafa fariö alveg rétt að.. Nema ef telja skal það, að nokkuð margir brutu kjörseðlana öðru vísr en lög mæla fyrir. En það er þ e i m afsakanlegt vegna þess, að undirkjör- stjórnir bönnuðu það ekki. Ein þeirra gerði meira, sú í 1. deild. Hún sagðl þeím beint, eða oddviti hennar, að margbrjóta seðlana, og tók af sumum kjósendum seðilinn, margvafði hann saman s j á 1 f u r og stakk niður í at- kvæðakassann, til þess að betur kæm- ist fyrir í honum. Fyrir þ á sök einkum kom yfirkjörstjórn sér saman um að skifta sér ekki af, hvort kjör- seðlar væri margbrotnir eða einbrotn- ir. Missmíðin á ógildu seðlunum voru' að öðru leyti sýmlega ekki óviljaverk- nema á sumum, heldur gerð af ásettu: ráði einmitt til þess, að seðillinn yrðí ógildur. Til dæmis var á einum kross- að við bæði nöfnin og á öðrum við hvor- ugt. Einn kjósandi G. B. hafði kross- að í o í son, í stað hringsins fyrir frarnan nafnið, og annar í ó í nafni. Jóns Jenssonar. Tveir höfðu setk krossinn fyrir aftan nafnið, og þarf meira en líklegan aulaskap til þess. Missmíðin hjá hinum hafa verið ó- viljandi gerð. Krossinn látinn ná út fyrir hringinn eða vera með fleiri en 4 álmum eða þvf um líkt. En um þau missmíði var svo lítið, að ekki nemur meira en hér um bil 1 af 100; og er alveg óvíst, að betur takist annars- staðar, þ. e. erlendis, jafnvel þar, sem þessi kosningaraðferð er ails ekki ný. Fyrir fram ónýttust að einB 6 seðl- ar alls, raeðfram fyrir misgáning kjör- stjórnar, er hafði t. d. ekki aðgætt í tíma, hvort sá, sem kaus, stóð á kjör- skrá eða ekki. þ>að er sama sem ekki neitt. Við þessa fyrstu tilraun hafa nú kjósendur geugið úr skugga um, hve nauðalítill vandinn er, og mun ekki stoða úr þessu sú vél við þá, að hræða þá frá kosningu með þeirri vit- leysu, að atkvæðagreiðslan sé svo og- svo mikill galdur. fpeir ganga örugg- ir að henni eftirleiðis og þykir hún vera mesta þing. . Hitt mun og ekki stoða framar, að rengja kosningarlaun- unguna. Kjósendur hafa nú sjálfir séð og þreifað á því, að svo tryggi- Iega er um hana búið, að þar g e t u r alls engu skeikað. f>ó má geta þess, að réttara væri að hafa kjörseðlana þykkri en þeir voru hafðir hér. Haldi kjósandi seðlinura óvarlega áður eða um leið og hann stingur honum í kass- ann, mun marka það fyrir krossinum í gegn, að einbver viðstaddur, kjör- stjórar eða þingmannaefni eða umboðs- menn þeirra, sjái, hvar hann er. En slíkt er nú ofurhægt viðgerðar. Enda þarf enginn að láta sér í hug koma, að hér hafi verið samantekin ráð milli

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.