Ísafold - 21.09.1904, Síða 3
24;
nokkurs kjósanda og atkvæðisveiðanda
um að rjúfa atkvæðislaununguna þann
veg.
Bæjarstjórn Reykjavíkur ræddi á
fundi sinum 1. þ. m. fjárhagsáætlun beejar-
ins um árið 1905, úrskurðaði athugasemdir
endurskoðenda við bæjarreikninginn 190d
og sömul. við hafnarreikninginn það ár.
Ennfremur samþykti hún að selja Drátt-
arbrautarfélaginu lóðarblett, 1050 ferálnir
að stærð, austan við lóð félagsins nú, fyr-
ir 20 a. feralin hverja.
Af lóð Ermenreks Jónssonar við Vita-
stig á að taka á sínum tíma 8 álna breiðá
ræmu undir Hverfisgötu. Bæjarstjórn leyfði
honum eftir tilmælum hans, að umgirða og
nota þessa lóðarræmu í sínar þarfir, þar
til bærinn þarf á henni að halda, gegn því,
að þá skili hann henni (8X25 áln.) end-
urgjaldslaust.
Samþykt til bráðabirgða, að flytja
grjótgarðinn við Rauðarártraðir sunnan við
Hverfisgötu og hlaða hann upp norðan við
götuna.
Eyrir hönd nokkurra kaupmanna í Hafn-
arstræti bauð D. Thomsen konsúll alt að
1500 kr. styrk til lóðarkaupa af Jes Zimsen
kaupmanni undir vegarálmu milli Hverfis-
götu og Hafnarstrætis, en 3000 kr. kostar
lóðarblettnrinn alls. Bæjarstjórn tók því
þakklátlega og lætur gera vegarálmu þá
sem fyrst.
Samþykt var að taka 10 þús. kr. lán úr
landssjóði, ef fengist með 4°/0 vöxtum og
horgun eftir uppsögn, til undirbúnings vatns-
veitu um bæinn.
Ennfremnr samþykt, að ávisa af óvissu
fé 000 kr. fyrir gamla kirkjugarðinn.
Ræddur og samþyktur IX. kafli heil-
brigðissamþyktarinnar, með lítils háttar
hreytingum.
Loks voru samþyktar l runabótavirð-
ingar á þessum húseignum:
D. Thomsens konsúls nr. 18 í Hafnar-
stræti 20,518 kr.; JÞorkels Hreinssonar o.
fl. við Lindargötu 7877; Stefáns Eiriks-
sonar við Grjótagötu 7526; Jóns Guðmunds-
sonar við Laugarnar 6003.
Þar næst lauk bæjarstjórn á fundinum
lö.þ.m.við fjárhagsáætiunina, siðari umræðu.
Ymsum málum var visað til nefnda:
sfcólanefndar og veganefndar.
Þá voru og samþyktar nokkrar erfða-
festuútmælingar, sem siðar mun getið verða.
Ut af erindi frá D. Thomsen konsúl var
veganefnd falið að leggja nú i haust veg-
arálmuna milii Hafnarstrætis og Hverfis-
götu.
Þeim Carl Frederiksen yfirbakara o. fl.
var leyft að hagnýta sér leirbakkann við
Markalæk vestanverðan 30 ár endurgjaids-
laust, með þvi skilyrði, að byrjað sé þar
á verksmiðjurekstri innan 3 ára.
Þá var samþykt að reyna að selja skað-
laust grindur þær, er útvegaðar hafa verið
í sumar til girðingar um Austurvöll, með
því þær þykja of veikar. En takist það
ekki, skyldi rannsaka, hvort hægt mundi
að styrkja þær svo, að við megi hlíta.
Erfðafestunefnd skyldi sjá um mæiing
erfðafestulanda eftirleiðis.
Loks voru samþyktar brunabótavirðing-
ar á þessum húseiguum:
Olafs Jónssonar við Lindargötu 64S7 kr.;
Gunnl, Olafssonar o. fl. við Yatnsstig 4525;
Gunnars Gunnarssonar við Grettisgötu 2707;
Sveinbjarnar Björnssonar viö Lindargötu
1956; Jóns Arnórssonar við Njálsgötu 1708;
Sigurðar Ámundasonar við Lindarg. 1000;
geymsluhús Sam. Guðmundssonar o. fl. við
Laugaveg 1672; og skúr við hús Jóns Teits-
sonar við Bergstaðastræti 732.
Þessa vantaði á fund: Sig. Thoroddsen,
Guðmund Björnsson og Magnús Einarsson.
Af mislingum
engar nýjar fréttir aðrar en að þeir
kváðu hafa færst eitthvað út um Eeyk-
hólasveitina, frá Hofstöðum, íyrsta
bænum, sem þeir komu þar á og fyr
er getið.
Bitstjóraskifti við Norðurland.
Hr. Einar' Hjörleifsson er hættur
við ritstjórn þess blaðs, en við tekinn
Sigurður læknir Hjörleifsson, bróðir
hans, er sagt hefir af sér embætti fyr-
ir það og fluzt til Akureyrar. það er
maður, sem hefir á sér alment traust og
hylli, hefir sýnt, að hann er mikið vel
ritfær, ogeru miklar líkur til, að honum
takist að láta blaðið halda því mikla
áliti og þeim almennu vinsældum, er
það hefir notið frá upphafi, fyrir fyrir-
myndarritstjórn, ekki Sízt fádæma still-
ing og hógværð.
Hr. Einar Hjörleifsson, sem
er nú hingað kominn (17. þ. m.) til bæj-
arins alfluttur með sittfólk, keypti í vor
Fjallkonuna frá næstu áramótum, en
tekur líklega við ritstjórn hennar
fyr, snemma í næsta mánuði, með
þvf að eigandi blaðsins og ritstjóri,
sem nú er, síra Olafur Ólafsson, er
orðinn mjög svo önnum hlaðiun við
prestsstörf fyrir hinn stórum vaxandi
fríkirkjusöfnuð hér bænum.
Með Tryggva kongl (Em. Nielsen)
fórn béðan beint til Khafnar 18. þ. mán.
0. P. Monrad prestur hinn norski, konsúll
Jón Yídalin, dr. Victor Pietschmann frá
Vín, Ólafur Ólafsson kaupmaður frá Kefla-
vfk og bókhaldari hans danskur, Chr.
Johnasson fyr. kaupm. (á Akureyri), Kr.
Torfason póstafgrm. frá Önundarfirði, stúd-
ent Halldór Júliusson, frú Kristin Skúla-
dóttir læknisekkja, Hans G. Andersen verzl-
unarmaður, Bjarni Jónsson verzlunarm.
Nicolai Hansen (hattara), frk. Sesseija Þor-
kelsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Auðbjörg
Mattíasdóttir, o. m. fl. Enn fremur margt
fólk til Vestmanneyja.
Veðurathutranir
i Reykjavík, eftir Sigríði Björnsdóttur.
1904 sept. Loftvog millim. Hiti (C.) >- c-f cf <J CD O* P cr 8 cx Skymagnl Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Ld 10.8 763,8 6,8 NE i 10
2 764,1 10,5 E i 10
9 763,6 10,5 ENE i 10
Sd 11.8 764,1 10,6 NE i 10
2 764,1 11,6
9 762,7 9,7 NE i 9
Mdl2.8 760,5 8,0 NE i 9 0,8
2 758,9 11,6 E i 10
9 758,2 10,7 8E i 10
l>d 13.8 757,6 7,6 E i 6
2 756,1 12,4 E i 10
9 755,6 10,1 NE i 10
Mdl4.8 755,6 8,6 NE i 9
2 755,6 11,5 E i 8
9 753,8 8,9 NEN i 6
Fdl5. 8 751,7 10,7 NE i 10 6,6
2 751,4 11,8 E i 10
9 750,7 11,6 8E i 10
Fdl6. 8 751,9 9,7 0 9 19,4
2 752,3 11,0 E 1 9
9 747,3 10,6 0 10
Ágætt herbergi og geymsla á Lauf-
ásvegi 4, fæst lil leigu 1. n. m. hjá
Lárusi Benediktssyni, Lækjarg. 12.
V erzlunarstörf.
Unglingur á aldrinum 16 til 20
ára, sem skrifar og reiknar vel, og er
vel að sér, getur fengið atvinnu við
verzlun á Vesturlandi nú þegar. Rit-
stj. visar á.
Aiikanæturvörður
verður skipaður hér í bænum frá 1.
október þ. á. til 31. marz n. á. Laun
50 kr. á mánuSi. Umsóknir um þenn-
an starfa skal stíla til bæjarstjórnar-
innar og senda hingað á skrifstofuna
fyrir 1. októbsr.
Bæjarfógetinn í Reykjavík,20. sept. 1904
Halldór Daníelsson.
Leikfimi.
þær dömur eldri sem yngri, sömul.
börn, sem ætla sér að læra leikfimi
hjá mér í vetur, eru beðnar að láta
mig vita það sem allra fyrst, sér*
staklega nýir nemendur. Mig er
að hitta í Thorvaldsensstræti 4 kl.
11—12 f. m. hvern dag.
Kenslan byrjar 1. október.
Virðingarfylst
Ingibjörg Guöbrandsdóttir.
WHISKY
Wm. FORD & SON
stofnsett 1815.
Einkaumboðsmenn fyrir Island og
Færeyjar:
F. Hjorth & Co.
Alls konar
Kornvörur
eru áreiðanlega ódýrast-
a r eftir g æ ð u m í verzlun
P. J. Thorsteinsson & Co
í Hafnarfirði.
Sængurfatnaður
rúmstæði og yms húsgögn verður selt
á uppboði í Tjarnargötu 4. þriðjudag-
inn 27. þ. m. kl. 11 f. h.
Nýr kutter
Hákarlinn
með 8 hesta steinolíuvól (Friðrikshafn-
arvél), er til sölu með góðu verði, ef
samið er fyrir 10. okt. næstk.
Gufubáturinn GRIM, ágætur flutn-
ingabátur, er einnig til sölu.
Dvergasteini við ísafjarðar djúp.
P. Herlofson
Ég undirpituð
tek að mér að kenna stúlkum matar-
tilbúning á komandi vetri fyrir sann-
gjarna borgun. INGÓLFSSTRÆTI 6,
Matsöluhúsið KLAMPENBORG.
Halldóra Benediktsson.
Uppboðsauglýsing.
Þriðjudaginn 27. þ. m. kl. 11 f. hád.
verður opinbert lippboð haldið í hei-
kastalanum, nr. 2 í Kirkjustræti hór í
bænum, og þar seld álnavara alls kon-
ar, bæði af ull og silki, tilheyrandi
ekkjufrú Augusta Svendsen.
Söluskilmálar verða birtir á uppboðs-
staðnum.
Bæjarfógetinn í Reykjavík, 20.sept. 1904.
Halldór Daníelsson.
eiðruðu bæjarbúar og ferðamenn !
Munið eftir að altaf er heítur
og kaldur matur tii sölu í
6 Ingólfsstræti 6, Klampenborg.
Kostgöngurum er Veitt viðtaka á sama
stað.
ÁGÚST BENEDIKTSS0N.
Iðnskólinn i Rvík.
Þeir sem ætla að sækja hann í vetur
(kvöldskóla eða dagskóla) snúi sér til
Jóns Þorlákssonar, Lækjargötu 12, eigi
síðar en 25. þ. m. Skólinn byrjar 1.
okt.
Hér með skora eg á þá, er
skulda mér áfallnar upp.
boðsskuldir, að greiða þær
tafarlaust hingað á skrifstofuna,
því þeir sem það ekki gjöra, fá alls
ekki lán á uppboðum þeim er
i hönd fara fyrr en téðum skuldum
er að fullu lokið.
Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík,
20. sept. 1904.
G. Guönuuidsson
skrifari.
Káputauin komin.
Stór sjöl setjast með mikl-
um afslætti.
Herðasjöl— Enskt vaðmál
— Buchwaldstauin.
Cbeviotið góða nýkomið.
Þaksaumurinn góði kemur
með Vestu.
Flókaskói nir komnir.
Leður og skiun af ymsum
tegundum og fleira.
Reykjavík 20. sept. 1904.
Björn Kristjánsson
Klœðaverksmiðjan Álafoss
tekur að sér að kemba uli spinna og
tvinna; að búa til sterk fataefni
úr ull; að þæfa, lita, lóskera og pre3sa
heimaofin vaðmál.
Verksmiðjan tekur alls ekki tuskur
til vinnu.
Utanáskrift:
Klæðaveksmiðjan Álafoss
pr. Reykjavk.
Baunir — Bankabygg —
Hrísgrjón — Hveiti — Ex-
portkaífi — Sykur — Græn-
sápu selur undirskrifaður með
lægsta verði.
Björn Eristjánsson.
Þakkarávarp. Undirritaðir foreldrar
stýrimanns Guðna sál. Teitssonar, er var
einn af þeim, er druknuðu á Patreksfirði
5. þ. mán., vottum hér með okkar innileg-
asta þakklæti hinnm mörgu Reykjavikur-
húum, sjómannastéttinni þar og eigi sfzt
eigendnm skipsins Bergþóru, fyrir alla þá
virðingu, er þau sýndu syni okkar og fé-
lögnm hans með hinni veglegu útför, og
fyrir hina aðdáanlegu hluttekningu og
huggnn í raunum okkar, er því fylgdi.
En jafnframt þökkum við sérstaklega
mæðgunum Guðrúnu Hansdóttur, nnnustu
sonar okkar, og móður hennar, fyrir þann
mikla sóma, sem þær sýndu honum og okk-
ur með hinni fögru athöfn á heimili þeirra,
og alla þá kærleiksriku fyrirhöfn og kostn-
að, sem því var samfara.
Rvik 20. sept. 1904.
Teitur Þorleifsson Gróa Árnadóttir
frá Hlöðunesi.
Hús er til sölu
við miðjan Langaveginn að norðanverðu
(framhlið móti sól), einkarhentug fyrir at-
vinnurekendur, húsið má lengja um nær
helming og stór lóð fylgir. Upplýsingar
gefnar á Laugaveg 49.
Beglusainur piltur vill fá fæði, hús-
næði og þjónustu i sama húsi nærri latinu-
skólanum frá 1. okt. Ritstj. vísar á.
Unglingsstúika, 13—15 ára, vel upp
alin og vön að umgangast börn, getur feng-
ið vist vetrarlangt í apótekinu hér í bænum
Vetrarstúlka óskast nú þegareðafrá
1. okt. á fáment, ungbarnalaust heimili.
Ritstj. ávisar.
Til leigu 2 herbergi með eldhúsi frá
1. október. Bankastræti 6.
Guðmundur í Nesi hefir þarfanaut
meiri part vetrarins.
F.fármark Bjarna Þórðarsonar í Berg-
staðastræti nr. 2 í Reykjavík (fyr á Reyk-
hólum) er: stúfrifað, fjöður framan, biti
aft. hægra, stúfrifað og gagnbitað vinstra.
2—3 herbergi með geymsluplássi og
aðgangi að eldhúsi óskast frá 1. októher.
Ritstj. segir til.
Fermingarkort i Þingholtsstræti 8.
Halldóra Ólafsdóttir.
2 herbergi fyrir einhleypt fólk er til
leigu. Kristján Þorgrímsson vísar á.
Félagsbakaríið selur gott rúgmjöl
fyrir 14 kr. 20 a.