Ísafold - 01.10.1904, Side 1
Kemur út ýmist einn sinni eða
tvisv. i vikn. Yerð úrg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l‘/j doll.; borgist fyrir miðjan
’úli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin við
úramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október og kaup-
andi sknldlans við blaðið.
Afgreiðsla Austurstrœti 8,
XXXI. árg.
Reykjavík laujjardaginn 1. október 1904
64. blað.
JíuóJadi J'taAýaAhv
I. 0. 0 F. 86107^
AvgnJfP.kning ókeypis 1. oe 3. þrd. á
bverjnm mán. kl. 11—1 í spltalannm.
Forngripasafn opið mánud., mvd. og
ld '1-12.
Hlutabankinn opinn kl. 10—3 og
■G'h-Vl,.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á Iiverium degi kl. 8 árd. til kl.lOsiðd.
Almennir fnndir á hverjn föstndags- og
sunnndagskveldi kl. 8'/s siðd.
Landakotskirkja. Guðsþjónnsta kl. 9
•og kl. 8 á hverjum heignm degi.
Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj-
índnr kl. J0'/s—12 og 4—8.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
Al. 11—2. Bankast.jórn við kl. 12—1.
Bankastjóri við kl. 11—2.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
•k!. 1-—3 og kl. 6—8.
Landsskjalasafnid opið á þrd., fimtud.
®g ld. kl 12—1.
Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið
á sd. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b
1 og 3. mánnd. hvers mAn. kl. 11—1.
Landsbankinn.
Frá 1. til lO. október
næstkomandi að báðum dögum með-
töldum verður tekið við greiðslu í
veðdeild bankans frá kl. 5—6
e. h. dag hvern. Eigi verður öðrum
bankastörfum sint þennan tíma dags.
Landsbankinn Reykjavík 29. sept. 1904.
Tryggvi Gunnarsson.
Latínuskóla-stjörnarbötin.
U ann er nú seztur að í rektorsbústað
skólans og tekinn við yfirkennaraem-
bættinu þar, hinn útvaldi spámaður
stjórnarinnar skólanum til endurfæðingar,
hr. Jóhannes Sigfússon Flensborgarskóla-
kennari. Hann á að ha.fa á hendi að-
alkenslugrein Bjarna Jónssonar, þýzk-
una, i öllum skólanum, og því næst
latínu í öðrum og þriðja bekk. Við
hana kvað hann treysta sér allvel, en
við þýzkuna ekki.
Tilætlun hans og stjórnarinnar mun
hafa verið, að hann t'engi að tína úr
kenslngreinum hintia kennaranna það
sem allra léttast væri og hamt treysti
;sér helzt til við. Þess vegna var
hann settnr y f i r þá alla, skör ofar en
þeir, og með hærri launum. Þ e i r
voru óhæfir í þá stöðu allir a f þ v í,
að þeir voru betur vaxnir öllum hinum
vandameiri kenslustörfum. Skröksögu
líkari miklu en sönnum atburði mundi
það þykja, og lengi og víða mundi
þurfa að leita annarra eins stjórnhygg-
inda og réttlætis.
En kennararnir voru ekki á því, að
hjálpa stjórninni til að fótum troða með
þeim hætti rétt þeirra og rýra kenslu-
krafta skólans.
Þá var haft á orði að kúga þá til
En þeir munu hafa verið einráðnir í
því, að taka heldur hverju sem að hönd-
um bæri, en að láta misbjóða sór þann
veg. Láta þá hætta við kenslugreinar,
sem þeir höfðu búiö sig undir með
talsverðri fyrirhöfn og vanið sig við að
kenna mörg ár, en taka við öðrum. er
þeir höfðu ekki fengist við áður og
þurftu ef til vill töluvert fyrir að hafa
til þess að geta kent svo vel, sem skyn-
bærum mönuum og sanivizkusömum
þykir við mega hlíta.
Nú er í almæli, að stjórninni hafi
hugkvæmst það fangaráð, að láta yfir-
kennarann taka sér aðstoðarmann við
þýzkukenshma, á sinn kostnað og sína
ábyrgð, þýzkumælandi mann einn hór,
og eigi hann að hafa efri bekkina, en
yfirkennarinn sjálfur hina neðri.
Það er með öðrum orðum: prestur
ræður sór kapelán um leið og hann er
sjálfur vlgður til embættisins. Kapelán,
sem á að flytja allar messur í heima-
kirkjunni, ferma börn, gefa saman hjón
o. s. frv. En sóknarpresturinn syngur
sjálfur tíðir í bænahúsinu í útsókninni,
skírir »fátækra manna börn«, sem
sagt er að ekki séu vandskírð, þjónust-
ar sveitarkerlingar og því um líkt. Og
það ekki af því, að neitt gangi að hon-
um annað en það, að hann er ekki
meiri vanda vaxinn.
Tímakennari á að annast vandamesta
kenslustarfið, fyrir tímakennaraþókn-
un. Ekki til að hlít'a landssjóði, heldur
á annar maður að hirða launin óskert,
hæstu launin við skólann önnur en
rektors. Hann er s e 11 u r til að
hirða launin.
Haft er eftir stjórniuni, bæði í ræðu
og riti, að ekki eigi þetta fyrirkomulag
að standa lengur en þetta eina skóla-ár.
Það er þá játning þess, að hún sé
komin í ógöngur fyrir glapræði sittT
Það er greinilegt undanhald. Fyrir
fram ráðið er það ekki. Það er öðru
nær. Það vita menn á því, að ekki
vildi »yfirkennarinn« þiggja það boð
Flensborgarskólanefndarinnar, að láta
kennarastöðu hans þar vera óveitta og
honum heimila eftirleiðis, ef svo slæg-
ist. Það vildi hann alls ekki heyra
tekið í mál. Hann hefir þ á haft ský-
laust heit fyrir yfirkennaraembættinu
áfram, ef ekki rektorsembættinu. Oðru
vísi getur naumast á því staðið.
Hann er valmetini að allra kunnugra
dórni, veslings-niaðurinn, sem í þessar
ógöngur befir komist, hinn setti yfir-
kennari. En ekki undanþiggur það
hann frá þeirri almennu skyldu full-
veðja matina, að sjá fótum sínum forráð.
með þessu lagi, þessari hrapallegu ráð-
leysu í skipuit yfirkennaraembættisins.
Mikill fjöldi skólapilta ætlar að lesa
utanskóla í vetur. Ekki búist við, að
í skólanum verði nema svo sem 70 eða
varla það. Þeim lízt ekki hetur á
»stjórnarbótina« þar en svo. Þeir eru
ekki við því búnir meðal annars, að
fara að kenna kennara sínum einum,
sjálfum yfirkennaranum, sem sé þýzk-
una.
Hins nýja setta rektors munu þeir
ekki hafa hugsað nema gott til. Hann
er hvarvetna vel látið ljúfmenni, sem
þeir mundu hafa orðið fúsir að sýna
alla auðsveipni.
En hamingjan má vita, hvernig fer
Kosningarkæran réttmæt.
Stjórnartnenn hafa gefist alveg upp
við að v e r j a kosniugarmissmíðin hér
í fyrstn kjördeild svo nefndri, sórstak-
lega • hið alvarlega brot gegn 34. gr.
kosningalaganna.
Málgagn þeirra annað hér í bænum
tekur það ráð í þess stað, að það þræt-
ir fyrir sum afbrigðin, sem tilgreind
hafa verið af yfirdómara Jóni Jenssyni
eða Isafold, þ ó a ð öll séu þau vott-
anleg, og skrökvar upp hinu og
þessu að auki til málsbótar rangindun-
um.
Það flytur þessi fitnmföldtt ósann-
indi:
1) að engum kjósanda hafi verið vís-
að frá kjöri í 1. deild, af því að hann
væri utan deildar;
2) að yfirdómari Jón Jensson (kær-
andinn) hafi verið sjálfur viðstaddur
alla kosninguna í 1. deild;
3) að hann hafi samþykt alt sem þar
fór fram;
4) að hann hafi undirskrifað kjörbók
og það athugasemdarlaust;
5) að hann hafi tjáð sig berum orð-
um samþykkan því, að svonefttd »vafa-
söm atkvæði« væri látin sér í umslag.
Alt eru þetta tóm ósannindi, smátt
og stórt.
En úr því að ekki er hægt að hrinda
kærunni nema með ósannindum, er hún
þá ekki í rauninni lýst réttmæt?
Höfuökirk.ia Vestur-lslendíinga.
Það er einn höfuðviðburður í sögu
landa vestan hafs a þessu ári, að helzti
og elzti söfnuður þeirra, »fyrsti lúterski
söfnuður« í Winnipeg, hefir komið sér
upp nýrri kirkju, hinu veglegasta guðs-
húsi, er íslendingar hafa nokkuru sinni
reist, segir Vínland. Enda hefir hún
kostað hátt upp í 100,000 kr. Þar
geta setið 1500 manns niðri, auk þess
sem kemst fyrir á vegglofti fyrir fram-
stafni og báðum hliðum og á söngpalli
fyrir innstafni. Undir aðalkirkjunni er
samkomusalur mikill fyrir sunnudaga-
skóla og aðrar samkomur. Þar er og
ennfremur skrifstofa prestsins og mörg
herbergi önmir.
Kirkjan var vígð 26. júní í sumar
með mikilli viðhöfn að viðstöddum 1000
manns.
Um sama leyti var haldið kirkjuþing
Vestur-íslendinga einmitt í hinni nýju
kirkju. Það er nú orðið svo stórt, að í
því eru 37 söfnuðir og 10 prestar.
Þeir voru allir á þingi, nema einn, og
50 safnaðarfulltrúar að auki, svo og
fóhirðir kirkjufélagsins.
Það er mikið þrekvirki, að hafa kom-
ið upp svona miklu og veglegu guðs-
húsi, og það af frjálsum samskotum.
Allir vita, að ekki væri til slíks hugs-
audi hór á landi. Það er öðru nær
en að þar liggi neitt nærri. Vilji og
máttur margfalt meiri f’ -Jíkra hluta
þar vestra. Margir hafa gefið svo
hundruðum dollara skiptir. Jafnvel
dæmi þess, að vinnukonur hafa gefið
40—50 dollara.
Sæmdarviðurkeuninfí
þeirri frá Vilhjálmi keisara, sem þeir
Guðlaugur sýslumaður Guðmundsson og
læknarnir í Skaftafellssýslu m. fl. fengu
fyrir bjargráð við strandmennina þýzku
af Friedrich Albert í fyrra vetur og
getið hefir verið áður hér í blaðinu,
fylgdi svo látandi bróf til sýslumanns
frá sendiherra keisarans í Khöfri, dags. í
maí þ. á. :
Háttvirti herra!
Það var óvanalega affararíkt slys, er
þeir urðu fyrir í janúar f. á., formaður-
inn og skipshöfnin á hinu þýzka fiski-
gufuskipi Friedrich Albert. En af þar
um gefnum skýrslum sóst, að með fram-
úrskarandi haganlegum, ósérhlífnum og
vinsamlegum hætti hafið þór, bávelborni
herra, gert alt sem gert varð r svo
miklum örðugleikuni til þess að hjálpa
þeim ógæfusömu mönnum, er urðu fyr-
þessu áfalli, til þess að láta þá njóta
nákvæmrar hjúkrunar, til þess að bjarga
lífi þeirra úr hættu og veita þeim
aftirr heilsuna eftir því sem verða
rnátti.
Þar með hafið þér, ásamt þeim lönd-
um yðar, sem til bjargráða voru kvadd-
ir, enn á ný sýnt göfugmannlegt dæmi
vinarþels, hreinnar mannástar og forn-
frægrar rrorrænnar gestrisni. Munu
landar mínir kunna innilegar og ógleym-
andi þakkir fyrir þessar Velgjörðir.
Nú er um sinn lokið hinum lang-
vinnu rannsóknum, er af slysi þessu
hlutust. Vill því stjórn hins hátigna
keisara einnig inna af hendi sínar þakk-
ir. Er mér það hin nresta gleði, er
mór hefir verið falið á hendur að skýra
yður frá því, hávelhorni herra, að keis-
arastjórnin metur mikils og kann yður
hjartans þakkir fyrir óséthlífni yðar,
sem er til jafnmikils sóma yðar eigin
landi og hinu landinu, sem fest ’ lrefir
heiðursmerki sitt á brjóst yðar. — —
Hafið og ástarþakkir frá mór, hável-
borni herra, og verið viss um mína
dýpstu virðingu.
Schoen
sendiherra keisarans.
(Slept er hér úr bréfinu klausu, sem
er ekki annað en tilkynning um sæmdar-
laun þau, er hinir fengu).
Landfógetaembættlö
er nú liorfið úr sögunni með þessum
mánaðamótum, eins og amtmannaem-
bættin.
Landfógeti Árni Thorstein-
s o n hefir fengið lausn frá emhættinu
frá því í dag, eftir 48 ára embættis-
þjónustu, þar af 43 í þessu sama em-
bætti og var auk þess bæjarfógeti í
Reykjavík 13 árin framan af. Hann
var áður sýslumaður í Snæfellsnessýslu
(1856—1861). Hann er nú á 7. ári
um sjötugt, en þó ern og heilsugóður.
Með lausninni frá embætti hefir kon-