Ísafold - 15.10.1904, Qupperneq 2
‘270
margir, sem baka sjálfum sér, útgerð-
inni og landinu öllu mikið tjón með
vöndunarskorti í þeirri grein. Eða
svo segja þeir, sem því eru kunnugir.
jþar eimir eftjr af gömlum vanrækslu-
vana. Skaðinn sá nemur tugum þús
unda á öllum útvegnum. Framför
nokkur auðvitað. En of smástíg og
hægfara.
fæss þarf ekki að geta, að allar
tölur eru hér í þessari skýrslu að eins
hér um bil. ísafold á þær að þakka
nú sem fyr konsúl Th. Thorsteinsson.
Ræktunarsjóðurinn. Þessir 66 bá-
endur á landinu hafa verðlaun 'nlotið þetta
ár nr þeim sjóði, samtals 4,300 kr.
150 kr.: Elisabet Baldviusdóttir, Breiða-
bólsstað, Dal.
125 kr. hvor: Magnús Magnússon i
Strandarhöfða, Kangárv.; Magnús Stefáns-
son á Elögu í Húnav.
ÍOO kr.hver: Einar Friðriksson,Reykja-
hlið, Þing.; Guðmundur Þorvarðsson, Litlu-
Sandvib, Árn.; Gnðmundnr Sigurðsson,
Ytra-Vallbolti, Skgf. ; Jón Jónsson, Haf-
stein8Stöðum, Skgf. ; Magnús Magnússon,
Gunnarsstöðum, Dal. ; Sveinn Finnsson,
Kolsstöðum, Dal.
75 kr. hver: Andrés Andrésson, Hemlu,
Rangárv.; Bjarni Pétursson, Grund, Borg-
arf.; Brynjólfur Bergsson, Ási, N.-Múl.;
Einar Brandsson, Reyni, Skaftaf.; Einar
Guðmundsson, Rifshalakoti, Rangárv.; Ein-
ar Jónsson, Yzta-Skála, Rangárv.; Friðrik
Bjarnarson, Litlu-Hólum, Skaftaf.; Guð-
mundur Guðmundsson, Þúfnavöllum, Eyjaf.;
Helgi Laxdal, Tungu, Þing.; Jón Jónsson,
Loftsstöðnm, Árn.; Jónas Jónasson, Hlið,
Húnav. ; Kristmundur Guðmundsson, Yig-
holtsstöðum, Dal.; Páll Ólafsson, Litlu-
Heiði, Skaftaf.; Páli Ögmundsson, Ey,
Rangárv.; Runólfur Bjarnason, Hafrafelli,
N.-Múl.; Sigurgeir Sigurðsson, Svarfhóli,
Snæf.; Sæmundur Olafsson Lágafelli, Rang-
árv.; Vigfús Pétursson, Gullberastöðum,
Borgarf.
50 kr. hver: Bjarni Magnússon, Kálf-
stöðum, Rangárv.; Björn Andrésson, Hól-
koti, Snæf.; Einar Guðmundsson, Blöndu-
hlíð, Dal.; Elín Árnadóttir, Gaularási,Rang-
árv.; Gísli Lafranzson, Björb, Árn.; Guð-
mundur Hannesson, Tungu, Árn. ; Guðni
Sígurðsson, Brenniási, Þing. ; Guðríður
Jónsdóttir, Þingnesi, Borgarf.; Guttormur
Einarsson, Ósi, Eyjaf. ; Helgi Guðmunds-
son, Ketilsstöðum, Da!.; Hróbjartur Hann-
esson, Grafarbakka, Árn.; Jóhann Björns-
son, Bakkakoti, Borgarf.; Jón Eiuarsson,
Yzta-Skála, Rangárv.; Jón Erlendsson,
Sklðbakka, Rangárv.; Jóu Guðmundsson,
Skarði,Dal.;Jón Jóhannesson,Neðra Lýtings-
staðakoti, Skagaf.; Jón Jónsson, Hlíðar-
enda, Árn.; Jónas Guðmundsson, Bildhóli,
Snæf.; Konráð Magnússon, Syðra-Vatni,
Skagaf.; Magnús Gunnarsson, Brú, Árn.;
Magnús Jónsson, Hildisey, Rangárv.; Magn-
ús Sigurðsson, Hvammi, Rangárv.; Magnús
Þorsteinsson, prestur, Bergþórshvoli, Rang-
árv.; Markús Ögmundsson, Völlum, Arn.;
Ólafur Jónsson, Geldingaá, Borgarf.; Ólafur
Stephensen, prestur, Lágafelli; Ólafur Þor-
björnsson, Kaðalsstöðum, Borgarf.; Pétur
Jónsson, Gautlöndum, Þing.; Runólfur Hall-
dórsson, Rauðalæk, Rangárv.; Sigurður
Hjörleifsson, læknir, Grenivik, Þing.; Sig-
mundur Guðmundsson, Görðum, Borgarf.;
Sveinn Sigurðsson, Hólmaseli, Árn.; Teitur
Jónsson, Hóli, Dal.; Vigfús Guðmundsson,
Haga, Árn.; Þórður Guðmundsson, Lamba-
læk, Rangárv.; Þorsteinn Daviðsson, Arn-
bjargarlæk, Borgarf.; Þórarinn Hallvarðar-
son, Ósi, Strandas.; Þorsteinn Jónsson
Drangshlíð, Rangárv.; Þorsteinn Jónsson,
Vestra-Fiflholti, Rangárv.
Talsímafélag.
Hér var stofnað í bænum 5. þ. m.
nýtt hlutafélag, er nefnist Talsíma-
blutafélag Eeykjavíkur, og er ætlað
að koma upp og halda við talsfma-
Bambandi f Reykjavík og þar í grend.
Stofnfé 7000 kr., í 100 kr. hlutum.
f>ó má stjórn félagsins færa það upp
í 15000.
f>essir voru komnir f stjórn félags-
ins: Knud Zimsen verkfræðingur,
Klemens Jónsson landritari og Thor
Jenssen kaupmaður.
Fe r ð
með hafrannsöknaskipinu
Thor
Eftir
Bjarna Sæmundsson.
II.
(Siðari kafli).
Ur Lónsvík héldum vér nærri við-
stöðulaust áfram til Seyðisfjarðar. Veð-
ur var nú hið bezta og sléttur sjór.
Svo var oftast, meðan vér vorutn fyrir
austan land og norðan.
jþegar kom norður á móts við Norð-
fjörð, fór að lifna við á sjónum. f>ar
var alt krökt af fugli, einkum ritu.
Svo var alstaðar, norður undir Langa-
nes. það sem einkum seiddi fuglinn
tíl sín, var urmull af 1 o ð n u, sem
var um Jangan tíma í sumar um allan
sjó fyrir Austurlandi, einkum norðan
til. Oft var gaman að horfa á ritu-
gerin og atorku hennar við loðnuveið-
ina. Urðu ekki sjaldan úr því all-
harðar ryskingar milli hinna áköfustu;
en oft verður slíkt á sæ. En engan
fugl hefi eg séð áfjáðari í mat en fýl-
inn. Eitt sinn hefi eg horft á fýl,
sem sat skamt frá skipinu og var að
gleypa i sig stór þorskinnyfli. Tók
þá einn hásetanna vænan þorskhaus,
miðaði á fýlinn og hæfði hann svo vel,
að hann fór alweg í kaf undan hausn-
um; en fýlsí lét það ekki trufla máltíð
sína; hann hélt áfram þegar honum
skaut upp aftur, eins og ekkert hefði
í skorist.
En loðnan seiðir fleira til sín en
fugl, og ekki sízt þorskinn. Hún hefir
víst verið aðalorsök þess, að svo
mikið var af þorski og stútungi við
Austurland í sumar. En af því &ð
hann var svo fullur af loðnu, var hann
oft mjög tregur á beitu og fekst bezt
á handfæri og bera öngla. En þegar
svo stendur . á, ætti sannarlega að
reyna fyrir hann með n e t j u m. það
er satt, að þau eru dýr; en lóðir eru
lika dýrar, þegar beitan er talin með.
þegar vér komum inn í Seyðisfjörð,
var sjór þar sótrauður á stórum blett-
um; það var blóðsjór, sem kallað er.
Vér námum þar staðar og skutum
út silkiháfunum. í þann sem var allra
þéttastur, fekst dálítið af rauðu efni,
sem reyndist í smásjá vera urmull af
örsmáum frumdýrum, líkum í laginu
kringlóttum hatti með uppbrettum
börðum og bifhárum hringinn í kring.
þessi dýr eru svo smá, að þau fara í
gegnum tálknagrind síldarinnar; enda
var eugin síld msð þeim. Stundum
kemur blóðsjór af rauðum smákröbb-
um, sem eru risar í samanburði við
þessar agnir. það er meiri síldarvon,
þegar þess konar blóðsjór er; þau eru
síldarfæða.
í Seyðisfirði dvöldum vér næsta dag
til að afla oss kola, vatns og annaria
nauðsynja.
Seyðfirðingar eru nú búnir að leggja
vatnsveitupípur um allan bæinn (Old-
una), og á Búðareyri var í vor lögð
pípa úc á Garðarsbryggjuna. þarf
ekki annað en að setja strigaslöngu á
vatnshanann og veita vatninu út í
skipin. Sögðu menn á Thor, er víða
höfðu verið í förum, að hvergi þektu
þeir þægilegri vatnslind fyrir ekip en
þar er. Gott væri, ef Reykjavík
stæði svo vel að vígi með neyzluvatn.
Vér komum þrisvar sinnum inn f
Seyðisfjörð og mældum í hvert skifti
mikið af þorski frá norskum gufuskip-
um, er komu inn og seldu fisk sinn
kaupmönnum þar fyrir 25 aura hvern
fisk upp og niður. Mjög var fiskur-
inn oft illa til reika, er hann var
tekinn upp úr lestinni, óslægður, kram-
inn og þefillur. það var ljót meðferð
á fiski, sem átti að gera úr verzlunar-
vöru. Mikið var af smá-þyrsklingi
þar við bryggjurnar, eins og í fyrra, og
jafn óvandur var hann að sjó nú eins
og þá. Einn þorskurinn, sem mældur
var, reyndist 152 cm. (58") á lengd;
hann var þeirra lengstur, er mældir
hafa verið á Thor. Var hann ljós-
myudaður ásamt 2 hásetum á Thor.
Onnur mynd var tekin, sem þó var
miklu merkilegri; hún var af 6 þorsk-
um, er raðað var eftir stærð, og var
ársmunur á aldri hvers fisks og stærð-
in meðalstærð (hún sést á mælikvarða
á myndinni), reiknuð út eftir mæling-
um, er þúsundum skifta og gerðar
hafa verið við Austurland á Thor.
Myndin mun bráðum birtast á prenti;
hún sýnir stæðarmun og meðalstærð
þorsksins á hverju þeirra ára, sem
hann er að ná fullum vexti.
Að kveldi nins 19. héldum vér úr
Seyðisfirði norður með og staðnæmd
umst næsta morgun í Héraðsflóa. þar
var dregin botnvarpa, og fekst í hana
töluvert af þyrsklingi og ýsu, og í síla-
vörpuna fáein fiskaseiði.
því næst námum vér staðar lx/2
mílu SA. af Langanesi. þar fengust
í sílavörpuna 3 þorskseiði á 1. ári, hin
fyrstu á þessu ári við Austurland, og
fjölgaði þeim eftir því sem komið var
lengra vestur með. Samkvæmt því,
sem áður hefir verið sagt um hrygn-
ingu þorsksins, hljóta þessi seiði (og
eins ysu og skarkola seiðin, sem feng-
ust) að vera komin með straumi vest-
an fyrir land. Síðar fengum vér þau
við Glettinganes 29. júlí. þau hafa
þá borist það á 10 dögum. Fyrir
haustið ganga þau inn í firðina eystra
og nyrðra. Ufsaseiði voru fá; þau
klekjast fyr út og verða kyrr að
mestu við Suður- og Vesturland.
Um kveldið fórum vér fram hjá
Sléttu. Veðrið var hið indælasta allan
daginn og feiknamiklar hillingar úti
fyrir þistilsfirði. Hillingar þessar voru
loftspeglanir, eins og vant er fyrir
Norðurlandi á sumrum, spegilmyndir
á höfði uppi í lofti af skipum og lág-
um fjöllum og neBjum. Mátti þar
sjá myndir af skipum, sem voru alveg
í hvarfi bak við hafsbrún.
Næsta dag komum vér á Húsavik
og leituðum með botnvörpunni að
merktum skarkola inni undir sandin-
um. þar var nóg af skarkola, en
enginn iekst merktur.
Við botninn var þar urmull af smá-
um krabbadýrum, er nefnast ögn eða
selögn, og upp um sjó aragrúi af rauð-
um krabbaflóm (síldarátu). Síld hafði
og verið nóg undanfarna daga á Húsa-
vík, og góður afli á báta.
Frá Húsavík var haldið norður að
Grímsey. Á leiðinni þangað var sjór-
inn spegilsléttur. Var þá gaman að
standa frammi í stafni og horfa á
þann urmul af ýmiss konar marglittum,
er í sjónum var. Kringum sumar
voru fiskaseiðin að skjótast. Hin
stóra brennihvelja, er sumir Sunnlend-
ingar nefna kjósarost, hafði veiðiþræði
sina útþanda, og höfðu sumar veitt
aðrar hveljur, er þær voru nú að sjúga
úr næringu.
Frá Grímsey var farið langt norður
í haf, unz komið var 5 mílur NA.
fyrir Kolbeinsey (Mevenklint). því
miður fengum vér ekki eyna að sjá,
vegna dumbungs, og höfðum ekki tíma
til að fara að leita hana uppi. Er-
indið svona langt norður, 171/, mílu
norður af Gjögurtá, var að grenslast
eftir, hve mikið væri þar um fiskseiði
og hvar, og hve langt næði út heiti
straumurinn fyrir norðan land.
þegar þangað var komið, voru öll
fiskaseiði horfin, en þeirra hafði þó
orðið vart 21/, mílu nær landi (2 þorsk-
seiði og 4 skrápkolaseiði). Sjórinn
var þó enn allheitur á yfirborði, 6,1°;
en á 27 fðm. dýpi aðeins 2,5°, á 54
fðm. 0,3° og í botni á 425 fðm. -=-
0,5°. Til samanburðar vil eg nefua,
að hitastig á samsvarandi dýpi við
auðurströndiua voru 11,2°, 8°, 8° og 6°.
Smádýralífið í sjónum var mjög fjöl-
skrúðugt, en fuglar sáust fúir, einstaka
fýlar, ritur og svartfuglar (frá Kol-
beinsey?).
Frá þessum stað var haldið viðstöðu-
laust 11 mílur austur fyrir Langanes,.
því þar átti að leggja lóð, austan und-
ir grunninu mikla, er liggur út frá
Vopnafirði. Grunn þetta er eitt hið
bezta fiskisvæði Frakka og Færeyinga
við Austurland, og mættum vér -þar
mörgum frakkneskum skipum, er voru
að sigla upp. þegar fara átti að leggja
lóðina, sáum vér franska skútu um 3
mílur í austur, og leit svo út sem bún
væri á fiski. Vér fórum þangað, og
reyndist það svo, því þar stóðu 12
raenn undir færi, keipuðu mjög og
drógu einstaka fisk. þócti oss þetta
kynlegt, því dýpi átti að vera mikið
á þessu svæði, miklu meira en vant
er að fiska á, og reyndist það 375 fðm..
þeir hlutu því að fá fiskinu langt uppi
í sjó. Eg hafði og heyrt, að þeir hefðu
lag á því að teygja fiskinn upp írá
botni, þegar djúpt væri, 100 fðm. eða
þar um; en ekki hélt eg að þeir fisk-
uðu hann á svona miklu dýpi. Við
suðurströndina fiska landar stundum
þorsk nærri yfirborði á 70—80 fðm.
dýpi, þegar hann er í göngu.
Af þessu var hætt við að leggja
lóðina í botn og var hún því lögð sem
kaflína, 70—140 fðm. undir yfirborði,
550 önglar. Meðan hún lá, hugsaði eg
mér að reyna með sextugu færi, sem
eg hafði með mér. Eg hafði keypt
mér í Hafnarfirði norskan öngul, er
töluvert hefir verið af látið. Á honum.
er smokkfiskur úr gúmmí, holur inn-
an og í holíð látið smokklifrarlýsi,
sem önglinum fylgir. Hugsaði eg, að
nú skyldi hann duga, og batt hann á,,
keipaði lengi, en varð ekki var. Hafði
eg svo uppi og batt á annan (vana-
legan) öngul til, beittan síld. Rendi
eg svo aftur, og eftir Btutta stund dró
eg á síldina vænan þorsk og svo rétt
á eftir annan til, en engin kind snerti
norska öngulinn. Nú mátti Nielsen
ekki lengur sitja hjá aðgerðalaus, því
hann er bezti fiskimaður á færi. Hann
fór undir færi hjá mér og varð fljótt
var. þessi fiskur fekst 55 fðm. undir
yfirborði. þá var látinn öngull og sakka
á hinn enda færisins, því fleiri vildu
renna, og fór eins. þar var nógur
þorskur. Voru um kveldið dregnir 35
þorskar á 3 færi, eða færismyndir, og
á lóðina fengust 45 þorskar á ýmsu
dýpi. Hún lá 5 stundir. Morgun-
inn eftir var lóðin lögð aftur, nokkuð
nær landi, 300 önglar í botni á 2—300
fðm. og 300 smáönglar 50 fðm. undir
yfirborði. Hún lá 4 stundir. Afli
84 +15 þorskar vænir. í mörgum fisk-
um var smááta, kampalampi, loðna og
melt 8Íld. Auk þess fengust 2 Græn-
landsflyðrur smáar. þær eru skrítn-
ar, dökkar á báðum hliðum, og neðra
augað í rönd höfuðsins, ekki komið al-
veg yfir um. þær eru mjög feitar
(því nefndar hippoglossus pin-
g u i s) og geta orðið allstórar, en þó
ekki nærri eins og vanaleg flyðra.
það er eftirtektarvert, að allur
fiskur þarna úti var fullvaxinn þorsk-
ur, og svo var að sjá, sem þar væri:
nóg af honum, eins og annars viða
við Austurland í sumar. Svo segir í
blaði frá Paimpol, að Frakkar hafi afi-
að mjög vel hér þetta ár og sérlega
vænan fisk. En engin íslenzk fiski-
skúta sést á þeim slóðum.
þarna utan að héldum vér beint til
Loðmundarfjarðar 25. júlí. þar var-