Ísafold - 15.10.1904, Page 3
271
lögð smáönglalóð í fjarðarmynnið, því
að nú átti að merkja þorsk, ef hann
fengist þar. Ofluðust 127 ýsur og
130 þorskar á ýmissi stærð. þeir
voru látnir af önglinum í sjókassa og
geymdir þar þangað til þeir áttu að
merkjast. Að því var þannig farið, að
einn maður tók hvern fiak gætilega
upp úr kassanum, annar lagði hann á
mælifjöl og mældi lengdina, þriðji festi
merkið í tálknlokið og hinn fjórði
8krifaði í bók númer og lengd fisksins.
Jafnskjótt og þessu var lokið, var fisk
inum fleygt útbyrðis. Flestir áttuðu
sig fljótt og héldu sem hraðast til átt-
haga sinna, hróðugir yfir dekóratíón
inni, en á sumum var einhver víma;
hafa ef til vill ekki getað áttað sig á
því í fljótu bragði, hvers vegna þeir
höfðu fengið orðuna. Ails voru merkt-
ir um 200 fiskar þar f firðinum.
Seiima. 28. júlí, voru merktir um 400
fiskar í Héraðsflóa. |>eir fengust þar
í botnvörpu inni undir sandi. Var
þar svo mikið af fiski, að vér fengum
þar í 6 dráttum í vora litlu vörpu nær
3 þús. af 8tútungi og þyrsklingi, og
margt af öðrum fiski. þar var alt
krökt af loðnu og hvítfugii.
Frá því hefir verið skýrt í blöðun-
um, í hvaða tilgangi þessi merking
var gerð, og vil eg biðja alla góða
menn að verða vel við bón dr. Schmidts
um að halda merkjunum til skila og
mæla fiskana nákvæmlega, ef þeir fást.
f að ætlar að gacga vel. Eg hefi feng-
ið 4 merki, þar á meðal úr Mjóafirði
og Reyðarfirði, og spurt til þriggja.
{>etta er líka gert í vora þágu ekki
síður en vísindanna; því alt sem mið-
ar til þess að auka þekkingu vora á
lífi fiskanna, mun fyr eða síðar koma
fiskiveiðunum að liði, og fiskimenn
ættu að láta sér vera ljúft (og eg veit
að þeim er það mörgum), að aðstoða
rannsóknirnar eftir föngum.
þegar þessum merkingum var lokið,
átti -skipið að fara til Færeyja til að
gera hafrannsókuir þaðan til Islauds.
Var því farið til Seyðisfjarðar næsta
dag og þar tekin kol m. m. Að morgni
hins 30. fór skipið til Eskifjarðar og
þaðan sama dag á leið til Færeyja,
en setti mig upp í Mjóafirði, því eg
gat ekki komið því við, að fara til
Færeyja.
Eg skoðaði þar hina miklu hvalveiða-
stöð á Asknesi, og mætti rita um hana
langt mál. En rúmið leyfir það eigi.
Eg vil geta þess að eins, að við hval-
skrokkana, sem voru á floti, var mergð
af þyrsklingi á 1. og 2. ári. þeir
voru þar að fá sér æti, en sjórinn gul-
ur af fitu og óþverra. Ekkí voru þeir
sjóvandir!
Eg fór síðan heim með Vestu frá
Seyðisfirði 3. ágúst og kom til Reykja-
víkur 10.
Thor kom aftur til Austurlands um
það leyti og fór norðan um land til
Reykjavíkur. Kom þangað 25. ágúst
og fór þaðan heim á leið 29. ágúst.
f>að má með sanni segja, að í sum-
ar var starfað að rannsóknunum með
engu minni atorku og áhuga en i
fyrra, enda er rannsóknarsvæðið afar-
víðáttumikið, svo að ekki veitir af að
nota timann vel, og útgerðin er dýr;
hún kostar 250 kr. á dag. En þetta
stóra svæði gefur rannsóknunum góða
uppskeru, og mér er nær að halda, að
fáum af skipum þeim, er starfa að
þessum samvinnu-rannsóknum, hafi
orðið meira ágengt en Thor, það sem
komið er.
þess skal getið þakklátlega, að Nátt-
úrugripasafn vort fekk aftur góðan við-
bæti af nýjum gripum.
Vonandi verður skipið aftur hér við
land á næsta ári.
Af ófriðinum
ná fi éttir til 6. þ. m. f>á um morg
uninn, fyrra fimtudag, höfðu Rússar
gert enn tilraun til að komast út af
höfuinni í Port Arthur með flotaleifar
sínar, en Japanar tóku í móti og hröktu
hina inn aftur. Skothríðin heyrðist
til Chifu í Kína, 16—17 mílur dansk-
ar frá Port Arthur, og stóð la/2 stund;
það hefir verið langt nokkuð þaðan,
sem fundum bar saman. fætta var
löngu fyrir fótaferð.
Rússum tekst við og við að lauma
vistum og jafnvel skotfærum inn í
Port Arthur, á kínverskum skútum.
Japanar höndla þær margar. En
nokkrar skjótast gegu um greipar þeim
á náttarþeli.
Talað er um ógurlegt mannfall af
Japönum í sókninni að Port Arthur.
Eina vikn, 19.—26. sept., eiga þeir að
hata mist 10,000.
Nú kváðu þeir búast við að umsát-
in standi langt fram á vetur.
Norður í Mandsjúríu hafa engin tíð-
indi orðin síðan lauk orustunni miklu
við Líaó yang í fyrri mánaðamót.
Hvorirtveggja þurfa tfma tíma til að
jafna sig eftir þau ósköp. Nú kann-
ast Rússar sjálfir við, að þar hafi
fallið af þeim 3000 og 13000 orðið ó-
vígir. f>eir segja, að Japanar hafi
mist þar 30,000. Mikið þarf til að
fylla það skarð.
Lftill vafi á því úr þessu, að leið-
angurinn stendur vetrarlangt.
Tryggvi kongur,
Thorefélagsgufuskipið, kom hér i
fyrri nótt frá Khöfn og Leith. f>að
fekk allra versta veður alla leið frá
Khöfn. Við Orkneyjar var svo mikið
rok, að skipið varð að liggja þar kyrt
heilan sólahring.
Mjög dást farþegar að því, hve vel
Tryggvi kongur fari í sjó, hvað sem á
dynur.
Farþegar voru 19 hingað: frá Khöfn
frú Kr. Hafstein amtmannsekkja, frk.
Kristjana Jónsdóttir (þórarinssonar)
frá Hafnarfirði, frk. Borghildur Thor-
steinsson frá Bíldudal, frú Karolína
f>orkelsson, kaþ. prestur Múnlenberg,
kaupmennirnir Páll og Kristján Torfa-
synir (frá Flateyri), cand. juris Guðm.
Eggerz, jþorkell f>orláksson stjórnar-
assistent, verzlunarm. Hjálmar Guð
mundsson (frá Flatey) með unnustu
sinni, o. fl. En frá Leith frú Bergljót
Siguróardóttir og frk. Sigríður Zoega.
Minst 15 ferðum ætlar félagið að
halda uppi næ3ta ár milli Khafnar,
Leith og Reykjavíkur. Fyrstu ferðina
byrjar Ingi kongur snemma í janúar
frá Khöfn.
Næsta vor kvað félagið ætla að
bæta við sig 2 nýjum skipum.
Veðurathuganir
1 Reykjavik, eftir Sigriði Björnsdóttur.
1904 okt. Loftvog 1 millim. 1 Hiti (C.) í»- trr- ct- <5 CD cx p N cr i ox œ vr B » 3 Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Ld 8.8 756,1 -0,3 E í 10 1,4
2 746,0 -0,6 E 2 10
9 733,2 5,7 S 2 3
Sd 9.8 733,2 3,6 s 2 7 21,3
2 735,6 3,4 s 1 5
9 737,4 4,3 sw 1 5
Mdl0.8 737,3 2,6 sw 1 8 2,0
2 739,2 3,5 s 1 6
9 740,1 2,1 ssw 1 2
Þdll.8 744,3 2.4 0 2 5,5
2 747,3 3,4 NE 1 8
9 744,5 0,1 0 2
Mdl2.8 759,5 3,6 E 1 10 0,2
2 754,6 3,6 SE 1 10
9 744,5 7,7 s 3 10
Fd 13.8 738,8 7,6 sw 1 10 43,8
2 738,5 4,6 s 1 5
9 736,8 4,5 s 3 4
Fdl4.8 744,1 6,2 sw 1 10 5,0
2 740,0 6,8 s 2 10
9 735,9 5,8 s 2 10
Prófessor Willard Fiske,
tslandsvinurinn góðfrægi, er dáinn
17. f. mán., í hárri elli.
Síðdegiguðsþjónusta i dómk. A
morgun kl 5 (sira Bjarni Hjaltested). ■
Fórn Abrahams.
(Prh )
Búar höfðu slegið tjöldum þar á vétt-
vangi á örskatnmri stundu. þeir gengu
gegnum þær herbúðir, du Wallou og
gestir hans, og hjalaði hann við þá á
leiðinni ljúfmannlega og góðlátlega.
f>að var efnislaust skraf, en lét vel í
eyrum.
Foley riddarahersir gekk við hliðiua
á honum og var hinn kátasti. f>að
lá við að hann gleymdi því, hvar hann
var staddur, gleymdi ósigri þeim, er
hann hafði beðið, og því að hann var
hertekiun maður. f>að átti svo vel við
hann, þetta hjal. Honum þótti
sem hann væri horfinn í liðsforingja
hjalstofurnar heima í herbúðum Breta.
Liðsforingjarnir gengu á eftir. Kenne-
dy lautinant hafði slegist í för með
þeim. f>eir virtu fyrir sér það sem
fyrir augun bar, og voru hálfforviða.
f>að var og eigi láandi. f>eim gafst
á að líta. Búadátarnir þokuðu góðlát-
lega úr leið fyrir þeim, háir vexti,
mok óhreinir, með skeggið í flóka, líkari
Stigamönnum en hermönnun. f>eir
námu staðar, er hinir voru gengnir
fram hjá, og horfðu á eftir þeim
áhyggjusamlega. Vögnum hafði verið
raðað í hring. f>ar sást innan um þá
heil vistalest, sem hafði verið tekin
frá Bretum. Liðsforingjarnir brezku
létu sem þeir sæju hana ekki. f>eir
skoðuðu í þess stað vandlega fall-
byssurnar, sem glentu ginin út yfirflat-
neskjuna. Stórskotaliðarnir voru enn
óhreinni að sjá en félagar þeirra,
Hinir herteknu menn gátu eigi varist
brosi, er þeir sáu þá. (Jr því að það
lítið, sem fjendur þeirra höfðu á að
skipa af reglulegu herliði, leit svona
út, þá mátti nærri geta, hvað í hitt
mundi varið. Nokkrir ökumenn af Kaffa-
kyni hoppuðu háværir til og frá innan
um vagnana, gáfu hestunum, kembdu
þeim og struku þá og gerðu hundr-
að viðvik, sem gera þarf hvenær sem áð
er. Búahermennirnir lágu endilangir
kringum stórt bál, eða voru á rangli
til og frá með pípur í munni. f>eir
voru heldur garmalegir að sjá þarna í
rökkrinu. þeir voru í gauðslitnum
og rifnum frökkum, klunnalegum stíg-
vélum, sem þeir pjökkuðu í jörðina,
og hattarnir svo barðabreiðir, að varla
sá í andlit þeim. Hingað og þangað
heyrðist sunginn sálmur digrum róm
og óþyðum, og að honum loknum
gengur fram rykugur merkisvaldur,
tekur ofan og fer að prédíka.
Liðsforingjarnir herteknu bitu á
vörina. f>eim sveið það, að hafa farið
halloka fyrir þessum sigalega alþýðu-
mannahóp, er þeir vissu vel að ekki
var meira samheldi í en það, að þeir
mundu tvístrast í allar áttir næsta
skifti sem þeir yrðu fyrir einhverju
áfalli. Eu þeir hugguðu sig við það,
að liðsmunur hefði verið svo mikill,
og að hér hefði mestu ráðið tóm tilviljun,
svo sem hundraðshöfðiuginn hafði verið
svo kurteis að friða þá með. f>eir hvísluð-
ust á spurningum, þarna sem þeir fálm-
uðu sig áfram f myrkrinu eða klofuð yfir
um sofandi Búa, sem hafði dottið út
af með byssuna í hendinni.
Hver varþessi du Wallou? Hafði
nokkur maður heyrt hann nefndan
áður? f>eir höfðu veitt því eftirtekt,
hvað stigvélin hans voru vandlega
gljáð, hve vel hann var búinn, hve fyrir-
mannlega hann bar sig og hve létt
honurn var um mál. f>eir gizkuðu á,
að þetta mundi vera einhver útlendur
fyrirliði, en skildu ekki f, hver það gæti
verið, með því að þeir höfðu flýtt sér
á brott alt hvað af tók jafnskjótt sem
Búar tóku til að fara hverja hrakförina
eftir aðra; þeim hafði að eins veitt bet-
ur allra fyrst.
Vér höfum gert oss að reglu, herrar
mínir, anzaði du Wallou kurteislega, að
gera aldrei það, sem búist er við af
oss. f>að er eins og vopnaviðskifti
verði tilbreytingameiri með því lagi.
• HAFNARSTRÆTI 17 18 19 20 21 KOLASUND I 2 *
• RE YKJAVIK •
Nýhaf nardeil d in
fékk nú með Kong Trygve mikið af
alls konar vörum, t. d.:
Kpli, Perur, \ inber,
Hfelónur, Paukur,
(jitrónur
Ennfremur: Qsta^ pylsur^
piesk,
o. m. fl.
Lifandi myndir sýndar i Báru-
búð sunnuduginn 16. október.
Ol. Johnsen & Co.
Ef einhver Rangæingur brúkar íjár-
markið hamarskorið hægra og tvírif-
að í stúf vinstra eða á von á vetur-
gömlum sauð mórauðum með því, þá
láti hann mig vita þaö sem fyrst.
Mhv. 9. okt. 1904.
i»orst. Thorarensen.
Rauðnr hestnr klárgengnr tapaðist
frá Lágaielli nýlega. Finnandi skili til
rakara Magnúsar Þórarinssonar Rvík.
Eg undirskrifuð tek að mér eins
og að nndanförnu guitarskenslu og hann-
yrðir. Yestargötu 32.
Halla Vaage.
Þrifin stúlka óskast í vist nú þegar,
fáment heimili, hátt kaup.
Einar Vigfússon Þingholtsstræti 11.
„Dan“-brennarinn,
langbezta, bjartasta og ód/rasta stein-
olíu glóðarljósið, sem völ er á, fæst að
eins hjá
St. Runólfssyni,
Pósthússtræti 17 — Reykjavík.
aö koma og velja jólagjaíir yöar nú
áður en Laura fer (24. þ. m.). Þá fáið
þér munina í desember. — Munið að
koma i tima.
St. Runólfsson.
PósthÚ8str. 17.
SKANDINAVISK
Exportkaffi-Surrogat
Kjobenhavn. — F Hjorth & Co-