Ísafold - 05.11.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.11.1904, Blaðsíða 2
282 anar hafi mist þar um 50 þús. manna frá því er umsátaraðsóknin hófst að borginni í vor. Talað um, að Japanar hafi ætlað að gera sitt hið sárasta til að vinna hana núna 1 fyrra dag, af því að það er afmælisdagur keisara þeirra. f>eir hafa loftför hvorirtveggja, umsátar- herinn japanski og setulið Bússa í borginni, til þess að skygnast hvorir um hinna hagi, og lánast það vel. Bússakeisara á að hafa verið veitt banatilræði 20. f. m. Hann var ó- skaddur, en 11 menn aðrir biðu bana eða urðu sárir. Getur hvorttveggja verið, satt eða ósatt. Eússar halda slíku leyndu af fremsta mætti. Eoosevelt Bandaríkjaforseti hygst að kveðja til friðarfundar í Haag, til fram- halds þeim, er Bússakeisari var frum- kvöðull að fyrir nokkrum árum (1898). Holdsveikrahæli í Vesturheimseyjum. Vesturheimseyjarnar dönsku eru sá staður annar í Danaveldi en Island, þar sem holdsveiki er landlæg; og eru sjúklingar þeir enn ver haldnir þar en hér gerðist áður en Laugarnesspítali var stofnaður og gerist enn það sem hann nær ekki til. Góðgerðafélag það, er gaf íslandi Laugarnesspítalann, Oddfellowfélagið í Danmörku, hefir nú færst það stór- ræði í fang, að reyna að koma upp sams konar holdsveikrahæli í Vestur- heimseyjunum. Laugarnesspítalinn kostaði 130,000 kónur. Hinn spítalinn á að kosta 60,000. Hér töldust prófessor Edv. Ehlers vera um 200 sjúklingar. Hann nefir gert sams konar rann- sókn þar vestra og fundið nokkuð á annað hundrað sjúklinga. Við það er kostnaðarmunurinn mið- aður. Eyjabúar hafa ekki efni á að koma sér upp almennilegum spítala, fremur en vér. Og ríkissjóður Dana telur sér það ekki skylt. Hann vill að eins taka að sér að ábyrgjast árskostnað slíkrar stofnunar, þegar hún er kom- in upp. Mörgum mun þykja það heldur fjarskylt oss, að fara að styðja þetta fyrirtæki. Vér höfum í mörg horn önnur að líta, og nóga bágstadda nær oss. En drengilegra er þó og manna- legra að daufheyrast ekki við ofur- hógværlegum tilmælum fyrnefnds fé- lags um að leggja eitthvað ofurlítið af mörkum til þessa fyrirtækis. |> a ð minnist ekkert á hina höfð- inglegu gjöf, er vér höfum af þvf þeg- ið, Laugarnesspítalann. En v é r getum ekki annað en minst hennar, er vér heyrum frá þessu sagt. |>að er meira í varið að geta kom- ið fram eins og maður, þegar svona stendur á, heldur en að spara nokkra aura með því að halda buddunni harðlæstri fyrir þessum aumingjum, sem hér er verið að hugsa um. f>að er meira varið í, að vera ekki sí-þiggjandi af öðrum þjóðum, heldur geta verið rétt einu sinni ofurlítið veitandi. Nú um áramótin þyrfti það aðvera komið, sem hér kynni að gefast. f>að er Oddfellowstúkan hér, sem fyrir þeim samskotum gengst, og hef- ir áformað að halda auk þess tom- bólu — eina af átján — að mánuði liðnum. Borgarar þessa bæjar gefa ósköpin öll á tombólur á hverju ári. þeir hafa gert það í haust og eru að því enn. Ekki skulum vér telja það eftir né telja úr því. En tombóla í þessu skyni verður aldrei haldin hér oftar, fyr né síðar; þ a ð er áreiðanlegt. þeir munu því ekki kunna við að gera hana afskifta. Fyrir tombólunni og öðrum sam- skotum hér gengst nefnd úr Odd- fellowstúkunni, og mun hún gera vart við sig bráðlega. Bitstjóri þessa blaðs veitir peninga- gjöfum viðtöku fyrir hennar hönd og auglýsir jafnóðum. Keykjavíkur-samsærið. Samsæri það til að koma blaðinu Beykjavík algerlega í bendur ráðgjaf- ans og hans nánustu vina og vanda- manna ogannarra fylgifiska, sem hér var frá sagt um daginn, hafði þau eftirköst, að á næsta fundi í Kaupmannafélag inu, er sami maður er formaður fyrir eins og Beykjavíkur-hlutafélaginu, D. Thomsen konsúll, var samþykt með öllum greiddum atkvæðum (7 af 9 á fundi alls) áskorun til hans um »að leggja nú þegar niður umboð sitt sem formaður félagsins og meðlimur kaup- mannaráðsinst. Félagsmenn voru 18 alis, og þá að eins helmingur þeirra á fundi. Lög- Iegur var hann þó, og því lýst yfir af formanni. En réttara þótti að reyna nýjan fund, áður lengri ræki; en valt því að treysta þó, að betur færi, nema tryggilegar væri um búið. Fyrir því var herör upp skorin og liði safnað til fylgís formanni utan félags—þeir látn- ir ganga í félagið í hrönnum. Höfuðsmalinn hafði verið Lands- bankastjórinn. En vel og vasklega fylgdu honum kosningaBmalar hans gamlir hér, hinir atkvæðamestu og nafnkendustu þeirra á meðal. Með öðrum orðum: reynt að beita aftur sama ofríkinu við Kaupmannafélagið eins og við Beykjavíkur hlutafélagið fyrri daginn. En er það vitnaðist, söfnuðu hinir liði í móti, sem ekki var láandi. Komst með þeim hætti félagatalan úr 18 upp í nær 60. Síðan var lagt til orustu sunnudag- inn var. f>ar átti að fá ónýtta (aft- ur tekna) áminsta áskorun til for- manns, og þar á ofan að dæma þá eftir kæru, er hana höfðu undirskrif- að, líklega til burtreksturs. | Afturköllunin marðist fram í orði kveðnu með 27 atkv. gegn 24. En af þe8sum 27 voru 3—4 talin ólögleg af minni hlutanum, brotin þar fyrir- mæli félagslaganna. Við kæruna var hætt. f>eir sem áskorunina samþyktu á fyrra fundinum rökstuddu [hana sem hér segir meðal annars í prentuðu skjali: 2. gr. Kaupmannafélagslaganna seg- ir tilgang félagsins þann, »að efia gott samkomulag og góða samvinnu meðal kaupmanna innbyrðis og meðal kaup- manaastéttarinnar og hinna ýmsu stjórnarvalda, er hafa afskifti af mál- um, er varða verzlun og siglingar*. Starfsemi hr. D. Thomsens hefir farið alveg í öfuga átt nú upp á sfð- kastið. Hann hefir spilt stórum sam- komulagi og samvinnu kaupmanna innbyrðis með baráttu sinni fyrir þvf, að koma yfirráðum kaupmannablaðs- ins fyrir fult og alt í hendur manna utan kaupmannastéttarinnar. Með því hefir hann líka spilt stórum sam- komulagi og samvinnu kaupmanna við stjórnina, því að mörgum þeirra gremst í meira lagi sá yfirgangur, sem í frammi hefir verið hafður við eigendur kaupmannablaðsins af hr. D. Thomsen og nokkrum öðrum, er hlaupa sama erindi. Hr. D. Thomsen hefir því brotið gegn b á ð u m liðum þessarar greinar. Hann hlýtur að vita það sjálfur. Að minsta kosti getur það ekki dulist neinum, sem víll líta á málið með nokkurri athygli og nokkuð veit, hvernig hug kaupmanna hér í bænum er farið. Jafnframt hefir hann ber- sýnilega brotið gegn 6. gr. Kaupmanna- félagslaganna, sem kveður á um verk- svið Kaupmannaráðsins — að það skuli »koma fram sem málsvari kaupmanna í Beykjavík og gæta hagsmuna kaup- mannastéttarinnar yfir höfuð, og s é r í lagi gagnvart þingi, landstjórn og b æ j a r 8 t j ó r n«. Hér í bænum er gefið út blað, sem samkvæmt lögum sínum hefir það ætlunarverk, »að vera mál- gagn kaupmanna«. þetta er skýrum orðum tekið fram í lögum hlutafélagsins »Beykjavík«. Formaður Kaupmannaféiagsins og Kaupmannaráðsins, hr. D. Thomsen, berst fyrir því af alefli, að þetta blað hætti að vera málgagn kaupmanna og verði eingöngu málgagn stjórnarinnar. Með þeim hætti kemur hann fram »sem málsvari kaupmanna í Beykja- vík«! Með þeim hætti telur hann BÓr bera að »gæta hags kaupmannastétt- arinnar yfir höfuð, og sér í lagi gagn- vart þingi, landstjórn og bæjarstjórn«! Ritsímamálið Og ráðgjafafylgifiskarnir. Ekki næði það neinni átt að efast um, að ráðgjafinn hafi viljað hið bezta með hlutdeild sinni í ritsímasamningn- um, hvort sem hún er mikil eða lítil. Annað væri afar-óeðlilegt og óskiljan- legt. En að gera árangurinn af þeim af- skiftum hans að óskaplegu þrekvirki, og fagnaðarefni fyrir oss, eins og nán- ustu fylgifiskar hans hafa hlaupið með upp til handa og fóta, — það sann- ast að verður honum fremur til ógreiða en hins. f>að er stórmikið fagnaðarefni, e f ritsíminn kemst á, eða þ e g a r það verður. En það er um leið stórmikið á- hyggjuefni, ef rasað er að því fyrir ráð fram og með ókleifum kostnaði eða afarkostum oss til handa. Síðasta þing var einráðið í því, að vilja ekki til hans verja nema þessu 35 þús. kr. árstillagi um 20 ár, þ. e. til millilandahraðskeytasambands og innanlands til allra kaupstaðanna 4. En nú hefir þingsins fulltrúi, ráð- gjafinn, samið um fyrnefnt tillag til millilandaritsíma eingöngu og skuld- bundið landið cil að kosta sjálft inn- anlandsímann, með fyrirheitnum styrk frá þeim, sem hinn leggur og lítils sem einkis arðs getur af honum vænst með öðru móti, fremur en ef það, Bitsímafélagið, legði endann, sem. hingað veit, við dufl úti í hafi. Sá kostnaður veit enginn, hver verða muni. f>að er g i z k a ð á, að hann muní ekki fara fram úr 100,000 kr., frum- kostnaðurinn. Og hvað er það þá, sem þar er hugsað til? Að ein8 þráður beint milli Austfjarða og Akureyrar og þaðan beint til Eeykjavíkur sveitir, og álma vestur á Langadalsströnd, með ef til vill ekki nema 3 ritsímastöðvum: eystra, á Ak ureyri og í Beykjavík, en talsímastöðv- um að eins þar í milli, og þeini frem- ur fáum sjálfsagt. f>að þykir frágangssök, að leggja landsíma alla leið til ísafjarðar, bak við alla Djúpfirðina, yfir Glámujökul. |>ví er hugsað til að hafa sæsíma út Djúpið. Og hann kvað kosta 80,000 kr. Sæsímar eru svo stórum mun dýrari en landsímar. En eftir það alt vantar hraðskeyta- tengsli við alla Vestfirði, nema ísa- fjörð, alla kaupstaðina þar, frá Ólafs- vík til Onundarfjarðar, og vitaskuld alla þá staði á landinu, sem eru ekki beint í leið aðal landsímans. það sjá allir, að þetta hlýtur að verða gífurlegur kostnaður, sem ekk- ert vit er í að leggja út í blindni. f>að er ekkert áhorfsmál að gera þaðr ef það reynist kleift. En um það þarf þing og þjóð að vita eitthvað fyrir fram. f>eir segja, fylgifiskar ráðgjafans og: 8tjórnarinnar yfirleitt, að landið sé b u n d i ð við samninginn frá 26. sept.,. hvað sem líður fjárveitingunni á síð- asta þingi eða skilning á henni. Mun þá ekki mörgum verða á að spyrja: Hver nauður rak til þess, að lúka þeim samning fyr en þing kæmi saman í sumar? Varþaðþetta, að Bitsímafélaginu norræna lá á að fá lengd ritsfmaeinkaleyfi sfn hjá Bretum, bæði hér í álfu og austur f Asíu? Eigum vér að gjalda þess? Og annað hitt: var engin leið að þvf að komast að betri kjörum en þetta við Bitsímafélagið, hafi svo ver- ið, sem fullyrt er, að ritsímalagning hingað hafi verið gerð að skilyrði fyr- ir áminstri einkaleyfisframlenging? f>að er kunnugt, að Bitsímafélagið græðir geipilega ár hvert á ritsímum sinum eystra og mundi ekki hafa viljað verða af þeim gróða fyr en í fulla hnefana. Bretar hafa lengi vitað um og kann- ast við brýna þörf á ritsfma hingað, þótt ekki hafi þeir viljað leggja fé af mörkum til hans sjálfir úr ríkissjóði,. með því að það væri gagnstætt þeirra stjórnarfarsreglum, enda stæði öðru ríki nær, þ. e. því, sem ísland er óað- skiljanlegur hluti af. Nú h e f i r verið eftir þeim haft,. að þeir þykist hafa g e f i ð íslandi ritsíma, með þvf lagi, sem hér hefir verið á vikið. |>eir hafa enga hug- mynd um það, að vér séum látnir leggja til hans stórfé að tiltölu. Hvort það er rétt eða ekki, er ekki hægt að ábyrgjast neitt um að svo stöddu. En áhyggjuefni er þetta alt saman,. og sýnir, hve afar-ótímabær eru ölt fagnaðarlæti út af samningnum fr& 26. sept.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.