Ísafold - 24.11.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.11.1904, Blaðsíða 2
294 uðum orðum: að unga fólkið fari til Eeykjavíkur til þess að læra ekki neitt. En þesai orð eru ekki réttilega höfð eftir þeim bónda. þjóðólfur tek- ur þau að vísu upp eftir öðrum manni (J>. H.), sem eignar honum (Vigfúsi) þau. En það er jafn-rangt fyrir því. þau eru eign alt annars manns (K. E.). þessi orð get eg ekki held- ur séð, að sýni neitt Eeykjavíkurhatur. í hæsta lagi geta þau sýnt gremju til unga fólksins, sem fer til Eeykjavíkur í því skyni að koma einhverju nafni á að menta sig, eða eitthvað því um líkt, og litla trú ú lærdómi þess þar, ef annars er nokkur heil brú í þeim. Hvort sem Eeykjavíkurhatur er til eða ekki, þá held eg að það sé athuga- verð tízka fyrir Eeykjavíkurbúa, að viðhalda þeirri haturs- eða óvildartrú hjá sér; því það eitt gæti orðið tilefni til haturs. Ekki mundi það kunna góðri lukku að stýra, ef einhver bóndi brýndi oft fyrir heimilisfólki sínu, að sambýlisfólk hans í hinum bænum bæri mikinn óvildarhug til þess. Af því gæti leitt ósamkomulag. DreDgilegra væri fyrir þennan bónda, að benda sambýlisfólki sínu á hatur þess og óvild, ef hann gæti rökstutt það, og leiða því fyrir sjónir, hversu ástæðulaust það væri. þ>ó eg geti ekki skilið í, að mikið sé um hatur til Eeykjavíkur, eða íbúa hennar, þá hef eg þó orðið var við, að mönnum í öðrum héruðum tekur sárt til ástandsins hjá sér, sérstaklega til sveita, og þykir þau verða hart úti með eitt og annað móts við Beykjavík. Svo sem að verða að sleppa fjölda unga fólksins til Beykjavíkur, þegar búið er að klekja þvi upp, en stund- um að taka við því aftur, sem verður heilsulaust og ósjálfbjarga; a ð efna- bændur yfirgefa bújarðir sínar, og flyt- ja sig þangað í hópum, og eins ekkjur efnamannanna;og a ð embætismennirn- ir eru farnir að leggja niður embættin til þe88 að komast þangað, en fátæk- lingar eða þurfamenn mega ekui flytja sig þangað. f>að sýnist vera vorkunn- armál, þó að raörgum renni til rifja þetta ástand, meðan þeir vilja ekki yfirgefa þau héruð með öllu. f>að sýn- ir ekki neitt Eeykjavíkurhatur. Öll héruð landsins mundu telja sér hag í því, að alþingi væri haldið hjá sér, að landstjórnin væri búsett hjá sér og talsverður hluti þingmanna; en þjóðin vill hafa alt þetta í Beykjavík, og sýnir það fráleitt Beykjavíkurhat- ur eða að Eeykjavík sé neitt olnboga- barn. Skólana vill þjóðin hafa í Eeykja- vík. Ekki mega einu sinni búnaðar- skólarnir vera nú lengur í sveit, eða þeir mentamenn, sem búnað kenna. f>eir skólar sýnast þó vera þeir einu, er þar eiga að réttu lagi sæti. Ef til vill verður það kallað Eeykjavíkur- hatur, að mæla í móti flutningi þeirra þangað. Samgöngufærin, bæði á sjó og landi, vill þjóðin hafa bezt til Beykjavíkur. Söfnin vill hún hafa þar, og bank- ana og flest annað, sem landinu við kemur og til framfara horfir. Minsta þakklæti frá Beykjavík fyrir alt þetta má vera ámæli um Beykjavíkurhatur. Blöðin eru flest útgefin í Beykjavík. Eæða þau því, sem von er, meira Eeykjavíkurmálefni en annarra héraða, og undirbúa þau til framkvæmda f>að eru að eins allra beztu blöðin, sem öllum eru óháð, er halda eins á lofti þörfum og kröfum fjarlægari hér- aða, eftir því sem þau þekkja og vita bezt. Enginn sanngjarn og góður dreng- ur, hvorki í Beykjavík né annarsstaðar, mun leggja það illa út, þó að eÍDhver- ir menn bendi á það, að nú sé ástæða til fyrir þjóðina, að hlynna að mörg- um héruðum landsins öllu fremur en Eeykjavík, þegar svo er komið, að fólkið streymir úr þeim og virðist vera farið að veikjast í trúnni a gæði lands- ins, en fá í sig Eeykjavíkursótt. Og þegar svo er komið, að Beykjavík stendur langbezt allra kjördæma að vígi um að koma fram sínum rnálum hve nær sem er. Mér flýgur í hug að segja, að ef Beykjavík fer að hallmæla þjóðinni fyrir hatur til sín, eða fyrir framkom- una við sig, þá vinni hún ekki til þess, að þjóðin beri hana eins á hönd- um sér og hún hefir gert. Fari að bera á því til muna, að stjórnin eða þingið noti völd sín til þess, að koma fram sínum eigin mál- um, en skeyti minna um annarra, og Beykjavík noti sína krafta til þess, þá er ekki ótrúlegt að fari að bera á hatri til hennar. En nú mun naum- ast svo vera. f>að ástand þyrfti Beykjavík því að forðast, ekki síður en önnur héruð. Beykjavíkurhatur þarf að kveða nið- ur, ef það er nokkurt til, og ekki það einungis, heldur einnig alt umtal um Beykjavíkurhatur, svo að það umtal orsaki ekki neitt hatur. Vér ættum að geta búið saman í einingu og friði á voru afskekta landi og borið hlýjan hug hver til annars. En skilyrði fyrir því er, að vér beitum engum rangindum hver við annan, hvorki í orði né verki. Helli 3. október 1904. Sig. Guðmundsson. Um íslenzka leikment er grein 1 Berlingi 5. þ. mán. út af því, að þá höfðu kveldið áður verið leiknir smáleikir í íslendingafélagi (Hinrik og Pernilla, Trína í stofufang- elsi o. fl.), þar sem þau sýndu list sína, frú Stefanía Guðmundsdóttir, frk. Elín Matthíasdóttir (prests Joch- umssonar) og hr. Árni Eiríksson. Höfundurinn, S. P. (= Svend Poul- sen, sonur prófessors Emil Poulsens, hins fræga fyrv. leikara við kgl. leik- húsið), lætur mjög yfir frammistöðu þessara ísl. leikenda allra, frú Stefaníu þó me8t. Hann lýair leik hennar allítarlega og fer um hann margvís- legum lofsj'rðum. Segir hún leiki svo náttúrlega, sem þeim einum sé lagið, er mikilli leikgáfu séu gæddir. Hún hafi verið frámunalega yndisleg í her- bergisþernugervinu (sem hún lék), ým ist kát og gáskamikil, eða döpur og raunaleg á svip, alt eftir því sem við átti, og farið það alt svo lipurt og létt, og svo vanalega um leið, eins og væri hún frá stóru höfuðstaðarleik- húsi, en ekki frá ofurlitlu prívatieik- húsi á fjarlægri og afskektri ey. Enn meira dáist hann að því, hve fimlega henni hafi tekist að bregða sér í ham 15 vetra telpu, þar sem er Trína í stofufangelsi. »Hún söng og dansaði svo létt og þekkilega, var svo glens mikil, óskammfeilin, viðkvæm, óprútt- in, stelpuleg, sem við átti, en þó aldrei og úr hófi fram; áhorfendur klöppuðu lof í lófa hvað eftir annað«. Leikið var á íslenzku, sem höf. skildi ekkert í, en segir að láti fyrir- taksvel í eyrum á leiksviði, — mjúk og beygjanleg, hraðmælt og léttfæri- leg, en þó þróttmikil og full af hlý- jum tónum. f>að muni ekki þykja líkindalegt, en sé þó satt, að íslenzku svipi til ítölsku (að hljómfegurð); enda veiti íslendingum mjög hægt að bera fram ítölsku. Höf. skorar á Islendingafélag eða að einhverir íslendingar í Khöfn taki sig saman um að veita frú Stefaníu kost á að sýna sig dönskum áhorfendum í einhverju alvarlegra hlutverki. Hann fullyrðir, að þeim muni vel að því getast, þ ó a ð málið bagi. Mannalát. Hinn 16. þ. m. andaðist að heim- ili sínu, Hruna, sóknarpresturinn þar, síra Steindór Briem, eftir langa og þunga legu af innvortis meinsemd (krabbameini ?). Hann var 55 ára gamall (f. 17. ág. 1849). Útskrifaður úr latínuskóla 1871, af prestaskóla 1873, vígður 1873 aðstoðarprestur föð- ur síns, Jóhanns prófasts Kr. Briem í Hruna; fekk brauðið eftir hann 1883 og þjónaði því alla tíð síðan. Hann var kvæntur (1873) Kamillu Sigríði Pétursdóttur Hall. Hún lifir mann sinn og börn þeirra 3: Jóhann Krist- ján Btúdent, nú á prestaskólanum; Jón Guðmundur heima; Elín (elzt) gift bú- fræðing Árna Árnasyni í Hruna. Síra St. Br. var góður kennimaður og vel skáldmæltur. Hann var mesta ljúfmenni og valmenni, og einkarvel látinn af sóknarmÖDnum sínum og öðrum, sem kyntust honum. Hann var hógvær og lítillátur, glaðvær og skemtinn, er svo bar undir. Jarðarför ráðin 2. desbr. Aðfaranótt hins 18. nóv. hvarf bónd- inn Loftur Loftssoní Steins- holti í Gnúpverjahreppi úr rúmi sínu á nærklæðum einum, og fanst um morguninn eftir nokkra leit ör- endur í pytti einum skamt frá bænum. Hann hafði verið geðveikur á þessu hausti, og enda brytt á því stundum fyr, en enginn ugði þó að hann færi sér að voða, meðfram sökum þess, að hann virtist vera svo máttfarinn, að hann komst tæplega hjálparlaust milli rúma. Hann var kominn undir sjötugt; læt- ur eftir sig ekkju og 4 börn, Bum uppkomin. Loftur heitinD var sæmilega efnaður, og allar ástæður hans og heimilislíf í mjög góðu lagi. Hann var lengst af æfi sinnar orð- lagður fyrir glaðlyndi og gamansemi, og mesti sæmdarmaður, enda einkar- vinsæll og vel metinn. Nýlega dánir eru ennfremur í Hrepp- um austur : Sigurður Jónsson (Sveinbjarn- arsonar frá Tungufelli), er lengi bjó á Jaðri; dó 14. oktbr., 73 ára gamall. Gróa þorvarðsdóttir, í Skáldabúðum, ekkja Bergs bónda Jóns- sonar, fyrrum í Skriðufelli. Hún dó 30. okt., 68 ára. Embætti. Keflavíkur læknishérað hefir verið veitt þorgrími þórðarsyni, héraðslækni á Borgum í Hornarfirði. Póstgufuskip Laura (Aasberg) kom mánndag 21. þ. mán., 2 dögum á undan á- ætlun. Farþegar: bankastjóri Emil Schou aftur frá Khöfn, og frá Yesturheimi frú Gruðrún Sigurðardóttir (kona H. H. kaup- manns) með dóttur sinni, og fröken Kristín Gunnlaugsdóttir (frá New-York). Tryggvl kongur (Emil Nielsen) kom hingað aðfaranótt þriðjud. (22.). Hafði gengið ferðin mjög vel, kom svona alveg áætlunardaginn, þótt orðinn væri viku á eftir, er hann fór héðan síðast. Farþegar Árni Eiriksson verzlm., Þorv. Þorvarðsson prentari og Þorvaldur Páls- Bon læknir. Ferð ura Holland. Eftir Thora Friðriksson. V. Fyrir milligöngu herra v a n der H o e v e n s fengum við að skoða tvo bóndabæi nákvæmlega, neðan frá kjall- ara og upp á loft. Hollenzkur bóndabær er svo ólíkur íslenzkum, sem framast má verða, og er það þrifnaðurinn, sem gerir mest- an muninn. Frá þjóðbrautinni liggur snotur brú yfir síki inn að búsinu, og ekki eru þar hafðar hlandforir og fjós- haugar fram undan glugganum, heldur fallegir blómgarðar. Sfkin bera burfe öll óhreinindi og áburðurinn er vel hirtur í þar til gerðum, lokuðum gryfj- um. Að blómgarðinu snúa stofuglugg- arnir og aðaldyrnar, en um þær er ekki gengið nema á stórhátíðum og tyllidögum, eins og t. a. m. við hjóna- vígslur og jarðarfarir. Við urðura að ganga um bakdyrnar, og komum þá fyrst í fjósið. þetta var vellauðug- ur bóndi, sem við heimsóttum, og var því húsið stórt, en fjósið tók upp hér- umbil úa Aluta þess; þar voru á að gizka 80 kýr, en alls átti hann 140,. og voru hinar í útihúsi áföstu srújör- og ostagjörðarhúsi, er síðar verður minst á. Fjósið er alt þiljað innan, bjart og loftgott; flórinn er að líkind- um hreinsaður oft á dag, því eugin fanst lykt þar inni; enda eru Hollend- ingar svo hræddir við allan óþrifnað, að þeir festa halana á kúnum upp í loftið, svo þær óhreinki sig ekki með' því að sletta þeim til. Einhver ferða- raaður hefir sagt, að engin skepna í heimi, maður né málleysingi, ætti betra en hollenzk kýr; henni væri hjúkr- að eins og konu, er lægi á sæng, 'Líklega er þar nokkuð djúpt í árinni tekið. En víst er um það, að vel er farið með kýrnar, og að þær eru stórar og þriflegar. Ekki eru þær látnar út fyr en farið er að hlýna, og eru þó látnar hafa yfir sér kápur fyrsfe á vorin. pó að nóg væri grasið, þeg- ar við komum til Hollands í byrjun aprílmánaðar, var hvergi farið að láta kýr út. þær eru látnar vera úti nótfe og dag á sumrum, og er þá fjósið alfe þrifið upp, hengdir diskar upp til prýð- is um öll þil, látið þykt lag af skelja- sandi á gólfið, og svo er alt heimilis- fólkið látið sitja þar á daginn. Úr fjósinu fórum við inn í dagstof- una, og tók bóndinn af sér skóna áður en hann gekk inn. það er siður alstaðar; og á Fríslandi, þar sem þrifnaðurinn er mestur, er sagt, að húsfreyjur láti vinnukonurnar bera geBtina inu á bak- inu, svo að þeir spori ekki gólfið. J>ví mun svarað verða svo, að þær þurfi að vera býsna-sterkar til þess að lofta fulltíða karlmönnum; en enginn, sem hefir séð þessa stæðilegu kvenmenn, efast um, að þær séu færar um það, enda þekkja allir sögun um G r o t i u 8, vísindamanninn mikla (1583—1645), er kona hans náði úr varðhaldi með því, að láta vinnukonuna sína bera hann burt í bókakistu. Inni í stofunni sat kona bónda i hægindastóli og var að hella te úr Bilfurkönnu í postulínspör, því aðrir gestir voru komnir en við. f>að var malari þar úr nágrenninu, og þegar hann heyrði, að við værum útlend- ingar, bauð hann okkur að skoða mylnuna sína, og það gjörðum við á heimleiðinni. Stórt orgel var þar, og var okkur sagt, að nærri á hverjum bóndabæ væri orgel eða fortepíanó, þó enginn kynni að leika á þau. f>á skoðuðum við smjör og osta- gjörðarhúsið; það var með nýju lagi, vólarnar gengu fyrir gufuafli og karl- menn hafðir við það. Við komum of seint til að sjá búverkin, því komið

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.