Ísafold - 07.02.1905, Qupperneq 1
7
(
AFOLD
Uppsögn (skrifleg) btmdin v.ð
iramót, ðgild nema komin sé tíl
itgefanda fyrir 1. oktðber og kaup-
andi skuldlaus við blaðið.
Afgreiðsla Austurstrœti 8.
Reykjavík þriðjudaginn 7. febrúar 1905
6. btad.
Kemur út ýmist einn sinni eða
tvisv. í vikn. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 */, doll.; borgist fyrir miðjan
’úli (erlendis fyrir fram).
XXXII. árg.
I. 0. 0. F. 862I081/,. I-
ísafold kemur lít
næst flmtudag 9. þ. m.
isr Reykjavíkin, gufub.,
fer suður í Keflavík þrd. 14.
þ. m.
Þilskip
lítið, vandað og vel útreitt,
er tii sölu nú þegar, með
mjög sanngjörnum kjörum.
Nanara í afgreiðslu Isaf.
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i
bverjum mán. kl. 2—3 i spitalanum.
Forngripasafn opið á mvd. og Id ! 1 —12.
Hlutabankinn opinn kl.10—3 og 61/,—7‘/2.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
án á ’uverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
«unnudag8kveldi kl. 81/, siðd.
Landakotskirkja. Guðsþjðnusta kl. 9
og kl. 6 á hverjum helgum degi.
Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit-
jendur kl. 10*/2—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
tl 10—2. Bankastjórn víð kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
41.12—3 og kl. 6—8.
Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud
•og ld. kl. 12—1.
Tannlœkning ókey pis i Póstbússtræti 14.,
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Páll Briem
a m t m a ð u r.
Það er ei nýtt, að *sifurkerin sSlckva«,
en sjávar-slýið flýtur ofan á.
Úr stáli brandar stceltir sundur hrökkva,
er ‘siráin veiku sveigjast til og frá.
Uni hitadaga dregur oft upp mökkva,
svo dagsins auga lokar sinni brá.
Og það er eins um holdið og um heyið:
hið hœsta’ og þroskamesta’ er snemma
slegið.
Alt sýnist þetta lögmál lifsins vera, '
og landið vort má kenna’ á þessu enn.
Hér er svo margt og mikið upp að skera,
en margoft fátt um röskva verkamenn.
Ef einhver maður merkið hátt vill bera,
er mótbyr vís, — og þruman ríður senn.
Oss lízt sem nomin burt þeim beztu svifti,
svo ber við oft, og nú í þetta skifti.
Svo fór um Pál, einn fslands óskasona,
þess eldheitasta vin og bezta mann.
Af honum enn menn voru margs að vona,
menn vissu’ að hann af ást til landsins
brann.
Enþetta brást, og það er komið svona,
um þessa von er úti, burt er hann!
Hér meira fór en silfurker i sæinn,
hér seig og margra vonarstjarna’ i œginn.
í skýli veiku hér bjó hraustur andi,
i hýsi smáu stór og göfug sál.
Hann víða fór á visindanna landi,
en vel þó geymdi’ hins helga arins bál.
Hans skyn var hvast og iðnin óþreytandi
og áhuginn um þjóðarinnar mál.
Og aldrei var svo fult af köldum frœðum,
■að fjörið ekki brynni' i heitum œðum.
Hér er svo margt, svo margt, sem þarf að
gæta,
svo mörg og stór vors þjóðlífs viðurstygð.
Það illgresi þarf upp sem bezt að ræta,
ef á að geta þróast farsœl bygð.
Alt vildi’ hið góða göfugmenni bæta,
og gróðursetja frið og trú og dygð.
Hver verður til að talca við af honum ?
Hver treystir sér aflandsins vösku sonum ?
Hér er svo margt, svo margt, sem þarfað
grœða,
en mörgum verður einatt ráðafátt.
Menn hafa’ ei trú né traust til landsins
gœða,
en taka’ að flýja hver i sína átt.
Hann vildi skógi holt og hliðar klæða,
og hafði sýnt, að til þess brast ei mátt.
Hver verður til að taka við af honum?
Hver treystir sér aflandsins vösku sonum ?
Hér er svo margt, svo margt, sem þarfað
greiða,
og menning vor er enn þá stirð i taum.
Ei stoðar lengur allri tið að eyða
við óljósan og gamlan frœgðar-draum.
Hann vildi reyna’ i landið inn að leiða
frá Ijóssins brunnum sannan menta-
straum.
Hver verður til að taka við afhonum?
Hver treystir sér aflandsins vösku sonum?
Aþing nú bráðum safnast landsins synir,
þess sœmd og hag að leggja á metaskdl.
Þá reynast mun, að vinar sakna vinir,
er vandasöm að höndum koma mál.
Þá jafnvel eigi síður sakna hinir,
því sannast er, að allir virtu Pál.
Og fósturlands vors fólknárungar snjallir
þá flnna bezt, hvað mist vér höfum allir.
í Austur-heimi voða-vopnin gjalla,
og viga-dunur þaðan heyra má.
Þar hrönnum saman hraustir drengir
falla,
en heitum þeirra greinir enginn frá.
En aftur berst það hratt um heim.sbygð
álla,
er höfuðkappar liðsins bana fá.
Og ef til vill á einum stendur meira
en ótal liðs, þótt sé það talsins fleira.
A voru eigin œttarlandi kalda
oss ógnar líka stríð á margan hátt.
í gegn oss herja sóttir, ís og alda,
og enginn getur staðist heljar mátt.
Þótt vaskir drengir velli reyni’ að halda,
þeir verða þó á grund að hníga lágt.
Hve stór er skaði’ í hóp af hraustum
sveinum !
en hér erjafnvel margfált tjón að einum.
Þó skal ei œðrast. Forða má ei feigum.
Hann féll með sæmd og dýran sigur vann.
Vér röskva drengi eftir líka eigum,
þótt erfltt sé að ná til jafns við hann.
Um framtíð landsins ei vér efast megum,
það eignast siðar margan góðan kann
með hjartá úr gulli, hjör úr björtu stáli,
sem hefl.r sína fyrirmynd í Páli.
Hið þyngst.a jörðin örast að sér dregur
og alt er settum þyngdarlögum háð.
En hvað er þyngst? Það veit sá einn, er
vegur
á vogarskálar himins: rétt og náð.
Oss þykir drottins dómur undarlegur,
en dirfumst ei að kenna honum ráð.
Hann lœtur bæði’ hið léttá ogþunqa falla,
hann lífs er þungamiðjan fyrir alla.
V. Br.
Bróðurlegar kyeðjtisendingar.
ii.
(Siðari kafli).
Greinin sú, er getið var um daginn,
um vetlinga og þumalfiugur,
og stendur í Folkets Avis 10. desbr.,
virðist vera aðallega til þess rituð, að
koma að sams konar forynju-hógilju
eins og þeirri um að íslendingar séu
kafloðnir á hörund.
Hún er sú, að »hver ekta ísleuding-
ur hafi tvo þnmalfingur* — á sömu
hendi vitanlega.
Höf. er annars að burðast með að
gera gysað mótmælafundum þeim, er
landar í Khöfn héldu þar, fyrst Stú-
dentafélagið 7. des., og því næst almenn-
um fundi landa þar 14. s. m. — til hans
hafði verið boðað að eins, er áminst
grein birtist.
Höf. þykist hafa verið viðstaddur á
•föðurlandsástarlegum mótmælafundú,
er hin fslenzka »nýlenda« í Khöfn hafi
haldið, út af því, að Kússar hefði átt að
panta heilmikið af fslenzkum vetling-
um hjá nýlenduvarningssala einum í
Khöfn, en sá þóttist ekki vera samn-
ingi bundinn til þess að mega ekki
selja nema »ekta innfædda islenzka
vetlinga«, heldur hafi hann verið þeirrar
skoðunar, að Rússar mundu einnig
koma upp öðrum vetlingum.
Fundurinn segir hann að endað hafi
á því, að samþykt var eftirfarandi á-
lyktun, sem »titrar öll af djúpri og
sannri föðurlandsástarlegri bræðic
•Islenzkir vetlingar verða hvorkí frá
sögulegu sjónarmiði, né eftir stöðu þeirra
í ríkinu, þjóðmenning eða verzlunar-
háttum taldir hjá-landsnytjar við Dan-
mörku, jafnvel þótt ekki verði þeir
heldur kallaðir höfuð-landsnytjar, af
því að þeir eru hafðir á höndunum. Vér
mótmælum þess vegna eindregið«, o. s.
frv.
Svona heldur romsan áfram, og á
að vera stæling eftir Stúdentafélagsá-
lyktuninni þar í Kh. 7. s. m., sbr.
næst sfðasta blað.
Vitanlega er Folkets Avis nauða-
ómerkilegt blað og að engu haft í
merkra manna hóp. En þó má ganga
að því vísu, að þessi *della« úr því
hafi fallið almenningi vel í geð; slík
blöð hugsa jafnan um þ a ð helzt og
fremst, að gera höfðafjöldanum meðal
lesenda sinna að skapi.
Fám dögum síðar, 12. des., flytur
höfuð málgagnhægrimanna í Danmörku,
Vort Land, svipaða grein, með fyrir-
sögn: Hvað er ísland? ísland
er mjög reitt. Hún byrjar svo:
»það er jafngott þótt þess sé látið
getið undir eins, að í s 1 a n d er ey.
Uppgerðar-fákænska um það mundi
bæði vera skömm fyrir orðstír vorn,
móðgun við lesendur vora og óbóta-
árás á hina ágætu herra landsbúa á
perlu Norðurhafsins.
En hér er alls um þá vitneskju að
tefla. f>að er annað, langtum, langtum
alvarlegra, sem komið hefirblátt áfram
hugum íslendinga í Khöfn í uppnám. —
Geysir sýður. Hekla spýr eldi.
Hinn 14. þ. m., með öðrum orðum á
miðvikudaginn, hafa stúdentar boðið
öllum íslendingum, sem hcima eiga i
Khöfn, á mótmælafund í húsum
Myginds.
Hvað þar á að gerast, veit enginn,
jafnvel ekki fundarboðandi, stúdent
Johnson. En komi þar nokkur hræða
úr margumgetinni Býningarnefnd, má
sú hin sama búast við að sæta eigi
öllu blíðari forlögum en Jón Arason
varð fyrir 1550. Sá hinn ágæti biskup
varð að láta höfuðið fyrir, að hann
hélt fram gamla skilningnumc. —
Blaðið Kobenhavn flytur 10. þ. m,
Opið bréf til nýlendusýn-
ingarnefndarinnar, er undir
stendur »L-t., íslenzkur stúdent«, —
auðvitað til blekkingar:
Tvér erum veglát þjóð.
Vérerum niðjarhinna gömlu, hraustu
víkinga og norrænu kappa.
Vér látum ekki undan.
Enginn er sá vor á meðal, að ekki
renni í æðum hans að minsta kosti
e i n n dropi (f sumum jafnvel t v e i r)
af blóði Egils Skallagrímssonar eða
einhvers kappa annars.
Annars höfum vér lítið til að mikl-
ast af.
En vér erum miklir af því.
Og þó haldið þér, herrar mínir, að
vér látum sýna oss meðal vestur-
heimskra Blámannabarna á 2 dollara
stykkiö og fáeinna Skrælingja, sem
hann Mylius-Eriksen hefir fundið og
er nú að kenna litlu fræðin hans
Lúters.
Yður skjátlast, herrar mfnir; yður
8kjátla8t, frú Gad.
Nei, langi nokkurn til að sjá vorar
dýrðlegu afurðir, vorar listofnu peys-
ur eða annað, þá komið upp til hinn-
ar fjarlægu sögueyjar, lágnættissólar-
landsins, sem rís þar veglát út við
endimörk íshafs með snævi þakta
tinda, Heklu, Geysi og alt dótið það.
Komið upp þangað, herrar mínir,
og virðið 088 fyrir yður; vér teljum
oss sæmd að heimsókn yðar.
Hafið einhverja vini yðarmeð yður,
ef þér viljið — hin alkunna íslenzka
gestrisni mun ekki reka sjálfa sig úr
vitni.
En að fara að sýna oss, vegláta niðja
veglátra konunga!
Nei, — það varekki!
Vér erum gáfuð þjóð, og kunnum
að marghrossa í móti. f>að teljum vér
oss til ágætis. Vér marghrossum í
móti þeirri meðferð, sem oss hefir
verið boðin og er enn boðin.
Vér vorum fyrrum látnir kenna á
vendinum, og nú á síðustu tímum er
tekið til að gera við oss gælur, eins
vér værum ofurlitlar Blámannabarna-
anga-nórur frá St. Tbomas.
Við oss, niðja hinna veglátu víkinga
með veðurbarðar kinnar og ómjúkar
hendur, er farið að gera gælur.
Nei, eg held vér þökkum fyrir anh-
að eins.
Vér viljum e k k i láta gera við oss
gælur. Vér látum ekki bjóða ossþess
konar.
f>að getur farið svo, að enn reynist
sá mergur í íslenzku saltkjöti og salt-
fiski, að það þori að bjóða byrginn
(dönsku) rúgbrauði með smjörlíki of-
an á.
Munið það, herrar mínir!!
Með virðingu
L—t., ísl. stúdent.