Ísafold - 07.02.1905, Qupperneq 2
22
Blaðið, sem þetta góðgæti flytur, er
E ú o r ð i ð talið meðal heldri blaða í
Khöfn. Aðalritstjóri þess heitir H. Wit-
zansky, og er bæjarfulltrúi í Khöfn,
vel metinn gáfumaður. þ>að er nijög
á bandi með Alberti ráðgjafa.
Bin glepsan af sama tægi er í
Folkets Avis 29. f. mán. J>ar er þess
getið, að Lslendingafélag ætli að halda
hátíð í einhverra guðsþakka skyni 15.
jan. í Samsöngvahöllinni (Oddfellow-
höllinni). Og svo er þar við bætt þess-
um orðum:
Mælt er, að ljóð hafi kveðin verið,
er syngja á við það tækifæri og byr-
ja þannig:
ísland, þú ert aðallandið!
(Stælt eftir dönsku kvæði, er svo
byrjar: Jylland, du er Hovedlandet).
Hin blöðin hafa vitaskuld minni ó-
not meðferðis vfirleitt, ekki nema smá-
glepsur. En öll hallast þau á sömu-
sveifina, og ámæla oss öll fyrir þetta
flan, þetta uppþot o. 8. írv.: að vilja
ekki láta sýna oss í Tivoli mitt á
meðal Skrælingja og Blámanna.
Politiken, sem þykist vera hund-
kunnug málum og mönnum hér, fram-
ar öllum öðrum dönskum blöðum,
hermir það upp á aukanefndina hér í
Beykjavík, að hún hafi í bréfi sínu til
aðalnefndarinnar í Kböfn ekki sagst
vita, hvað Tivoli væri. Auðvitað er
það bláber uppspuni. Flestallir hinir
reykvísku nefndarmenn eru nokkurn
veginn eins kunnugir í Tivoli eins og
þorri Khafnarbúa sjálfra. Ummæli
nefndarinnar hér í áminstu bréfi hafa
vitaskuld stefnt að því, að fá vissu
fyrir, að landinn yrði ekki hafður til
sýnis f Tivoli með líkri tilhögun eins
og vandi er til um frábreytilega villi-
þjóðakynþætti þá, sem þar eru oft
sýndir í ábataskyni fyrir eigend-
ur þeirrar stofnunar. Lítillátleg
fræðsla danskra blaða um, að ekki sé
í kot vísað, þar sem Tivoli er, er því
nokkurn veginn óþörf. Til dæmis, að
mesta og veglegasta gripasýning á
Norðurlöndum hafi verið haldin ein-
mitt þar nú fyrir 16—17 árum.
f>að er sæmilega kunnugt flestum
læsum íslendingum. En það vita all-
ir, að þegar Dönum liggur á að
stæra sig af hjálendum sínum og ný-
lendum, þá staðhæfa þeir jafnan, að
á íslandi sé hvert mannsbarn læst —
vitandi nauðalítið um það þó, fremur
en annað hér. Hins er og látið óget-
ið, þegar vitnað er í sýninguna frá
1888, a ð þá var reist hennar vegna
og undir hana mikil og vegleg höll,
auk margra stórhýsa annara, og a ð
sýningin sú kom fyrir það m. fl. ekk-
ert Tivoli við annað en að hún var
höfð á lóð þeirrar ðtofnunar.
f>etta er ekki nema lítið hrafl af
öllum þeim »bróðurlegu kveðjusending-
um«, er dönsk blöð hafa sætt færi að
ávarpa oss með í þetta sinn.
Megninu er slept, þar á meðal mikl-
um heimsku-ónotum í garð ísafoldar,
fyrir það, að hún tók nokkurn veginn
einarðlega í streng um þetta mál fyrst
allra íslenzkra blaða. En hún getur
ekki verið að erfa það.
f>að eitt er tilefni til að benda á
i þessu sambandi, hve v i t u r 1 e g þessi
framkoma er, sem nú hefir lýst ver-
ið, eða hitt heldur,
Eða mundi vera þess nokkurt dæmi
síðustu hálfa öld, að t. d. ensk blöð í
heimaríkinu tæki það ráð til að eyða
sundurlyndi við nýlendur þess eða út-
lendur, að ausa yfir fólk þar lítilsvirð-
andi gaspri og jafnvel smánaryrðum,
hvað lítið sem í milli bæri? Mundu
þau telja þ a ð ráði næst til að hæna
þær að heimaríkinu?
Xýtt botnvðrpungs-strand.
Aðfaranótt 16. f. mán. laust fyrir
dögun strandaði skozkur botnvörpungur
á miðjum Breiðamerkursandi, austan
Ereiðáróss, í stórsjó og ofsarigningu.
Hafði hann lagt að heiman 12. sama
mánaðar og hafði ekkert fiskað, en
komið beina leið upp á fjöruna. Rétt
áður en þeir urðu fastir, tók út bátinn
frá þeim, og urðu þeir því að bíða 28
stundir í skipinu áður en þeir kæmust
á land, og urðu þá að vaða sjóinn í
mitti, á háfjöru; var það kl. 1 daginn
eftir 17. jan. Fóru þeir þá að leita
bygða. Vöxtur var í ánum eftir rign-
inguna og komust þeir því ekki yfir
Breiðá fyr en á jökli, en komust ekki
yfir Fjalká, sem er vestar á sandinum
og voru því teptir milli þessara vatna.
Jökulsá (á Breiðamerkursandi) var ófær
um það leyti og jökullinn sömuleiðis.
Voru þeir þar því ráðalausir.
En þennan Bama dag fór Björn bóndi
Pálsson á Tvískerjum á fjöru að líta
eftir reka; sá hann þá strandið austau
Breiðáróss, gekk upp á ísa til þess
að komast yfir ósinn, sem var auður,
og komst með þessum hætti að strand-
staðnum ; þá var mikill sjór milli skips
og fjörn, enda háflóð. Hann sá manna-
för í fjörunni, sem lágu upp á sandinn.
Fór hann þá að leita mannanna, fyrst
austur að Jökulsá, og síðan vestur með
jökli, þar til er hann fann þá um síðir
í Krók svo nefndum uppi undir jökli.
þar stóðu þeir ráðalausir og illa til
reika, og hugðu að láta þar fyrirberast
um nóttina, en þá var komið 6 stiga
frost, og hefði þá því efalaust kalið,
ef Björn hefði eigi fundið þá.
Björn fór svo með þá heim til sín,
og kom þeim með dugnaðí yfir Fjallsá
og Hrútá, sem þá voru illg,r yfirferðar.
Hann hafði verið ríðandi og gat því
notað hestinn (til selflutnings með þá).
þeir dvöldust síöan á Tviskerjum þar
til er farið var á stað með þá suður
24. s. m. þeim til fylgdar voru 6
Öræfingar og fyrir þeim Ari hrepp-
stjóri Hálfdanarson á Fagurhólsmýri
og Páll bóndi Jónsson á Svínafelli.
Svona segir skilríkur maður, Magnús
prestur Bjarnarson á Prestbakka, sög-
una af strandi þessu, og ber alveg
saman við frásögu strandmanna sjálfra
hér; en þeir kom'n hingað í gær um
miðjan dag; hefðu verið hálfan mánuð
á leiðinni, enda hrept vonzkuveður.
Skipið hét Banffshire, 349 A., frá
Aberdeen, skipstjóri Alfred Jones og
stýrimaður Albert Jones. það var með
U/2 hdr. smál. af kolum, en annað ekki.
þeir félagar láta mjög af gestrisni
Skaftfellinga og annarra landsmanna á
•leiðinni hingað.
Þá ósvinnu
hafa einhverir óhlutvandir menn upp
tekið hér, að prenta upp f heimildarleysi
íslenzk rit landa vorra í Vesturheimi.
Eins og sjá má á auglýsingu hér í
blaðinu gerir Bóksalafélagið íslenzka
sitt ítrasta til að afstýra þeim ósóma,
meðal annars með því, að banna öll-
um útsölumönnum sínum harðlega að
selja nokkra slíka bók.
Löndum vestra væri innan handar
að gjalda líku Kkt og fara að prenta
upp þar bækur héðan heimildarlaust.
En það væri að fara alveg með hinn
góða markað, sem þar er fyrir bækur
héðan —, góðan bæði að vöxtum og skil-
semi. f>vi er brýn nauðsyn að taka
fyrir þennan ófögnuð, áður en hann
magnast.
Fjárkláda
kvað vart hafa orðið nyrðra í vetur
I fyrir jól á 2 stöðum, í Aðalreykjadal
og Svarfaðardal, á 2 bæjum á hvorum
staðnum. Bæirnir í Aðalreykjadal
liggja saman, en hinir ekki.
Tvíbaðað hafði verið þegar í stað á
þessum bæjum, og jafnvel næstu bæj-
um við þá, segja sumir, þar sem grunur
var á að fé hefði haft samgöngur við
kláðabæina.
Almennar skoðanir fara nú fram í
þ. m. á fé því, er fjárkláðalækningar
fóru fram á í fyrra vetur, og mun þá
vitnast, hvort meiri brögð eru nú að
kláðanum á því svæði eða hve mikii.
Ekki þarf þetta að koma flatt upp á
menn; og sízt er neitt vit i að líta svo
á, setn unnið hafi verið fyrir gýg að
útrýming kláðans með þeirri hörðu
hríð og afarkostnaðarsömu, er að hon-
um hefir verið gerð síðustu missirin og
enn stendur yfir. það var lítt hugs-
andi, að a 11 i r ynnu a 1 s t a ð s r jafn-
dyggilega að þvf verki, auk þess sem
lítt viðráðanlegar tálmanir gátu hafa
spilt fyrir árangrinum á stöku stað,
t.d. fé ekki fundist alt, þegar baðað var.
Alt getur vel farið enn, ef röggsam-
lega er í taumana tekið.
Lieikhúsid.
John Storm (eftir Hall Caine) var
leikinn þar í 13. og síðasta sinn í röð
í fyrra kveld, og nærri fult hús enn.
Nú undir eða um helgina á að taka
til við J e p p a á F j a 11 i, einum f ræg
asta sjónleik Holbergs. þar leikur
Arni Eiríksson Jeppa og Jens Waage
baróninn. það eru langhelztu hlut-
verkin, og mun naumast hjá því fara,
að þeim takist það vel. Hr. Á. E.
hefir búið sig mjög rækilega undir að
leika Jeppa, kynt sér vandlega lýsingar
á því, hvernig það fræga og vandasama
hlutverk hefir verið af hendi leyst í
Kgl.-leikhúsinu í Khöfn fyr og síðar,
og hvers konar bendingar þar að lút-
andi m. m.
Hjúkrunarfélag Keykjavíkur
hélt aðalfund sinn í fyrri viku, 2. þ.
mán. það hafði haft í tekju árið sem
leið rúmar 1000 kr. og átti eftir í sjóði
í árslok rúmar 500 kr. Nokkuð af
tekjunum voru eftirstöðvar frá f. á.
(1903). Regluleg félagsgjöld höfðu num-
ið 560 kr. Minsta árstillag er 2 kr.
Gefist hafði því hins vegar töluvert, í
áheitum o. þ. h. þar á meðal hafði
M. Lund lyfsali gefið 50 kr. Félagið
hafði haldið eina hjúkrunarkonu alt
árið, Guðnýju Guðmundsdóttur, fyrir
500kr., og aðra 2 mánuðina síðustu fyrir
25 kr. hvorn mánuðinn. Hana sam-
þykti fundurinn að fastráða eftirleiðis
frá 1. júlí þ. á. fyrir sama kaup og
hina; nú var hún ráðin af stjórn fé-
lagsins að eins vetrarmánuðina. Nóg
höfðu þær haft að gera báðar, og meira
en það.
Félagatal er nú nál. V/2 hundr.
Ætti að vera tvöfalt eða þrefalt.
Stjórn var endurkosin í einu hlj.:
síra Jón Helgason form., Hannes Thor
steinsson og Sighv. Bjarnason.
Læknaskólakennari Guðm. Magnús
son flutti í fundarlok ágætan rækilegan
fyrirlestur um lífsaflið.
Hlutabankinn.
Málmforði hans var nú í árslokin
315 þús. kr. og útgefnir seðlar í veltu
þá 600 þús. Lánin voru orðin þá 1
milj. 317 þús., þar af 847 þús. gegn
veði og sjálfskuldarábyrgð, 261 þús.
víxillán og 209 þús. handveðslán. Inn-
stæðufé á dálk og með innlánskjörum
var þá 240 þús. Hjá útbúum bank-
ans 482 þús.
Laus prestaköll. Staður í Aðalvík
i Norðnr-ísafjarðarprófastsdæmi (Staðar-
sókn, með 2 kirkjum: á Stað og Hesteyri)
— Mat: kr. 1202,27. — Af brauðinu greið-
ast til uppgjafaprests kr. 2,27. — Á þvi
hvílir emhættislán til vatnsveitu heim að
staðnum, samkv. lhhr. 8. marz 1902 (Stj.
tíð. B. hls. 54), npprunalega 600 kr., sem
afhorgast með 50 kr. árlega á 12 árum.
— í matinu er fólgin 600 kr. föst npphót
úr landsjóði. — Yeitist frá fardögum 1905.
— Auglýst 25. janúar. — Umsóknarfrest-
nr til 12. marz 1905.
T
Bæjarsíj órn Keyk.j avíknr
kaus á næstsiðasta fundi, 19. f. m , 3 manna
nefnd tii að íhuga breyting á lögum um
lóðargjald í Reykjavik: Halldór Jónssonr
Krktján Jónsson, Þórhallur Bjarnarson.
Eftir málaleitun frá oand. Helga Péturs-
syni um skaðabætur fyrir flutning á húsi
var samþykt að gera við það á kostnað
bæjarsjóðs. svo vei, að teljast mætti jafn-
gott og áður en það var flutt.
Lögð var fram skrá yfir lóðir þær, 10'
að tölu, er höfðu verið útmældar fyrir 1
jan. 1903, en ekki var húið að reisa á hús
fyrir 1. jan. 1905 og áttu því að falla til
bæjarins aftur. Tveir fengu að halda hin-
um útmældu lóðumv Stefán Jónsson við
Hverfisgötu, og Runólfur Guðmundsson við
Vitastig, með því að veðuráttu var um að
kenna, að hús þeirra voru óuppkomin;
grindurnar alsmiðaðar.
Jóni Tkorsteinsen á Grímsstöðum veitt
lausn frá fátækrafulltrúastarfi, og Jón Tóm-
asson á Grímsstaðaiiolti skipaður í hans
stað.
Sigurður Thoroddsen skipaður í bruna-
málanefnd i stað ilannesar FTafliðasonar,,
sem er orðinn brunamáiaötjóri.
Erindi frá Hein & Möller-Holst í Khöfn
um sýnishorn af vatni úr hinurn nýboruðu
vatnsleitarholum við Eskihlíð visað til
vatnsveitunefndarinnar.
Samþyktar brunabótavirðingar á þessum
búseignum: Björns kaupm. Kristjánssonar
nr. 4 í Vesturg. kr. 19,94tí; Ármanns Jóns-
sonar við Hverfisg. 6,373; Þórðar Ólafs-
sonar við Njálsgötu 2721.
Færeying-ar, Islendingar og Ála-
sundsbruninn. Eftirfarandi grein hefi
landi einn í Norvegi sent Isafold nýlega til
birtingar:
Það var engin smáræðis-fjárhæð, sem
þeir söfnuðu Eæreyingar, þessar 17 þús-
undir manna, til hjálpar hinum nauðstöddu
frændum sínum austan hafs, sem biðu hinn
feykilega skaða af brunanum i Álasundi í
fyrra vetur, og allar hugsandi og hjálp-
Bamar mentaþjóðir, sem bera mannlegar
tilfinningar í brjósti, hlupu upp til handa og
fóta, og sendu föt og fæði og peninga,
hver eftir efnum og ástæðum, til þess að
lina neyð fólksins, sem dundi yfir það og
bæinn á einni nóttu, og gerði 12 þúsund
manaa fæðislaust og húsnæðislaust á svip
stundu.
Meðai þeirra höfðinglunduðu og hjálp-
sömu þjóða var hin fámennasta þjóð heims-
ins, Færeyingar, og sýndu, að þeir höfðu
tekið að erfðum frá forfeðrunum drengi-
lega og mannlundaða hjálpsemi, þar sem
þeir spunnu hinn sterkasta þátt bjálpsem-
innar, eftir stærð og fólksfjölda, til að
létta og rétta neyð bræðra sinna.
Þeir sendu ekki minna en 3072 kr.
Það var dálagleg fjárhæð.
Norðmenn hafa líka knnnað að meta
þetta góða hjartaþel og hjáipsemi frænda
sinna í Færeyjum.
Hver var sú þjóð, sem ekki lét einn eyri
af hendi, og lét varla eitt orð um það
heyrast?
Það voru Islendingar.
Sorglegt, en satt, og mikil minkun.
Eg ætla að eg hafi rekið mig á i ein-
hverju stjórnarmálgagni í Reykiavík eitt-
hvert umtal um, að það væri að hugsa um
að mæla fram með samskotum handa Ála-
sundsmönnum. En síðan ekki við söguna
meir, það eg veit til. Stjórnfylgisvindur-
inn hefir væntanlega blásið af annari átt
von bráðara, og þá hefir því verið öllu
lokið. —
* *
*
Svo mörg eru landans orð, og fleiri þó.
Það er satt sem hann segir, að leitt var
það mjög, að ekki var neitt skift sér hér
af Álasundsslysinu, og ólíkt þvi, sem Norð-
menn hafa gert, er vér höfum orðið fyrir
stóráföllum.
En rangt er að kenna það eingöngu eða
aðallega sérhlífni eða brjóstgæðaskort af
vorri hálfu.
Aðalorsök afskiftaleysisins var sú, að
fréttin um slysið barst svo ákaflega seint
hingað, svo seint, að verið hefði nærri því
að bera í bakkafullan lækinn, að fara þá
að hugsa um hjálp héðan. Það var þá
búið að ryðja í þá, sem fyrir slysinu urðu,
þeim ósköpum af gjöfum frá öðrum þjóðum,
Bem brugðu þegar við, og það mjög höfð-
inglega og drengilega. En orsök hins ó-
venju-seina fréttaburðar bingað var annað