Ísafold - 07.02.1905, Síða 4
ALFA LAYAL hæstu verðlaun 1904.
Á heimsýning'unni
í St. Louis
hefir ALFA LAVAL ) samkepni borið af öllum öðrum skilviudum og hjá dóm-
nefnd eýningarinnar hlotið
hæstu verölaun (Grand Price),
einu haastu verðlaunin, eem nokkur skilvinda hlaut á sýningunni, og hefir hún
því enn þá einu sinni fengið opinbert vottorð um að vera
heimsins bezta skilvinda.
Aktiebolaget Separator Depot.
ALFA LAVAL
Vestergade 10. Köbenhavn K.
Uppboð.
Samkvæmt beiðni Björns Þorsteins-
sonar, bónda í Bæ í Borgarfirði, og aö
undangengnu fjárnámi, verður jörðin
Lágafell í Mosfellshreppi, ásamt hja-
leigunni Lækjarkoti, 28,7 hndr. að dyrl.,
með íbúðarhúsinu og öllum húsiim á
jörðunui, sem eru eign jarðareiganda,
boðin upp og seld, ef viðunanlegt boð
fæst, við þrjú opmber uppboð, er haldin
verða laugardagana 18. marz, 1. og 15.
apríl næstkomandi. Tvö fyrstu upp-
boðin verða haldin á skrifstofu s/slunnar
í Hafnarfirði, en hið síðasta á eigninni
sjálfri, er selja á. Uppboðin byrja öll
kl. 1 e. h.
Söluskilmálar verða til sýnis á skrif-
stofunni degi fyrir fyrsta uppboðið.
Skrifstofu Gullbr,- og Kjósarsýslu
21. jan. 1904.
Páll Einarsson.
Eri"in kaupmaður hér i
bæ getur sér án skaða selt
góðar vðrur ódýrari en
verzlun
B. H. BJARNASON.
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur.
F u n d u r verður haldin / félaginu
föstudaginn 10. febr. kl. 9 síðdegis í
Báruhúsinu.
Hr. magister Guðm. Finnbogason held-
ur fyrirlestur um v e r z 1 u n a r s k ó 1 a.
Allir verzlunarmenn velkomnir.
Aðgöngumiðað fást hjá Sigurði Guð-
mundssyni (í Thomsens Magasíni).
SKAUTAR
af öllum stærðum
ódýrastir
í verzlun
c3. cfifarnascn.
tJTMJEW
SPEGIPYLSA
Og
Cervelatpylsa
bezt og ódýrust í
verzluu
B H. Bjarnason
Síðastllðið haust var mér dregið hvítt
gimhrar-lamb, með mínu marki, sem er hit-
ar 2 framan hægra. Þar eg á ekki lamh
þetta, skora eg á eiganda þess að semja
við mig nm andvirði þess og markið.
Háafelli 16. janúar 1905.
Klemenz Samúelsson.
Ritstjóri H.jörn JónsNon.
Uppboðsauglýsing.
LaugardaginD 11. þ. m. kl. 11 f. h.
verður opinbert uppboð haldið hjá
dráttarbrautÍDni í Hlíðarhúsasandi og
þar selt: plankar, borð o. m. fl. til-
heyrandi þiUkipa-ábyrgðarfélaginu við
Faxaflóa.
Söluskilmálar verða birtir á upp
boðsstaðnum. •
Bæjarfógetinn í Rvlk, 4. febr. 1905.
Halldór Daníelsson.
Uppboðsauerlýsiner.
Fimtudaginn 9. þ. m. kl. 11 f. h.
verður opinbert uppboð haldið á
Laugaveg 63 og þar seldir innanhÚBS-
munir tilh. Kr. Kristjánssyni, s. 8.
stofuborð, stólar, bókaskápar, sæng-
urföt o. m. fl.
Söluskilmálar verða birtir á undan
uppboðinu á uppboðsstaðnum.
Skrifst. bæjarfógeta í Rvík 3. febr. 1905.
Halldór Daníelsson.
UTSALA
hjá Hiriii Kristjánssyni,
byrjaði miðvikud. 1. febr.
f>ar fæst m. a.
Silki — Herðasjol — Ca-
seinirsjöl — Vetrarsjöl —
Prjónapeysur — Millipils —
Klæði — SvTuntutau —
Barnahúfur — Barnakjólar
— Dagtreyjutau — Kjóla-
tau — Tvisttau — Flonell
— Xærfatnaöur — Vetrar-
kápatau o. fl. o. fl.
Aðsóknin er mik.il; er
því hyggilegast að nota
tækifærið og kaupa í tíma það
sem menn þarfnast.
10—40°|o afsl.
Uppboðsauglýsing.
FöstudaginD 17. þ. m. kl. 11 f. h.
verður opinbert uppboð haldið í Veltu-
sundi 1 og þar seld álnavara, nær-
fatnaður o. fl., tilheyrandi KrÍBtínu
Jónsdóttur.
Söluskilmálar verða birtir á undan
uppboðinu á uppboðsstaðnum.
Skrifat. bæjarf. í Rvík, 3. febr. 1905.
Halldór Daníelsson.
Eftirritaðar óskilakindur eru
seld&r i Vatnsl.strandarhreppi á siðastl.
hansti: hvítt lamb,”með sýlt h., sneitt aft.
v., hit. fr. Hvltt hrútlamb m.: tvist. fr. h.
sneiðrif. a. v. Eigendar kindanna geta vitj-
að andvirðis þeirra, að frádregnnm kostn-
aði, fram að næstu fardögum, til
Guðm. Guðmundssonar
hreppstj. i Landakoti.
YIKIN G-PAPPANN
þekkja orðið flestir á íslandi hvað er. þeir sem enn eru ekki búnir að reyna
alla haD8 góðu kosti, þyrftu sem fyrat að gera það, og sannfærast um, að það
óefað er aá langbezti og ódýrasti utanhússpappi, sem enn þá
hefir þek8t.
Víking innifelur í eér alla þá kosti, sem útheinita'St til þess, þar eð
hann er tiibúinn úr verulega góðu eíni og sérlega vel »asfalteraður*.
sem gerir það að verkum, að hann verður bæði seignr mjög og haldgóðnr,
enda hefír hann fengið verðlaun vegna gæða ainna.
Víking mælir með sér; sá sem einu sinni hefir reynt hann, vill ekki
sjá aðra pappategund utan á hús sfn.
Víking mun útrýma öllum öðrum utanhúspappategundum; hin sívax-
andi sala er fullnæg sönnun fyrir því, t. d. árið 19 0 3 selduet 2000 rúllur
og árið 190 4 3,800 rúllur.
En þar Bem mér hefir tekist að láta framleiða þennan fræga og góðft
pappa, er það mikil freisting fyrir aðra keppinauta að láta stæla hann með
lakari eftirlíkingum, sem kaupendur þurfa að vara sig á.
VÍKING er að eins búinn til fyrir verzlunina GODTHAAB
og VÍKING er að eins ekta, ef hver rúlla ber verzlunarnafnið GODTHAAB
REYKJAVÍK.
Reykjavík 9. des. 1904.
Virðingarfylst
Thor Jensen.
„PERFECP'-skilvindan
er tilbúin hjá BURMEISTER & WAlN, sem er mest og frægust verk-
smiðja á norðurlöndum og hefir daglega 2,500 manns í vinnu.
»PERFECT« hefir á tiltölulega stuttum tíma fengið yfir 200 fyrsta
flokks verðlaun.
»PERFECT« er af skólastjórunum Torfa í Ólafsdal og Jónasi á
Eiðum, mjólkurfræðingi Grönfeldt og búfræðiskennara Guðm. Jónssyni
á Hvanneyri talin bezt af öllura skilvindum, og sama vitnisburð fær
»PERFECT« bæði í Danmörku og hvarvetna erlendis.
»PERFECT« er bezta og ódýrasta skilvinda nútímans.
»PERFECT« er skilvinda framtíðarinnar.
Utsölumenn: kaupmennirnir Gunnar Gunnarsson Reykjavík, Lefolii
á Eyrarb., Halldór Jónsson Vík, allar Grams verzlanir, allar verzl. Á.
Ásgeirssonar.Magnús Stefánsson Blönduósi,KristjánGíslason Sauðárkrók,
Sigvaldi Þorsteinsson Akureyri, Magnús Sigurðsson á Grund, Stefán
Steinholt Seyðisfirði, Fr. Hallgrimsson Eskifirði.
Einkasali fyrir Island og Færeyjar.
JafioB Sunnlöcjsson
Kjöbenhavn K.
Til sönnunar þvl að hér sé eKki farið með skrum, leyfi eg mér
að setja hér vitnisburði neðangreindra »fag«-manna.
Herra skólastjóri TORFI BJARNASON R. af Dbr. i Ólafsrtal skrifar 3. maí 1901.
»Eg setti skilviniluna strax niður og hefi hrúkað hana síðan og íellur afbragðs
vel við hana. Hún skilur ágætlega, svo ekki sést nokkur vottur um rjóma í undanrenn-
unni hversu lengi Bem hún stendur. Mér virðist skilvinda þessi langtum sterkari og
vandaðri að öllum frágangi en þær skilvindur, sem eg hefi séð áður. Það er mjög fljót-
legt og auðvelt að hreinsa hana og hún sýnist vera svo sterk að bún geti varla bilað.
Skilvinda þessi er lika mikln ódýrri eptir gæðum, en aðrar skilvindur, sem eg hefi séð«.
Herra skólastjóri JÓNAS EIRÍKSSON á Eiðnm skrifar i 3. thl. »Austra« 1902.
»Bezta mjólkurskilvindan er menn ættu að kaupa, fremur öllum öðrum skilvindum,
sem flytjast hér til lands, er skilvindan »Perfect«, sem herra stórkaúpmaður J. Gunnlögs-
son i Kaupmannahöfn hefir söluumboð á hér á landi, fyrir hlutafél. Burmeister & Main.
Það er ekki auðvelt að átta sig á hinum mörgu auglýsingum um skilvindur, því
ætið er þessi og þessi talin hin hezta; þessvegna leyfi eg mér að benda á Perfect-
skilvinduna sem eina hina beztu, sterkustu, auðveldustu, smjördrýgstu og ódýrustu skilvindu.
Eg hefi notað »Perfect«-skilvinduna og líkar sérlega vel við hana. Það eru miklir
kostir hve fljótt er að hreinsa hana, taka hana snndur og setja hana saman og hve
hreyfi-partar hennar eru fáir, óbrotnir og sterkir, sem gerir Perfect endingargóða, ódýra
að halda við, en auðvelda í meðförum«.
Herra mjólkurfræðingnr GRÖNFELDT skrifar í hréfi 21. apríl 1902:
»Eg skal með ánægju framvegis mæla með »Perfect« skilvindu yðar, þvi hún er að
minu áliti hezta handskilvindan, ank þess sem hún er auðveld í meðförum og traust«.
Herra báfræðingur GUBM. JÓNSS0N á Hvanneyri skrifar 1. nóvbr. 1904:
»Hvað vandleik og gæði skilvindanna snertir er eg i engum vafa um að »Perfect«
tekur þeim öllum fram. Hinir einstöku starfshlutir hennar eru mjög traustir og það sem
mest á ríður: þeim. er snildarlega fyrir komið; hún er ank þess svo einföld, að hvert
barn getur farið með hana, og reynist hún ekki vel, þá er það manni sjálfum að kenna,
Þá parta f »Perfect«, sem fyrst slitna, er mjög auðvelt að endurbæta«.